Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 37 Heildarsöltun Sudurlandssíld- ar 65.883 tunnur SAMKVÆMT söltunarskýrslum Slldarútvegsnefndar nam heildarsöltun Suðurlandssfldar á miðnætti aðfararnðtt 24. október samtals 65.883 tunnum. Á sama tfma f fyrra nam heildarsöltunin 35.422 tunnum. Mest hefur verið saltað á Hornafirði, 13.688 tunn- ur, þá koma Vestmannaeyjar með 12.285 tunnur, Revkjavfk með 6.752, Keflavfk 6.425. í Grindavfk var söltuð 5.551 tunna, 3.937 á Akranesi, 3.542 á Eskifirði og 2.215 á Seyðisfirði. 1 þessum töl- um er bæði rekneta- og hringnóta- sfld. 1 næstu viku mun hefjast lestun á fyrstu Suðurlandssíldinni, sem er framleidd á yfirstandandi vertfð. Hafa verið leigð tvö skip til flutninganna og munu þau lesta á 6—7 þöfnum á svæðinu frá Fáskrúðsfirði til Akraness. Er hér um að ræða 7*150 tunnur af venjulegri saltsíld og 2.200 tunn- ur af sérverkaðri sáld, eða samtals 9.350 tunnur af fyrstu síldinni sem verkuð var af þessum teg- undum á vertíðinni. Samkvæmt mælingum sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefir gert fyrir SUN hefur komið í ljós að fituinnihald síldarinnar hefir farið heldur minnkandi síð- ustu dagana og er nú um 16—17% í fyrsta og öðrum stærðarflokki, en yfir 20% i þriðja stærðarflokki, en mjög lítið hefir veiðzt af síðastnefnda flokknum undanfarið. Mikil byggingarstarfs- semi á Egilsstöðum ÖVENJU miklar byggingarfram- kvæmdir eiga sér nú stað á Egils- stöðum að sögn Guðmundar Magnússonar, sveitarstjóra Egils- staðahrepps. Það munu vera á milli 30 og 40 einbýlishús sem eru f smíðum, á öllum byggingar- stigum. Auk þess eru svo f smfð- um byggingar vegna iðnaðar, skólamála, mjólkurvinnslu, gisti- móttöku o.s.frv. A vegum hrepps- ins er nýlokið byggingu 16 leigu- fbúða, fvrri hluti stækkunar Hættu að reykja DAGANA 7. — 11. nóvember mun íslenzka bindindisfélagið halda námskeið fyrir fólk i Reykjavik og nágrenni, sem vill hætta reykingum. Hefur félagið haldið mörg slfk námskeið vfða um landið og hefur fengizt mjög góður árangur. Námskeiðið, sem nú er fyrir- hugað, hefst kl. 20.30 sunnudag- inn 7. nóvember og mun standa f 5 kvöld. Það verður haldið f Lög- bergi við Háskóla Islands. Innrit- un fer fram í sfma 13899 á skrif- stofutíma næstu daga. Þátttöku- gjald er ekkert, aðeins greitt fyrir handbók námskeiðsins. (Fréttatilkynning) grunnskólans er á sfðasta snún- ingi, og viðbyggingu við félags- heimilið Valaskjálf er að ljúka, en þar er verið að gera gistiað- stöðu, kaffiterfu og litla sali fyrir ýmiss konar félagsstarfsemi. A allra næstu dögum verður hafinn uppsláttur fyrir Mennta- skóla Austurlands, en hann mun rfsa á Egilsstöðum. Það húsnæði hefur verið hannað samkvæmt bandarískum hugmyndum, og það er Byggingarfélagið Brúnás sem sér um byggingu fyrsta hluta hús- næðisins, sem áætlað er að verði fokheldur á næsta sumri. Þá hefur f sumar verið unnið að undirbúningi gatna fyrir varan- legt slitlag, og mun þar vera um að ræða um 2 km kafla. Nú þegar er varanlegt slitlag á um 3 km gatna á Egilsstöðum. Að sögn Guðmundar Magnússonar, eru bygging dagvistunarheimilis fyrir börn og fþróttahús ein mestu hjartansmál hreppsnefndarinnar, en Guðmundur sagði okkur að varðandi þau mál, ætti bæjar- félagið f útistöðum við fjár- veitingavaldið. Auk þessa sagði Guðmundur að nýjar tilraunir að borunum eftir heitu vatni væru ofarlega á baugi hjá hreppsnefnd- inni, og vonast væri til að þær boranir færu fram hið bráðasta. Lokaðu glugganum 5» Þegar kalt er orðið í húsinu, — rigning úti eða frost og stormur, lokarðu glugganum, þá þarf glugginn að vera það þéttur að hann haldi vatni, vindi og ryki utandyra. Þannig eru gluggarnir okkar, með innfræsta