Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 23 Rezkane Abdel Madjid framkvæmdastjóri alsfrska frjálsíþróttasam- bandsins. Þurfti að leita að íslandi á landakorti áð- ur en hann hélt hingað BRETINN ARTHUR GOLD KJÖRINN FORSETIFRJÁLS- 'þrqttasambands evrúpu Á ÞINGISAMBANDSINS HÉR „Þetta þing Frjálsfþróttasambanda Evrópu er ágætistækifæri til að ná samningum við Evrópuþjóðir um íþróttasamskipti. Og þar sem við leitum alltaf meir og meir til Evrópu í þessu skyni, þá sendi Frjálsíþrótta- samband Alsir mig hingað til samningaumleitana," sagði Rezkane Abdelmadjid framkvæmdastjóri al sirska frjálsiþróttasambandsins, þeg ar Mbl. tók hann tali á Evrópuþing- inu á Loftleiðum um helgina. Aðspurður sagði Rezkane það aðal- lega vera við Miðjarðarhafsþjóðir sem þeir hefðu landskeppnissambönd, en einstaklingar frá Alsír væru þó einnig sendir til nyrðri hluta Evrópu á stórmót sem þar væru haldin. Rezkane sagði lartd okkar vera fagurt og Reykjavík KA VILL JÚ- HANNES SEM ÞJÁLFARA KA Á Akureyri hefur nýlega sett sig f samband við Jóhannes Atla- son knattspyrnuþjálfara og beðið hann að taka að sér þjálfun meistaraflokks félagsins næsta sumar. Jóhannes dvelur nú við framhaldsnám f Þýzkalandi. Að sögn mun Jóhannes ekki hafa tek- ið illa f hugmyndina en ekkert mun vera ákveðið enn f þessum efnum. Jóhannes lék með og þjálfaði meistaraflokk ÍBA fyrir nokkrum árum. einnig. Fannst honum vera mjög kalt, enda vanur öðru loftslagi. Sagði hann að hann hefði þurft að finna ísland á landakorti áður en hann kom hingað, þvi hann hefði ekki haft hina minnstu hugmynd um hvar landið væri. — Beztu menn í Alsir eru yfirleitt svipaðir eða aðeins betri en íslenzkir frjálsíþróttamenn, en þeirra lang- fremsti frjálsiþróttamaður er þó hindrunarhlauparinn Boualem Rahoui, sem hlaupið hefur 3000 m hindrunar- hlaupin á 8:20,2 min. Frægasti Alsír- maðurinn í frjálsíþróttaheiminum er vafalaust Alain Mimoun, en hann vann maraþonhlaupið á Ól i Melbourne 1956. Keppti hann þó undir merkjum Frakklands, þar sem Alsír var þá frönsk nýlenda. Mimoun hlaut utan gullverð- launánna í Melbourne, alls 3 si'fur- verðlaun á næstu tveimur Ól á undan. í þau þrjú skipti var kempan Emil Zatopek ætíð næstur á undan Mimoun, en mörg einvígja þeirra á þessum árum eru í minnum höfð Sjálfur var Rezkane frjálsiþróttamaður og náði á árinu 1 968 50 sek i 400 m og 1:52 min i 800 m Alsírbúar tóku sem kunnugt er ekki þátt í Ól. í Montreal vegna ágreinings sem kom upp meðal Afrikuþjóða vegna þátttöku Nýsjálendinga i leikunum, en svörtu Afríku þóttu Nýsjálendingar kynda undir kynþáttamisrétti i Suð- ur—Afriku með því að eiga iþróttavið- skipti við hvítu mennina þar Sagðist Rezkane harma vaxandi stjórnmálaaf- skipti á íþróttasviðinu, þvi íþróttamenn sjálfir létu ekki gerðir sínar stjórnast af pólitískum kenningum eða trúarbrög’ð- um ,,j keppni reyna iþróttamenn að sigrast hver á öðrum, en utan keppn- innar erum við allir beztu vinir og „AÐ VONUM er ég mjög ánægðþur með úrslít kjörsins. Ég bauð mig fram með það fyrir aug- um að verða forseti Frjálsfþrótta- sambands Evrópu, og það er auð- vitað fullnæging ( þvi að sigra í kjörinu. Hins vegar vil ég taka það fram að mótframbjóðandi minn, Artur Takac frá Júgó- slaviu, hefði vafalaust getað orðið jafn góður forseti og ég kem til með að vera. Hann er og hefur verið afar virkur og góður maður ( stjórnun evrópskra frjálsfþrótta