Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2, NÓVEMBER 1976 Li forsætisrád- herra — segja veggspjöldin Peking 1. nóvember — Reuter. EINN af fremstu efnahagsmála- sérfræðingum Klnverja, Li Hsien-nien, sem er 71 árs að aldri hefur samkvæmt veggspjöldum ( Shangha’ verið skipaður forsætis- ráðherra Kfna. Opinber talsmað- ur segir hins vegar, að Hua Kuo- feng sé áfram forsætisráðherra. Þetta hefur valdið fréttamönn- um f Peking miklum heilabrotum en margir eru á þvf að vegg- spjöldin hafi tilkynnt skipan Lis of snemma, þannig að það sem virðast mótsagnakenndar upplýs- ingar, stafi aðeins af þvf hvað pólitfskar breytingar verða með óvenjulegum hætti f Kfna. Skýrt var frá þvi á mörgum veggspjöldum í Shanghai, að Li væri orðinn forsætisráðherra. Hann er einn af helstu stríðshetj- um Kfnverja og af mörgum álit- inn einna lfklegastur til að hljóta embættið. Það hefur verað almenn skoðun fréttamanna f Peking að Hua myndi segja af sér sem forsætis- ráðherra eftir að hann var út- nefndur formaður kommúnista- flokksins. Albönum sagt að herða ólina Vln, 1. nðvember. Reuter. Albanski kommúnista- leiðtoginn Enver Hoxha gagnrýndi Rússa í dag fyr- ir að endurreisa „kapitalistiskt þrælahald" og hvatti til harðnandi stéttabaráttu í Albaníu. Hoxha sagði þetta við setningu 7. þings albanska kommúnista- flokksins f Tirana. Hann sagði að fjandmenn innanlands og utan reyndu að grafa undan alræði ör- eiganna i Albaniu. Ræðu Hoxha var fagnað með gífurlegu lófataki að sögn al- bönsku fréttastofunnar ATA. Vestrænir blaðamenn hafa ekki fengið leyfi til að fylgjast með þinginu. Hoxha bjó landsmenn undir strangar efnahagsráðstafanir og kvað aðstoð annarra kommúnista- lan. a mikilvæga en taldi að hún gæti aðeins verið aukaatriði. Hann sagði að fi ivegis yrðu Al- banir að treysta á sig sjálfa. Albanir hafa aðeins fengið að- stoð frá Kfna sfðan 1961 og sam- 133 fórust 1 jarðskjálfta Djakarta 1. nóvember — NTB Tölur yfir látna f jarðskjálftun- um í hinum indónesiska hluta Nýju Guineu á föstudag hækkuðu í dag upp f 133, samkvæmt upp- lýsingum Indónesíustjórnar. Ann- ar jarðskjálfti varð í dag á eyjunni New Britain fyrir strönd Nýju Guineu og mældist styrkur hans 7 stig á Richterskvarða. kvæmt óstaðfestum fréttum hafa Kínverjar dregið úr aðstoðinni. Kfnverjar sendu ekki fulltrúa til þingsins en Hua Kuo-feng for- maður sendi heillaóskaskeyti þar sem hann sagði að undan vináttu Albana og Kínverja „gæti ekkert afl grafið.“ A flokksþinginu eru sendi- nefndir frá Norður-Kóreu, Víetn- am, Laos og 29 kommúnistaflokk- um f Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu. Lítilþátt- taka í verkfalli Jóhannesarborg 1. nóvember — Reuter. LlTIL þátttaka varð f allsherjar- verkfalli svertingja f Soweto á mánudag enda höfðu vinnuveit- endur hótað þvf að reka þá starfs- menn, sem ekki mættu til vinnu f morgun. Atvinnulif var með eðlilegum hætti í Jóhannesarborg fram eftir degi á mánudag. