Morgunblaðið - 18.11.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.11.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri: Um 500 milljónum varið til skólamannvirkia á þessu ári BORGARFULLTRUl Kristján Benediktsson (F) lagði fram eftirfar- andi fyrirspurn á sfðasta borgarst jðrnarfundi 4.11. 1. Hve miklu er lokið af áætluðum framkvæmdum ársin: a) hjá borgarsjóði? b) á vegum fyrirtækja borgarinnar? 2. Er eitthvað af áætluðum framkvæmdum sem a) ekki er byrjað á? b) verður ekki lokið á árinu? Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson, gaf mjög greinargott yfirlit um framkvæmdir borgarinnar og fer það hér á eftir. I. Byggingarframkvæmdir sam- g) Barnaheimili: kvæmt áætlun um eignabreyting- Lokið er gagngerum endurbót- ar borgarsjóðs. um á Laufásborg og tekið hefur 1. Helztu framkvæmdir, sem lýkur í ár, eða er þegar lokið að mestu, eru þessar: a) Skólar: ■ Annar áfangi Fossvogsskóla, 10 færanlegar kennslustofur, sund- laug við Breiðholtsskóla og verk stæðishús Fjölbrautaskóla (3. áf l. st.), sem reist er á vegum sér stakrar byggingarnefndar, en borg og ríki greiða hlut sinn kostnaði við þá framkvæmd jafn- óðum og hann fellur til. Þá lýkur einnig frágangi við Fellaskóla, kennsluálmu Fjölbrautaskólans, íþróttahús Hagaskóla, I. áfanga Hólabrekkuskóla og Öskjuhlíðar- skóla sem rikið tók yfir á sínum tíma á sama hátt og eldri áfanga Vogaskóla. Áætlaður kostnaður við gerð skólamannvirkja á þessu ári nam i heild 492.5 m.kr., en verður að líkindum nálægt 510.0 m.kr., eða 17.5 m.kr. umfram áætlunarfjár- hæð, og hiutur borgarsjóðs verður 351.1 m.kr. í stað 302.2 m.kr. b) Borgarbókasafn: Gert er ráð fyrir þvf, að breyt- ingum á leiguhúsnæði safnsins að Þingholtsstræti 27 Ijúki í ár og jafnframt breytingum ( húsa- kynnum aðalsafns að Þingholts- stræti 29 A. Unnið er áfram að hönnun safnbyggingarinnar, sem á að reisa f nýja miðbænum. c) Æskulýðsmannvirki: Lokið hefur verið við félagsmið- stöð í Bústaðasókn er er fyrirhug- að að opna hana í þessum mánuði. Lokið hefur verið við bátaskýli í Nauthólsvík og lagfæringu á bryggju þar. Þá verður senn lokið frágangi lóðar við Tónabæ. Fyrir hugað var að verja 39.5 m. kr. til framkvæmda á sviði æskulýðsmála nú í ár og mun sú áætlun standast. d) Iþróttamannvirki: Framkvæmdum hefur verið lokið samkvæmt áætlun og er aðallega um að ræða byggingu búningsklefa víð Sundlaug Vesturbæjar, vallarhús í Árbæ, framlag til útivistarsvæðisins I Bláfjöllum og til mannvirkjagerð- ar i Laugardal. Áætlaður hluti borgarsjóðs I framkvæmdakostn- aði er 50.0 m.kr. e) Sjúkrastofnanir: Heilsugæzlustöðin í Árbæjar- hverfi stendur nú tilbúin að öðru leyti en því, að ýmis lausabúnað- ur er ókominn, enda hefur ekki fengizt heimild til ráðningar starfsfólks, lækna og hjúkrunar- liðs. Þá er lokið nauðsynlegum breytingum til reksturs heilsu- gæzlustöðvar í Domus Medica. Miklar tafir hafa verið við 2. áfanga Arnarholts og hefur nú verið samið við verktakann að hann fari af verkinu að öðru leyti en því, að hann mun hafa inn- réttingasmiði með höndum. Hlutur borgarsjóðs í kostnaði við framkvæmdir á sviði heil- brigðismála var áætlaður 145.3 m.kr., en verður að líkindum ná- lægt 123.0 m.kr. f) Stofnanir fyrir aldraða: Hafnarbúðum hefur verið breytt í hjúkrunarheimili fyrir aldraða og verður heimilið senn tilbúið til notkunar. Fyrir hugað var að verja 217.0 m.kr. til framkvæmda í þágu aldr- aðra á árinu, en nú má gera ráð fyrir því, að heildarkostnaður vegna þessara framkvæmda verði 233.0 m.kr. í ár. verið í notkun nýtt skóladagheim- ili í Austurbæ. Áætlaður hlutur borgarsjóðs í stofnkostnaði barnaheimila var 115.0 m.kr., en hann verður að óbreyttu um 96.0 m.kr., eða um 19.0 m.kr. undir áætlun. 