Morgunblaðið - 09.11.1976, Side 13

Morgunblaðið - 09.11.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 13 Siðbótin Skrifla Eftir Braga Kristjónsson ISLENZKT þjóðfélag er um margt einstakt fyrirbæri. Þar ráð- ast málefni ekki eftir sömu lög- málum og f öðrum þjóðfélögum. Vmsar félagsvfsindakenningar eiga lftt við íslenzkar aðstæður. Sumir telja, að Island sé ekki rfki — heldur þorp. Byggð náinna þorpsbúa þar sem hnýsni og gægj- ur eru helzta fþróttin f andlegu fásinni þorpsins. Jafnvel lærðum mönnum f stjórnmálavfsindum hefur gengið brösulega að fóta sig f dularfull- um speglasal fslenzkra stjórn- mála. Þrfskiptingin tslendingum má skipta f þrjár heildir, en margvfsleg tengsl eru þó milli þeirra innbyrðis: I fyrsta lagi eru pólitfskir flokk- ar. Fram til þessa hafa flokkarnir verið lokaðir, þ.e. þeir hafa starf- að svipað og huldufélög og puk- urslegt athæfi hefur einkennt starfsemi þeirra, þótt í fæstum tilfellum hafi nokkuð verið að fela. Flokkarnir eru oft ákvörðun- araðiljar í stórmálum, en öll loka- ákvarðanataka hefur þó verið hjá forystu flokks. I öðru lagi skiptast Islendingar f félög. Hér er átt við félagasam- tök á borð við frímúrara, odd- fellowa, Ijónamenn, rotarymenn, kiwanismenn o.fl. Sum þessara félaga eru hrein huldufélög, önn- ur matarneyslu- og líknarfélög. Huldufélögin hafa andlega upp- byggingu meðlimanna, að mark- miði — hin veraldlega og lfkam- lega velferð þeirra. Af huldufé- lögunum eru frímúrarar taldir dularfyllstir og merkilegastir, enda elstir. Áhrifamenn hafa ávallt skipað sér í raðir þess fé- lagsskapar, þingmenn, ráðherrar, dómarar og aðrir landstólpar. Frf- múrarareglan er ekki fyrir vinstrisinnað fólk, enda telur það sig ef til vill ekki eiga erindi til samdrykkju, þar sem gagnkvæm- ur bróðurhugur og alvaldslotning, samhliða mikilli formdýrkun eru helstu viðfangsefnin. 1 þriðja lagi má, ef vel er að gætt, finna verulega ættbálka- skiptingu á tslandi. Nokkrar ættir hafa á s.l. 100 árum komist til umtalsverðra valda og yfir all- vænan auð. Atbeini afkomenda og annarra ættmenna og sifjaðra snýst um að gæta og ávaxta þessa arfs, — og hefur það tekist furðu vel í ýmsum tilfellum. Ættar- tengsl og varsla ættarhagsmuna er orðið svo snúið mál á Islandi, að í rauninni væri ýmsum opin- berum embættismönnum nauð- syn að ráða til sfn ættfróða menn, einkum þó saksóknara og skatt- stjórum. „Hinir æfðu stjórnmálamenn.“ Alþingi hefur verið samnefnari þessarar þrískiptingar. Það hefur þó breyst nokkuð. Margir eru nú þeirrar skoðun- ar, að alþingi sé orðið einskonar huldufélag þingmannanna, þar sem stéttarleg samkennd ræður ofar öllu öðru. Það væri ekki ofur kynlegt, þótt áhrifa frá huldufé- lögum gætti í þinginu, þar sem margir þingmanna og ráðherra hafa tilheyrt þessum félögum, þar sem gagnkvæm vild og siðbæt- andi mannrækt eru æðstu boðorð. En fleira kemur til: hinir æfðu stjórnmálamenn þykja margir hverjir án teljandi tengsla við lif- andi starfið utan þinghússmúr- anna eða virðast a.m.k. nokkuð steinrunnir, þegar