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Höfða- borg mættu margir blökkumanna til vinnu vopnaðir lurkum til að verja sig ef til tiðinda kynni að draga. Herskáir stúdentar í Soweto höfðu hvatt til fimm daga verkfalls. Óróasamt hefur verið f hverfinu Andersontown f Belfast sfðan frú Maire Drumm var myrt f sjúkrahúsf á fimmtudaginn. Maður sem veitti mótspyrnu þegar hann var handtekinn sést hér dreginn eftir götunni. Óeirðir eftir frú Drumm í útför Belfast Belfast, 1. nóvember. Reuter. AP. FIMM hundruð reiðir stuðnings- menn trska lýðveldishersins (IRA) umkringdu f dag lögreglu- stöðina f hverfinu Andersontown eftir útför frú Maire Drumm, áður næstæðsta yfirmanns stjórn- málahreyfingar IRA. Um 5.000 manns voru við útför- ina sem leiddi ekki til óeirða eins og búizt hafði verið við. Þar fékk IRA einstakt tækifæri til að sýna mátt sinn og fylgi. Öll leyfi lögreglumanna voru afturkölluð og hernum var skipað að vera við öllu búinn. Fólk var flutt úr húsum nálægt Milltownkirkjugarðinum þar sem útförin fór fram þegar eitthvað sem lfktist sprengju fannst undir bifreið við hliðið að kirkjugarðin- um, en þar reyndist ekki vera um sprengju að ræða. Margir eftirlýstir liðsmenn IRA munu hafa komið til Belfast til að vera við útförina, þeirra á meðal Seamus Twomey sem lýst hefur verið eftir síðan 1973. Maire Drumm var myrt í sjúkrahúsi á fimmtudag. Enginn hefur verið handtekinn, en öfga- sinnaðir mótmælendur hafa lýst sig ábyrga. Ottazt er að morðið á frú Maire Drumm Ieiði til aukinna blóðsút- hellinga á Norður-lrlandi. Það sem af er þessu ári hafa 265 fajlið — fleiri en nokkru sinni síðan 1972 þegar 480 féllu. Síðan í ágúst 1969 hafa 1.650 fallið, aðallega saklausir vegfarendur. r Onæmisaðgerð- um gegn svína- innflúensu hald- ið áfram í USA Atlanta, 1. nóvember. — AP. MEIRA en fimm og hálf milljón Bandarfkjamanna hafa verið bólusettir gegn svfnainnflúensu sfðustu tvær vikur þrátt fyrir þrá- látan ótta vegna andláts fólks, sem fengið hefur sprautur, að sögn heilbrigðisyfirvalda f dag. Segja embættismenn að þeir voni að fullyrðingar þeirra um að ónæmisaðgerðir hafi ekki valdið dauða fólksins muni eyða þessum ótta. Segja þeir að fólkið, sem dáið hefur hafi allt verið gamalt fólk og langvarandi veikt, en það fólk var sprautað á undan öðrum. Hefði fólkið að öllum Ifkindum látist hvort sem það hefði fengið sprautur eða ekki. Fjöldabólusetningar fara nú fram á heilsugæzlustöðvum víðs- vegar um Bandarfkin, eftir að yf- irvöld hafa einbeitt sér að öldruð- um og sjúkum í þrjár vikur. 1 síðustu viku fengu rúmlega þrjár milljónir manna sprautu, sem er 50% meira en í vikunni á undan. Er það stefna heilbrigðis- yfirvalda að gera alla bandaríkja- menn, sem eru eldri en 18 ára, ónæma fyrir áramót. Æðstu menn v-þýzka flughersins reknir Parísarfundur um Víetnam? París, 1. nóvember. Reuter. AÐSTOÐARUTANRIKISRAÐ- HERRA Vfetnams, Nguyen Co Thach, kom til Parfsar f dag og heimsókn hans hefur komið af stað bollaleggingum um að hún leiði til fyrstu viðræðna Vfetnama og Bandarfkjamanna sfðan Vfetnemstrfðinu lauk fyrir 18 mánuðum. Lengi hefur verið búizt við slfk- um viðræðum og margar eyður á dagskrá fjögurra daga heimsókn- ar Thach hafa gefið þessum grun byr undir báða vængi. Starfsmenn bandarfska sendi- ráðsins segja hins vegar að við- ræður milli Bandaríkjamanna og Víetnama séu ekki ráðgerðar fyrr en í lok þessa mánaðar. Jafnframt neitaði víetnemska sendiráðið því að Thach mundi hitta að máli bandaríska embættismenn f Frakklandi og sagði að eina er- indi hans þangað væri að treysta samskipti Frakka og Vfetnama. Aðild Víetnams að Sameinuðu þjóðunum kemur til umræðu f lok mánaðarins og talið er að stjórnin í Hanoi telji nauðsynlegt að mót- bárum Bandaríkjamanna gegn að- ildinni verði rutt úr vegi. Bandaríkjamenn munu vilja komast hjá almennri gagnrýni fyrir að koma í veg fyrir aðild Víetnams að S.