Morgunblaðið - 25.11.1976, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976
£ f lokabindi Gulag-ritsafns
Alexanders Solzhenitsyns, sem
nýkomið er út á þýzku, heldur
höfundurinn þvf meðal annars
fram að sovézk yfirvöld hafi
haldið vandlega leyndum uppþot-
um, sem urðu árið 1962, en þar
hafi skriðdrekum og herliði verið
beitt til að bæla niður óeirðirnar,
og um 70—80 manns verið drepn-
ir.
Uppþot þessi urðu að sögn
boðuðu til verkfalla og fjölda-
fundar. Þegar verkstjórunum
tókst ekki að friða starfsmennina
kom verksmiðjustjórinn á vett-1
vang. Hann var spurður að því
hvernig starfsmennirnir ættu að
framfleyta lífinu eftir þessar
kjaraskerðingar, en svaraði1
aðeins: Framvegis verðið þið að
borða ávaxtasultu i stað kjöts.
Varð verksmiðjustjórinn við svo
búið að leggja á flótta ásamt
aðstoðarmönnum sínum.
brott með skammbyssuskotum.
Þá hélt hópurinn að húsi
kommúnistaflokksins í borginni,
og þar fluttu nokkrir verkfalls-
leiðtoganna ræður af svölunum.
Þegar hér var komið barst hern-
um liðsauki frá öryggissveitum
landsins, sem umkrangdu borg-
ina. Hermenn náðu flokkshúsinu
og hófu skothríð yfir höfuð mann-
fjöldans úti fyrir en skutu þá
nokkra pilta, sem höfðu klifrað
upp í tré til að sjá hvað um var að
vera. Þegar drengirnir féllu niður
úr trjánum, æstist mannfjöldinn,
og beindu hermennirnir þá
byssum sinum að honum, og
héldu áfram að skjóta í bök starfs-
mannanna meðan þeir reyndu að
flýja. Solzhenitsyn hefur það eftir
sjónarvotti að svo hafi virzt sem
lík hafi þakið göturnar. Að sjálf-
sögðu voru þar á meðal særðir
menn, en að sögn voru 70—80
manns skotnir til bana.
Solzhenitsyn segir frá
óeirðum og uppþotum
Solzhenitsyns í borginni
Novocherkassk, sem er 168
þúsund manna borg á bökkum
Don-fljótsins skammt frá Azovs-
hafi.
Þetta þriðja bindi höfundar af
Gulag-ritsafninu fjallar aðallega
um leynilögreglu, fangelsi og
fangabúðir Sovétríkjanna, eins og
fyrri bindin tvö.
Samkvæmt frásögn Solzhen-
itsyns tilkynnti Nikita Krusjeff
þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna
hinn 1. júnl 1962 verðhækkanir á
smjöri og kjöti. Þennan sama dag
var tilkynnt I Novocherkassk að
starfsmenn við smiði rafknúinna
dráttarvagna fyrir járnbrautir
þar í borg yrðu að taka á sig 30%
kauplækkun. Starfsmenn í
dráttarvagnasmiðjunum tóku
þessum tilkynningum illa, og
Hópur kvenna frá verk-
smiðjunni fór nú og settist að á
járnbrautarteinunum skammt frá
verksmiðjunni, en um þann kafla
lá leiðin milli Moskvu og Rostov.
Um svipað leyti tóku karlar að
rífa upp járnbrautarteina og
stafla þeim I götuvirki. Mótmæla-
skiltum var komið upp víða með
áletrunum eins og „niður með
Krúsjeff" og „Krúsjeff í kjöt-
kvörnina".
Hermenn og skriðdrekar voru
sendir til að umkringja verk-
smaðjuna og nærliggjandi hús, og
um 30 starfsmenn smiðjunnar
voru handteknir fyrir óspektir.
Daginn eftir fóru hundruð karla,
kvenna og barna f hópgöngu til
aðalstöðva herlögreglunnar til að
fá þá handteknu leysta úr haldi,
en mannfjöldinn var hrakinn á
Að sögn Solzhenitsyns var
áfram skotið á þá, sem reyndu á
ný að nálgast flokkshúsið. Þó kom
þar saman hópur manna síðar um
daginn, en hann tvístraðist þegar
skriðdrekar beindu hríðskota-
byssum sínum að hópnum og hóf
skothríð á hann.
Til að koma í veg fyrir áfram-
haldandi óeiróir brá svo við að
verzlanir i Novocherkassk fylltust
af smjöri, pylsum og öðrum mat-
vælum, sem áður voru mjög tor-
fengin.
