Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÖVEMBER 1976 34 Auður Þorbergsdóttir lögfræðingur: í tilefni Reykjavíkurbréfs... I tilefni af Reykjavíkurbréfi i Morgunblaðinu 10. október 1976. Stærri hluti þessa Reykjavíkur- bréfs ber fyrirsögnina „Heimilið og skattarnir". I grein þessa eru teknir upp kaflar úr ritstjórnar- grein Timans miðvikudaginn 6. okt. s.!. svo og kaflar úr forystu- grein Morgunblaðsins 19. marz 1975. Höfundur Reykjavíkurbréfs gerir orð höfunda áðurnefndra greina að sinum. I grein þessari er fjallað um efni, sem oft er rætt, en oftast er málflutningurinn óskýr og rugl- angslegur ef ekki beinlinis vill- andi. Að því leiti sker þessi grein sig ekki úr. En þar sem þarna er um að ræða forystugreinar í mál- gögnum stjórnarflokkanna virðist ekki óeðlilegt, að óskað sé skýr- inga á því sem óskiljanlegast er. Hér á eftir verða teknar upp nokkrar setningar úr greininni í þeirri röð, sem þær þar birtast og eru þær setningar með breyttu letri. „Undanfarið hafa verið lögfest- ar ýmsar vanhugsaðar ákvarðan- ir, sem miklu frekar hafa veikt heimilin en styrkt. Ymislegt hef- ur verið aðhafzt, sem gert hefur heimilin tortryggileg — og þá ekki sízt húsmóðurstörfin...“ Hvaða ákvarðanir hafa verið lögfestar, sem veikt hafa heimilin og hvað hefur verið aðhafzt, sem gert hefur heimilin og húsmóður- störfin tortryggileg? „Jafnvel konur hafa gengið fram f þvl að Iftilsvirða húsmðð- ur- og heimilisstörfin...“ Ekki kemur fram hvaða konur hafa sérstaklega einbeitt sér að því að lítilsvirða heimilisstörf. Hér er rétt að hafa í huga, að flestar konur og fjöldi karla sinna heimilisstörfum. Er ekki ljóst, að konur, sem búa einar, sinna víst flestar ef ekki allar sinum heimil- isstörfum og það sama mun vera um konur, sem búa með barni sínu eða börnum. Konur, sem búa með manni og barni eða börnum, munu einnig sinna heimilisstörf- um og ennfremur þær, sem búa barnlausar með mönnum sínunl. Sá er munurinn á aðstöðu ofantal- inna kvenna, að það eru bara þær í tveim síðast töldu hópunum, sem kunna að eiga val á þvf hvort þær sinna heimilisstörfum ein- göngu eða hafa þau að aukastarfi og þeir möguleikar til vals tak- markast af högum hlutaðeigandi eiginmanna. í greininni kemur fram, að hús- mæður eigi heimtingu á launum. Þá er spurningin, hver á að greiða launin, er það ríkissjóður? I hvaða launaflokk eiga þær að fara? Eiga þær allar að fara í sama flokk eða á að fara eftir því hve verkefnið er mikið og hvernig vinnuaðstaðan er. Það virðist oft gleymast, að verkefni hinna ein- stöku húsmæðra er mjög mismik- ið. Hafa þær eitt barn til þess að sinna eða sex, eiga þær ung börn eða uppkomin. Oft mun það vera svo, að sú húsmóðirin, sem hefur stærsta verkefnið hefur jafn- framt verstu vinnuaðstöðuna, en þær sem minnst hafa verkefnið, hafa oft mest af hjálpartækjum. ...Enginn vafi er á þvf að núverandi skattalög eru að kippa stoðunum undan heimilunum og vinna að þvl að draga konur burt frá heimilisstörfum." Gæti nú ekki verið, að ýmislegt fleira komi þar til, t.d. að litill kaupmáttur launa verki þannig, að æ fleiri konur séu tilneyddar til þess að vinna líka utan heimil- is. „Við eigum að leggja áherzlu á að konum verði gert kleift að vera með börnum sfnum og annast uppeldi þeirra...“ Án þess að leggja dóm á það hvort börnum sé hollast að vera alin upp af mæðrum slnum (hvað með uppeldi feðra?), þá er rétt að hafa í huga, að þetta mæðraupp- eldi hefur lengi verið bundið við börn þeirra foreldra sem lifa í hjúskap. Hingað til hefur þótt sjálfsagt og eðlilegt, að einstæðar mæður stunduðu atvinnu utan heimilis. Núverandi barnsmeðlög og mæðralög virðast a.m.k. við það miðuð, að móðirin sinni öðr- um störfum en barnauppeldi og heimilisstörfum. Ekkert hefur heyrst um að hækka eigi barns- meðlög og mæðralaun. 