Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER 1976 Hver var að biðja um samninga? Greinargerd frá Félagi ísl. síma- manna um brunasímamál á ísafirði í TILEFNI af blaðaskrafum og yfirlýsingu bæjarráðs Isafjarðar um svokallað brunasímamál á Isa- firði þykir Félagi ísl. símamanna rétt að eftirfarandi komi fram: Brunaútkallskerfi á ísafirði er staðsett á tveimur stöðum þ.e. á slökkvistöðinni og á símstöðinni. Núverandi kerfi var sett upp á símstöðinni á ísafirði árið 1969 og var það gert án samráðs við starfs- fólkið þar, og án þess að samið væri um vörslu þess. Kerfið er að áliti starfsfólksins flókið og mjög óaðgengilegt að vinna við og algjörlega óskilt því starfi, sem fólkið er ráðið til. Síðan það var sett upp hafa síma- stúlkurnar annast vörslu þess og séð að lang mestu leyti um boðun slökkviliðsins, án nokkurrar þjálfunar eða þóknunar fyrir. Hafa þær litla þökk fengið fyrir, en flest það sem aflaga hefur farið verið skrifað á þeirra reikn- ing, sem í mörgum tilfellum hefur verið mjög ósanngjarnt og nánast út í hött, enda hafa þeir, sem ábyrgð bera á kerfinu nánast ekkert sinnt því, hvorki með próf- unum né æfingum fyrir stúlk- urnar á neinn hátt. Aðeins ein stúlka er á vakt frá því kl. 21 að kvöldi til 10 á morgni, og að aukí alla helgidaga, og hún því oft önn- um kafin við mikilvæg afgreiðslu- störf. Það er því augljóst mál og þá sérstaklega miðað við það sem áður er sagt, að mikið álag og ábyrgð hefur hvílt á stúlkunum að hafa þetta kerfi yfirvofandi á vinnustað til viðbótar talstöðvar- vörslu á nóttunni, sem einnig er neyðarþjónusta, auk símaaf- greiðslunnar. Þann 25. febr. 1974 var ritað bréf til umdæmisstjóra Pósts og síma á ísafirði og skorað á hann að leysa símastúlkurnar undan störfum brunavarða. Ekkert svar barst við þessari áskorun. 1. nóv. 1975 var ritað annað bréf til sama aðila og ítrekað efni fyrra bréfsins og jafnframt tilkynnt, að ekki yrði svarað hringingum í brunasímanum eftir 1. des. 1975. Engin ákveðin svör bárust við EKKI held ég, að ég sé farin að ganga í barndómm, þó að ég sé rúmlega 82 ára. Hugurinn reikar oft víða, enda hefi ég víða farið um lönd í Evrópu, séð og heyrt margt, lært og starfað eftir megni á flækingi mínum erlendis í 10 ár. Stundum lifði ég aðeins á þurru rúgbrauði og drakk vatn með en ég sá lönd og lýði og talaði við fólk. Ég reíf mig upp úr dauða- mollunni. Ég kærði mig kollótta þótt ég, vegna peningaleysis, nagaði hart brauð. Ég held aö fjöldinn af þeim, sem sátu vid veisluborð í þá daga og enn í dag, beri minni gleðisvip, en ég gerði þá. Oft hefi ég beðið þess að viö mennirnir reyndum að vaka bet- ur, hugsa meira og reyna að vera betri hver við annan. Við horfum á, heyrum daglega um mikil vand- ræði. Oft gleymist að stjórna sjálf- um sér rétt. Okkur láist að muna eftir kærleikanum og hlýleikan- um, svo að okkar elskulega jörð og meira að segja landið okkar sé ekki eitrað með framkomu okkar. Karlar og konur neyta víns. Tala með fádæmum illa til sinna vildustu vina, heimta þetta