Morgunblaðið - 09.11.1976, Side 1

Morgunblaðið - 09.11.1976, Side 1
48 SÍÐUR 260. tlb. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 Prentsmidja Morgunblaðsins. Sýrlendingar í nýju hlutverki Aley, 8. nóvember. AP. Reuter. SÝRLENZKA herliðið f Líbanon tðk að sér hlutverk friðargæzlu- liðs f dag, ruddi burtu vegatálm- unum Palestfnumanna og sðtti f átt að Beirút til að framfylgja sfðasta vopnahléinu. Þar með hefur í fyrsta skipti verið hafizt handa um að hrinda í framkvæmd áætlun um frið í Libanon er leiðtogar Arabaland- anna samþykktu fyrir þremur vikum. 21.000 hermenn Sýrlend- inga verða meginstofn friðar- gæzluliðs Arabalandanna.en það verður einnig skipað nokkur þús- und hermönnum frá Saudi- Arabíu, Súdan, Jemen, Líbýu og Arabíska furstasambandinu. 100 manna framvarðarsveit Sýrlendinga tók sér stöðu rétt hjá Aley og sveitir þeirra sóttu til múhameðska þorpsins Chouit þar sem stórskotahrfð geisaði þar til Sýrlendingar komu sér fyrir. Stórskotaliðsbardagi geisaði einnig nálægt landamærum ísra- els í suðri og hægrisinnar sögðu að óvinurinn hefði misst 18 menn fallna. Aðrar sveitir Sýrlendinga tóku sér stöðu í fjöllunum norð- Framhald á bls. 46 Callaghan vann með naumindum London, 8. nóvember. Reuter. BREZKA stjórnin sigraói naumlega í tnikilvægum atkvæðagreiðslum í kvöld með þvf að smala saman hverjum einasta þing- manni Verkamannaflokks- ins, þar á meðal konu með barn á brjðsti. Þetta var fyrsta prófraun stjórnarinnar síðan hún lýsti því yfir að hún mundi hvergi hvika frá stefnu sinni þótt ósigrar í tvennum aukakosningum f sfð- ustu viku hafi leitt til þess að hún hefur aðeins eins atkvæðis meiri- hluta á þingi. Nokkrir veikir þingmenn Verkamannaflokksins og Ihalds- flokksins væru fluttir í sjúkrabör- um til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni og 27 ára gömul þing- kona, Helena Hayman, gaf tveggja vikna gömlum syni sínum brjóst á meðan atkvæðagreiðslan fór fram. Tillaga stjórnarinnar um að takmarka ræðutíma var sam- þykkt. Frumvarp um þjóðnýtingu skipa- og flugvélaiðnaðarins var samþykkt méð aðeins eins at- kvæðis mun. Hins vegar voru frumvarp um umbætur í húsnæð- ismálum landbúnaðarverka- manna og frumvarp um stöðlun Framhald á bls. 46 Karl Gústaf Svíakonungur og Sylvía drottning er þau komu til Frakklands í gær í þriggja daga einkaheimsðkn. Crosland leggur aherzlu á samninga við íslendinga London, 8. nóvember. Reuter. ANTHONY Crosland, utanríkisráðherra Breta, lagði í dag áherzlu á nauð- syn þess að Efnahags- bandalagið semdi um áframhaldandi veiðar við tsland þegar samningur Breta og íslendinga renn- ur út 1. desember. Hann hvatti jafnframt til skjðtra samninga um fiskveiðar víð Norðmenn sem færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 mflur eftir áramót. Crosland sagði á fundi í félagi erlendra blaðamanna að nauðsyn- legt væri að ljúka fljótt endur- skoðun fiskveiðistefnu bandalags- ins sjálfs. Hann sagði að framtið brezka sjávarútvegsins væri í húfi. Rúm- ur helmingur afla bandalagsins yrði veiddur á brezkum miðum þegar Bretar færðu út í 200 mílur en Bretar veiddu óverulegt magn á miðum annarra bandalagsríkja. Hörð átök blossa upp í S-Angola Þótt Efnahagsbandalagíð hafi samþykkt að færa út