Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 Takmarkið er: Engin slysaalda í ár Fjöldi gangandi vegfarenda virðir ekki umferðarljós FJÖLDI gangandi vegfarenda slasast árlega I umferðinni I Reykjavfk og nágrenni. Það á við bæði um börn, unglinga og fullorðið fólk og virðist hlutur fullorðna fðlksins ekki hvað minstur f þessum efnum. Morgunblaðsmenn fylgdust um stund í gær með gangandi vegfarendum og tóku af þeim myndir, m.a. við gangbrautir og umferðarljós. Við gangbrautar- ljósin innarlega á Laugavegi rétt við Bolholtið sáum við til ferða vegfarenda, sem ekki not- færðu sér gangbrautarljósin. Þeir fóru yfir á gangbrautinni, en gleymdu eða hirtu ekki um að notfæra sér ljósin. Vera má að ekki hafi allir gert sér grein fyrir þvi að það skuli vera hægt, og á það ef til vill helzt við um eldra fólkið, sem þarna fór um. Á þeim stutta tima sem blaðamaður og ljósmyndari dvöldu þar sáu þeir einnig til ferða fólks, sem fór yfir götuna 50 til 100 m frá gangbrautar- ljósunum og virtist alveg eins hafa getað farið yfir götuna á ljósunum. Þetta voru 5 veg- farendur á 5 mínútum. Á Laugaveginum kaflanum frá Hlemmi að Bankastræti er fólk sífellt að skjótast yfir milli bila og virðist treysta mjög á það að ökumenn séu tillitssamir og hægi ferðina, enda er ekki hægt um vik þegar bíll er við bíl. Það er því sennilega fremur ökumönnum en gangandi veg- farendum að þakka að ekki skuli verða fleiri slys á Lauga- veginum á þessum umrædda kafla. Fjöldi fólks fer yfir götur á rauðu Ijósi og við gatnamót Lækjargötu og Bankastrætis töldum við 20 manns á 10 mínútum, sem gengu yfir götuna á móti rauðu. Karlmenn voru í meirihluta og frekar var um að ræða fullorðið fólk en börn. Til frekari fróðleiks inntum við konur, þær, er sitja í happdrættisbifreiðunum við gatnamótin, eftir því hvort þær yrðu mikið varar við að fólk færi yfir á rauðu. Þær voru sammála um að það væri nokkuð mikið af þvl og stundum jafnvel foreldrar með börn sín og væri það ekki góð fyrirmynd, eða kennsla í að nota umferðarljós. 1 október á þessu ári slösuðust samtals 33 börn i um- ferðinni en 30 fullorðnir. 1 sama mánuði í fyrra voru börnin 31 en þeir fullorðnu 45 svo segja má að fullorðnir séu ef til vill eitthvað að taka sig á. Þessar tölur fengum við hjá Óskari Ólasyni yfirlögreglu- þjóni og sagði hann að það væri oft áberandi að börn færu betur eftir settum reglum en fullorðnir. Þess má geta að sekt við að ganga yfir götu mót rauðu ljósi er kr. 1.000. Það var áberandi að í dimm- viðrinu sem var i Reykjavík í gær óku margir með full ljós um miðjan dag og við lauslega athugun má ætla að allt að helmingur ökumanna hafi gert það. Nokkrir vegfarendur báru þv( við að græna Ijósið logaði svo stutt I einu að varla væri tfmi til - að komast yfir báðar akreinarnar á sama Ijósinu. Sérstaklega ætti þetta við um eldra fólkið. Sumir hafa ekki tfma til að bíða eftir að græna Ijósið komi. Á Laugaveginum skjótast vegfarendur oft á milli bdanna og er þá stundurn mjótt á mununum. Eggert Guðmundsson við eina mynda sinna. „Skemmtilegt ad skila einhverju af tímanum” EGGERT Guðmundsson listmálari opnar I dag kl. 20 sýningu á 20 málverkum I Iðnaðarmannafélags- húsinu