Þessi frásögn Solzhenitsyns
styður fyrri frásögn Sovézka
flóttamannsins Andreis Amalriks
á fundi með fréttamönnum í
París, en þar sagði Amalrik
einmitt frá tilraunum yfirvalda
til að halda leyndum uppþotum I
Novcherkassk.
Minnkandi hvalveiðar
Fyrir nokkru rann út frestur sá,
sem Japan og Sovétríkin höfðu til
að mótmæla ákvörðun Alþjóða
hvalveiðinefndarinnar um minn-
kun hvalveiða á vertfðinni 1976
—77. Engin mótmæli bárust, og
Sovétrfkin sendu meira að segja
formlega orðsendingu til nefnd-
arinnar þar sem þau fallast á tak-
mörkun veiðanna. Var það óþarfi
af þeirra hálfu þvf berist engín
mótmæli, eru nýju reglurnar
taldar samþykktar.
Dr. William Aron, fulltrúi
Bandarfkjanna f hvalveiðinefnd-
inni, eða IWC, eins og nefndin er
venjulega kölluð, hefur lýst
ánægju sinni yfir þessari ákvörð-
un Japana og Rússa, þvf hann
segir að ekkert bendi til þess að
reglur IWC hafi nokkurn tfma
verið brotnar eftir að þær hafa
náð samþykki aðildarrfkjanna.
Frestur til mótmæla var þrfr
mánuðir eftir að reglurnar voru
samþykktar á fundi IWC f júnf f
sumar, en þá var ákveðið að alls
skyldi heimilt að veiða 27.939
hvali á komandi vertfð, en á vert-
fðinni 1975 —76 var heimilt að
veiða alls 33. 936 hvali. Þar sem
hvalveiðimenn frá Sovétrfkj-
unum og Japan hirða um 80%
heildarmagnsins, hefur mikið að
segja að þeir samþykki reglurnar.
Niðurskurðurinn á leyfðu veiði-
magni búrhvala kemur sér verst
fyrir Sovétrfkin, þvf sovézkir
hvalveiðimenn leggja mest upp
úr lýsinu. Hefur nokkrum hluta
sovézka hvalveiðiflotans þegar
verið lagt, og er reiknað með þvf
að nýju reglurnar leiði til þess að
enn fleiri skip verði tekin úr um-
ferð. Japanir leggja hins vegar
mesta áherzlu á að fá hvalkjöt —
ekki lýsi — en þeir verða engu að
sfður að draga mjög úr veiðunum.
Hvalveiðimenn rfkja, sem aðild
eiga að IWC, veiða um 90% allra
hvala, sem drepnir eru árlega, en
nokkur rfki standa utan við sam-
tökin, svo sem Perú og Sómalfa.
Ekki er talið útilokað að Japanir
eigi hluti f hvalveiðifélögum
þessara ríkja. Þannig er til dæmis
bent á að f Sómalfu sé rekið hval-
veiðifélag, sem sinni ekki al-
þjóðareglum IWC, en fjármagn
þess fyrirtækis kom frá fursta-
dæminu Liechtenstein án þess að
nöfn eigenda væru gefin upp.
I heild hafa veiðar rfkja utan
IWC Iftil áhrif á friðunaraðgerð-
ir, en þó geta þær haft áhrif á
einstaka hvaitegundir. Má þar til
dæmis nefna sandreyðar, en af
þeirri teguna má nú aðeins veiða
1.863 miðað við 2.230 f fyrra. Bent
er á að Perúmenn veiða mikið af
sandreyðum, án þess að þær veið-
ar séu háðar takmörkunum IWC.
Þrátt fyrir allt, segir dr. Will-
iam Aron, hafa friðunaraðgerðir
undanfarinna ára leitt til þess að
allar tegundir hvala eru nú f
vexti, og veiðarnar eru skipulagð-
ar þannig að sá vöxtur á að halda
áfram.
Mælska þagnarinnar
Það hefur stundum viljað
brenna við að æðibunubragur
væri á flutningi útvarpsleikrita.
Málbein persónanna er þá svo við-
bragðsfljótt að varla líður meira
en sekúnda frá því síðasti ræðu-
maður lýkur sér af og næsti byrj-
ar. Þannig talar fólk ekki — en
það er hægt að lesa þannig.