2. Helztu framkvæmdir, sem ekki var byrjað á eða eru í gangi: a) Skólar: Ekki var byrjað á smfði íþrótta- húss við Hlíðaskóla, enda breytt- ust hugmyndir um gerð húsnæðis- háð breytingum á byggingarvísi- tölu. Gatnagerð Áætlaðar framkvæmdir við ný- byggingu gatna og holræsa eru samkv. fjárhagsáætlun að upp- hæð 760.9 m.kr. Um s.l. mánaða- mót hafði verið unnið fyrir um 680 m.kr., þ.e. tæpl. 90% af fjár- veitingunni. Á bls. 4 — 8 í framkvæmdaáætl- un gatnagerðarinnar fyrir árið 1976 er sýnd sundurliðun á ný- byggingaframkvæmdum. Gerð ibúða- og iðnaðargatna er lokið samkv. áætluninni, en stærstu kostnaðarliðirnir eru við lagn- ingu Vatnagarða og Sævarhöfða svo og við Klettagarða og Holta- veg. Þá hafa umferðargötur verið gerðar eins og áætlað hafði verið, þ.e. Kringlumýrarbraut frá Borgartúni að Sætúni, Sætún eystri akrein frá Kringlumýrar- Hjúkrunarheimili fyrir aldraða senn tilbúið í Hafnarbúðum ins og hefur það nú verið hannað að nýju. Framkvæmdum við Sundlaug Fjölbrautaskólans miðar öllu hægar en gert var ráð fyrir, en þess ber að gæta, að mannvirkinu á ekki að ljúka fyrr en 1978. Byrjunarframkvæmdir eru hafnar við 2. áfanga Hólabrekku- skóla og 3. áfanga við Hvassa- leitisskóla. ölduselsskóli verður fokheldur um áramót. Að öðru leyti vísast til með- fylgjandi yfirlits um skólabygg- ingar. c) Æskulýðsmannvirki: Innan skamms fer fram útboð á jarðvinnu og botnplötu fyrirhug- aðrar félagsmiðstöðvar í Árbæjar- hverfi, en það hefur dregizt nokk- uð vegna áforma um að reisa bókasafn i tengslum við félags- miðstöðina. Ekki reyndist unnt að ráðast í viðgerð á Tónabæ, utan- húss, i ár. d) Sjúkrastofnanir: Utboðslýsingar eru nú tilbúnar vegna byggingar B-álmu Borgar- spítalans og útboðs að vænta fljót- lega og framkvæmdir við 2. áfanga Arnarholts hafa dregizt mjög í höndum verktaka. Áætlað var að gera þjónustu- álmu Borgarspitalans fokhelda á þessu ári, en síðar var í verksamn- ingi gert ráð fyrir þvi, :ð lokið yrði við að steypa álmuna upp fyrir 15. þ.m. e) Stofnanir fyrir aldraða: Smíði ibúða fyrir aldraða í Furugerði hefur gengið öllu hæg- ar en gert var ráð fyrir í áætlun, en vonir standa til, að sú töf vinn- ist að mestu leyti upp á næsta ári. Búið er að grafa grunn fyrir hús- inu, sem rísa á við Lönguhlíð, og gerð sökkla lýkur á næstu dögum. Grafnir hafa verið grunnar allra húsanna við Dalbraut og uppsláttur sökkla er að hef jast. f) Barnaheimili: Fyrirhugað var að byrja á smíði dagheimilis í Hólahverfi á þessu ári, en af þvi hefur ekki orðið, þar sem staðið hefur á teikningum, en menntamálaráðuneytið hefur þann undirbúning með höndum. Hins vegar verður sú framkvæmd búin til útboðs fyrir áramót. Framkvæmdum við leikskólana í Hóla- og Seljahverfum hefur miðað vel og verða skólarnir væntanlega teknir í notkun næsta vor. Af öðrum atriðum, sem rétt er að nefna um framkvæmdir á veg- um borgarsjóðs, er ekki ljóst, hvort framlag til byggingar