Morgunblaðið - 03.12.1976, Side 12

Morgunblaðið - 03.12.1976, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976 VALTÝR PÉTURSSON skrifar um MYNDLIST... JÓHANN HJÁLMARSSON skrifar um BÓKMENNTIR... ERLE Þýzk grafík á vorum dögum Það má með sanrti segja, að yfir okkur hér í borg hafi dunið ein feikn af grafíksýningum á þessu ári. Ekki man ég áður eftir eins miklu fjöri í þessari listgrein hérlendis, og er hér bæði um innlenda og erlenda grafík að ræða. Það er sannar- lega af sem áður var, þegar grafík varla sást hér á sýning- um og það þóttu mikil tíðindi, er innlendir listamenn drógu fram eitt og eitt blað af grafík á sýningum sínum. Það var og stundum venja okkar, sem um sýningar fjalla í dagblöðunum, að kvarta yfir því, hve lítið sæist af grafík hérlendis, en nú liggur við, að dæmið sé heldur betur að snúast við, þvi að litlu munar, að manni finnist jafnvel mælirinn fullur. En sannleikur- inn er sá, að mikill fjörkippur hefur átt sér stað í þessari fornu listgrein erlendis og ekki hvað síst í landi eins og Þýska- Rainer Schwarz: Ópið (lita Ijósprentun, 1969). Almir de Silva Mavignier: Litasáldprent (1966). Myndllst eítir VALTY PÉTURSSON Siegfried Neuenhausen: Kroppur i viðjum (litaskáld- prent). Paul Wunderlich: Páll, þegiðu (litaljósprent, 1967). landi, þar sem þessi listgrein átti raunar upptök sín, ef ég veit rétt. Prentlist þeirra þjóð- verja hefur og jafnan verið á mjög háu stigi, og má fullyrða, að fáir eða engir standi þeim framar t þeirri grein eins og stendur, enda fáum við ótvíræðar sannanir fyrir þessu á þeirrí sýningu, er þeir hafa sent okkur á nútíma grafík og sjá má á Kjarvalsstöðum. Á þessari sýningu er mikið og merkilegt úrval af þýskri grafík Það eru 100 grafísk blöð eftir 39 listamenn. Þeir eru flestir ungir að árum, en samt er einn þeirra fæddur 1888 og látinn á þessu ári. Er það hinn heimskunni meistari JOSEF ALBERS, sem raunar átti hér verk áður á sýningu fyrr á þessu ári, og virðist álitamál, hvort heldur hann á að teljast til bandaríkjamanna eða þjóð- verja, en fyrir okkur skiptir það engu máli, því að Albers er jafn mikill meistari fyrir það og myndlist hans á erindi til allra, hvort heldur um er að ræða ibúa vestan eða austan hafs að ógleymdum okkur hér miðja vegu milli álfa. Yngstur þessara listamanna er FREDINAND KRIWET, sem fæddur er 1 942 og sýnir mjög fágaðar og merkilegar leturmyndir er hann kallar „Kringlur." Af þessu má sjá, hve langt þessi sýning spannar i tíma og rúmi. Þessir listamenn eru nokkuð ólíkir i myndgerð sinni. Nota ýmsar aðferðir, sumar hverjar það nýjar af nálinni, að ég kann ekki á þeim nokkur skil, en flokkast samt undir samnefnið grafík Vrðhorf lista- mannanna er einnig mjög mis- jafnt og persónulegt, en án nokkurs efa eiga þessir meist- arar það sameiginlegt, að túlka samtíð sina, umhverfi og samfélag. Sem dæmi um hin misjöfnu viðhorf nefni ég verk eftir þá Horst Antes og Friedrich Mackseper. Fleiri mætti auðvitað minnast hér á í þessu sambandi, en sannast mála mun vera, að hér er svo sterkur hópur listamanna á ferð og úrvalið svo vandað og vel unnið, að það yrði sparða- tíningur og smámunasemi að fara út í þá sálma að mismuna höfundum. Samt er það svo, að ég er ekki alveg inni á sumu, er þarna er til sýnis. En það er svo ómerkilegt í saman- burði við það, sem gerir sig gildandi á þessari sýningu, að ég læt nöldur mitt lönd og leiðir. Að öllum öðrum grafisk- um sýningum þessa árs ólöstuðum, hika ég ekki við að fullyrða, að þessi sýning þjóð- verja á Kjarvalsstöðum, sé langsamlega merkilegust og um leið einn mesti