Morgunblaðið - 09.11.1976, Side 22

Morgunblaðið - 09.11.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 FYRSTI leikur tslandsmótsins I körfuknattleik á þessu keppnis- tímabili fór fram I Njarðvík á laugardag og áttust þar við UMFN og Breiðablik. Njarð- vlkingar unnu leikinn með 50 stiga mun og hefðu þeir eflaust getað unnið stærri sigur ef þeir hefðu kært sig um, en þetta var aðeins létt æfing hjá þeim, eins og þeir sögðu. Það verður að segjast með sanni að Blikarnir voru ákaflega lélegir i leiknum og hætt er við að þeir vinni ekki leik í vetur, að minnsta kosti ef engar breytingar verða á leik liðsins. Annars var gangur leiksins þannig að Stefán Bjarka- son skoraói fyrstu körfu mótsins, rétt áður en hann sneri sig svo illa að hann varð að yfirgefa völlinn og verður hann líklega frá í háifan mánuð, en nóg um það, Njarðvíkingar áttu mjög auðvelt með slaka Blika og juku muninn jafnt og þétt og höfðu rúmlega helmings forystu í leikhlei, 50—23. I seinni hálfleik héldu Njarðvíkingar svo áfram að auka muninn og leiknum lauk með yfirburðasigri þeirra 94 stigum gegn 44, það er 50 stiga mun. Eins og áður sagði voru Blikarnir afar slakir I þessum leik og verða þeir að öllum líkindum á botni deildar- innar þegar yfir lýkur. Það eru aðeins tveir menn sem eitthvað geta, en það eru Guttormur Ölafs- son þjálfari þeirra, sem er gamal- reyndur leikmaður í fyrstu deild og með landsliðinu. Þá vakti frammistaða ungs leikmanns, Agústs Líndals, verðskuldaða at- hygli, en hann var afar frískur og lék oft laglega á Njarðvíkingana. Hann varð stigahæstur Blikanna með 19 stig en Guttormur var næstur með 10 stig. Njarðvíkingar verða varla dæmdir af þessum leik, til þess var mótstaðan allt of veik, auk þess sem þeir Jónas Jóhannesson og Brynjar Sigmundsson gátu lítið leikið með vegna þreytu og meiðsla og Stefán Bjarkason meiddist snemma í leiknum og varð að yfirgefa völlinn. I stað þeirra léku varamennirnir nær allan leikinn og komu þeir vel frá honum, en þó sérstaklega þeir Þorsteinn Bjarnason og Geir Þor- steinsson. Njarðvíkingar lögðu litla áherzlu á stigaskorun í leiknum, en einbeittu sér að leik- kerfunum og tókust þau oft vel, en þó var leikur þeirra engan veginn sannfærandi og hittnin var fremur slök, enda var þjálfari þeirra ekkert hrifinn eftir leikinn þrátt fyrir þennan stórsigur og svo mikið skammaði hann leik- mennina að þeir voru þeirri stundu fegnastir er þeir voru teknir útaf. Eins og áður sagði áttu þeir Þorsteinn Bjarnason og Geir Þor- steinsson góðan leik ásamt Gunnari Þorvarðarsyni, en þeir voru einnig stigahæstir Njarð- víkinga. Gunnar með 22 stig, Þor- steinn með 20 og Geir 13 stig. H.G. Kristinn Jörundsson — átti góðan leik með IR. Næstu leikir Næstu leikir I 1. deildar keppni Islandsmótsins í körfuknattleik verða 13. nóvember n.k. Þá leika í Hagaskólahúsinu fyrst KR og IR og sfðan Armann og IS. 1 Kennaraskólahúsinu Ieika Valur og UMFN og 14. nóvember leika svo Breiðablik og Fram í Asgarði í Garðabæ en Kópavogsbúar munu hafa heimavöll sinn i Garðabæ í vetur. Lárus Hólm skorar f leiknum gegn Armanni, bræðurnir Jón og Guðmundur Sigurðssynir fylgjast spenntir með. ÁRMEIMNINGAR MÖRÐU VAL Á ENDASPRETTINUM LEIKUR Ármanns og Vals var nokkuð spennandi og vel leikinn á köflum en eins og venjulega voru það Armenningar sem sigr- uðu eftir að Valsmenn höfðu velgt þeim talsvert undir uggum, sérstaklega f fyrri hálfleik, en þá hafði Valur forystuna þar til 4 mfnútur voru eftir og náðu Ár- menningar þá forystunni og voru yfir það sem eftir var leiksins og unnu þeir með 81 stigi gegn 71. Annars var gangur leiksins þannig eins og áður sagði að Valur náði forystunni og var Þórir Magnússon fremstur f flokki þeirra, en góður leikur Jóns Sigurðssonar og Jimmy Rogers færði Ármanni forystuna og það má segja að það hafi verið Jón og Jimmy sem unnu Val. