Morgunblaðið - 25.11.1976, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976
10
Hestamannafélagið
Gustur Kópavogi
Gustsfélagar
Munið skemnntifundinn í kvöld í félagsheimili
Kópavogs kl. 20.30. Erindi: Rölt um á Rangár-
bökkum, Guðmundur Jósafatsson.
Myndasýning frá mótum sumarsins, Guðlaugur
Tryggvi Karlsson.
Tamningastöð verður starfandi í vetur frá ára-
mótum.
Þeir sem ætla að koma hestum í tamningu í
vetur hringið í síma 20808. Gustur.
Sími 53590
Til sölu
Garðavegur
2ja herb risíbúð i eldra
timburhúsí. Hagstætt verð.
Brekkugata
2ja herb. nýstandsett
kjallaraíbúð í steinhúsi Ræktuð
lóð. Hagstætt verð.
Álfaskeið
2ja herb. ca. 55 fm. íbúð á
jarðhæð í fjölbýlishúsi. Sér
inngangur. Þvottahús í íbúðinni.
Bílskúrsréttur. Laus fljótlega.
Hringbraut
rúmgóð 3ja herb. íbúð á 1. hæð
í þribýlishúsi. Góðar innretting-
ar. Bílskúrsréttur.
Eyjabakki
3ja herb. rúmgóð íbúð á 1. hæð
í fjölbýlishýsi. Viðarklæðningar.
Sérstaklega vönduð íbúð.
Hjallabraut
3ja herb. rúmgóð á 1. hæð í
fjölbýlishúsi. Fullfrágengin lóð.
Brekkugata
3ja herb. efri hæð í tvíbýlishúsi.
Fallegt útsýni, ræktuð lóð.
Bílskúrsréttur.
Breiðvangur
ný, svo til fullgerð 4ra herb.
endaíbúð á 4. hæð í
fjölbýlishúsi. Mikið útsýni.
Uppsteypt bílgeymsla.
Ásbúðartröð
falleg 130 ferm. sérhæð !
tvíbýlishúsi. Vandaðar innrett-
ingar. Fallegt útsýni. Falleg
ræktuð lóð. Bílskúrsréttur.
Hellisgata
eldra einbýlishús ca. 90 ferm. á
einni hæð. Ný uppgert að mestu.
Góðar geymslur ! kjallara.
Frágengin lóð. Bílskúrsréttur.
Hagstætt verð.
Heiðvangur
1 40 ferm. svo til fullbúið vandað
einbýlishús. Lóð fullfrágengin.
Tvöföld bílgeymsla Mjög
skemmtileg eign.
Hef kaupanda
að 5—6 herb. nýlegri ibúð
ásamt bílgeymslu.
Sunnuvegur
Tveggja hæða nýstandsett ein-
býlishús. Falleg ræktuð lóð.
Ingvar Björnsson hdl.
Strandgötu 11.
Austurstræti 7
Símar: 20424—14120
Heima: 42822—30008
Sölustj. Sverrir Kristjánss.
Viðsk.fr. Kristj. Þorsteinss.
Við Háaleitisbraut
mjög vönduð ca. 75 fm fm 2ja
herb. ibúð á jarðhæð. íbúðin er
mjög vel innréttuð og umgengin.
Hentar sérstaklega vel fyrir eldri
hjón (stór stofa).
Við Arnarhraun
góð 2ja herb. ibúð i litið niður-
gröfnum kjallara. íbúðin getur
verið laus 1. des. n.k.
Við Laufvang
ca 100 fm 3ja herb. íbúð á 3.
hæð. endaibúð. Harðviður i loft-
um. Góð teppi. Þvottaherbergi
og búr innaf eldhúsi. í sameign
er gufubað, smiðaherbergi. leik-
herb o.fl.
Við Eskihlíð
ca 94 fm 3ja herb. ibúð i smið-
um i blokk við Þóroddsstaði
íbúðinni verður skilað fullbúinni
1.7'77. án teppa.
Við Álfaskeið
efri hæð í tvíbýlishúsi ca. 100
fm 4 herbergi, allt sér. Laus
strax. Verð aðeins kr. 9.1
milljón.
Við Álfheima
góðar 4ra herb. íbúðir.
Við Meistaravelli
rúmgóð 4ra herb. íbúð á 4.
hæð. Verð kr. 10.5 millj. íbúðin
getur verið laus fljótt.
Við Dunhaga
mjög góð 4ra—5 herb. íbúð á
2. hæð. Laus 1 5. febr. n.k. Verð
12.7 millj. Útborgun 8.5 millj.
Við Breiðvang, Hafn.
til sölu 4ra herb. íbúð um 100
fm, íbúðin er rúmlega tilbúin
undir tréverk. Laus strax.
í Seljahverfi
fokhelt raðhús kjallari og 2 hæð-
ir ca. 80 fm hver hæð. Steypt
loftplata. (Ekki bratt þak). Góð
kjör, sé samið strax.
Einbýlishús óskast
í Vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. Einnig kemur
til greina, grunnur eða lengra komið Upplýs-
ingar í síma 23591
17900[^
Fasteignasalan
Túngötu 5
Róbert Árni Hreiðarsson, lögfr.