Borgarleikhúss stenzt áætlun m.a. vegna uppgjörs á gatnagerðar- gjaldi. Til umhverfis og útivistar var áætlað að verja 59.3 m.kr. Lokið verður við gerð útivistarsvæðis f Fossvogi og við Leirubakka samkv. áætlun, að mestu við 2 af 3 grenndarvöllum í Fellahverfi, gerð reið- og göngustígs frá Reykjanesbraut að Vatnsveitu- húsi og bækistöðvar á Miklatúni og í Mjódd. Auk þess hefur verið unnið við nokkur verk, sem ekki voru á áætlun undir þessum gjl., s.s. ræktun lóðar Blindraheimilis við Hamrahlíð, jöfnun svæða við Umferðarmiðstöð og væntanlegar kirkjulóðir í Breiðholti, en þar heur verið komið upp sparkvöll- um til bráðabirgða, og gróðursetn- ing trjáplantna í Elliðaárdal. Hins vegar hefur ekki verað unnið við gerð fyrirhugaðrar smábátahafn- ar undan Gelgjutanga, en stað- setning hafnarinnar hefur verið nokkuð umdeild og ekki endan- lega ákveðin I borgarráði. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 15 m.kr. framlagi til bygginga leikvalla. Hinn 1. þ.m. höfðu eftir- talin verkefni verið leyst á þessu sviði: Starfsvöllurinn við Meistaravelli, sem þurfti að vfkja vegna framkvæmda á Eiðsgranda, var fluttur á opið leiksvæði við Vesturvallagötu, hús voru sett á starfsvelli við Vesturberg, Blöndubakka og Rofabæ, og unn- ið er að gerð leikvallar við Fífu- sel. Verði ráðizt i þær fram- kvæmdir má reikna með, að fjár- veiting ársins verði notuð að fullu. Þá er rétt að fram komi, að framlag borgarsjóðs til bygg- ingarsjóðs verkamanna verður væntanfega um 23 m.kr. hærra en áætlað var, þar sem framlagið er braut að Laugarnesvegi, Stekkjarbakki og Höfðabakki, þó hefur ekki verið lögð hitalögn, f tvær síðast nefndu göturnar og þvi heldur ekki yfirlag. Áætlað var að verja rúml. 70 m.kr. til að leggja yfirlög á ný- byggðar götur og mun láta nærri að lokið verði við u.þ.b. helming þeirra framkvæmda á árinu, en fresta verður til næsta árs lagn- ingu yfirlaga á Grandaveg, hluta Síðumúla og Kleppsmýrarveg, svo og á Breiðholtsbraut, Vesturhóla og Suðurhóla. Til gangstéttargerðar var áætl- að að verja rúml. 6 m.kr., en af þeim framkvæmdum er nú ljóst að fresta verður u.þ.b. helmingi. Til gangstiga var hins vegar áætl- að að verja um 26 m.kr. og mun um 75% af þeim framkvæmdum verða lokið á árinu, en um 25% frestast til næsta árs. Til nýrra hverfa var áætlað að verja um 370 m.kr. Þar verður unnið samkv. áætlun við nýja miðbæinn, Stekkjarbakka, Mjóddina, Stokkaselshverfi og í Hólahverfi, en að hluta við iðnaðarhverfi við Vesturlandsveg og við miðhluta Seljahverfis. Einnig frestast fyrirhugaðar framkvæmdir við Eiðsgranda. Auk þess, sem að framan grein- ir hefur verið unnið við ýmis önn- ur verkefni samkv. áætlun, s.s. gerð götukanta og ræktun og frá- gang. Með þessu yfirliti hefur verið leitazt við að svara 1. og 2. lið fyrirspurnarinnar að þvf er tekur til gatna-og holræsagerðar. Rafmagnsveita Reykjavfkur I framkvæmdaáætlun Raf- magnsveitunnar er gert ráð fyrir 603.7 m.kr. til aukninga á veitu- kerfi, en áætluð útkoma er um 490 m.kr. I nágrannabæjum á orkuveitusvæði veitunnar hafa framkvæmdir orðið um 31 m.kr. minni en áætlað hafði verið, aðal- lega vegna breytinga á áætluðum gatnagerðarframkvæmdum. I Reykjavik verða framkvæmdirn- ar hins vegar um 81 m.kr. undir áætlun og er þar aðallega í nýjum borgarhverfum, svo og seinkun á