TE-TU þétti- listanum og þannig eru einnig svalahurðirnar frá okkur. Við framleiðum einnig útidyra- og bílskúrshurðir af ýmsum gerðum. Þeir sem hafa reynt þær, gefa þeim einnig 1. ágætiseinkunn. Það getur borgað sig fyrir þig — ef þú ert að byggja einbýlis- hús eða fjölbýlishús, að senda teikningu eða koma og skoða framleiðsluna, athuga afgreiðslutíma og fá verðtilboð. hilrðaverksmiðja YTRI-NJARÐVÍK Sími 92-1601 PósthóH 14 Keftavik Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson verður sýnd f hundraðasta sinn um miðjan þennan mánuð. Leikurinn var frumsýndur 1 Iðnó fyrir réttu ári. I sumar og haust var hann sýndur alls 32 sinnum úti um land. Leikurinn fjallar um hversdagslega hluti úr Iffi alþýðu- fólks og f þvf felast trúlega vinsældir hans en kannska ekki sfður f þvf, að þetta efni er túlkað á mjög Ifflegan hátt f söng og leik. Fræðslu- og aðalfund- m* kennara á NV-landi FRÆÐSLUFUNDUR og aðal- fundur kennarafélags Landsam- bands framhaldsskólakennara og Sambands fslenzkra barna- kennara á Norðvesturlandi var haldinn dagana 8. 9. október s.l. f Varmahlfð f Skagafirði. Viðfangs- efni fundarins var m.a. markmið grunnskólans og tengsl hans við framhaldsnám og hélt Ólafur Proppé einn af gestum fundarins, famsöguerindi. Hrólfur Kjartans- son og Reynir Bjarnason, einnig gestir fundarins héldu framsögu- erindi um Nýjar hugmyndir um vinnutilhögun f kennslustofunni. Miklar umræður urðu á fund- unum um þessi málfni. Aðalfundur félaganna var hald- inn sameiginlega. Á fundinum var m.a. samþykkt tillga um stofn- un eins kennarafélags allra þeirra sem starfa að kennslumál- um á NV-landi. Þá var einnig sam- þykkt tillaga sem lýsti yfir ánægju fundarins með skipan fræðslustjóra og fræðsluráða og reynslu af starfi þeirra í um- dæminu. Var skorað á rikisstjórn- ina, Alþingi og sveitarstjórnir að koma fjármálum fræðsluskrif- stofunnar á öruggan grundvöll. Fékk nótina í skrúfuna og var dreg- inn til lands ÞAÐ ÓHAPP henti loðnubátinn Arsæl Sigurðsson GK á loðnumið- unum út af Straumnesi, að hann fékk nótina f skrúfuna. Varðskip kom bátnum til aðstoðar og hélt með hann f togi til lands. Hálf- gerð bræla var á miðunum í fyrri- nótt og lentu bátarnir i vandræð- um með næturnar. Engin veiði var í fyrrinótt. Nóttina áður tilkynntu tveir bátar um afla, Hrafn GK 400 lestir og Helga Guðmundsdóttir BA 450 lestir. Fóru þeir með aflann til Bolungarvikur. Fjórir bátar eru nú á mióunum. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið þar við loðnuleit og fundið stórar og góðar torfur. Fékk ekki hæli Moskvu, 28. okt. — AP YFIRVÖLD I Iran hafa nú sent heim sovézka flugmanninn Val- entin Ivanovich Zosimoff liðsfor- ingja, sem rændi litilli flugvél i Sovétrikjunum 25. fyrra mánaðar og flaug henni til Irans þar sem hann baðst hælis sem pólitískur flóttamaður. Óskaði flugmaður- inn eftir því að fá að flytjast til Bandaríkjanna. írönsk yfirvöld neituðu Zosi- moff um dvalarleyfi á þeim grundvelli að með því brytu þau gagnkvæman samning þeirra við Sovétríkin varðandi flugrán. Utvarpið í Moskvu skýrði frá þvi að Zosimoff hefði komið aftur heim til Sovétríkjanna á mánu- dag. Var tekið fram i frétt út- varpsins að hann hefði framið af- brot með flugvélarráninu, og að flugvélinni yrði einnig skilað. Al'ia.VslNÍÍASÍMINN KK: 2248D (0>) JR*r0tmbI«bib Vantar ykkur útihurð... ? Teak útihurðir fást hjá Pouisen Sænsku útihurðirnar frá Bor dörrenA.B. hafa sannað ágæti sitt í íslenzkri veðráttu. Margar gerðir fvrirliggjandi. Mjög hagstætt verð. Greiðsluskilmálar. Gerið verðsamanburð. VALD. P0ULSEN H.F. Suðurlandsbraut 10 _____________________- Simi 38520-3114*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.