og hitt án þess að skilja vini sína. Það er oft svo að þeir sem mest þarf að hjálpa skara fram úr að leti og ómennsku. Að finna bót og bæta úr þessu er mikið erfitt: Fáviska í starfi og skortur á löngun tii hins góöa er mesti bölvaldurinn. Við erum svo mörg, sem gleymist að aiga yndísstundir í tómstundum okkar og hlakka til að gera sér og inum eitthvað gott, er bætt getur þessu bréfi, en þann 15. mars 1976 voru fulltrúar frá sfmastúlk- unum boðaðar á fund brunamála- nefndar Isafjarðar, sem lagði fram tillögu um að þær símastúlk- ur er annast hefðu brunakall fyrir Slökkvilið Isafjarðar gerð- ust almennir slökkviliðsmenn og nytu sömu tryggingaréttinda, út- kalls og vinnulauna, sem aðrir liðsmenn í liðinu. Jafnframt voru ákvæði i tillögunni um að búnaðurinn skyldi vera tæknilega eins fullkominn og mögulegt væri á hverjum tima og að slökkviliðs- stjöri sæi um æfingar stúlknanna á brunasimann. Á fundi sem simastúlkurnar héldu 17. mars var samþykkt einróma að hafna tillögu brunamálanefndar og jafnframt að frá og með 1. júni 1976 myndu talsímakonur á ísa- firði ekki annast brunaútkall fyrir Slökkvilið ísafjarðar. Þetta var samdægurs tilkynnt bruna- málanefnd. Þann 1. júní hættu svo síma- stúlkurnar allra þjónustu við brunasímann, en teknar voru upp vaktir á slökkvistöðinni. Þann 3. júni skrifuðu þær framkvæmda- stjórn F.I.S. og óskuðu eftir að forráðamenn félagsins svöruðu fyrir þeirra hönd i málinu og tækjú það að sér á annan hátt ef þörf krefði. Fram að þeim tíma hafði málið algjörlega verið í höndum stúlknanna sjálfra og deildarstjórnar félagsins á Isa- firði. Ástæða fyrir beiðni þeirra nú var, að yfir þær dundu stöðug- ar spurningar og miklum þrýst- ingi af ýmsu tagi' var farið að beita. Fyrri hluta júnímánaðar hringdi Bolli Kjartansson, bæjar- stjóri ísafj., nokkrum sinnum í formann F.I.S. og óskaði ein- dregið eftir að félagið hefði milli- Arný Filippusdóttir úr öllu í hugsun og verki, sem gera þarf. Ég gleymí því ekki, er ég var að þvo gólf og fleira yfir mig þreytt er aðrir gengu til hvílu, að þá kom oft einn maður, er að vísu var búinn að vinna sitt starf, allan daginn, tók af mér skrúbbinn og þvoði tröppur, ganga og gólf. Hann sagði: ,,Þú hefur svo/margt að undirbúa fyrir morgundaginn, þótt ég þvoi þetta, því að það get ég vel, einnig gleður það mig að gera þetta áður en ég fer að sofa.“ Þessi maður var heitbundinn einni af mínum námsmeyjum, sem var þá heima hjá foreldrum sínum. Maður þessi er dáinn. Hann bað mig um að geta ekki um sína hjálp. Bros hans og þakklæti mitt gleymist ekki. Mörg dæmi þessu lík eru til. Að vera barn, fá göngu um að kanna möguleika á samkomulaga í málinu. Óskaði hann ítrekað eftir því að fulltrúar úr aðalstjórn félagsins kæmu vestur til Isafjarðar til viðræðu við bæjaryfirvöld. Bauðst bæjar- stjóri til að greiða kostnaðinn við slíka för. Varð félagið við þessari beiðni og þann 15. júní fóru for- maður og gjaldkeri félagsins vest- ur (boð bæjarstjóra um greiðslu ferðakostnaðar var afþakkað). I viðræðum vað bæjarstjóra lagði hann mikla áherslu á að reynt yrði að fá stúlkurnar til að taka þessa þjónustu að sér aftur og kvað sjálfsagt að fyrir það kæmi greiðsla. Upp á þessu sama hafði bæjarstjóri bryddað f símtölum við formann félagsins og einnig í bréfi til póst- og símamálastjóra dags. 12. des. 1975, en þar segir bæjarstjóri: „Greaðsla auk afnota- gjalds svo sem nú er, er sjálf- sögð.