1 greininni er fullyrt, að skatta- lagabreyting, sem gerð hafi verið fyrir um tveimur áratugum á þann veg, að helmingur af launa- tekjum eiginkonu yrði frádráttar- hæfur til skatts, hafi átt fullan rétt á sér og hafi örvað konur til virkari þátttöku f atvinnulffinu, en nú sé augljóst, að þetta kerfi sé gengið út f öfgar. Auður Þorbergsdóttir, lögfræðingur Síðan þessi breyting var gerð á skattalögum hefur önnur breyt- ing verið gerð, sem ekki er minnst á f greininni, þ.e. að nú greiða hjón útsvör af samanlögðum tekj- um sínum, en helmingur af tekj- um konu er dreginn frá saman- lögðum tekjum hjóna áður en tekjuskattur er álagður. Er hér um leið leiðrétt ranghermi- í greininni um „að konur sem úti vinna og fá helming launa sinna frádráttarbæran áður en gefið er upp til skatts“. En hvað er það, sem breytzt hefur á þessum tæpum tveim ára- tugum, sem veldur því að ákvörð- un, sem þá átti fullan rétt á sér er nú gengin út í öfgar? „Hitt er svo jafn augljóst, að nauðsynlegt er að heimili, sem hafa ekki vfir að ráða sem svarar miðlungstekjum gæti drýgt raun- tekjur sfnar með þeim hætti, sem gert var ráð fyrir í breytingunum fyrir tveimur áratugum." Hvað um barnauppeldi á þess- um heimilum? „Konur frá slfkum heimilum eiga sfst af öllum að gjalda þess, að stórtekjukonur, sem kannski eru einnig giftar stórtekjumönn- um, hafa beint athygli manna að þessu viðkvæma vandamáli." Af hverju er þetta viðkvæmt vandamál? Hvað er stórtekju- kona? Er það kona, sem hefur sömu tekjur og karl, sem kallast hátekjumaður? Ef svo er, þá eru þær væntanlega ekki mjög marg- ar. „Það gæti orðið eftirminnileg- ur atburður á kvennaárinu, ef Al- þingi stigi þau spor, áður en þvf er lokið, að tryggt væri fullkomið jafnrétti f skattamálum.. Þetta er nú orðið of seint þar sem kvennaárinu er blessunar- lega lokið, en undir það skal tek- ið, að það geti orðið eftirminni- legt, ef Alþingi tryggir fullkomið jafnrétti í skattamálum. En er það virkilega svo, að þar þurfi ekki annað til að koma en breyt- ingar á skattamálum hjóna? „Hjón væru skattlögð þannig að maðurinn greiddi skatta af helmingi tekna sinna, en konan af hinum helmingnum." Hér er ekki minnst á tekjur kvenna, á að skipta þeim líka til helminga og maðurinn greiði skatt af helmingnum og konan af hinum helmingnum, eða eiga kon- ur almennt að hætta að vinna? Hver ætlar að sjá til þess að maðurinn greiði konunni helming af launum sínum og ef hann gerir það ekki, hvernig á konan þá að greiða skatt af þeim launum, sem hún aldrei hefur fengið? Á kona hátekjumanns, sem ef til vill hefur um lítið heimili að sjá, að fá helming af hátekjunum en kona láglaunamanns, sem ef til vill hefur um stórt heimili að sjá að fá helming af lágtekjum? Hingað til hef ég skilið þessa tillögu svo að ekki skipti máli hvort hvort annað hjóna eða bæði öfluðu tekna. Samanlagðar tekjur ef eitthvað er til þess að leggja saman, annars tekjur þess hjóna, sem aflar tekna, skiptust i tvennt og hjónin greiddu skatta hvort af helmingi. Ef þessi skilningur er réttur, þá virðast þessi tillaga fela i sér mesta lítilsvirðingu á vinnu- framlagi heimavinnandi húsmæðra, þar sem það á ekki að skipta máli um afkomu heimila, hvort húsmæður hafa allan sinn tima til ráðstöfunar fyrir heimilin eða hvort þær sinna hemilisstörf- um að afloknum vinnudegi utan hemilis. A.m.k. ætti það að hafa áhrif á þeim heimilum þar sem ung börn eru sem ekki tilheyra forgangshópum á dagvistunar- stofnanir. Gjöld fyrir gæzlu barna á einkaheimilum munu nú vera um kr. 20.000.00 á mánuði fyrir barn. „Karl og kona, sem búa saman án hjónabands, njóta t.d. miklu meiri skattfrlðinda en hjón.