Morgunblaðið - 18.11.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NOVEMBER 1976
29
— Borgarstjórn
Framhald af bls. 16
Framkvæmdir við bækistöð
Hitaveitunnar hafa géngið samkv.
áætlun.
Reykjavfkurhöfn
I endurskoðaðri framkvæmda-
áætlun Reykjavíkurhafnar, sem
lögð var fyrir hafnarstjórn 7. maí
1976 var um 100 m.kr. fjárvöntun,
sem ekki hefur tekizt að brúa með
lántöku. Var þannig ekki unnt að
gera ráð fyrir fyllingarfram-
kvæmdum við II. áfanga Sunda-
hafnar eða gerð hafnarbakka við
Grófarfyllingu, nema með lán-
töku. Að öðru leyti hafa fram-
kvæmdir hafnarinnar verið að
mestu 1 samræmi við áætlun,
þ.m.t. við 1. áfanga Sundahafnar,
Grófarfyllingu, gatnagerð o.fl. f
Vesturhöfn, við grjótnám og oliu-
stöð, þá hefur slitlag á hafnar-
bakka í Sundahöfn ekki verið
lagt.
Að lokinni skýrslu borgarstjóra
lagði Kristján Benediktsson fram
tillögu þess efnis að borgarstjóri
gerði borgarfulltrúum grein fyrir
því í lok hvers framkvæmdatíma-
bils og þá að hausti hvernig fram-
kvæmdir hefðu gengið. Borgar-
stjóri sagði að sér væri bæði ljúft
og skylt að veita slíkar upplýsing-
ar, hann var því hlynntur tillög-
unni. Hún var síðan samþykkt
samhljóða. Það skal tekið fram að
við afgreiðslu tillögunnar var leit-
að afbrigða til að fá hana á dag-
skrá. ______ _ ______
— Sjötugur
Framhald af bls. 26
Þrátt fyrir náin kynni af
Tryggva Hjálmarssyni þá hef ég
þó ekki komið auga á nema einn
umtalsverðan galla, verður sú
gallafæð að teljast með ólikind-
um. En galli Tryggva er sá, að
hann skuli totta þennan árans
pfpustert sinn — en árans er ljót-
asta orðið sem hann notar, á
hverju sem gengur.
Ekki er það samt ætlun mín að
fara fram á það við Tryggva vin
minn að hann hætti að totta þenn-
an pípustert, nei, það sé fjarri
mér, enda hefði hann þá lítið að
gera með öll þessi flottu tæki, sem
tilheyra faginu, svo sem pípu-
statív og reykingaborð, sem hann
nú hefur meðtekið sem afmælis-
gjafir.
Svo óska ég Tryggva Hjálmars-
syni innilega til hamingju með
'S
Morgunblaðið
óskareftir
blaðburdarfólki
AUSTURBÆR
Skipholt 2—50
Háteigsvegur
VESTURBÆR
UTHVERFI
Blesugróf
Langholtsvegur
71 — 108.
Neshagi Miðbraut Upp^„g„ /símg 3M08
WERZALIT
SÓLBEKKIR
og handriöslistar
l
Werzalit þarf ekkert viðhald er auðvelt að þrífa
og er sérstaklega áferðarfallegt.
WERZALIT SÓLBEKKIR
fást í marmara, palisander og eikarlitum.
WERZALIT HANDRIÐSLISTAR
fást í moseeg lit.
Afgreiðsla í Skeifunni 19
Werzalit er góð fjárfesting.
*¥ TIMBURVERZLUNIN VOLUNDURhf.
Klapparstíg 1. Skeifan 19.
Simar 18430 — 85244
afmælisdaginn, og bið honum
allrar farsældar á óliðnum árum.
Og ég vona að hann afsaki þetta
ávarp mitt — illa framsett og
fátæklegt.
Bið ég nú alla viðstadda að rísa
úr sætum og hrópa ferfalt húrra
fyrir afmælisbarninu.
Valdimar Krist jánsson, Sigluvfk.
— íslenzk
stórútgerð
Framhald af bls. 12
um og t.d. var keyptur raf-
magnsmotor fyrir ræsingu véla
frá Equador. Það tæki var flutt
til Keflavikur og kynnt flug-
virkjunum þar.