“ I framhaldi af viðræðum við bæjarstjóra var haldinn fundur með símastúlkunum, en ákvörðun þeirra stóð óhögguð. Þetta var bæjarstjóra tilkynnt morguninn eftir. Að kvöldi sama dags, eftir að fulltrúar félagsins voru komn- ir til Reykjavíkur barst F.I.S. svo- hljóðandi skeyti frá bæjarstjóra: „Óska eftir því að boðun slökkviliðsins á Isafirði frá sfm- stöðinni verði til 1. september næstkomandi svo tfmi gefist til frambúðarlausnar á boðunarkerf- inu. Svar óskast. Bolli Kjartansson, bæjarstjóri”. Að fengnu samþykki síma- stúlknanna var bæjarstjóra sent svohljóðandi svarskeyti 18. júní: „Félag fslenzkra sfmamanna samþykkir fyrir hönd síma- bros, hjálp og þakklæti þeirra er lfka uppörvun, sem ekki gleymist. Það eru víst margir sem telja svona tillitssemi lftils virði, vilja ekki einu sinni læra starf, sem blessar og bætir heiminn. Við gleymum svo oft að tómstundirn- ar eru margar, og síst má fara illa með þær. Þeir sem ekki gera sér grein fyrir þvf, þeir fara fátækir í gegnum lífið, þótt þeir eigi peninga, en kunna ekkert til að fegra lífið með, list sinni eða nær- gætni. Að skrifa grein, sem gleð- ur, búa til teikningu, mála, sauma, prjóna, hekla, eitthvað, sem getur bætt, stoppa, þvo og margt fleira til að fá tímann til að líða, við það, sem fegrar. „Iðnin gefur yndisstundir nógar.“ Börn og gamalmenni þurfa oft á uppörvun að halda. Ekkert getur verið sælla en veita hlýju, eitt- hvað til að bæta hag hinna smáu. Að sjá bros og þakklæti, geta framleitt það er veitir þeim yndi er njóta, er ríkulegt þeim er þrá að láta gott af sér leiða. Ég vona að allir athugi hvað veitir mest yndi. Ég bið þess að allir foreldr- ar og skólar læri að gefa og auka kærleikann sér til sæmdar og gleði. Börnum dettur svo margt yndislegt í hug. Einar Benedikts- son gefur mörg gullkorn í kvæð- um sínum, t.d. þetta: „ÖIl viska barnanna er einfeldnin. Guðdóm- leg speki.“ Nærgætnin í orði og verki veldur mestu. Ef við gætum lært það, sem allir geta, sem vilja, myndi jarðlíf okkar verða para- dís. stúlkna á Isafirði beiðni þína um að boðun slökkviliðsins á Isafarði verði frá sfmstöðinni til 1. september næstkomandi, enda verði boðun slökkviliðsins eftir þann tfma stúlkunum óviðkom- andi. Ágúst Geirsson formaður F.I.S." Með þessu taldi félagið að frá 1. september yrðu stúlkurnar endanlega lausar við þessa þjón- ustu og að tíminn yrði notaður til frambúðarlausnar, samanber skeyti bæjarstjóra. Einnig með tilliti til eftirfarandi álits, sem kemur fram í bréfi póst- og síma- málastjórnar til bæjarstjóra dags. 13. maí 1976: „Brunaliðsútkallskerfinu er stýrt frá tveimur jafngildum út- kallssfmum