Morgunblaðið - 25.11.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976
FORSVARSMENN SKÓGRÆKTAR RlKISINS OG RANNSÓKNAR-
STÖÐVARINNAR Á MÓGILSÁ. Talið frá vinstri: Haukur Ragnarsson,
tilraunastjóri Mógilsá, Snorri Sigurðsson, framkvæmdastj.
Skógræktarfélags Islands, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri,
Þórarinn Benediktz og Guðmundur Örn Árnason, starfsmenn á
Mógilsá. Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.
Aldrei verið
safnað meira
af trjáfræi
SKÓGRÆKT ríkisins hefur í
haust fengið meira af trjáfræí
af innfluttum trjátegundum en
nokkru sinni fyrr. Kom þetta
fram á blaðamannafundi, sem
skógræktarstjóri, Hákon
Bjarnason, efndi til i Rann-
sóknastöð skógræktarinnar á
Mógilsá í gær. Undanfarin ár
hafa margar innfluttar trjá-
tegundir, sem nú eru i ræktun,
borið þroskað fræ á ýmsum
stöðum en ekki í jafn miklum
mæli og i haust Hingað til
hefur trjáfræ, sem hentar
islenskum skilyrðum, verið
bæði torfengið og mjög dýrt.
Menn hafa verið sendir frá
Skógrækt ríkisíns um langan
veg til að safna fræi en það
hefur heyrt til undantekninga,
ef fengisthefurfræ.sem hentað
hefur íslensku veðurfari. Sem
dæmi um verð á trjáfræði má
nefna að hvert kíló af sitka-
grenifræi kostar nú milli 1 8 og
20 þúsund krónur en gera má
ráð fyrir að um 50 þúsund
plöntur fáist úr einu kílói.
Hákon Bjarnason, skóg-
ræktarstjóri sagði að í ár mætti
gera ráð fyrir að safnast hefðu
um 30 kíló af óhreinsuðu sitka-
grenifræi og svo virtist, sem
spírun ætlaði að verða mjög
góð Mest af þessu fræi hefur
verið tint á Austfjörðum en það
er tínt í formi köngla. Heim-
MEÐ þessari heimatilbúnu vél
eru könglarnir af trjánum
þresktir þannig að fræin hrynja
af þeim. Könglar þeir, sem
þannig falla til eru seldir sem
jólaskraut. Það er Haukur
Ragnarsson, sem snýr vélinni.
sóttu starfsmenn Skógræktar-
innar í þessum tilgangi
Hallormsstað, Egilsstaði,
Eskifjörð, Norðfjörð og Seyðis-
fjörð. Fræin eru losuð af
könglunum, þegar þeir hafa
verið þurkkaðir í Rannsókna-
stöðinni á Mógilsá og fást þá
um 18 kíló af hreinsuðum
fræum úr fyrrnefndum 30 kíló-
um. Mjög misjafnt er hversu
fljótt trjátegundir bera fræ og
t.d þarf sitkagreni 20 ára vöxt
en rauðgreni ber ekki fræ fyrr
en eftir 50 ár.
Fram kom hjá skógræktar-
stjóra að fyrst er vitað um að
þroskuðu trjáfræi hafi verið
safnað hér á landi, að undan-
teknu birki- og reynifræi, um
1935. Var það úr furu-
lundinum á Þingvöllum og
safnaði Guðmundur Davíðsson
þar fjallafurufræi og sáði í
kassa. Ekki er vitað hvað varð
af þeim plöntum, sem af því
spruttu. Frá þessum tíma hefur
fræ verið tínt af ýmsum teg-
undum en fræþroski er mis-
mikill eftir tegundum. Margar
þær trjátegundir sem eru í
ræktun, hafa ekki verið
ræktaðar hér það lengi að þær
hafi byrjað fræmyndun.
Hákon sagði að þessi míkla
fræsöfnun i haust markaði í
raun nokkur tímamót i skóg-
ræktarmálunum, þvi jslend-
ingar ættu einungis að rækta
þær tegundir, sem gætu
borið fræ hér á landi. Það væri
merki þess að þær hentuðu við
þær aðstæður, sem hér væru
en það hversu mikið magn af
fræi fengist yrði misjafnt en
ætti vonandi eftir að aukast
eftir því, sem þau tré, sem nú
eru í ræktun, eldast en til að
virkilega gott fræár komi eins
og skógræktarmenn nefna þau
ár, þegar mikið safnast af
fræjum, þarf tvö góð sumur.
Að siðustu sýndi skógræktar-
stjóri fréttamönnum smásjá,
sem Norðmenn hefðu fært
íslendingum að gjöf. Smásjá
þessi er til að aldurgreina
kjarna úr trjám. Þetta er gömul
smásjá sem Norðmenn voru að
hætta að nota en kemur
íslenskum skógræktarmönnum
að góðu gagni en tæki af þessu
tagi eru dýr og kosta um 2
milljónir króna stykkið.
Kristins
Ritgerðir
Kristinn E. Ándrésson: UM IS-
LENZKAR BÓKMENNTIR.