“ Hvernig ber að skilja þessa fullyrðingu? Greiðir þetta fólk ekki skatta eins og tveir ein- staklingar? 1 lok greinarinnar leggur Morgunblaðið áherzlu á að hús- móðurstörfin sem oft sé reynt að varpa rýrð á, séu ein mikil- vægustu störf, sem unnin séu í þágu þessa þjóðfélags. Vel getur verið að fleiri séu á sömu skoðun og höfundur Reykjavíkurbréfs, alla vega heyrist eitthvað þessu likt við ýmis tækifæri. En þrátt fyrir það hafa húsmóðurstörf verið lítils metin á fleiri sviðum en í sambandi við skattamál. Sem dæmi má nefna ef húsmóðir miss- ir starfsorku vegna slyss og meta þarf tjón hennar til fjár þess vegna, þá er húsmóðurstarfið metið til lægri fjárhæðar en flest ef ekki öll önnur störf. Einnig má nefna hvernig reynzla við húsmóðurstörf er metin, þegar kona með þá reynzlu sækir um störf utan hemilis. Margra ára reynsla við húsmóðurstörf kemur ekki í veg fyrir að kona þurfi að byrja störf í byrjendaflokki, jafn- vel í starfi sem að mörgu leiti líkist húsmóðurstarfi eða hluta þess. Hér er rétt að hafa í huga að Framhald á bls. 35 Athugasemd frá ritstjórum t TILEFNI af ofangreindum athugasemdum Auðar Þor- bergsdóttur þykir Morgunblað- inu rétt að taka eftirfarandi fram: Megintilgangur Reykja- vikurbréfs Morgunblaðsins hinn 10. október sl. var að undirstrika nauðsyn þess að slegið verði skjaldborg um þá grundvallareiningu okkar sam- félags, sem heimilið er, og þá einstaklinga, sem um aldaraðir og enn I dag halda því uppi og halda því saman — húsmóður- ina. A einum aldarfjórðungi eða svo hafa orðið svo róttækar breytingar á okkar samfélagi, að þessi kjölfesta þess — heimilið — er f hættu. Með þessum málflutningi er Morg- unblaðið ekki að spyrna gegn þeirri eðlilegu þróun, að konur taka í vaxandi mæli þátt I at- vinnulífi og annarri samfélags- starfsemi til jafns við karla, heldur þvert á móti að leiða athygli að því, að einmitt þessi þróun á að verða okkur hvatn- ing til þess að finna nýjar leiðir til að tryggja sess heimiiis og f jölskyldu í samfélagi okkar. Auður Þorbergsdóttir leggur fram spurningar og krefst „gleggri málsútlistunar“. Enda þótt oft sé erfitt að greina á milli spurninga hennar og stað- hæfinga og greinin að þvi leyti til „óskýr og ruglingsleg“, skal gerð tilraun til að verða við óskum hennar Spurt er hvað hafi verið gert til þess að lítilsvirða húsmóður- og heimilisstörf og gera þau tortryggileg. Þegar barizt er af ákefð fýrir hugsjón eða málstað hættir áköfustu talsmönnum stundum til að ganga út i öfgar. Ekki hefur farið hjá því, að málflutningur áköfustu bar- áttumanna i réttindabaráttu kvenna hafi fengið á sig þann blæ, að reynt væri að gera heimilisstörf tortryggileg og lítilsvirða húsmóðurstarf. En að sjálfsögðu er þetta bæði matsatriði og spurning um smekk. Staðhæft er að fleira en skattalög, t.d. lítill kaupmáttur launa, stuðli að þvi, að konur vinni utan heimilis. Það er áreiðanlega rétt að þær kröfur, sem fólk í dag gerir til lífsþæg- inda, hafa stuðlað að því, að æ fleiri konur hafa leitað vinnu utan heimilis og þá er spurn- ingin kannski þessi: hvort er meira virði, þegar upp er stað- ið, hin svonefndu lifsþægindi eða t.d. að hafa lagt á það áherzlu að veita börnum sínum hamingjurika æsku og finna frið með sjálfum sér, en þetta tvennt og lífsþægindi nútíma- þjóðfélags er tvennt ólíkt. Spurt er hvað valdi þvf, að ákvörðun um skattfrádrátt vegna vinnu eiginkonu utan heimilis, sem hafi átt rétt á sér fyrir tveimur áratugum, sé nú komin út í öfgar að dómi Morg- unblaðsins. Einfaldlega það, að nú er meginþorri kvenna, a.m.k. á miðjum aldri og yngri, líklega