Þriggja sekúnda þögn er ekki
ýkja löng þögn — en getur þó
skipt sköpum. Þagnir á réttum
stöðum eru oft mælskari en nokk-
ur tjáning í hljóðum. Þetta vita
flestir — en það er hægara sagt
en gert að hemja leikara, kannski
lítt reynda, samhæfa þá uppá sek-
úndur og laóa fram hárréttan
raddblæ á réttum stað í texta. Til
þess þarf óhemju natni við smá-
muni engu síður en stórmuni.
Leikstjórn Helga Skúlasonar á
önnu Christy Eugene O’Neil var
lýsandi dæmi um óaðfinnanlega
leikstjórn, leiklifun út í æsar.
Maður gleymdi þvf að verið væri
að leika og lifði verkið frá upp-
hafi til enda, varð markverðri
reynslu ríkari. Það gerist ekki oft
— en þeim þakkarverðara er þeg-
ar þannig er að verki staðið. Helgi
stýrði einnig Brunnum kol-
skógum Einars Pálssonar — og
þar var eins að verki staðið. Ég
minnist þess til dæmis ekki að
hafa heyrt Rúrik Haraldsson gera
betur en í hlutverki prestsins.
Einar hlýtur að hafa þurft að kafa
djúpt í annála og aðrar samtíma-
heimildir eftir efnivið í mergjað
málfar persónanna, það var svo
máttugt að reyk og hörmungar
jarðeldanna lagði af verkinu frá
fyrstu setningu til þeirrar síð-
ustu. Hljómlist Páls er svo saga út
af fyrir sig. Eldurinn, óttinn,
sorgin og vonin blíð. Það er slæmt
hve fjölhæfur Einar Pálsson er.
Ella hefðu hann máski varið
meiru af kröftum sínum til leik-
ritagerðar.
Tvær flugur í höggi
Öskar Ingimarsson annaðist
skörulega kynninguna á leikferli
Haralds Björnssonar. Óskar er
slyngur málamaður og afkasta-
mestur allra þýðenda sjónvarps-
ins frá upphafi, vinnuþjarkur
með afbrigðum — og á ekki langt
að sækja það. Sumir menn eru
gæddir slíkri starfslöngun að
vinnan er þeim í senn takmark og
tæki, sjálf lífsfyllingin, eru aldrei
glaðari en þegar þeim tekst að slá
tvær flugur í höggi. Sagan segir
að Ingimar Öskarsson, faðir
Öskars, hafi ekki einu sinni
sleppt bókinni meðan hann barn
að aldri rak fé í haga eða sótti kýr
til mjalta. Það heitir að auka lífi
við árin, þannig að sumir menn
lifa ævir tvær í einni. Gildir einu
að hvaða verki þeir ganga. Leik-
snilld Haralds er enn á allra vit-
orði — og ekki ónýtt fyrir leikara
næstu kynslóða að geta svo að
segja fengið frumherjana í heim-
sókn löngu eftir að þeir eru farnir
héðan. Þætti af þessu tagi þarf að
gefa út á kasettum. Ekkja
Haraids var ein þeirra öldruðu
kvenna sem Bessí Jóhannsdóttir
hitti að máli í þætti sínum. Það
var góður þáttur og hugmyndin
prýðileg. Ekkja Haralds var bráð-
skemmtileg í viðræðu, með af-
brigðum þjóðleg. Það var ekki að
heyra að verið væri að ræða við
fólk á niræðisaldri. Málfar þessa
fólks og sjálfstæði í hugsun var
frséð
með þeim hætti að margur ungur
maðurinn mætti taka það sér til
fyrirmyndar. Þessar spólur þarf
að geyma til samanburðar við
samsvarandi spólur með röddum
poppkynslóðarinnar þegar hún
verður komin á Hrafnistu. Það
yrði gamanþáttur sem segði sex.
Helgi Halldórsson er fyrir
nokkru tekinn til við það á nýjan
leik að kenna íslendingum sóma-
samlega íslensku. Það er fagnaðar
efni. Enginn sem þennan þátt
hefur annast hefur til að bera
myndugleik neitt í líkingu við
Helga. En illa gengur að byggja
enskri hugsun út úr málfari
íslendinga. „Ég mundi segja“ er
að verða svo algengur inngangur
að svörum manna við spurningum
fréttamanna á götum úti og í
húsakynnum sjónvarps og hljóð-
varps, að óhætt er að fullyrða að
þrir af hverjum fjórum séu haldn-
ir þessari plágu. Menn hyggja
ekki lengur, álita ekki, gera ekki
ráð fyrir, búast ekki við, reikna
ekki með, finnst ekki o.s.frv. 1
stað alls þessa er komið: ég mundi
segja. Jafnvel smiðir, hvort held-
ur er á tré eða járn, bifvélavirkjar
og rafvirkjar, stéttir sem eru
áberandi betur mæltar en obbinn
af menntamönnum og hafa
íslenskað af miklu hugviti sæg
erlendra orða sem að iðngrein
þeirra lúta, þær eru byrjaðar að
taka sér þennan fjanda i munn.