og er núna annar á sfmstöðinni og hinn f slökkvistöð- inni. AUÐVELT væri fyrir bæjar- stjórn tsafjarðar að leysa útkalls- vandann t.d. með þvf að tveir brunaliðsmenn hafi þessa sfma heima hjá sér eða þá að samið sé um að annar sfminn verði á lög- reglustöðinni en hinn heima hjá brunaliðsmanni. Með skipturum mætti dreifa þessu á tvo til þrjá brunaliðsmenn auk lögreglu- stöðvarinnar. Mikill kostur við slíkt fyrirkomulag er að þá yrði brunaliðið kallað út af fagmönn- um f bruna- og öryggismálum." Tíminn virðist þó ekki hafa ver- ið notaður til að finna frambúðar- lausn á þessum vanda, því um mánaðarmótin ágúst-september leitar ráðuneytisstjói félagsmála- ráðuneytisins Hallgrímur Dal- berg til formanns F.I.S. og biður um framlengingu á frestinum svo honum gefist tækifæri til að kanna málið, en hann hafði verið að fá það í hendur. Samþykktu símastúlkurnar að framlengja brunasimaþjónustuna til 15. sep- tember. Þann 6. sept. fóru ráðuneytis- stjórinn og formaður F.I.S., sam- kvæmt beiðni ráðuneytisstjórans, til Isafjarðar. Var rætt við bæjar- stjóra og slökkviliðsstjórann sem báðir lögðu höfuðáherslu á, að reynt yrði að fá stúlkurnar til að taka þessa þjónustu að sér til frambúðar. Að öðrum kosti þýddi það útgjaldaaukningu fyrir bæjarfélagið sem næmi 7—10 millj. kr. á ári, enda hefðu þeir 18 dagar í júnímánuði, þegar vakt var allan sólarhringinn á slökkvi- stöðinni, kostað um 700 þús. kr.- Að þessum viðræðum loknum héldu ráðuneytisstjórinn og for- maður F.I.S. fund með símastúlk- unum, sem féllust á eftir nokkrar fortölur að ljá máls á áframhald- andi þjónustu brunasímans, þar til önnur viðhlítandi lausn feng- ist. Yrði þá gerður skriflegur samningur um málið, þar sem höfuðáhersla skyldi lögó á endur- bætur á útkallskerfinu, reglulega þjálfun símastúlknanna og próf- un búnaðarins. Á fundinum komu fram tvær hugmyndir um greiðslu fyrir þessa þjónustu. önnur, að greitt skyldi sem svar- aði einni yfirvinnustund á dag fyrir hverja' stúlku en hin, að greitt skyldaálag á þann tima sem varslan stæði og yrði það sam og vaktaálag. Þegar i ljós kom við nánari útreikning að sú leið yrði kostnaðarsamari var strax horfið frá henni. Fór nú ráðuneytisstjórinn á fund bæjarstjóra og bæjarráðs með þær hugmyndir að samningi, sem ræddar höfðu verið. Eftir þann fund tilkynnti hann síma- stúlkunum og formanni F.I.S. að bæjarráð hefði samþykkt öll atr- iðin og að bæjarstjóri myndi gera uppkast að samnanga Nokkrum dögum síðar barst félaginu svo samningur dags. 10. sept. 1976 með gildistíma frá 1. sept. undir- ritaður af bæjarstjóra með f.vrir- vara um samþykki bæjarstjórnar. Var hann í öllum meginatriðum í samræmi við það, sem um hafði verið rætt. Samkvæmt orðum bæjarstjóra reiknaði hann með að samningur- inn yrði staðfestur þegar á næsta bæjarstjórnarfundi, en það fór á annan veg. Málinu var frestað æ ofan í æ. Loks var á fundi bæjar- stjórnar 14. okt. s.l. samþykkt að vísa samningnum frá. Frá þessu skýrði bæjarstjóri formanni F.I.S. í símtali daginn