I Keflavlk og verður sýn- ingin opin fram til sunnudags- kvölds frá kl. 2—lOdaglega. Egg- ert verður 70 ára 30. desember n.k. og er þessi sýning að nokkru I tilefni af afmæli hans og þess að Eggert er Suðurnesjamaður og á þessari sýningu ætlar hann að sýna málverk sem fjalla um tima- bilið við sjávarsíðuna eftir alda- mótin siðustu Ekki er langt síðan Eggert hélt viðamikla yfirlitssýn- ingu á verkum slnum á Kjarvals- stöðum og var sú sýning mjög fjölsótt. en Eggert er þekktur fyrir það að halda sinu striki þrátt fyrir alla isma og tizkur i listaheimin- um. Það er ekkert sem hann hefur látið rugla sig i sinni list. „Ástæðan fyrir þessari sýn ingu," sagði Eggert. „eru eigin- lega bara duttlungar úr mér. Ég fæddist þarna. i Stapakoti i Innri- Njarðvik. Ég verð sjötugur fyrir áramótin og þar sem ég hef lengi ætlað að sýna i Keflavik ákvað ég að drifa i þvi nú fyrir afmæli mitt. Þarna ætla ég að sýna eitthvað af þeim áhrifum sem ég tók með mér að sunnan. Það er allt tengt Eggert með æskuhrifasýn- ingu í Keflavík Eggert Guðmundsson. sjónum og athöfninni, 20 myndir sem eru áhrif frá æskunni við sjóinn. Út á þetta verð ég að kallast afturúrstefnumaður, en þetta er timi sem hvorki Ijósmynd né málari hafa skilað beint. Mynd- irnar hef ég flestar málað nýlega, en ég er með mikið verkefni sam- tengt þessu, óunnið. En ég ætla að eyða æviárunum t það ef þau endast. Það er skemmtilegt ef maður getur skilað einhverju af timan- um, það er nokkurs konar mark- mið hjá mér og ég er alltaf að. alltaf að vinna. Annars eru nú 50 ár liðin siðan ég hélt mina fyrstu málverkasýn- ingu. Það var i Gútemplarahúsinu 1 937. Þá kom 21 gestur og ég seldi 2 litlar myndir." Biðin. Sjóferðabæn. Stemmning Grænlands- dægra Ása 1 Bæ „Grænlandsdægur eru hvorki Ijóðabók, né sögubók i venjuleg- um skilningi," sagði Ási i Bæ þegar ég spurði hann um nýút- komna bók hans, Grænlands- dægur, „bókin er eiginlega stemmning um kynni min af hrika- fegurð landsins, fólki þess og sögu. Fyrst kynnist maðurein- hverju sem hefur hrikaleg áhrif á mann, jöklahafi, en þegar maður kemst frá þvi koma leysingarnar, vorlækir smáatriðanna sem skipta þó öllu máli, streyma fram og smátt og smátt skýrist ýmislegt sem áður var hulið, falið vegna kynngi jökulsins i hafinu." Ási í Bæ gefur sjálfur út Græn- landsdægur, en Tryggvi Ólafsson listmálari hefur myndskreytt bókina og Ragnar Lár sá um útlit. Grænlandsdægur skiptist i 26 ______J kafla, en þetta er önnur bókin sem Ási skrifar um Grænland (Granninn i vestri 1971). Þá fjallaði Ási um fólkið. sögu lands og þjóðar i 4000 ár. en sú bók varð til eftir að Ási hafði unnið við byggingarstörf á Vesturströndínni. Eftir sumarferðalag Ása um Vesturströndina sumarið 1975 varð Grænlandsdægur til, nokkurs konar skýrsla um ferðina, en i raun og veru þarf sá sem les Grænlandsdægur að vita talsvert um Grænland til þess að geta fylgt hinum snöru lýsingum Ása. Grænlandsdægur er enn ein bókin i safn ótrúlega margra rita sem íslendingar hafa ritað um þennan granna okkar i vestri, granna sem við höfum alltof litið samband við og sýnum skammar- lega litla vinsemd á örlagatimum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.