Morgunblaðið - 18.11.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976
Hagamýs sækja ad 16 ára stúlku:
„Allt í einu vafdist,
eitthvað loðið utan
um lappirnar á mér
Færri kvartanir um rottur og mýs
til meindýraeyðis en í fyrra
— ALLT í einu fann ég eitt-'
hvað loðið vefjast utan um
lappirnar á mér og er ég leit
niður sá ég að hópur að ég held
hagamúsa, var við fætur mér.
Mér brá vitanlega mjög, barði
frá mér, hljóp af stað og losnaði
þannig frá þessu ófögnuði.
Þannig mæltist 16 ára stúlku,
Áslaugu Finnsdóttur, er
Morgunblaðið ræddi við hana i
gær. Fyrir nokkru varð hún
fyrir þeirri óskemmtilegu
reynslu að 10—15 hagamýs
sóttu að henni þar sem hún var
á gangi á mótum Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar. Sem
von var brá Aslaugu mjög við
þessa árás og fékk hún snert af
taugaáfalli, auk þess sem
fæturnir hlupu upp og á þá
komu hvítir flekkir. Sagði Ás-
laug, að þrjú af dýrunum hefðu
verið stærri en hin, sem voru
greinilega hagamýs að hennar
sögn.
Af þessu tilefni hafði
Morgunblaðið samband við Ás-
mund Reykdal, verkstjóra hjá
Reykjavfkurborg, og spurðist
fyrir um hvort óvenju mikið
hefði verið um rottur og mýs í
haust. Sagði Asmundur það síð-
ur en svo hafa verið og miðað
við fyrrahaust þá væru
kvartanir um þessi dýr nokkr-
um hundruðum færri. Sagði As-
mundur að ef fólk yrði vart við
rottur eða mýs ætti það um ieið
að láta meindýraeyði vita.
Um tilfellið sem sagt er frá
hér að framan sagði Ásmundur,
að ekki væri ólíklegt að stúlkan
hefði stigið niður í músahóp,
sem verið hefði að flytjast
búferlum. Ekki væri ósennilegt
að þær hefðu orðið að flytja
hreiður sitt vegna bygginga-
framkvæmda í nýja miðbæn-
um, án þess þó að hann vildi
nokkuð fullyrða um það.
„Látum strætó bíða — við bfðum ekki svo sjaldan eftir
honum“
Jarðsig
veldur vega-
skemmdum
Siglufirði 17. nóvember.
MIKIÐ jarðsig hefur orðið á veg-
inum til Sigluf jarðar við Almenn-
ingsnöf að undanförnu. Telja
vegagerðarmenn að vatn grafi
undan veginum þarna og svæðinu
f kring og vilja vara ökumenn við,
sem þarna fara um. Hefur jörð
áður sigið á þessum stað, en ekki
eins mikið og nú og segja má að
allt svæðið sé á hreyfingu.
Eldborg landaði hér 1 dag 370
tonnum af loðnu og Ásgeir kom
inn með 360 lestir. Skipin fengu
þennan afla um 14 tima stfm norð-
vestur af Siglufirði, en þar er nú
vonzkuveður og erfitt að athafna
sig.
— mj.
Fataverksmiðja SÍS gengur fyrir:
Gráf eldur f ær ekki all-
ar tegundir af skinnum
Vængjamenn bíða enn
sérfræðings að vestan
Starfsfólkið óskar eftir hluthafafundi
FORRÁÐAMENN Vængja bíða
enn eftir Bandarfkjamanni þeim,
sem ætlað er að ábyrjast allt við-
hald flugvéla félagsins og annast
eftirlit með þeim. Að sögn Ómars
Ragnar Jóhannesson
skólastjóri látinn
RAGNAR Jóhannesson fyrr-
verandi skólastjóri andaðist f
Borgarspftalanum sfðastliðinn
þriðjudag, 63 ára að aldri. Ragnar
Framhald á bls. 22
Öskarssonar hjá Vængjum eru
Ifkur á að koma manns þessa hafi
tafizt vegna þess hversu langan
tfma það tekur þá Bandarfkja-
menn að fá vegabréf sem eru að
fara f sfna fyrstu utanferð. Meðan
maðurinn kemur ekki fær félagið
hins vegar ekki flugrekstrarleyfi
samkvæmt ákvörðun loftferðaeft-
irlitsins.
