Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1976 22 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Misrétti í kjör- dæmismálum Aundanförnum misserum hafa við og við komið fram raddir um, að nauðsynlegt væri að gera einhverjar lagfæringar á kosningalögum til þess að jafna það misrétti, sem smátt og smátt hefur orðið milli kjör- dæma, þegar svo er komið, að fjórum sinnum fleiri kjósendur standa á bak við hvern þing- mann í Reykjaneskjördæmi en á Vestfjörðum, svo að dæmi sé nefnt. Morgunblaðið birti á sunnu- daginn var svör nokkurra einstaklinga í öllum kjördæm- um landsins við spurningum um hugsanlegar breytingar á kosningalögum. Með kjör- dæmabreytingunni 1959 tókst að leiðrétta að verulegu leyti óþolandi misrétti, sem upp var komið vegna ranglátrar og úreltrar kjördæmaskipunar. Frá því að sú breyting var gerð, eru senn liðnir tveir áratugir og á þessu tímabili hefur sú breyt- ing orðið á íbúafjölda einstakra kjördæma, að hróplegt misrétti er bersýnilega komið upp. Því verður bezt lýst, með því að vitna í upphafsorð Gísla Jóns- sonar, menntaskólakennara á Akureyri, í svari við spurning- um Morgunblaðsins er hann segir: „Við síðustu Alþingis- kosningar voru atkvæði á bak við þingmenn einstakra kjör- dæma sem hérsegir: Reykjavík 4494, Reykjanes 4613, Vesturland 1567, Vestfirðir 1119, Norðurland vestra 1207, Norðurland eystra 2235, Austurland 1393 og Suðurland 1775. Úthlutun uppbótarsæta haggaði þessu ekki til stórra muna. Að vísu komu fjögur uppbótarsæti úr Reykjavík, þrjú af Reykjanesi en líka tvö af fámennasta kjör- dæminu, Austfjörðum. Nú er það svo, að eitthvert misræmi af þessu tagi verður ekki fyrir- byggt og getur meira að segja verið réttlætanlegt að vissu marki. En ég sé engin haldbær rök fyrir því, að atkvæði úr Reykhólasveit eða á Suðureyri hafi fjórfalt vægi á við atkvæði frá Höfnum eða Vatnsleysu- strönd né heldur að atkvæði frá Húsavík eða Akureyri skuli vera hálfu léttvægara en atkvæði frá ísafirði eða Bolungarvík. Fyrir mér er höfuðatriði að atkvæði fólks vegi sem jafnast hvar sem það er búsett, en misvægi á borð við það sem ég tók dæmi um, er ekki nýtt af nálinni og hefur raunar aldrei verið komizt nálægt því að jafna það, nema fyrst eftir kjördæmabyltinguna 1959 " Athyglisvert er að misræmið er mest milli kjósenda á Vest- fjörðum og Reykjaneskjördæmi og að sá Vestfirðingur sem þátt tók í þessum umræðum á síð- um Morgunblaðsins á sunnu- daginn tekur undir með öðrum um að þetta misrétti þurfi að leiðrétta. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri á ísafirði, sagði: „Aftur á móti hefur rétti- lega verið bent á verulegt ósamræmi í tölu kjósenda, sem stendur á bak við hvern þing- mann. í Reykjaneskjördæmi voru 4494 kjósendur á hvern kjördæmakosinn þingmann, en 1 1 1 9 í Vestfjarðakjördæmi. Er hér óneitanlega um sláandi mismun að ræða, sem eðlilegt verður að teljast að verði leiðréttur að einhverju leyti." í svörum þeirra, sem Mbl. leitaði til, komu bæði fram sjónarmið um skammtima lausn á því misrétti, sem skapazt hefur frá því 1959 og hins vegar um framtíðarskipan kjördæma i landinu. Voru sum- ir þeirra skoðunar, að taka ætti upp einmenningskjördæmi, aðrir að það fyrirkomulag, sem ríkir i V-Þýzkalandi og segja má að miði að því að sameina kosti einmenningskjördæma og hlut- fallskosninga, væri heppi- legast. Grundvallarbreyting á kjördæmaskipuninni á hvern veg, sem menn vilja að hún verði, getur tæpast verið alvar- lega á dagskrá fyrir næstu kosningar. ítarlegri umræður þurfa að fara fram um hana en orðið getur á þeim tiltölulega skamma tíma, sem er til næstu reglulegu Alþingiskosninga. Hitt sýnist augljóst að gera megi ráðstafanir fyrir næstu þingkosningar til þess að bæta úr því misrétti, sem orðið hefur frá árinu 1959. Sjálfsagt er hægt að gera