eftir. Var bæjar- stjóra tilkynnt samdægurs að slmastúlkurnar myndu ekki ann- ast boðun slökkviliðs Isafjarðar eftir kl. 24.00 þann dag. Síma- stúlkurnar höfðu fram að því staðið fullkomlega við sinn hluta samningsins. Hinsvegar höfðu bæjaryfirvöld ekki staðið við neitt atriði hans, hvorki er varðar endurbætur á búnaðinum, prófun hans, né þjálfun stúlknanna, að ekki sé minnst á greiðslu fyrir þjónustuna. Hafði þó bæjarstjóri látið í ljós, að sér bæri lagaleg skylda til að framfylgja samn- ingnum þar til hann yrði felldur af bæjarstjórn, ef svo færi. Eftir að bæjarstjórn felldi samninginn hafa bæjaryfirvöld látið þá skoðun í ljós að óeðlilegt væri að semja við ákveðinn starfs- hóp eins og hér hafi verið gert. En hver var að biðja um samninga? Ekki talsímaverðir á Isafirði. Ekki Félag ísl. simamanna. Þvert á móti. Það voru bæjaryfirvöld á Isafirði sem þrástöguðust á samn- ingum við símastúlkurnar og að sjálfsagt væri að greiða fyrir þjónustu þeirra. Nú þegar þeir hafa fellt sinn eigin samning, tala þeir með vandlætingu um óhóflega kröfu- gerð og gera tilraun til að sverta simastúlkurnar og félag þeirra í augum almennings. Ekki er það stórmannlegt, svo notuð séu þeirra eigin orð og sérstaklega ekki þegar hafður er í huga allur gangur þessa máls og það ofur- kapp, sem þeir hafa lagt á það að koma þessari þjónustu á síma- stúlkurnar. Ekki lýsir það heldur miklu þakklæti fyrir sjálfboða- liðs-starf stúlknanna í 27 ár, sem fróðlegt er að bera saman við 18 daga vörslu brunasimans á slökkvistöðinni í sumar, sem kost- aði um 700 þús. kr. eins og áður kemur fram. „Kúgun kvenna er efnahagslegs og kynferdis- legs edlis” ANNAÐ þing Rauðsokka- hreyf ingarinnar var haldið helgina 23.—24. október s.l. Þar var samþykkt einróma stefnugrundvöllur hreyfingar- innar og teknar ákvarðanir um verkefni, sem framundan eru. í hinum nýsamþykkta stefnugrundvelli segir m.a.: „Jafnréttisbaráttan er óað- skiljanlegur þáttur stéttabarátt- unnar fyrir nýju samfélagi þar sem arðrán og hverskonar kúg- un verða afnumin og jöfnuður ríkir. Fullkomnu jafnrétti verður ekki komið á í þessu samfélagi. Kúgun kvenna er efnahagslegs og kynferðislegs eðlis. Hún er liður í þvi misrétti, sem þjóð- félagsskipan okkar byggist á. Félagslegar og efnahagslegar aðstæður kvenna gera þeim ekki kleift að standa jafnfætis körlum Undirrót þessa er það hlutverk, sem konur hafa gegnt og gegna í fjölskyld- unni." Einnig kemur fram að Ftauð- sokkahreyfingin lítúrá þaðsem hlutverk sitt að berjast fyrir nýju samfélagi jafnréttis og frelsis, að berjast gegn kúgun og hvers konar árásum á alþýðu, að starfa með verka- lýðshreyfingunni og öðrum að sameiginlegum markmiðum, að berjast gegn því að fólki sé mismunað vegna kynfeðis síns, að efla sjálfsvitund, félags- þroska og baráttuvilja kvenna, að styðja baráttu kvenna um allan heim gegn kúgun og afturhaldi og að berjast fyrir aukinni samneyzlu. Árný Filippusdóttir: Vökum og lærum að lifa okkur til sóma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.