Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 21 IttovjjunlJlaíúí* líftrðtlirl Danir munu leika hér 1. og 2. des. FJORIR LEIKMANNA ÚLYMPÍUUÐS SOVÉTRÍKJANNA KOMA MEÐ MAI Fjórir leikmanna sovézka liðs- ins MAI (Moscow Aircraft Engineering College) sem leika mun við Val I Evrópubikarkeppni bikarhafa, léku með sovézka landsliðinu á Olympíuleikunum f Montreal i sumar. Kunnastur þessara leikmanna er vafalaust Vladimir Maksimov, sem leikið hefur fjölmarga landsleiki fyrir Sovétmenn og verið meðal mark- hæstu leikmanna i heims- meistarakeppni. Hefur Maksimov leikið með sovézka landsliðinu hérlendis og munu örugglega margir handknattleiksunnendur muna vel eftir honum. Valsmönnum hafa nú borizt nokkrar upplýsingar um MAI og segir m.a. í þeim, að þarna sé um að ræða bezta stúdentalið Sovét- NO MUN endanlega frá þvf gengið að Danir koma hingað og leika tvo landsleiki ( handknatt- leik 1. og 2. desember n.k. Verða þetta jafnframt fyrstu leikirnir sem pólski landsliðsþjálfarinn stjórnar fslenzka landsliðinu I, en hann hefur að undanförnu verið með liðið á æfingum, auk þess sem hann hefur notað tækifærið til að fylgjast með handknatt- leiksleikjum og sjá út réttu mennina. Verða leikirnir við Dani jafnframt fyrsta stóra skrefið I undirbúningi tslendinga fyrir þátttöku sína I B- heimsmeistarakeppninni f hand- knattleik I Austurrfki f vetur. Áformað var að leika landsleik við Dani f Danmörku 12. desem- ber, en þeim leik hefur nú verið frestað. Mun að öllum lfkindum verða leikið þar ytra milli jóla og nýjárs, en þá mun fslenzka lands- liðið fara f keppnisferð tíl Berlfnar og leika þar við úrvals- lið. Áformaðir landsleikir við Austur-Þjóðverja sem fram áttu að fara f desember verða hins vegar felldir niður. Munu Þjóð- verjarnir ekki hafa verið tilbúnir til að taka á móti lslendingum, þegar á hólminn var komið. Mikill fengur verður það að teljast fyrir HSt að fá danska landsliðið hingað til leikja, en landsleikir tslendinga og Dana hafa oftast verið mjög skemmti- legir og miklir „stemmningsleik- ir“. ISLENDINGAR RÁKU LESTINA Á NORÐUR- LANDAMÓTINU í BLAKI SVO SEM vænta mátti töpuðu tslendingar öllum leikjum sfnum f Norðurlandamótinu f blaki sem fram fór f Bergen og lauk um helgina. Höfnuðu tslendingar f neðsta sætinu.en Finnar uðru sigurvegarar f mótnu — unnu alla leiki sfna nokkuð örugglega. Svfar hlutu silfurverðlaunun, Danir urðu f þriðja sæti og Norð- menn f f jórða sæti. tslendingum gekk bezt f leik sfnum við Norðmenn, en f honum unnu þeir eina hrinu, og er þetta f fyrsta sinn sem blaklandsliðið vinnur hrinu f landsleik erlendis. Það hefur hins vegar sigrað Fær- eyinga f landsleik hér heima, og einnig unnið hrinu af Norðmönn- um f landsleik sem fram fór f Hafnarfirði. Karl Ben. var maður kvöldsins Islandsmótið I handknattleik tók nokkuð nýja steffnu á sunnudagskvöldið er Víkingar báru sigurorð aff Valsmönnum I miklum og skemmtilegum baráttu leik í Laugardagshollinni Þar með má segja að mótið hafi opnast mjög mikið, en sigur Valsmanna I leik þessum hefði þýtt það aðforysta þeirra heffði orðið það góð, að erfitt heffði verið ffyrir hin liðin að vinna hana upp. En efftir sigur Víkinga eiga fflest liðin nokkuð jafna möguleika, og má búast við harðnandi baráttu I leikjunum sem framundan eru. í annarri deild er einnig mjög skemmtileg og tvísýn barátta, en þar haffa nú öll liðin tapað stigi eða stigum. Sagt er frá leikjum helgarinnar á bls. 23, 24 og 25. Mynd þessi er úr leik Vals og Víkings á sunnudagskvöldið og gefur hugmynd um baráttuna sem var í leiknum. Jóhannes Steffánsson Valsmaður reynir að taka á