Morgunblaðið - 03.12.1976, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976
Ævar R. Kvaran
skrifar um:
„Nýjar víddir
í mannlegri skynjun”
Dr. Shafica Karagulla:
NÝJAR VÍDDIR I MANN-
LEGRI SKYNJUN,
Þýðandi: Esíer B. Vagns-
dóttir.
Bókaútgáfan Þjóðsaga
Rvk. 1975
Árið 1967 kom út bók í Banda-
ríkjunum, sem vakti allmikla at-
hygli. Hún heitir á ensku Break-
through to Creativety og er eftir
tyrkneska konu, dr. í læknisfræði,
sem er sérfræðingur í tauga- og
geðsjúkdómum. 1 bókinni er skýrt
frá átta ára rannsóknum á því
sem höfundur kallar æðri
skynjun (Higher Sense
Perception). Höfundur hefur
komist að þeirri niðurstöðu, að
sálrænir hæfileikar séu miklu
algengari en almennt hefur verið
álitið, og að þúsundir manna noti
þessa hæfileika á hinum ólíkleg-
ustu sviðum mannlegs lífs. Þegar
þess er gætt, að höfundur þessar-
ar bókar er hálærður og virtur
vísindamaður er ekki hægt að
segja annað en sjónarmiðin séu
all-nýstáríeg, þvi hér koma fram
allt önnur viðhorf en menn hafa
átt að venjast frá visindamönnum
um þessi efni.
Það má heita einkennilegt,
hvernig Karagulla komst útá
þessar „hálu“ brautir rannsókna.
Um þetta kemst höfundur svo að
orði i bók sinni: „Þau ár sem ég
stundaði rannsóknir við háskól-
ann i Edinborg og við taugarann-
sóknarstofnunina í Montreal
hafði ég unnið mér talsvert álit
með rannsóknum mínum, og hlot-
ið fyrir þær viðurkenningu, bæði
í Evrópu og Ameríku.
Þá komst ég i kynni við fyrir-
bæri, mjög sérstætt, sem hvorki
gat talist geðsýki né heldur sam-
rýmst því, sem venjulega er álitið
eðlilegt og heilbrigt." Og
frásagnir og staðfestingar á þess-
um fyrirbærum fann hún í bók,
sem hún las fyrir beiðni vinkonu
sinnar.
Þessi bók fjallaði um dulræna
hæfileika Edgars Cayces. Og
höfundur segir „Við lestur
þessarar bókar var mér þokað inn
á ókönnuð svið mannshugarins og
það átti eftir að beina öllu starfs-
sviði minu inn á nýjar brautir."
Því þegar visindamaðurinn dr.
Karagulla uppgötvar það, að til
hafi verið maður á 20. öld, sem
hafi getað lagt sig á legubekk og
látið sig falla i dásvefn, og i því
ástandi athugað og greint frá ein-
staklingi í mörg hundruð
kilómetra fjarlægð, sér gjörsam-
lega ókunnum, og lýst herbergi
þvi sem persónan dvaldist i, útliti
hennar, klæðaburði, skapgerðar-
einkennum og likamsástandi, svo
og lýst hvers konar sjúkum
likamshlutum og ástandi þeirra,
og að auki læknað viðkomandi, þá
rak visindamanninn I rogastanz.
Eða eins og dr. Karagulla kemst
að orði: „Bókin var hrein ögrun
við öll mín sjónarmið, sem reist
voru á grundvelli læknisfræði og
visinda. Ég vissi talsvert um heila
mannsins og taugakerfi og
afleiðingar flogaveiki og heila-
skemmda. En fyrirbæri þau, sem
gerðust hjá Cayce var ekki hægt
að útskýra sem neitt af þessu.
Fyrirbærin kollvörpuðu gjörsam-
lega kenningum minum um gerð
mannsheilans. öll sú þekking,
sem ég hafði aflað mér á liðnum
árum við nám, rannsóknir og
störf, gat ekki gefið skýringu á
hæfileikum Cayces.
Mér skildist að grundvöllur
vísindalegra viðhorfa minna var
ekki eins traustur og ég hafði
haldið. Vandamálið lá ljóst fyrir.
Ég sá að ég átti um tvo kosti að
velja: Annað hvort varð ég að
loka augunum fyrir staðreyndum
og láta sem þær væru ekki til, eða
viðurkenna að til væru ein-
staklingar með furðulega hæfi-
leika, sem vísindin voru ekki fær
um að útskýra."
Þessi mikla undrun
visindamannsins dr. Shaficu
Karagullu, þegar augu hennar
opnast fyrir því, að fleira sé til á
himni og jörð en heimspeki henn-
ar dreymir um, svo vitnað sé i
Shakespeare, sýnir ljóslega hve
mjög sérfræðingar visindanna
geta lokast inni þröngum sjónar-
miðum visindalegrar efnishyggju.
Ef til vill er slík innilokun nauð-
synleg þeim, sem ótruflaður vill
komast i fremstu röð I grein sinni
og afla sér virðingar vísanda-
manna. Á það skal ekki lagður
neinn dómur hér. En hitt er vist,
að það þarf óvenjulegt þrek og
hugrekki til þess að skýra frá
skoðunum, sem brjóta i bága við
grundvallar-kenningar viður-
kenndra visinda. Verður þá
stundum að leggja á vogaskálarn-
ar annars vegar vonir um frægð
og frama og hins vegar ákvörðun
sannleiksleitandans, að láta
ekkert aftra sér frá þvi að rann-
saka fyrirbæri, jafnvel þótt þau
virðist brjóta í bága við viður-
kennd lögmál eðlisfræðinnar.