það með ýmsum hætti. Jóhann Petersen, skrifstofustjóri í Hafnarfirði, setur fram eina skoðun í því sambandi þegar hann segir: „Sé litið til skammtímaaðgerða finnst mér það eitt koma til greina að fjölga kjörnum full- trúum fólksins í þessum tveim- ur kjördæmum (þ.e. Reykjavík og Reykjaneskjördæmi) Ekki tel ég þó líklegt, að það teljist hyggileg ráðstöfun að fjölga alþingismönnum, ekki sízt þar sem aðbúnaður þingsins er hvergi í takt við tímann eins og er. Fjölgun þingmanna þessara tveggja kjördæma yrði því að vera á kostnað uppbótarsæta, þar sem seint mundi fást þingmeirihluti fyrir fækkun þingmanna strjálbýlisins enda ekki eftirsóknarvert í sjálfu sér." Sjálfsagt eru til fleiri leiðir til þess að ná eðlilegum jöfnuði á ný milli landshluta en sú, sem Jóhann Petersen bendir á. Aðalatriðið er, að menn fari að huga að þessum breytingum, svo að þær geti tekið gildi, þegar kemur að næstu kosningum. Hér er um réttlætismál að ræða, sem á að vera hægt að leysa án þess að á nokkurn sé hallað. Tilgangur með slíkri leiðréttingu á eingöngu að vera sá að ná sama jöfnuði og ríkti við upphaf hinnar nýju kjör- dæmaskipunar 1959, en ekk- ert umfram það og alls ekki að halla á hinar dreifðu byggðir landsins á nokkurn hátt frá því sem þar var. En rétt skal vera rétt og hér þarf að verða breyting á. Úlympiuskákmótið í Haifa: TVEIR S/GRAR OG EIJT TAP UM HELGINA Haifa 1. nóvember, einka- skeyti til Mbl. frá Einari S. Einarssyni og Braga Halldórs- syni: ISLAND sigraði Austurrfki með 214 vinningi gegn 144 f 7. umferð Ólympíuskákmótsins ( kvöld. Guðmundur Sígurjóns- son sigraði Robatsch glæsilega á 1. borði en jafntefli gerði Helgi Ólafsson við Duckstein á 2. borði, Björn Þorsteinsson gerði jafntefli við Holzt á 3. borði og Magnús Sólmundsar- son gerði jafntefli við Rohl á 4. borði. tsland er núna í 8. sæti með 16 vinninga en Hol- lendingar eru I efsta sæti með 20 vinninga. Hollendingar unnu fsraela 3:1 f kvöld, Bandarfk.'n og England gerðu jafntefli 2:2, Þýzkaland hafði 244 vinning á móti Spánverja og ein skák fór f bið. Þetta voru úrslit helztu leíkja f kvöld. 5. UMFERÐIN, GUÐMUNDUR BUINN að fa nóg af JAFN- TEFLUM I 5. umferðinni á laugardag- inn mættu Islendingar Chile- mönnum og sigruðu þá með 2'A vinningi gegn l'A eftur langa og harðvítuga baráttu. Guðmundur Sigurjónsson beitti kóngsindverskri vörn á 1. borði gegn Silva, sem elti jafn- teflislegt afbrigði og elti drottn- ingu Guðmundar um allt borð. í miðtaflinu stóð allt f járnum og útlit var fyrir friðsamlegt jafn- tefli. En Guðmundur var búinn að fá nóg af jafnteflunum og tefldi áfram. Þegar skákin fór f bið hafði Guðmundur unnið j peð og vann hann sfðan bið- skákina glæsilega f 62. leik. Helgi Ólafsson hafði hvítt á öðru borði og tefldi Reti-byrjun gegn Donso. I miðtaflinu missti Chilemaðurinn af leið til jafn- teflis en Helgi gaf honum ekk- ert færi á því að leiðrétta mis- tökin og vann skákina í 39. leik. A 3. borði tefldi Björn Þor- steinsson við Frias og kom spánski leikurinn upp. Björn hafði betri stöðu til að byrja með en lenti f tfmahraki. Þegar biðskákin var tefld átti Björn nokkra möguleika á jafntefli en Frias tefldi af hörku og vann skákina í 56. leik. Magnús Sól- mundarson beitti enskum leik á .4. borði gegn Scholz. Magnús fékk betra tafl og þrengdi mjög að andstæðingi sfnum, sem þó varðist af hörku. I biðskákinni hafði Magnús peði minna í drottningaendatafli, en peðinu hafði Magnús leikið af sér í tímahraki. Enda þótt skákin færi tvívegis í bið tókst Chile- manninum ekki að ná vinningi og jafntefli var samið f 96. leik. Helztu úrslit í 5. umferð voru þessi: Bandaríkin — Ástralía 4:0, England — ítalía 3:1, Filipseyjar — Þýzkaland 3:1, Holland — Noregur 4:0, Israel — Danmörk 3lA:'A. HÉR kemur skák úr 5. umferð- inni: Svart: Donoso (Chile) Hvftt: Helgi Ólafsson Reti-byrjun. 