móti línusendingu, en Ólaffur Einarsson Víkingur nær að hinda hann. - stjórnaði liðum Víkings og IR í sigurleikjum þeirra KARL Benediktsson, handknatt- leiksþjálfari, var sá sem ástæðu hafði til þess að hrósa sigri eftir leiki 1. deildar keppninar f hand- knattleik sem fram fóru f Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. Karl þjálfar nú tvö lið sem leika f deildinni, tR og Vfking, og bæði unnu þau sigra á sunnudags- kvöldið. Þegar Karl mætti til leiks í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn höfðu Valsmenn náð góðri forystu I leik sinum við Víkinga. En strax og Karl tók að stjórna liðinu fór að ganga betur. Hann ákvað að taka hættulegasta leik- mann Valsliðsins, Jón Karlsson, úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur Valsmanna mjög mikið. Þegar röskar 5 mínútur voru eftir af leik Víkings og Vals varð Karl að yfirgefa Víkingana til þess að fara að búa ÍR-inga undir leikinn við Fram. Hefur örugg- lega verið erfitt fyrir Karl að standa upp og fara, því spennan f leik Vals og Víkings var þá komin i hgmark og Víkingur búinn að ná forystunni. Tók einn leikmanna Víkingsliðsins, Jón Sigurðsson, við stjórn Víkinga á lokamínútun- um og fórst það hlutverk vel úr hendi. Og ekki verður annað séð en að Karl hafi náð að undirbúa ÍR-inga vel á þeim stutta tima sem hann hafði til stefnu, þar sem þeir höfðu oftast yfir í leik sínum við Framara og unnu sætan sigur. STAÐAN 1 DEILD Staðan I 1. deildar keppni íslands- mótsins i handknattleik ei nú þessi: Valur ÍR Haukar FH Vikingur Fram Þróttur Grótta 113:87 106:106 85:78 92:82 89:89 85:91 88:103 97:120 ríkjanna, og þarf vist örugglega engan að undra það. MAI og hef- ur til þessa oftsinnis tekið þátt í Evrópubikarkeppni i handknatt- leik, og einu sinni orðið Evrópu- meistari. Ekki hefur endanlega verið gengið frá leikdögum Vals og MAI í Evrópubikarkeppninni en ekki er ólíklegt að Sovétmennirn- ir leiki hér um næstu helgi. Verð- ur leikur þeirra fyrsti stórleikur vertiðarinnar, og fróðlegt að sjá hvernig Valsliðinu vegnar i baráttunni við hina sterku Sovét- menn. Gunnar Aust- 1jorð kjorinn „knattspymu- maður" Akureyrar NÝLEGA var Gunnar Austfjörð kjörinn knattspyrnumaður ársins 1976 á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem til sllkrar útnefningar er efnt, en félagi Gunnars úr Þór, Pétur Sigurðsson. var kjörinn I fyrra. Útnefning þessi er gerð að tillhlutan gullsmiðanna Sigur- tryggs og Péturs á Akureyri. sem gáfu veglega styttu sem verðlaun I fyrra. Gunnar Austfjörð er öllum áhugamönnum um knattspyrnu vel kunnur. Hann lék um árabil með ÍBA og nú með Þór. Hefur hann verið talinn meðal sterk- ustu varnarleikmanna I Islenzkri knattspyrnu um langt skeið. Þórður kjörinn í Eyjum Á LOKAHÁTÍÐ knattspyrnu manna I Vestmannaeyjum að Hótel Vestmannaeyjum á laugar daginn var tilkynnt kjör knatt- spurnumanns Vestmannaeyja 1976. Fyrir valinu varð Þórður Hallgrlmsson. Það er þriggja manna nefnd, sem velur knatt- spurnumanninn. Þetta er annað árið sem viðurkenningin er veitt, I fyrra hlaut Ársæll Sveinsson viðurkenninguna. Markakóngs styttuna hlaut Órn Óskarsson með 25 mörk, en hann hlaut einnig styttuna ! fyrra Á lokahátlðina var mættur George Skinner, þjálfari Eyja manna frá I sumar, en hann var kominn alla leið frá Englandi til að sitja hófið. í leiðinni var geng ið frá samningum við Skinner, og mun hann koma aftur hingað til lands næsta sumar og þjálfa lið ÍBV. Rikir mikil ánægja i Eyjum yfir því að Skinner skuli koma aftur, þvi hann aflaði sér mikilla vinsælda þars.l sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.