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og þegar 2 mínútur voru eftir af honum var staðan jöfn 32—32 en Fram stóð í (R fram að leik- hléi en þar með var draumurínn úti LEIKUR IR og Fram skiptist eig- inlega 1 tvennt, skemmtilegan baráttuleik f fyrri hálfleik og af- ar slakan seinni hálfleik þar sem ekki stóð steinn yfir steini hjá Frömurum sem aðeins skoruðu 25 stig f hálfleiknum. Eins og áður sagði var fyrri hálfleikur afar jafn og spennandi og átti þá Jónas Ketilsson mjög góðan leik fyrir Fram, en það dugði ekki gegn ákveðnum IR- ingum sem höfðu nauma forystu f leikhléi, 42—40. Iseinni halfieik tóku iR-ingar svo leikinn f sínar hendur og kafsigldu lélega og þreytta Framara, sem ekki skor- uðu nema 25 stig og lauk leiknum með góðum sigri ÍR-inga 83—65 eða 18 stiga mun. Annars verður að viðurkenna að frammistaða Framara var alls ekki svo slæm þegar tekið er tillit til þess að þá vantaði bezta mann sinn, Guðmund Böðvarsson, sem var að spila blak með íslenska lands- liðinu á Norðurlandamótinu í Bergen og munar ábyggilega um minna. Þá er rétt að geta þess að ungu mennirnir f Fram-liðinu éru flestir á æfingum með unglinga- landsliðinu og æfa því og spila það mikið að þreytan segir til sín og njóta þeir sín því ekki í leikjum liðsins. Bezti maður liðsins f þessum leik var Jónas Ketilsson, sem einnig varð stiga- hæstur með 15 stig, en þeir Helgi Valdimarsson og Þorvaldur Geirs- son áttu einnig þokkalegan leik og skoruðu þeir báðir 12 stig. IR er jafnara lið en flest fyrstu deildar liðin og byggist leikur liðsins því ekki eins mikið upp á fáum einstaklingum og verður það að teljast mjög mikill kostur og má því reikna með því að þeir nái góðum árangri í vetur. Þá er Agnar Friðriksson aftur byrjaður að leika með liðinu og er hann mikill styrkur fyrir það, og enda þótt hann sé ekki kominn f sitt gamla form átti hann nokkuð góðan leik og hitti vel. Annars var Kristinn Jörundsson beztur ÍR- inga í þessum leik, en hann er sívinnandi og hefur gott auga fyrir spili og gegnumbrotum. Stigahæstu menn liðsins urðu þeir Jón Jörundsson með 16 stig, Kristinn Jörundsson og Kölbeinn Kristinsson voru með 14 stig og Agnar Friðriksson skoraði 12 stig. H.G. þá sigu Ármenningar fram úr og höfðu 5 stiga forystu í leikhléi 38—33. Svipaður munur hélzt svo út allan seinni hálfleikinn og tókst Valsmönnum aldrei að ógna sigri Armanns verulega þrátt fyrir góðan leik þeirra Þóris Magnússonar og Hafsteins Haf- steinssonar og lauk leiknum með sigri Ármanns 81—71. Þrátt fyrir ósigur I leiknum mega Valsmenn vel við una þvf að þeir stóðu sig mun betur en f leiknum gegn Ármanni f Reykja- víkurmótinu, en hann vann Ar- mann með 25 stiga mun. Vals- menn geta vel átt góða leiki og þrátt fyrir tap f þessum leik eru þeir til alls vfsir og ættu að geta unnið hvaða lið sem er. Beztu menn Vals í leiknum voru þeir Þórir Magnússon, Hafsteinn Haf- steinsson og Torfi Magnússon, en Þórir varð stigahæstur Valsmanna með 26 stig, en næstir voru Torfi með 19 stig og Kristján með 12. Beztu menn Ármanns voru eins og venjulega þeir Jón Sigurðsson og Jimmy Rogers, en þeir skoruðu báðir 21 stig, næstur var Björn Magnúson með 12 stig. Þegar Jón og Jimmy eru f essinu sínu eru þeir öllum liðum erfiðir og meðan svo er verður að telja Ármenn- inga nokkuð sigurstranglega I Is- landsmótinu en það er aldrei neinn öruggur fyrir fram og bar- áttan á toppnum verður örugg- lega erfið og spennandi. H.G. Eins og létt æfing sögðu UMFN-ingar sem unnu Breiða- blik með 50 stiga mun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.