1. c4 Rf6 2. Rf3 c6 3. g3 d5 4. b3 Bf5 5. Bg2 e6 6. 0-0 Rbd7 7. Bb2 Be7 8. d3 h6 9. Rbd2 0-0 10. a3 a5 11. Dc2 Bh7 12. Bc3 He8 13. Db2 Bf8 14. b4 axb4 15. axb4 Dc7 16. Hxa8 Hxa8 17. Hal Dd8 18. Rel Hxal 19. Dxal Bd6 20. e4 dxe4 21. dxe4 e5 22. Rd3 Bg6 23. f3 Bc7 24. Rfl Db8 25. Bh3 Kh7 26. Re3 Dd8 27. Bf 1 De8 28. c5 b6 29. Da7 Bb8 30. Db7 bxc5 31. bxc5 De6 32. Rcl Rg8 33. Bc4 De7 34. Rd3 Dg5 35. Rfl Rgf6 36. dxc6 Dh5 37. Rd2 Ba7 38. Dc7 Dg5 39. Dxa7 De3 40. Kg2 og svartur féll á tíma, en sfðustu leikina hafði hann þurft að leika f miklu hasti, eins og reyndar sjá má á skák- inni. 6. UMFERÐIN, TAP GEGN ASTRALlU I sjöttu umferðinni á sunnu- daginn tefldu tslendingar við andfætlinga sína, Astralíu- menn. Fóru leikar svo að Ástralfumenn hlutu 2'A vinning en Islendingar 114 vinning. Guðmundur tefldi við alþjóð- lega meistarann Jamieson á 1. borði og tefldi hann Pirc-vörn. Skákin varð aðeins 20 leikir og sömdu kapparnir þá jafntefli. Guðmundi yfirsást peðsvinn- ingur f 17. leik og þegar jafn- tefli var samið, hafði Astralíu- maðurinn heldur rýmri stöðu. En hann hafði sýnt það, að hann stefndi að jafntefli og þáði það með þökkum. Hefgi hafði hvítt gegn Fuller á 2. borði og beitti enskum leik. Honum urðu snemma á mistök sem kostuðu peð. Með réttu hefði Helgi átt að tapa en hann gerði allt sem hann gat til að rugla andstæðinginn í rfminu og það tókst vonum framar. Þegar skákin fór í bið var kom- ið upp hróksendatafl þar sem Helgi hafði peði minna, en hann stóðst öll áhlaup og jafn- tefli var samið f 58. leik. Margeir tefldi Sikileyjarvörn gegn Shaw. Margeir þekkir sig vel í þessari byrjun og náði fljótt betri stöðu en teygði sig of langt í vinningstilraunum og svo fór að skákin snerist honum f óhag. I biðskákinni hafði stralíumaðurinn peði yfir í riddaraendatafli og Margeir mátti játa ósigur sinn í 69. leik. Á fjórða borði tefldi Björgvin Vfglundsson við Woodhams, sem svaraði með slavneskri vörn. Björgvin fékk betra tafl en missti af vinningsleið rétt áður en skákin fór f bið og jafntefli var samið. Helztu útslitin í 6. umferð urðu þessi: England — Filipjar 3'A'M, Holland — Bandaríkin 2lA:l'A, Argentína — Þýzkaland 214:114, ísrael — Spánn 3:1, Chile — Sviss 314:14. Mótsstaðurinn borgin Haifa Eðalsteinn Austur- Miðjarðarhafs er borgin Haifa, vettvangur yfirstandandi ól- ympfuskákmóts. Tilkomumikið borgarstæði við Acreflóa utan f hjöllum Karmelfjalls með há- lendi Galfleu í baksýn. Áður fyrr var hér aðeins kyrrlátt ara- bfskt fiskimannaþorp en nú er Haifa aðalathafnaborg hins nýja og endurreista Israels- ríkis, miðstöð iðnaðar, byggingarlistar og tæknifram- fara. Hér þar sem hundruð þús- unda af pílagrímum, gestum og nýjumannflytjendum hafa stig- ið á land og fengið fyrstu sýn- ina af fyrirheitna landinu, „landinu helga“, á undan- förnum áratugun, er nú risin 300 þúsund manna nýtízkuleg borg f gróðursælu umhverfi með fagra garða. Undanfarið hafa flykkzt hingað skákmenn og skákfröm- uðir víðs vegar að úr heiminum nema frá nærliggjandi Araba- löndum og Austur-Evrópu til þátttöku I ólympíuskákmótinu, sem nú stendur sem hæst, og aðalþingi alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, sem hefst um helgina. Um framtíð þess er samt bezt að spá engu einkum hér á landi spámannanna. Haifa er nú miðstöð skákheims- ins, lfkt og Reykjavík var með- an á heimsmeistaraeinvíginu stóð 1972, fánaskreytingar og auglýsingaspjöld vfðs vegar og skákútstillingar f verzlana- gluggum. Af fyrirmönnum FIDE eru hingað komnir auk dr. Max Euwes, forseta þess, þeir Campomanes frá Filips- eyjum og Printice frá Kanada, sem báðir eru varaforsetar auk Kazics frá Júgóslavíu, sem læt- ur sig enn vanta. Ennfremur Edmondson frá Bandaríkjun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.