Jón E. Ragnarsson, hrl.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Einbýlishús
óskast
Höfum kaupendur að einbýlis-
húsum í Kópavogi og
Reykjavík. Höfum auk þess
kaupendur að öllum gerðum
húseigna.
Hringið strax og kynnið
yður aðrar eignir á skrá.
Jólasundmót öryrkja hefst í dag:
Frá æfingu öryrkjanna ásamt foreldrum og aðstoðarfólki f sundlauginni f
æfingastöðinni f gær. (Ijósm. Friðþjófur).
„Vona aóþaðörvi sem flesta
til að koma í sund sér til
ánægju og heilsubótar"
JÓLASUNDMÓT öryrkja hefst í dag um allt land og reyndar einnig samtímis á
hinum Norðurlöndunum. Er ekki að efa að þátttaka verður mikil í þessu fyrsta
móti sinnar tegundar hér á landi og öryrkjar allir, hvort heldur þeir eru
hreyfilamaðir, blindir, þroskaheftir, vangefnir, heyrnarlausir eða öryrkjar af
öðrum ástæðum, taki þátt í þessu móti svo framarlega sem þeir geta. Þátttakan er
í rauninni ekki f öðru fólgin en því að vera f vatninu f 5 mfnútur, enga ákveðna
vegalengd þarf að synda.
Við litum í gærmorgun inn í
æfingastöð Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra að Háaleitis-
braut 13 og fylgdumst þar með
sundæfingu hjá nokkrum ung-
mennum úr Hlíðaskóla og
ræddum við Jónínu Guðmunds-
dóttur forstöðukonu stofnunar-
innar. Mikill áhugi var meðal
sundmannanna ungu og flestir
þeirra voru ákveðnir í að taka
þátt í jólasundmótinu og fá við-
urkenningarborðann sem allir
þátttakendur fá.
Við ræddum fyrst við Jónínu
Guðmundsdóttur og gefum
henni orðið: —Ég vona að þetta
sundmót örvi sem flesta ör-
yrkja til að koma í sund, sér til
ánægju og heilsubótar. Mér
finnst tilhögun mótsins
skemmtileg og hef þegar orðið
vör við að krökkunum finnst
þetta mót mjög spennandi, en
það eru ekki bara börn, sem eru
öryrkjar, og fullorðnir ættu
einnig að taka þátt í þessu móti.
Til dæmis hreyfilamaðir vita
ekki fyrr en þeir hafa reynt það
hve miklu auðveldara þeir eiga
með hreyfingar í vatni en á
þurru, segir Jónína.
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra hefur frá því 1956, eða
f 20 ár, boðið félagsmönnum
upp á sundaðstöðu. Fyrst að
Sjafnargötu 14 í æfingastöð
félagsins, en sú laug var mjög
lítil, aðeins smápottur, eins og
Jónína sagði. Samt sem áður
gerði hún sitt gagn. Árið 1968
flutti félagið þessa starfsemi
sína að Háaleitisbraut 13 og
skömmu síðar var sundlaugin
þar tekin í notkun. Aðstaðan í
húsnæðinu þar er orðin alltof
lítil og verið er að athuga með
stækkun hússins þar. Þá má
geta þess, að til að undirstrika
Viðurkenningarborðinn, sem
sendur verður öllum þátttak-
endum.
enn hve forráðamenn Styrktar-
félagsins telja sund og æfingar
I vatni gagnlegar, að á sumar-
dvalarheimili félagsins í
Reykjadal er einnig sundlaug.
Kennt er eftir svonefndu
,,Hallewick-kerfi“ i sundlaug-
inni að Háaleitisbraut og þeir
sem þangað sækja heilbrigði og
hollustu eru auk sjúklinga, sem
eru i endurhæfingu hjá
stofnuninni, börn úr öskjuhlíð-
arskóla, Hlíðaskóla, frá
Kjarvalshúsi og sjúklingar af
Grensásdeild Borgarspitalans.
—Aðaltilgangurinn með því
að fá öryrkja I vatnið er að fá
þá til að hreyfa sig og nota og
þroska alla sína vöðva, segir
Jónína Guðmundsdóttar. —Það
er persónubundið eftir hverj-
um einstaklingi hversu vel hon-
um gengur að synda eða fljóta
og fyrsta skrefið í þessari
kennsluaðferð er að öryrkinn
kynnist vatninu og verði ekki
hræddur við það. Við leggjum
mikla áherzlu á að börn séu ung
þegar þau fyrst kynnast vatn-
inu, en sundið er ekki einungis
gagnlegt fyrir börn. Ég get
nefnt sem dæmi að liðagiktar-
sjúklingur á mun auðveldara
með að hreyfa sig í vatni og þar
verða allar hreyfingar miklu
sársaukaminni, sagði Jónína
Guðmundsdóttir að lokum.
Að þessu spjalli loknu héld-
um við að nýju inn að sundlaug-
inni og nú voru nemendurnir,
sem að þessu sinni voru úr
Hliðaskóla, farnir að leika sér
og syngja í lauginni. Ríkti mikil
ánægja meðal þeirra og hraust-
lega var tekið undir í „Litlu
andarungunum", en börnunum
til aðstoðar voru foreldrar
þeirra og sjúkraþjálfarar.