listavið- burður ársins. Svo jöfn er þessi sýning, að mér finnst alger óþarfi að fara í upptalningar á listamönnum og benda á einstök verk. Vel heldur að segja í sem fæstum orðum, að þetta sé svo merkilegur viðburður í menningarlífi Reykjavíkur, að enginn, sem ánægju hefur af myndlist, megi láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Mjög falleg og vönduð sýningarskrá fylgir þessari sýningu, þarsem prentaðareru myndir af hverju einasta lista- verki á sýningunni. Formáli er þar svo ágætur, að varla verður nokkru þar við bætt. Það er prófessor Grochowiak, sem skrifað hefur formála og valið þessi verk til sýningar. Texti er á íslensku, og öll er skrá þessi svo vönduð, að það liggur við, að við hér á íslandi förum hjá okkur. Allur annar frágangur er sérlega vandaður á þessari sýningu, og hið þýska hand- bragð og snyrtimennska blasir við. Ennfremur bendir prófess- orinn á nokkur atriði í sam- bandi við suma listamennina og hvernig þeir tjá samfélag og umhverfi sitt. Þvi væri það, að mínum dómi, að berá í bakka- fullan lækinn, ef farið væri út í þá sálma að tíunda hvern og einn af þessum listamönnum. Verk þeirra eru öll í fyrsta flokki, ef svo mætti til orða taka. Heimslistin blasir hér við okkur á Kjarvalsstöðum stutta stund. Notið tækifæri, sem er sjaldgæft hér á sextugusta og fjórða breiddarbaugnum. Svo mikið hefur verið til vandað af hálfu þjóðverja, að það væri mikill blettur á íslensku þjóðlífi, ef þessi sýning yrði ekki sótt. Ég ætla að Ijúka þessum linum með því að vitna i gamlan vin minn, er alltaf afgreiddi sýning- ar með fjarska fáum orðum, en vel völdum. Hann mundi hafa sagt um þessa sýningu „Ein klasse Ausstellung". Undir þetta tek ég með heilum hug og þökkum. Guðmundur Böðvarsson: LJÓÐASAFN III—IV. Hörpuútgáfan 1976. MEÐ útgáfu þessara tveggja binda Ljóðasafns Guðmundar Böðvarssonar er lokið heildarút- gáfu á verkum hans. I síðustu bindunum eru eftirfarandi bæk- ur: Saltkorn i mold 1, Saltkorn í mold II, Landsvisur, Hríðarspor, Innan hringsins, Blað úr vetrar- skógi og F'mm kviður. tJtgáfan er hin vandaðasta af hálfu Hörpuút- gáfunnar og er fagnaðarefni að svo vel hefur tekist. Nú ætti að vera unnt að gera sér grein fyrir skáldskap Guðmundar Böðvars- sonar, því erindi sem hann átti við þjóð sina. Staða skáldsins í bókmenntun- um er reyndar löngu ljós. Áður óbirt ljóðabók, Blað úr vetrar- skógi, breytir ekki myndinni af skáldinu. En það er gott að hafa hana með í safninu. Þar á hún vissulega heima. I henni eru ljóð sem jafnast á við bestu ljóð Guðmundar Böðvarssonar, kannski mætti í staðinn segja Hannes Pétursson Hannes Pétursson: tlR HUGSKOTI. 144 bls. Iðunn Rvík 1976. ÞEGAR skáld hefur rutt sér til rúms í hugskoti lesandans með skáldverkum sem eru þá jáfn- framt orðin rótföst i þjóðarvit- undinni vill lesandinn að sínu leyti snúa dæminu við og vita um skáidið meira en það sem stendur í skáldritunum; hann langar að skyggnast til þess hvað búa muni að baki verkunum; hvað og hvernig skáldið hugsar í raun og veru — komast inn i smiðjuna þar sem hlutirnir verða til. Endur- minningar, dagbækur og hugleið- ingar þekktra skálda og rithöf- unda vekja því öðrum bókum meiri athygli og forvitni. Hannes Pétursson hefur nú safnað saman hugleiðingum og kvæðum sem hann hefur átt I fórum sínum og gefið út í bók og lætur heiti bókarinnar vera lýs- andi fyrir efni henrrar. Þetta er safn stuttra þátta annars vegar og kvæða hins vegar sem dreift er inn á milli þáttanna. Eins og við var að búast er mikið af þessu faglegar hugleið-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.