á reynir. Karp og þóf þessara aðilja í þinginu um hin margvfslegu löggjafarmálefni hefur — eftir að sjónvarp hófst og dagblöð breyttu frásagnar- hætti úr þingsölunum — haft nei- kvæð áhrif á marga háttvirta kjós- endur og virðing alþingis sem stofnunar hefur dvfnað með þjóð- inni. Upphafin og drýldniskennd framganga þingfólksstéttarinnar frammi fyrir næmu ljósopi myndavélanna, hefur slævt aðdá- un stuðningsmanna hennar. Ávanahugsun þessara atvinnu- stjórnmálamanna hefur hneppt marga þeirra f fjötra doðans og gert þá fanga í pappíramoði hinn- ar opinberu stjórnsýslu. Sæmileg kunnátta f látbragði og háttvfsi í framkomu gæti þó verið skref í áttina að aukinni tiltrú fólks. Námskeið f tiskuskóla eða leiklist- arskóla rfkisins, myndi gagna þingfólkinu umtalsvert. En fleira kemur til: ýmis sam- tök, þ.e. vinnuseljendur og vinnu- kaupendur hafa undanfarin ár sælst eftir sífellt auknu valdi, sem áður var hjá alþingi og ríkis- stjórn. Margir hagsmunahópar hafa bundist sterkum samtökum og náð taki á slagæðum þjóðfé- lagsins og oft fengið góða úrlausn fyrir sig. Vald stjórnmálamannanna hef- ur og færst í sífellt ríkara mæli til embættismanna, sem aftur sækja þekkingu sfna til sérfræðinga á mjög eða tiltölulega afmörkuðu sviði. Vélræn gagnavinnsla og tölvur stjórna ákvarðanatöku í ótrúlega ríkum mæli og margvís- legar framtíðarspár, harla mis- jafnar að gæðum, torvelda stjórn- málafólki heildarsýn um ástandið í þjóðfélaginu, þótt einstakir þættir geti legið mjög Ijóst fyrir. Opinber stjórnsýsla hefur margfaldast og starfsfólki opin- berra aðilja fjölgað uggvænlega. Opinberar framkvæmdir hafa, vegna ofskipulagningar eða bruðls, oft orðið fáránlega dýrar. I kjölfar sfvaxtar hins opinbera hefur skattábyrði aukist á þeim sem einfaldast er að skattleggja. Heildarsýn um raunverulegt ástand í þjóðfélaginu er erfið. Þess vegna hefur ekki farið fram nægilega raunsæ umræða um ástandið f þjóðfélaginu. Það er fyrst nú tekið að brydda á nokk- urri alvöruviðleitni f þá átt. Við svipaðar aðstæður í oft- tilvitnuðu nágrannalandi kom Glistrup lögmaður fram á sjónar- sviðið og hleypti öllu í bál og brand með árásum sínum á ríkjandi öfl þjóðfélagsins og hefðunna, en óvinsæla starfs- hætti ýmissa þátta opinberrar umsýslu. Blöðin búa til menn og það voru dönsku síðdegis- og vikublöðin sem komu þessum skemmtilega lögmanni á framfæri og blésu hann út, þar til það hafði síast inn í vitund fjöldans að hann réði yfir albatalyfi sem læknað gæti þau mein þjóðarlíkamans, sem ræktarleysi og doði stjórnmála- fólksins hafði valdið. Glistrup er vinsæll fyrir eðli- lega framkomu, skammir um stjórnmálamenn og rfkjandi öfl og skrum um eigið ágæti. Þar eins og hér höfðu atvinnu- stjórnmálamenn smám saman þróað með sér ákveðið framkomu- form og látbragð, einskonar sam- bland af drýldni og jarðarfarar- svip — kallað ábyrgðartilfinning. Allt var það fremur dapurlegt að heyra og sjá. Svör við spurningum fréttamanna voru tviræð og loðin. Allt var í enda- lausri athugun og nefndum og