Þ. en á hinn bóg- inn er talið að bandarfska stjórn- in haldi fast við þá afstöðu að veita samþykki sitt aðeins með því skilyrði að Víetnamar birti skrá með nöfnum allra banda- rískra hermanna sem var saknað f Víetnamstríðinu. Stjórnin f Hanoi vill fyrir sitt leyti fá tryggingu fyrir víðtækri aðstoð Bandarfkjamanna við við- reinsarstörf í Víetnam. Bonn, 1. nóvember, Reuter. TVEIR af æðstu mönnum vestur- þýzka flughersins (Luftwaffe) voru reknír f dag þar sem þeir mættu f fagnaði fyrrverandi flug- manna ásamt flughetjunni Hans- Ulrich Rudel ofursta, sem var kallaður „eftirlæti Hitlers" og gerðist seinna nýnazisti. Georg Leber landvarnaráð- herra sakaði Walter Krupinski hershöfðingja, annan æðsta mann flughersins, og staðgengil hans, Karl-Heinz Franke hershöfð- ingja, um að rýra álit heraflans með þvf að verja þátttöku Rudels f fagnaðinum. Fagnaðurinn fór fram f stöð flughersins skammt frá Freiburg í síðustu viku gegn vilja land- varnaráðuneytisins. Starfsmenn ráðuneytisins segja að Franke hershöfðingi hafi látið þau orð falla að hann sæi ekkert athuga- vert við það að Rudel væri boðið þegar fyrrverandi kommúnistar ættu sæti á þingi. Franke hershöfðingi nefndi í þvf sambandi Herbert Wehner, þingleiðtoga Sósfaldemókratá- flokksins (SPD). Fjörutfu þing- menn SPD mótmæltu ummælum hershöfðingjanna f bréfi til ráðu- neytisins um helgina og kröfðust þess að þeir yrðu tafarlaust rekn- ir. Leber sagði á blaðamannafundi að hershöfðingjarnir hefði komizt þannig að orði við blaðamann að þeir gætu ekki gegnt störfum sín- um áfram. Hann sagði að þeir hefðu svert nafn Wehners og lýð- ræðislegra stofnana Vestur- Þýzkalands. Rudel flaug rúmlega 2.500 árásarferðir f stríðinu, aðallega á austurvígstöðvunum og var sæmdur æðsta heiðursmerki naz- ista, járnkrossinum með sverði og demöntum. Hann sökkti sovézku orrustuskipi og eyðilagði um 500 skriðdreka þegar hann stjórnaði sveit Stuka-steypiflugvéla. Hitler skipaði honum að hætta að fljúga þar sem hann hefði afrekað nóg en Rudel hlýddi ekki. Hann var skotinn niður yfir Oder í febrúar 1945 og taka varð af honum annan fótinn. Eftir stríðið tók hann virkan þátt í störfum Sósfalistíska ríkis- flokksins sem var bannaður vegna nýnazisma. Sarkis forseti hugleiðir friðar- gæzluhugmynd Brirul 1. nóvemher — NTB ELIAS Sarkis, forseti Lfbanons, hugleiddi á mánudag áætlunina um arabfskar friðargæzlusveitir, sem eiga að gæta þess að vopna- hléið f landinu verði virt. Áætlun- in getur gert sambandið á milli Sýrlendinga og hægrimanna f Lfbanon erfitt, en þessir tveír aðilar hafa barizt saman undan- farna mánuði. Álitið er, að Sýr- lendingar verði fjölmennastir f friðargæzlusveitunum. Krrstnir hægrimenn hafa áhyggjur af því hvað samband Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.