RITGERÐIR I.
Mál og menning. Rvfk 1976.
i?dt i
MÁL og menning' sýnir minn-
ingu Kristins E. Andréssonar
verðugan sóma með þvi að gefa
nú út, að honum látnum, bók-
menntaritgerðir hans. Ef Krist-
ins hefði ekki notið við — væri
Mál og menning þá heldur til?
Hefðu Rauðir pennar nokkurn
tíma séð dagsins ljós né þá
heldur Tímarit Máls og menn-
ingar með þeim kvæðum og rit-
gerðum sem þar hafa birst?
Kristinn var leiðtoginn og
framkvæmdamaðurinn. Hann
var hugsjónamaður og fram-
kvæmdi sem slíkur, en jafn-
framt útsjónarsamur fjármála-
maður fyrir hönd fyrirtækis
síns — þetta tvennt — það er að
segja hugsjón og hagnýt fram-
taksemi — fer sjaldan saman
en átti þarna samleið. Honum
mun ekki hafa verið gjarnt að
vísa á bug neinum sem bauð
fram hönd til samstarfs án hlið-
sjónar af hvort sá hinn sami var
líklegur til afreka eður ei. Ef
Kristinn hefðu ekki komið
fram á sjónarsviðið er því
hvergi vist að ýmis verk ann-
arra manna, sem nú ber hátt I
íslenskum bókmenntum, hefðu
nokkru sinni orðið til. Llfsstarf
Kristins var meðal annars fólg-
ið I að hvetja og styrkja aðra.
Sé litið á elstu ritgerðir Krist-
ins i þessari bók, Brot úr ræðu
um snillinga (1927) og Um inn-
blástur (1928), sést að hann var
i eðli sinu rómantiskur. Hann
trúði I fyrstunni á innblástur á
svipaðan hátt og nltjándu aldar
bókmenntamenn og leit á skáld-
gáfuna sem náðargjöf er varp-
aði töfrabirtu yfir lif manna og
gerði tilveruna fegurri og há-
leitari. Þegar Kristinn snerist
til fylgis við róttæka jafnaðar-
stefnu færðist þessi trú hans
yfir á hana. Samt — svo mót-
sagnakennt sem það nú kann að
virðast um svo róttækan mann
— treysti hann fyrst og fremst
á einstaklinga þegar á hólminn
var komið. Hann kenndi þjóð-
inni ekki aðeins að meta verk
Halldórs Laxness heldur einn-
ig, eða öllu fremur, að llta upp
til þeirra og höfundarins! Strax
’32 talar hann um ,,að efla hann
til höfðingja". Ástæðan til að
Kristni tókst að snúa svo mörg-
um sem raun bar vitni til fylgis
við stefnu sína var meðal ann-
ars fólgin I því að hugsjón hans
sýndist nátengd draumsjón
nítjándu aldar manna um frelsi
og framfarir og betra mannlíf á
öilum sviðum og vissulega hef-
JÓNSSON
Kristinn E. Ándrésson
ur Kristinn talið sig berjast fyr-
ir því.
Stjórnmál og bókmenntir
urðu Kristni næstum eitt og hið
sama er tlmar liðu eins og víða
kemur fram i ritgerðum hans.
Hann var þá ekki hlutlaus
gagnrýnandi, lagði pólitiskt
mat á ritverk jafnframt hinu
fagurfræðilega og fór ekki dult
með. En skynbragð hans og
smekkur á fagrar bókmenntir
brást honum sjaldan hver sem I
hlut átti, ekki heldur tilfinning
hans fyrir þvi hverjir mundu I
raun styðja málstað þann sem
honum var hugfólginn. Þannig
kemur fram I ritdómi, sem
hann skrifar um fyrstu bók
Steins Steinarrs, Rauður loginn
brann, að hann efast um fram-
tíð Steins sem róttæks bylting-
arskálds. Þó voru fyrstu ljóð
Steins I fullkomnu samræmi
við stefnu „rauðra penna“ á
þeim árum. En svo næmlega las
Kristinn á milli linanna að
hann nánast sá fyrir siðari
skáldferil Steins; sem að sjálf-
sögðu oili honum vonbrigðum
en varð honum jafnframt til-
efni til að vara Stein við.
Ritgerðin Rauðsmýrarmadd-
aman hefur orðið er merkileg
vegna þess að hún varð meðal
fleiri siíkra upphaf þess mikla
og langvinna og heiftarlega
striðs sem róttækir höfundar og
listamenn háðu við Jónas Jóns-
son frá Hriflu kringum 1940,
strlðs sem öðru fremur stjakaði
stjórnmálagarpinum út af skák-
borði landsmálanna og dæmdi
hann úr leik á besta skeiði æv-
innar. Þá var máttur Kristins
og samherja hans mestur. En
deilurnar, sem gerðust að lok-
um bæði persónulegar og illvíg-
ar, urðu engum til brautargeng-
is, ollu því meðal annars, beint
og óbeint, að samtök rithöfunda
klofnuðu og virðing þjóðarinn-
ar fyrir skáldum slnum minnk-
aði stórum.