í áraraðir,“ sagði bretinn Arthur Gold í viðtali við Morgunblaðið rétt eftir að hanri hafði verið kjörin forseti Frjálsfþróttasam- bands Evrópu á aukaþingi sam- bandsins á hótel Loftleiðum á laugardaginn var. Fékk Gold 98 atkvæði en Takac 82. Þetta aukaþing þurfti til, þar sem fráfarandi forseti sambands- ins, Adrian Paulen, var kosinn forseti Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins á þingi þess í Montreal. Aðspurður sagðist. Arthur Gold ekki vilja láta hafa eftir sé hverju hann mundi helst beita sér fyrir sem forseti sambandsins. Hann sagðist ætla að athuga vel öll mál, og stöðu sambandsins f dag, áður en hann mundi láta hafa eitthvað eftir sér. „En hvernig sem málin nú þróast, þá mun ég reyna að gera mitt bezta til aó feta í fótspor fráfarandi forseta Adrian Paulen. Það verður erfitt að gera jafn vel og hann hefur gert, þvi hann var einstaklega gifturfkur í starfi sínu. H: nn var og merkilegur per- sónuleiki, sem allir íþróttaleiðtog- ar Evrópu dáðu, og þess vegna verður sá róður erfiður að vinna inn allt það góða álit sem hann hafði áunnið sér. Hafði þekkingu f fslenskum frjálsfþróttum Við spurðum Arthur Gold hvort hann þekkti eitthvað til islenskra frjálsíþrótta. „Ég er nú frekar fáfróður í þeim efnum, en sem áhugamaður um íþróttina þá veit ég nú eitthvað. Til að mynda þá skaut einn Islenskur frjálsíþrótta- maður okkar hlaupurum ref fyrir rass á innanhússmeistaramóti íBretlandi nú í vetur, en þar eign- aðist Island breskan meistara. Þá hefur ekki farið fram hjá mér að islenskir frjálsíþróttamenn hafa dvalið í Bretlandi á undanförnum árum, I nokkrum mæli, og m.a. gert góða hluti á skoska meistara- mótinu. Það er ánægjulegt til þess að vita að ykkar menn sækja mikið til okkar, en þangað munu þeir ávallt vera mjög velkomnir. Nú þið áttuð góða menn hér áður fyrr, en ég er nú búinn að gleyma öllum nöfnum f þvi sambandi. Það er kannski eðlilegt að Gold hafi ekki komið mörgum nöfnum fyrir sig, því þegar Mbl. ræddi við hann, þá var hann i mikilli sigur- vimu, enda kosningin nýafstaðin. Vegna þess að talsvert hefur verið um að menn hafi krafist opinnar atvinnumennsku f frjáls- iþróttum, þá spurðum við Gold hvert hans álit væri i þeim efn- um. — „Ég- ber virðingu fyrir opinberum atvinnumönnum, en ég hef megnasta ógeð á þeim mönnum sem fara fram á miklar greiðslur undir borðið fyrir þátt- töku í mótum. Þessir menn hafa möguleika á að vera opinberir at- vinnumenn i fþróttinni, og þykir mér fráleitt að þeir skuli ekki gera það, þar sem ég hef mikla fyrirlitningu á „duldri atvinnu- mennsku“. Ég ber mikla virðingu fyrir áhugamönnum, en hef fyrir- litningu á þeim sem brjóta regl- urnar um áhugamennsku, þvi það er álit mitt að það sé félagslega slæmt að hafa rangt við. Nú er staðreyndin sú, Gold, að meðal maður í mörgum ef ekki flestum löndum Evrópu, þar á meðal Bretlandi en þar hefur þú verið æðsti maður mála i nokkur ár, getur þaft af þvi góðar skatt- lausar tekjur að taka þátt í mót- um. Þá eru það mótshaldarar sem bjóða peninga, en ekki iþrótta- mennirnir sem heimta þá. Er þessi skoðun þin þvi ekki nokkuð langt frá raunveruleikanum? Arthur Gold, nýkjörinn formaður Evrópusambandsins. Væri ekki raunsærra að „opna“ frjálsíþróttirnar? „Þú hefur mikið til þíns máls, og ég geri mér fyllilega grein fyr- ir því a<? það er víða pottur brot- inn hvað varðar peningagreiðslur til