Starfsfólk Vængja, sem jafn-
framt er yfirleitt hluthafar f fé-
laginu, hefur óskað eftir því við
stjórn félagsins að kallaður verði
saman hluthafafundur til að ræða
stöðu félagsinsr. Hins vegar þurfa
hluthafarnir að hafa yfir 20%
hlutafjárfeignar á bak við sig til
að stjórhin 'beri að kalla saman
Framhald á bls. 22
FYRIRTÆKIÐ Gráfeldur
h.f. í Reykjavík hefur f
sumar og haust átt f nokkr-
um erfiðleikum vegna þess
að fyrirtækið hefur ekki
getað fengið til vinnslu
nema hluta af þeim
mokkaskinnum, sem það
þarf í framleiðslu sína.
Agnar Fr. Svanbjörns-
son, framkvæmdastjóri
Gráfeldar h.f., sagði í sam-
tali við Mbl. í gær, að fyrir-
tækið keypti öll mokka-
skinn til framleiðslu
sinnar frá Iðnaðardeild
SÍS en í sumar og þá sér-
staklega f haust hefði
Iðnaðardeildin ekki getað
afgreitt til þeirra allar þær
tegundir af skinnum, sem
óskað hefði verið eftir. Af
hálfu Iðnaðardeildarinnar,
sagði Agnar, hefur þvf
verið borið við, að Skinna-
verksmiðjan Iðunn yrði að
láta fataverksmiðju SÍS,
Heklu, ganga fyrir um
hráefni til að framleiða
Framhald á bls. 22
Ráðinn yfirlæknir
lyflækningadeildar
ÞÓRÐUR Harðarson hefur verið
ráðinn yfirlæknir lyflækninga-
deildar Borgarspítalans. Þórður
er fæddur 14. marz 1940 í
Reykjavík, sonur Harðar Þórðar-
sonar og Ingibjargar Oddsdóttur.
Þórður lauk stúdentsprófi 1960 og
kandídatsprófi í læknisfræði
1967.
Hann stundaði framhaldsnám i
hjartasjúkdómum í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Siðan hann kom
frá námi hefur hann einkum
starfað á Landspítalanum. Þórður
er kvæntur Sólrúnu Jensdóttur
og eiga þau einn son.
Munar 3,3 milljónum á
tveggja nerbergja íbúd
Bæjarstjórn
Sauðárkróks:
Óhæfa ef Loð-
skinn fær ekki
nóg hráefni
Sauðárkróki 17. nóvember
SVOHLJÓÐANDI tillaga var
samþykkt samhljóða 1 bæjar-
stjórn Sauðárkróks þann 16.
þessa mánaðar. „Bæjarstjórn
Sauðárkróks samþykkir að
skora á stjórnvöld að hlutast
til um að Loðskinn hf. fái
hráefni til starfsemi sinnar
svo rekstur þessa fyrirtækis
geti gengið áfram með eðli-
legum hætti.
Bæjarstjórn þykir óhæfa ef
þessi iðnaður verður fluttur
aftur til þeirra staða, sem hafa
meiri möguleika á öðrum fjöl-
breyttum iðnaði en Sauðár-
króksbær enn þá hefur.“ - jón
Ragnar Jóhannesson
FYRSTU fbúðirnar hafa nú verið
afhentar 1 f jölbýlishúsinu að
Hagamel 51—53, en Byggung,
Byggingarsamvinnufélag ungs
fólks, stóð að byggingu hússins,
Verð fbúða 1 húsinu er mun
ódýrara til félagsmanna en
gengur og gerist á hinum
Takmarkið er: Engin slysaalda í ár
Medaltjón af völdum
árekstra er 70 þús. kr.