byggingarframkvæmdum við aðveitu- og dreifistöðvar. Að öðrum framkvæmdum Rafmagnsveitunnar er rétt að nefna, að áætlaður kostnaður við þrýstivatnspípu verður rúml. 17 m.kr. undir áætlun, en fyrirfram- greiðsla vegna efniskaupa flyzt fram i ársbyrjun 1977. Þá hafði verið gert ráð fyrir um 70 m.kr. fjárveitingu til endurbyggingar á Elliðavatnsstiflu, en áætlaður kostnaður á árinu verður aðeins um 5 m.kr. Framkvæmdir frestast að mestu til næsta árs, þar sem samningur um landakaup tók lengri tima en áætlað var. Vatnsveita Reykjavfkur I öllum aðalatriðum hefur verið unnið eftir framkvæmdaáætlun Vatnsveitunnar á árinu. Þannig hefur verið unnið að ýmsum frá- gangi við vatnsgeymi i Litlu-Hlið og að hönnun vatnsgeyma í Vatns- endahverfi. Lokið er öllum frá- gangi á dælustöð við Eiríksgötu og hefur vatnsþrýstingur á Skóla- vörðuholti batnað verulega, en eftir eru miklar lagfæringar á dreifikerfinu, aðallega þó á heim- æðum, áður en vatnsnotkun í hverfinu er komin í eðlilegt horf. Þessar framkvæmdir verða nokk- að dýrari en áætlað hafði verið. Dælustöðin á Hraunbrún er hins vegar enn í hönnun, en gert er ráð fyrir, að undirstöður hennar verði steyptar á árinu. Kostnaðarsömustu aðgeróirnar við vatnsból hafa verið boranir á Myllulækjarsvæðinu, en auk þess hefur verið undirbúið neðanjarð- ar vatnsból hjá Jaðri. Á árinu hafa allir nýtanlegir brunnar á Heiðmerkursvæðinu verið prófað- ir og er nú fundið grunnvatns, sem er meira en það vatn, sem Gvendarbrunnar hafa gefið. Árið 1976 hefur þannig markað tíma- mót f leit að nýjum vantsbólum í Heiðmörk, en borunum verður haldið áfram á Myllulækjarsvæð- inu í vetur og eru taldar líkur á að auka megi afköstin verulega, enda eigi varlegt annað en að hafa allmikil aukaafköst í dælu- stöðvunum af rekstrarástæðum, þegar Gvendarbrunnar verða lagðir niður. Unnið hefur verið við bækistöð Vantsveitunnar samkv. áætlun og við pfpulagnir að mestu leyti eftir útboðum i samvinnu við gatna- og holræsadeild eins og venja hefur verið. Framkvæmdir i Hólahverfi verða nokkuð meiri en áætlað hafði verið, auk þess sem lagt var dreifikerfi i Stokkaselshverfi og Vatnagarða, sem ekki voru á áætl- un. Hins vegar eru ekki hafnar framkvæmdir við lögn vatnsæða í Súðarvog, Stekkjarbakka og í Selási. Þá er að ljúka framkvæmdum við lögn 2., 3. og 4. áfanga lögn aðalæðar til Heiðmerkur og vinna við 5. áfanga er að hefjast. Unnið er að hönnun og undirbúningi út- boðs á sfðustu áföngum verksins. I Kringlumýrarbraut hafa verið lagðar þveranir við Borgartún og Sætún eins og ráðgert hafði verið. Hitaveita Reykjavfkur Boranir og virkjanir á borhol- um i Mosfellssveit hafa gengið samkv. áætlun og fyrir áramót verður lokið við lögn safnæða og einangrun Skammadalsæðar frá Reykjahlíð að Reykjum. Til þess- ara framkvæmda er áætlað að verja um 390 m.kr. Lokið hefur verið við lögn dreifikerfa í Reykjavík i sam- ræmi við framkvæmdir við gatna- gerð. Kostnaður verður nokkuð meiri en áætlað hafði verið. I Hafnarfirði og Garðabæ verð- ur lokið við lögn dreifikerfa fyrir áramót. Kostnaður við tögn dreifi- kerfa i nágrannabæjunum varð verulega hærri á árinu en upphaf- lega var ráðgert, en var brúaður meó lántöku, sem borgarráð sam- þykkti fyrr á árinu, auknum heimæðagjöldum og lækkun efnisbirgða. Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.