Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 17
'l MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 17 Akureyri: Forstöðumadur- inn einn af nem- endum skólans Akureyri, 11. nóv. NÁMSFLOKKAR Akur- eyrar hafa nú starfað f mörg ár, fyrst undir stjðrn Jðns Sigurgeirs- sonar og Þðrarins Guð- mundssonar, en sfðan 1971 hefir Bárður Hall- dðrsson veitt þeim for- stöðu. Nemendur hafa flestir orðið um 220, en eru nú um 130 talsins. Þeir eru á öllum aldri, allt frá börnum (f barna- flokkum f ensku) og til fðlks á áttræðisaldri. Elzti nemandinn mun vera 76 ára. Aberandi stærsti hlutinn er þð hús- mæður á þrítugs- og fer- tugsaidri. Þess má geta, að for- stöðumaður Námsflokk- anna er meðal nemenda, og mun það vera nokkuð ðvenjulegt. Hann leggur stund á ftölsku, þar sem Sigurður Dementz Franz- son er kennarinn. Skðla- meistari M.A. leggur stund á bókband, og Steindðr Steindðrsson fyrrverandi skðlameist- ari hefir verið allt í senn, nemandi, kennari og prófdómari við Náms- flokkana, þð ekki í sömu greinum. Námsgreinar eru enska. þýzka, franska, spænska, ítalska, sænska, bókfærsla, vél- ritun og bókband. í sumum greinum eru flokkarnir fleiri en einn. Kennarar eru nú 9, en hafa flestir orðið 14. Fyrst framan af fór starfsemin fram í Iðnskólahúsinu, en nú sfðustu 3 árin að mestu í Verzlunar- mannafálagshúsinu við Gránu- félagsgötu og nú i vetur i húsi Gagnfræðaskólans. öldungadeild var fyrst starf- rækt á Akureyri á vegum Námsflokkanna veturinn 1974—1975, að mestu utan við lög og rétt og með óverulegum styrk frá rikinu. Þeir 16 nem- endur, sem þar riðu á vaðið og gerðust brautryðjendur, urðu að bera allmikinn kostnað sjálf- ir, en Akureyrarbær styrkti þessa starfsemi vel. Veturinn eftir og síðan hefir þessi kennsls farið fram á vegum Menntaskólans á Akureyri. Nemendur í öldungadeild munu nú vera um 75. Þá hefur nú um nokkurra ára skeið verið starfrækt gagn- fræðadeild við Námsflokkana, en er nú (til áramóta) rekin í samvinnu við Iðnskólann. Kennslan verður hins vegar al- gerlega á vegum Námsflokk- anna frá áramótum til vors, þegar nemendurnir, 9 talsins, munu þreyta gagnfræðapróf. Sv.P. Bárður Halldórsson forstöðumaður Námsflokkanna (t.v.) f ftölskutfma hjá Sigurði Demetz Franzsyni. Kammer- tónleikar EITT af vaxtartáknum á öllum umsvifum manna eru nýstofnarnir, sem ýmist spretta upp vegna eftir- spurnar samfélagsins eða þá að ný- menntaðir einstaklingar og samtök hasla sér völl og reyna að skapa sér aðstöðu til að nýta menntun sína Tónlistarskólarnir I landinu eru dæmi um vaxandi þörf fyrir kennslu tónlistar en Kammersveit Reykjavlk- ur er dæmi um útvikkun viðfangs- efna. Nú er tónlistarstarfsemi í land- inu orðin svo margþætt, að nauð- synlegt verður innan tiðar að stofna tónlistarráð, er hafi umsjón með framkvæmdum og fjárjöfnun fyrir þessa starfsemi Nú berjast allir gegn öllum til að herja út styrki og þeir sem hafa náð þvi að komast að hafa um árabil þegið stórar fjárhæð- ir, jafnvel þó öll starfsemi, sem var forsenda styrkveitingarinnar, væri löngu hætt. Þessi þráseta viðgengst vegna aðgæzluleysis og vankunn- áttu stjórnenda og sýnir hversu styrkveitingum hefur verið útdeilt af miklu handahófi. Kammersveit Reykjavikur hóf þriðja starfsár sitt á sunnudaginn var, með flutningi nútimatónlistar. Fyrsta verkið á efnisskránni var Leifur Þórarinsson Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON ftondi eftir Bohuslav Martinu (1890) Undirritaður missti þvi mið- ur af tveim fyrstu köflum verksins M rtinu er skemmtilegt tónskáld og verk hans ávalt ..musikantlsk". Rondi var vel spilað en siðasti kafl- inn hefði mátt leika með meiri galsa og slafneskum tónblæ Annað verkið á þessum tónleikum var Angelus Domini, eftir Leif Þórarinsson, við texta eftir Halldór Laxness Þetta er i þriðja sinn sem undirritaður heyrir verkið og eins og öll góð tónlist, stækkaði verkið við nánari kynni. Það sem helzt mætti tina til er óeðlileg lengd forspils og nokkuð einhæft hrynferli sönglin- unnar, sem að mestu var nóta á hvert atkvæði og þar af leiðandi ekki i nógu sterkum hrynrænum tengsl- um við textann Það var mikill þokki yfir flutningnum, nema helzt i kafl- anum Heill drottins orði, sem orkaði óþægilega andsnúinn verkinu I heild Rut Magnússon söng verkið að þessu sinni, sem má vera að sé ástæðan fyrir ánægjulegri endur- upplifun verksins Slðasta verkið var Kvintett eftir Serge Prokofjeff. Kvint- ett þessi er skemmtileg tónsmlð, margslungin og erfið i flutningi, sem var i heild góður, þó brygði fyrir ónákvæmni I takti og kæmi fyrir að innkomur heppnuðust ekki sem skyldi. Kammersveit Reykjavíkur er ekki aðeins merk nýjung, til að auka valkosti um hlustun tónverka. held- ur er hér um að ræða stofnun, sem I framtíðinni gæti veitt Sinfónluhljóm- sveit íslands þá samkeppni, bæði um hljóðfæraleikara og hjómflutn- ing, sem mjög skortir nú og á sinn þátt i atorku- og áhugaleysi Isl. hljóðfæraleikara, sem þeir oft á tið- um afsaka með ásökunum á hendur stjórnendum Ef isl. tónleikagestir hafa i raun og veru áhuga á góðri tónlist, ættu þeir að styðja við bakið á Kammersveit Reykjavlkur I þeirri von, að hún sé vísir að sjálfstæðri stofnun. sem i framtiðinni verði þess megnug að rjúfa þá einokun, sem Rlkisútvarpið hefur haft á flutningi tónlistar her á landi Það eru smáatriðin sem gera AUTOBIANCHI A112 Elegant að svona skemmtilegum bíl. ítalir kunna að nostra við smáatriðin og þess ber AUTOBIANCHI greinileg merki, hann er vel gerður bíll, — aö auki stenst hann þær gæðakröfur um aksturseiginleika og öryggi, sem SAAB gerir til smábíla. Til afgreiöslu nú þegar. Það er þess virði að skoða AUTOBIANCHI. BDORNSSON A^o SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SIMI 81530 Italski ^ smábillinn Söluumboð á Akureyri Bláfell s.f. X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.