Þá þurfti t.d. að útvega að-
flugskort á Medina, en þau
reyndust ekki til, þar sem alltaf
er heiðskírt þar og ávallt um
sjónflug að ræða. Þá þurfti að
senda menn út og suður til þess
að fylgjast með ýmsum fram-
kvæmdum I sambandi við leigu-
flugið, nokkrir fóru t.d. til New
York til að fylgjast með frá-
gangi vélanna, aðrir þurftu að
fara til Nígeríu og Saudi Ara-
biu og svo var það heimavinn-
an, eins og t.d. skipulagnin
læknisskoðunar fyrir fluglið-
ana, útvegun vegabréfa og
vinnuleyfis og t.d. vasaljósa
fyrir áhafnir.
Að kvöldlagi verður fólk að
lýsa sér sjálft ef það ætlar að
fara á milli húsa f Kano og að
ýmsu verður að hyggja. Engin
sjúkrahús eru í Kano, en ein
flugfreyjan, Sveinbjörg
Gunnarsdóttir, er hjúkrunar-
kona og mun hún sjá um slika
aðstoð. Þá þurfti að athuga bún-
inga og annað slíkt. Til að
mynda verða pils stúlknanna að
vera i sfðara lagi til þess að
brjóta ekki velsæmisreglur við-
komandi landa og ráðlegt er að
allir séu i einkennisbúningum
ef vel á að ganga, því þeir aðilar
sem undir er að sækja taka
mikið tillit til veglegra bún-
inga.
Vatnsaustur um borð
Flugið sjálft fer þannig fram
að auk 5 flugfreyja um borð eru
tvær aðstoðarstúlkur, sem eru
túlkar. ÍJtbýtt er matarpökkum
til farþeganna en aðaldrykkur
farþeganna á leiðinni mun vera
vatn. Segja má að flugfreyjurn-
ar þurfi að standa í stöðugum
vatnsausti til farþeganna á leið-
inni.
Gefur ðteljandi
möguleika f
flugrekstri
Pílagrímaflugið er frumraun
Loftleiða í sambandi við það að
hasla sér völl í leiguflugi með
farþega á alþjóða vettvangi.
Astæðan til þess að farið var út
f þetta flug er sú að verkefni
hefur vantað fyrir flugvélar
Loftleiða yfir vetrartimann
bæði hvað snertir nýtingu á
vélakosti og mannafli. Vegna
þessara leiguflugsamninga,
beinlinis, var t.d. framlengdur
samningur við 30 flugfreyjur I
haust og flug sem þessi gefa
óteljandi möguleika i auknum
flugrekstri og betri nýtingu
félagsins. Um þessar mundir
eru Flugleiðir með 5DC-8 þotur
á sinum snærum og aðeins
stuttan tíma sumarið 1973 var
félagið með eins margar vélar í
gangi. Fram til þessa hefur
reksturinn verið umsvifamest-
ur yfir sumartímann, en nú er
hann meiri en á þeim tíma.
Þegar flutningi farþega frá
Kano til Jedda lýkur sfðari
hluta nóvember, verður 10 daga
hlé á ffugi áður en fólkið verð-
ur flutt til baka.
Loftleiðir gátu sér mjög gott
orð í vöruflutningnum á þess-
um vettvangi s.l. ár og sérstak-
lega mun heimamönnum hafa
fallið vel að íslenzka stafsfólkið
kom mjög eðlilega fram við
það, en sliku á það síður að
venjast af fólki frá hinum ..sið-
menntaða" heimi.----á.j.
Landshlutasamtök og hyggðastefna
RÁÐSTEFNA S.U.S. á Hellu
laugardaginn 20. nóvember n.k. efnir Samband
ungra Sjálfstæðismanna til ráðstefnu um
landshlutasamtök og byggðastefnu.
Dagskrá:
Ráðstefnan sett ( kl. 1 0.00)
LANDSHL UTASAMTÖK
Ræður. Steinþór Gestsson alþingismaður
Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri.
BYGGÐASTEFNA
Ræður: Sverrir Hermannsson alþingismaður
Þorsteinn Pálsson ritstjóri.
HÁDEGIS VERÐUR
•jc Umræðuhópar starfa
Almennar umræður
Afgreiðsla ályktana
'Jt Ráðstefnuslit (um kl. 1 7.00)
^ Ráðstefnustjóri: Helgi Hólm
Þeir sem hafa hug á að sækja ráðstefnuna eru beðnir að tilkynna
þátttöku fyrir kl. 1 8.00 fimmtudaginn 1 8 nóv. n.k. í síma 82900.
Þátttökugjald m/hádegisverði kr. 1000.—
s.u.s.
OPNUM Á MORGUN FÖSTUDAG
í AUSTURVERI, Háaleitisbraut 68
Bóka- og sportvöruverzlunin ASTUND