útivinnandi að hluta til eða alveg og það, sem áður var undantekning til að laða konur út f atvinnulifið, er nú almenn regla, sem skapar misrétti gagnvart þeim konum, sem heima sitja. Um stórtekjukonur: Að dómi Morgunblaðsins er skattakerfið komið út í öfgar og í rangan farVeg, þegar t.a.m. hjón, sem bæði hafa t.d. háskólamenntun og eru bæði í góðum stöðum með tiltölulega há laun (frá ótengdum aðila) á íslenzkan mælikvarða búa við það skatta- kerfi, að 50% frádráttur af launum eiginkonunnar sem frá- dráttarbær er, nemur fast að árslaunum verkakonu. Morgun- blaðið telur þetta ekki réttlát skattalög og engin rök liggja til siíks kerfis, en það er við lýði i dag og njóta margir góðs af. Um jafnrétti f skattamálum: Auðvitað þarf fleira til að koma til að tryggja jafnrétti í skatta- málum en breytingar á skatta- málum hjóna, en þær hljóta að verða einn meginþátturinn i skattaumbótum. Dæmin, sem Morgunblaðið hefur tekið, bæði í leiðara og Reykjavfkurbréfi, eiga öll rétt á sér, en þau verður að lesa í samhengi og skal áhugamönn- um bent á að gera það. Þau fjalla ekki um kvenrétt- indamál heldur skattamál enda þótt rætt hafi verið um stöðu húsmóður og heimilis, sem Morgunblaðið og Tíminn hafa stundum fjallað um og komizt að svipaðri niðurstöðu um. En spurningar Auðar Þorbergs- dóttur fjalla fremur um kven- réttindamál en skattamál. Morgunblaðið talaði aldrei um laun h'úsmæðra, heldur benti á að raddir væru jafnvel uppi um slíkt vegna ástands, sem misrétti í skattamálum hef- ur leitt til. Mbl. hefur reynt að benda á þetta misrétti, því að forréttindi eru ekki jafnrétti, og krafa, sem byggist m.a. á þeim, er ekki jafnréttiskrafa. Þegnarnir verða að sitja við sama borð í skattamálum, ef vel á að vera og koma á í veg fyrir alls kyns tortryggni. Þetta er nú viðurkennt af flestum. Ef hagsmunir, t.a.m. verkakonu og stórtekjukonu, stangast þarna á, er það ekki Mbl. að kenna — og út í hött að láta að þvi liggja að blaðið vilji með skrifum sín- um efna til einhvers óvina- fagnaðar. Um slíkt er ekki einu sinni ástæða til að ræða. Það, sem sagt er i grein Auðar Þorbergsdóttur um rétt- indi eða öllu heldur réttinda- leysi húsmóðurinnar á við rök að styðjast. Þá hefur Mbl. og Tfminn einnig, ef minnið bregzt okkur ekki, bent á að börnum sé hollt að vera með foreldrum sinum báðum, hvort sem það er faðir eða móðir. Og úr því sem komið er, má bæta við öfum og ömm- um. Um laun hérlendra hús- mæðra mætti vel ímynda sér að reglan um skiptingu tekna hjóna til helminga gæti orðið hvað næst sanngirni, en þó er ástæða til að fullyrða sem minnst um það, þar til reynslan hefur ótvirætt skorið úr um það. Loks má geta þess, að spurn- ingin um „karl og konu, sem búa saman án hjónabands“ á rétt á sér að þvi leyti, að full- yrðingin um meiri skattfrfðindi þeirra en hjóna er röng eins og sjá má á öðru því, sem stendur í Reykjavíkurbréfi. Þessi full- yrðing er tilvitnun í Tímann og ber Mbl. ekki ábyrgð á henni að öðru leyti en þvi, að hún hefði að sjálfsögðú ekki átt að fljóta með, þegar Mbl. vitnar i Tímann. Annars er vert að geta þess að í grein Auðar Þorbergs- dóttur er ýmist vitnað í leiðara Morgunblaðsins eða Timans, eða þá Reykjavíkurbréfið sjálft — og verður það harla ruglings- legt, þegar það er tekið úr réttu samhengi. Þá er og *vert að benda á, að í Reykjavíkurbréf- inu er komizt að orði eitthvað á þá leið, að einhverja ‘sann- gjarna viðmiðun hljóti að vera hægt að finna til að þegnarnir sitji við sama borð í skattamál- um. Það er meginkjarninn I því, sem Morgunblaðið hefur sagt, og ástæða til að leggja áherzlu á það hér i lokin. — Ritstjórar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.