örvæntingarfullar tiiraunir til að
vinna á þessum hortitt virðast
hafa haft þveröfug áhrif eins og
áróðurinn gegn neyslu tóbaks.
Háðið er oft drjúgt til áhrifa.
Kannski væri ekki svo vitlaust að
hleypa af stokkunum stuttum
vikulegum grínþætti um ambög-
ur, færi vel á að hann hæfist
fyrirvaralaust strax og Helgi
hefur kvatt.
Vella
Orson Welles var góður
leikari, en tönn tímans hefur
heldur betur unnið á myndinni
Hin myrku öfl. Mig minnir að mér
hafi þótt þessi mynd ágæt þegar
ég sá hana i kvikmyndahúsi fyrir
tuttugu árum. En mikið vatn
hefur runnið til sjávar síðan og
margt gengið Sér til húðar. Nú
þótti mér varnarræðan vella. Það
á sér eðlilegar skýringar. Menn
breytast nauðugir viljugir með
heiminum. En ég kann ekki skýr-
ingu á því hversvegna nú mynd
eftir Bergman er vella — nema
manninn hafi vantað dollara, allt
þetta grunnfærna sálfræðisnakk
er frá upphafi til enda uppá amer-
ísku — enda héldu amerikanar
varla vatni a'f hrifningu. Grát-
broslegt var að horfa á Liv
Ulmann í gervi stálheilbrigðrar
manneskju, ekki einu sinni með
vott af baugum undir augum,
maula af stakri prúðmennsku
hverja handfyllina af annarri af
svefnlyfjum. Vitlausastur var þó
endirinn — þegar kvenmaðurinn,
strokinn sléttur og fínn eftir allan
viðbjóðinn, er látinn segja þessa
setningu: Kærleikurinn umvefur
allt!
Kirkjaní Bandaríkjunum er
ekkert lamb að leika sér við.
Þetta er ekki list. Þetta er
bisniss. Til staðfestingar á því var
umræðuþátturinn sem fyigdi í
kjölfar myndaflokksins. Sjálfs-
morðskandidötum og geðlæknum
stefnt saman og atriðum úr
myndaflokknum skotið inn i.
Bergman kann lagið á því eins og
Hundertwasser. Hann var ekki
gamall þegar hann spurði sig
þessarar spurningar: hvað er til
marks um mikilleik listamanns?
Jú — það er þegar líður að ævi-
lokum þeirra og byrjað er að gera
um þá heimildarkvikmyndir og
gefa út skrautlegar bækur með
listaverkum þeirra. Og Hundert-
wasser keypti prentsmiðju og
kvikmyndatökuvél og réð síðan
prentara og kvikmyndara, byrjaði
á endinum og mætti svo nakinn á
blaðamannafundi. Og heimurinn
lét blekkjast.
En Bergman er ágætur leik-
stjóri, hann má eiga það.
Gylfi Gröndal heldur vel á sínu
í Dvöl. Það var gaman að heyra í
Jóhannesi úr Kötlum og fróðlegt
að hlýða á ekkju hans rekja minn-
ingar sínar.
Adamsfjölskyldan er ágætlega
gerð myndasyrpa, miskunnsam-
lega laus við tilfinningasemi,
fróðleg að auki — og Dóra Haf-
steinsdóttir hefur snarað ensk-
unni á glettilega kjarngóða
íslensku. Og það þurfti enginn að
láta sér leiðast undir atriðinu úr
Krummagulli Böðvars Guðmunds-
sonar í Vöku.
Lap úr sömu skál
Einar Karl Haraldson, sem
annast jöfnum höndum einhvers
konar bingó i útvarpi og klipp-
ingu texta úr ýmsum blöðum til
endurbirtingar í Þjóðviljanum,
klippir mig í dálka sína í fyrri
viku, endurómar þar skoðun mína
á tilteknu tískufyrirbæri sem
kallað hefur ómælda bölvun yfir
börn og unglinga. Morgunblaðið
er það veglegt blað að ofrausn
sýnist að Þjóðviljinn sé að auka á
útbreiðslu skoðana minna þótt í
litlu sé, og þá á ég við þær skoðan-