frjálsiþróttamanna. Ég mun reyna, að hefja skoðanaskipti um þessi mál á fundum Evrópusam- bandsins, og fá einhverja heildar- mynd af vilja manna í þessum efnum. Ég tel að við eigum að reyna að haida i áhugamennsk- una, því á henni byggist unglinga- starfið og ræktun íþróttamann- anna, þvi það eru hlutfallslega fáir sem eru duldir atvinnumenn. Ég er þó ákveðinn í að standa ekki í vegi fyrir því að opna íþróttina, þ.e. að leyfa atvinnu- og áhugamönnum að keppa saman, ef það verður almennur vilji frjálsíþróttaforystunnar. Það er hins vegar Alþjóðasambandið Framhald á bls. 31 NÝLIÐAR ÞÓRS SIGRUÐU UBK engin landamæri þar á milli," sagði Rezkane að lokum — ágás. Jfóhann Einarsson leikmaður með KA hefur þarna snúið á varnarmann KR og skorar framhjá Emil Karlssyni í KR markinu. Mynd þessa tók áij á Akureyri á laugardaginn. KR og KA deila nú efsta sætinu f 2. deild ásamt Stjörnunni og Armanni. NÝLIÐARNIR í 1. deild kvenna, Þór frá Akureyri, tryggðu sér sin fyrstu stig að þessu sinni á sunnudag þegar liðið sigraði Breiðablik með 14 mörkum gegn 9 i leik liðanna, sem fram fór á Akureyri. Framan af leiknum var það þó Breiðablik sem hafði undirtökin. Breiðablik komst I 2 gegn engu og síðan 4 gegn 1, en þá loks fóru Þórsarar að ná sér og í leikhléi var munurinn aðeins eitt mark, 6 gegn 5 fyrir Breiðablik. Þórsarar komu mun ákveðnari til leiks i síðari hálfleik, og það sem einkum gerði sigur Þórs að staðreynd var ágætis barátta i vörninni, nokkuð sem ekki sást í fyrri hálfleik og eigi heldur í fyrsta leik Þórsara gegn Fram á dögunum Það er óþarft að orðlengja það frekar, síðari hálfleikurinn var Þórs. Sigur Þórs i þessum leik var sann- gjarn. Þórsstúlkurnar börðust mun bet- ur en stöllur þeirra úr Kópavoginum og eftirtekjan var enda meiri Þórsliðið býr yfir nokkrum prýðilegum einstakling- um og með hverjum leik virðist liðið ná betur saman. Anna Gréta og Soffía eru mest áberandi í liðinu ásamt Magneu sem þó er óþarflega rög að skjóta eða brjótast í gegn Undirritaður er sann- færður um að þetta er aðeins upphafið hjá Þórsliðinu Ef stúlkurnar fá meiri trú á eigin getu munu þær geta ógnað hvaða öðru 1 deildarliði sem er Breiðabliksliðið byrjaði nokkuð vel, en þegar á leið fór allt úr skorðum Alda Flelgadóttir ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn og án hennar yrði vegur liðsins vart mikill. Það sem fyrst og fremst skortir á hjá liðinu er meiri ögun. Dómarar voru Halldór Rafnsson og Stefán Arnaldsson Maður leiksins: Anna Gréta Halldórsdóttir, Þór Mörk Þórs: Anna Gréta 6, Soffia Hreinsdóttir 5 og stöllurnar Harpa Sigurðardóttir, Magnea (Systa) Friðriksdóttir og Stein- unn Einarsdóttir eitt mark hver Mörk Breiðabliks: Alda Helgadóttir 4, Hrefna Snæhólm og Inga Halldórs- dóttir 2 hvor og Þórunn Daðadóttir eitt mark Sigb.G. STAÐAN Staðan f íslandsmótinu f handknattleik er nú þessi: l.deild Valur 4 4 0 0 91:64 8 |R 4 2 1 0 83:87 5 Haukar 3 2 0 1 63:66 4 Fram 3 1 1 1 66:68 3 Þróttur 4 0 3 1 77:81 3 FH 3 1 0 2 63:63 2 Vfkingur 3 1 0 2 66:67 2 Grótta 4 0 1 3 78:91 1 Markhæstir Hörður Sigmarsson, Haukum28 Jón Karlsson, Val 27 Konráó Jónsson, Þrótti 25 Þorbjörn 2. deild Guðmundsson. Val 22 KR 3 2 1 0 75:74 5 KA 3 2 1 0 74:56 5 Stjarnan 4 2 1 0 77:65 5 Ármann 3 2 1 0 68:59 5 Leiknir 5 1 1 3 101:119 3 Fylkir 3 1 0 2 47:63 2 Þór 2 0 1 1 39:43 1 IBK 3 0 0 3 55:77 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.