fiskveiðilög- sögu aðildarlandanna í 200 mílur 1. janúar hefur ekki tekizt sam- komulag um tillögu Breta um 50 mílna einkalögsögu. Umræður standa enn yfir um einkalögsögu. Jafnframt hófust f BrUssel í dag viðræður Bandaríkjanna og Efna- hagsbandalagslandanna um rétt sjómanna frá bandalagslöndun- um til veiða i bandariskri fisk- veiðilögsögu eftir útfærslu henn- ar i 200 mílur. Viðræðurnar snúast um tækni- leg og lögfræðileg atriði sam- kvæmt heimildum i Brussel en eiga að búa i haginn fyrir víðtæk- ar viðræður síðar. Þar með koma EBE-löndin í fyrsta skipti fram sem einn aðili í viðræðum við fiskveiðiþjóðir utan bandalagsins eins og samþykkt var 30. október þegar ákveðið var að færa fiskveiðilögsöguna út I 200 mílur. Viðræður hefjast við íslendinga sfðar í vikunni og síð- an við Norðmenn. ísrael í Unesco? Nairobi, 8. nóvembcr. Rcuíer. AÐILD tsraels að Unesco var nánast tryggð f dag þegar sam- þykkt var tillaga sem viður- kennir rétt allra aðildarrfkja til að tilheyra þeim ríkjahópi Unesco sem þau vilja tilheyra. Israel vill tilheyra ríkjahópi Evrópu og samkvæmt tillög- unni eiga ríkjahóparnir að samþykkja hvort nýtt land skuli tilheyra þeim. Tillagan var samþykkt með 70 atkvæðum, enginn var á móti en 17 sátu hjá. Jafnframt bendir margt til Framhald á bls. 46 Oshakati, 8. nóvember. Reuter. AP. ÞUSUNDIR flóttamanna streymdu í dag yfir landamær- in til Suðvestur-Afríku (Namibfu) frá suðurhlutum Angola þar sem harðir bardag- ar hafa blossað upp. Flugvélum, skriðdrekum og stórskotaliði er beitt f bardög- um angólska stjórnarhersins og skæruliðahreyfingarinnar Unita. Stjórnarherinn nýtur stuðnings kúbanskra hermanna og skæruliða frelsishers Suð- vestur-Afríku, SWAPO. Eftir nokkra daga verður eitt ár liðið síðan Angola hlaut sjálfstæði. Unita og hreyfingin FNLA biðu ósigur fyrir marxistahreyfingunni MPLA í borgarastriðinu, en Unita hefur Savimb'i haldið áfram að veita viðnám siðan borgarastriðinu lauk. Flóttamennirnir segja að bar- dagar geisi bæði i þorpum og á landsbyggðinni. Um 3.000 flóttamenn hafa streymt til Suðvestur-Afrfku undanfarna daga og þar eru nú 8.000 flótta- menn frá Angola, þar af marg- ar konur og börn. 1 Oshakati heyrist skothrfð frá bardaga- svæðum í Angola. Talsmaður Suður- Afrikustjórnar sagði f dag að liklega væru 15—18.000 kúbanskir hermenn í Angola. Suður-Afríski herinn annast flóttamennina sem koma frá Angola. Jonas Savimbi, yfirmaður Framhald á bls. 46 Jarðskjálftar víða um heim London, 8. nóvember. AP. Reuter. JARÐSKJALFTAR urðu f Iran, Filippseyjum, Grikklandi og Jap- an um helgina og f dag og fréttir bárust af jarðskjálfta f Kína. Eld- gos hófst í Indónesfu. Sextán hafa beðið bana og 32 slasazt í jarð- skjálftanum f tran. Bandarfskir jarðskjálftafræð- ingar telja að ekkert samband sé á milli skjálft anna. Jarðskjálftinn í íran varð í gær- morgun og mældist 6.2 stig á Richterskvarða. Flestir biðu bana í fjallaþorpinu Vandik, um 600 km norðaustur af Teheran, þar sem 150 múrsteinshús hrundu. 10 fleiri kíppir fundurst á svæoinu i dag en ollu ekki tjóni. í Hong Kong skýrðu vísinda- menn frá þvi að jarðskjálfti sem hefði mælzt 6.3 stig á Richters- kvarða hefði orðið í gærmorgun í Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.