fólki fannst það ekki fá svör við því sem um var spurt — og það taldi sig eiga rétt á. Siðbótarmennirnir. En þegar neyðin er stærst, koma æðri máttarvöld oft til hjálpar. Þegar þannig er komið, að almenningur — þessi grái, óskiljanlegi massi — hefur fengið nóg, spretta úr djúpi hans sið- bótarmenn og taka að vanda um: skammast og skruma, uppnefna og hæða. Þannig hefur þetta jafn- an verið í sögunni og síðar, þegar öldurnar hefur lægt, reynast sumir þessara manna lifa lengur en það sem þeir skömmuðu og hæddu. Vilmundarnir eru orðnir fjölmennir í íslenskri blaða- mannastétt, en enginn þeirra jafnast á við höfuðpaurinn sjálfan. Aðstæður hans eru líka Röntgenaugu vilmundanna hafa einkum beinst að samtryggingu stjórnmálaflokkanna. Vmislegt bendir nú til, að nýjar vfddir séu framundan i siðbótarviðleitninni. einstæðar: ekki aðeins er hann sonur kerfisins og eins fremsta skapara þess, heldur einnig tengdasonur þess. Það hlýtur að vera f senn bæði kross hans og upprisa. Það er lfka alveg tvímælalaust að bál og brandur þessa aðilja hafa þegar orðið til góðs og ekki undarlegt, þótt taugar hans séu þandar að mörkum f siðvæðingarstarfanum. Fyrst í stað beitti höfuðpaurinn sér einkum gegn flokkavaldi og þeirri spilltu samtryggingu sem hann taldi leynast þar að baki, — og í ljós hefur komið. Ályktun ungra jafnaðarmanna frá í fyrra, bendir þó til að starfs- svið siðbótarmannsins sé að færast í aðrar vfddir. Samtökin gerðu ályktun um, að frímúrarar skyldu ekki mega gegna opinber- um embættum hérlendis. Ef þessi draumsýn yrði veruleiki, myndi vænn hluti opinberra embættis: manna missa atvinnuna, þ. á m. þingmenn og hærra settir; um- talsverð röskun yrði í dómstóla- kerfinu og margir dugmestu stuðningsmenn alþýðuflokks, framsóknarflokks og sjálfstæðis- flokks yrðu óvirkir á þeim vettvangi. Enda hefur þessari ályktun ekki verið fylgt eftir svo orð sé á gerandi. Þó er yissulega á öllu von f því sem öðrú og verður fróðlegt að fylgjast með, þegar höfuðpaurinn hefur siðbætt samtryggingu flokkanna og hin lokuðu og opnu félagasamtök. Sennilega mun hann þá snúa sér að þriðja aflinu: því sem dýpst liggur í rökkur- heimum samfélagsins: ættbálka- samtryggingunni. Og þá verður vissulega mikill kostur að hafa rannsóknarlög- reglu rfkisins undir mildri stjórn lífsþreytts framsóknarmanns, skipaða bókhaldsfróðum ætt- fræðingum og uppeldis- fræðingum. Nýjasta gerðin af Apeco ljósritunarvélum heitir M 420. Þessi vél hefur ýmsa kosti, sem gera hana aðgengilegri en aðrar ljósritunarvélar. APECO M420 er: Lítil og nett rúlluvél. Tekur varla meira pláss en ritvél. Lengd ljósritsins má stilla frá 20—36 cm. < Ódýrari en flestar sambærilegar vélar. Auðveld í notkun. Með pappírsstilli. ^ ’ Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag. Sýningarvél í söludeild, Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + .=. + ^ \v. Hverfisgötu 33 4 'ElANU’ Sími 20560 - Pósthólf 377 Litla ijósritunarvélin meðstóru ■ kostina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.