Rætt við Ólaf Bergsson
TJÓN af völdum bifreiða-
árekstra er gffurlegt á ári
hverju. Það er margvfslegt,
bæði eignatjón og heilsutjón,
og er erfitt að meta það til fjár.
Fólk, sem af einhverjum ástæð-
um verður fyrir meiðslum f
umferðinni getur beðið
óbætanlegt tjón á heilsu sinni
og á ári hverju bfða margir
bana f umferðarslysum.
Mbl. ræddi við Ólaf Bergsson,
deildarstjóra hjá Bifreiðadeild
Sjóvá, og spurði hann m.a.
hversu mikið kostuðu þeir
árekstrar og slys sem verða hér
árlega:
„Til okkar komu á sfðasta ári
um 4500 tjón vegna allra greina
bifreiðatrygginga og er þeim
skipt niður í flokka. Tjón vegna
ábyrgðartryggingar sem við
greiddum á síðasta ári voru
rúmlega 160 milljónir og þar
við bætist það tjón sem aðrir
urðu fyrir og tryggingafélögin
greiddu ekki. Gera má því ráð
fyrir, að um 1.500 milljónir á
ári fari í tjónagreiðslur hjá öll-
um tryggingafélögunum.
Allur kostnaður vegna við-
gerða hefur aukizt mjög á
undanförnum árum og má sem
dæmi nefna að fyrir aðeins
tveimur árum kostaði bretti á
Framhald á bls. 22
Fklð var aftan á þessa blfrrlð. Lesendur
geta spreytt slg á að gizka á hvað kostaði
að lagfcra hana en það sem skemmdist
var: Stuðari, afturhjólaskál, aurhiff,
stuðarafestingar, hljððkútur, lok á vélar-
hlff og „svunta" undir vélarhlffinni. I
næsta umferðarþætti, á morgun, munum
vfð segja hvað viðgerðin kostaðl og birta
jafnframt fleiri myndir af skemmdum
bifrefðum.
almenna markaði. Þannig kostar
tveggja herbergja fbúð í húsinu
48 fermetrar, 2.2 milljónir til
félagsmanna, en þess konar fbúð I
húsinu var nýlega seld á
almennum markaði á 5.5
milljónir.
Ibúðirnar afhendast tilbúnar
undir tréverk með
fullfrágenginni sameign. Þriggja
herbergja fbúð, 72 fm, kostar
3.361 milljónir, en þriggja
herbergja, 83 fm, kostar 3.749
milljónir. Stjórn Byggung hefur
ákveðið að sækja um lóðir í næstu
úthlutun Reykjavíkurborgar.
Steingrfmur Sigurðsson
Steingrímur opnar
þrítugustu sýninguna
STEINGRÍMUR Sigurðsson list-
málari opnar sfna þrftugustu mál-
verkasýningu f Félagsheimili
ölfusinga f Hveragerði kl. 21 f
kvöld, fimmtudag. Sýningin
verður opin daglega kl. 10 —
23.30 fram til sunnudagskvölds
21. nóvember og lýkur henni á
miðnætti.
Steingrímur sagði, er Morgun-
blaðið ræddi við hann, að á sýn-
ingunni yrðu 57 myndir, flestar
vatnslitamyndir unnar f
aquerelle, þá væru einnig nokkr-
ar akrfl- og pastel-myndir.
— Myndirnar hef ég málað
sfðan f apríl, er ég settist að i
Hveragerði. Ég bý nú f Hlíðar-
haga, en þaðan er fagurt útsýni og
uni ég mér þar betur og betur. Þá
mála ég mikið við sjóinn og
skrepp oft niður á Stokkseyri og
Eyrarbakka.
I tilefni þessar þrftugustu sýn-
ingar Steingríms mun Alfreð W.
Þórðarson leika lög eftir sjálfan
sig og aðra á píanó. Steingrfmur
segir, að Alfreð sé þekktastur
undir nafninu Alli Wosi og sé
Framhald á bls. 22