Ritgerðin Styrjöld Guðmund-
ar á Sandi er athyglisverð
vegna þess að þar kemur fram
almótuð lifsskoðun Kristins
sem fulltíða manns með mikla
og margþætta reynslu á herð-
um sér. I raun og veru felur
ritgerðin I sér samanburð á
tvennum lífsviðhorfum: Guð-
mundar og hans sjálfs. Guð-
mund hefur Kristinn valið
vegna þess að hann var góður
og mikill höfundur og I öðru
lagi vegna hins að I skoðunum
Guðmundar hefur hann fundið
gagngerðastar andstæður eigin
skoðana. Þarna kemur Kristinn
ekki aðeins fram sem forsvars-
maður annarrar stjórnmála-
stefnu en þeirrar sem Guð-
mundur fylgdi, heldur einnig
annarra lifnaðarhátta — borg-
arlifs gegn sveitalifi. Kristinn
vanmat ekki hæfileika Guð-
mundar. Hins vegar tel ég hann
tæpast hafa metið skáldverk
hans að verðleikum enda tók
hann fyrst og fremst kveðskap
Guðmundar til viðmiðunar. Að
vísu kom lífsskoðun Guðmund-
ar nægilega skýrt fram I kvæð-
um hans til að fjalla mætti um
hana af þeim einum. En I list-
fengi náði hann langlengst I
smásögunum. Það eru þær sem
halda munu nafni hans lengst á
lofti.
Kristinn E. Andrésson leit
stórum augum á hlutverk sitt.
Því vandaði hann mál og fram-
setning; ritgerðir hans eru
sumar listaverk. Þó hann væri
ekki sjálfur höfundur skáld-
verka skrifaði hann sem sllkur,
horfði á listina innan frá. Hann
var túlkandi fremur en útskýr-
andi. Þegar hann hóf starf sitt I
þágu íslenskra bókmennta var
sú frumkrafa gerð til bók-
menntagagnrýnanda að hann
skrifaði sjálfur hreinan og
vandaðan stll og sannaði þann-
ig með eigin vinnubrögðum að
hann væri dómbær um annarra
verk. Þá frumkröfu uppfyllti
Kristinn flestum betur um sína
daga.
Sigfús Daðason hefur séð um
útgáfu þessara ritgerða, prýði-
lega eins og hans var von og
visa, enda samstarfsmaður
Kristins um árabil og síðar eft-
irmaður hans.
Að fræða skemmtilega
Stefán Júlfusson:
Sólhvörf 1976
Útgefandi: Barnaverndunarfé-
lag Reykjavfkur
Reykjavlk 1976
Á hverju hausti sendir
Barnaverndarfélag Reykjavík-
ur frá sér litla bók, sem nefnist
Sólhvörf.
Stefán Júlíusson rithöfundur
hefur tekið að sér að sjá um
þessa bók, sem er frumsamin
nema fjögur Ijóð. Tvö þekkt
skáld, örn Arnarson og Guð-
mundur Friðjónsson eiga þar
ljóð, auk þess Guðlaug Péturs-
dóttir og lag manns hennar
Friðriks Bjarnasonar tónskálds
fylgir Ijóði hennar.
Bók þessi ber yfirskriftina:
Þú hýri Hafnarfjörður, enda er
efni hennar að öllu leyti bundið
við kaupstaðinn og næsta um-
hverfi hans — menningu hans
— sögu og atvinnuhætti. Mikill
fróðleikur er I bókinni og má
þar nefna þætti eins og um
Flensborgarskólann, Sædýra-
safnið, Hellisgerði og Álverið i
Straumsvík.
Allir þessir þættir eru svo
Bðkmenntir
JENNA
JENSDÓTTIR
skrifar um
barnabækur
skemmtilega skrifaðir, að ég tel
þá líklega til þess að setjast að I
hugskoti ungra lesenda og auka
þar með þekkingu þeirra. 1 bók-
inni eru líka smákaflar úr bók
höfundar: Byggðin I hrauninu,
sem mér þykir með betri bók-
um er ég hefi lesið um bernsku-
og æskuslóðir höfunda.
Stefán Júlíusson er sá údif-
andi höfundur sem hvað best
hefur tekist að lýsa sálarlifi
unglinga og viðbrögðum þeirra
á erfiðum stundum.
Það er skemmtileg nýbreytni
ef Barnaverndarfélag Reykja-
víkur hyggst koma með slíkar
bækur frá hinum ýmsu byggða-
lögum, skrifaðar af höfundum,
sem lifað hafa og hrærst I við-
komandi umhverfi. Og mikill
fengur börnum og unglingum
að fá slíka bók I hendur ef svo
vel tekst til sem hér.
Margar ljósmyndir eru I bók-
inni og frágangur góður.
Þú hýrr Hafnaríjörður
SÖLHVÖRF
1976
Kápusfða bókarinnar