Þessi bók er saga um slikan
visindamann, sem fórnaði frama-
vonum sinum, fjárhagsöryggi og
jafnvel orðstír í þágu rannsókna á
fólki með furðulega hæfileika.
Þvi þegar dr. Shafica Karagulla
hafði sannfærst um hæfileika
Edgars Cayces hóf hún persónu-
lega leit sína að öðru sálrænu
fólki, sem reyndist fáanlegt til
þess að leyfa henni að rannsaka
hæfileika sína og hef ja með henni
samstarf. Og um þessa leit henn-
ar, kynni af ófresku fólki, rann-
sóknir og árangur, fjallar þessi
heillandi bók Breakthrough to
Creativety, sem hér birtist í
islenzku í þýðingu Esterar B.
Vagnsdóttur undir nafninu Nýjar
vfddir f mannlegri skynjun.
Þýðingin er yfirleitt svona
þokkaleg, en þó verður ekki hjá
komist að gera við hana nokkrar
K.F.U.K. f Reykjavfk heldur sinn árlega basar á morgun laugardaginn
4. des. f húsi félagsins að Amtmannsstfg 2b.
Þar verða á boðstólum munir til jólagjafa ásamt heimabökuðum
kökum.
Um kvöldið verður almenn samkoma og hefst hún kl. 20:30.
Basarinn er haldinn til styrktar starfi félagsins sem um langt árabil
hefur haldið uppi öflugu kristilegu æskulýðsstarfi í borginni.
orða. Því miður hefur verið gerð
tilraun til þess i þessari þýðingu
og ekki tekist vel. Er það því
verra sem orðið kemur mjög oft
fyrir í bókinni. Þetta orð er
„skynnæmur" sem mér finnst af-
leitt orð. Hér er sennilega verið
að þýða enska orðið „sensitive"
sem því miður hefur rutt sér
nokkuð til rúms I enskunni I sömu
merkingu og orðið „psychic"
(sálrænn). Þá finnst mér sjálf-
sagt að hafa eiginnöfn I íslenzkri
mynd, ef þau eru til. Það fer
þannig illa á því, að hafa nafnið
Diane með öllu óbeygt, þegar við
eigum Diönu. Sama er að segja
um nafnið Laura. Þar er eðli-
legast að skrifa Lára og beygja að
islenzkum hætti. A bls. 49 er talað
um að gefa háskóla kennarastól.
Hér hefur þýðandinn ekki áttað
sig á orðalaginu „to give a Chair
to a university“. Það táknar auð-
vitað ekki að gefa skólanum stól,
heldur er með þessu orðalagi átt
við, að einhver bjóðist til að
standa undir kostnaði við kennslu
í háskólanum á einhverju til-
teknu sviði. Þá kann ég ekki við
orðalagið „að bera samúð í garð
einhvers" (bls.147) I stað þess að
hafa samúð með e-m. Orðið
„filter" sem notað er á bls. 153
þýðir sjónsia.
eru vandþýddar og þarf þýðandi að halda uppteknum hætti í auk góðrar íslenzkukunnáttu, þýðingum um þessi efni, að hafa helzt að vera nokkuð lesinn í þess- skammstöfun erlendra orða að
Eiginmaður minn og faðir SIGURBJÓRN L. GUONASON. bifreiðastjóri. Faxabraut 9, Keflavík, lézt 1 desember. um fræðum, þvi ekki má orka viðbættum orðum eins og fyrir- tvimælis um skilning. Þá ber að bæri, eða öðrum íslenzkum fara mjög varlega i myndun ný- orðum, tala um ESP-fyrirbæri eða
yrða í þessu sambandi, þvf það er HSP-fyrirbæri, eins og hér er
afarvandasamt að skapa ný orð, gert. Ekki kann ég við þessa sem fara vel á íslenzku. Ráðlegg venju. Ef við endilega þurfum á
Svava Árnadóttir, Guðni Sigurbjornsson ég um fram allt að forðast það, ef skammstöfunum að halda væri fyrir hendi eru í málinu góð og nær að þýða fyrst erlendu skamm- gild hugtök um efni útlendra stöfunina og skammstafa svo
t ' Útför
ÁSTA ÁGÚSTSDÓTTIR. JÓNS GUÐNASONAR
Bjarnarstig 1. Hvitanesi
lést 1 desember s I í Vífilsstaðarspitala i fer fram frá Akraneskirkju, laugardaginn 4 desember klukkan 13:30 Bílferð verður frá umferðamiðstöðinni í Reykjavík kl 1 1:00
Synir, tengdadætur og barnabörn. Guðni Þórðarson
Eiginmaður minn og faðir Útför bróður okkar
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSON ÞÓRARINS EYVINDSSONAR.
Oddagótu 12
andaðist í Landspítalanum 1. desember. er lést 26. nóvember, fer fram frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardaginn 4 desember kl. 1.30
Steinunn Bjamadóttir Baldur Slmonarson Systkini hins látna.
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Útför systur okkar, VILBORGAR SIGURLÍNU GRÍMSDÓTTUR.
NJÁLLJÓNASSON. fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 4 desember kl. 10:30f.h
verður jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4 desember kl 2 e h. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Blóm eru afbeðin, þeim sem vildu minnast hennar er bent á S.I.B.S. .
Sigurður Njilsson. Böðvar Grimsson, Sigurður Grímsson
íslenzka orðið. HSP í þessari bók
er skammstöfun á Higher Sense
Perception, sem táknar æðri
skynjun. Ef menn vilja endilega
skammstafa þetta þá má gera það
með ÆS. A bls. 181 er bókartitill-
inn „Experiment in Mental
Suggestion" þýddur „Tilraunir
með dáleiðslu". Þetta er auðvitað
ekki rétt. „Suggestion þýðir
sefjun en ekki dáleiðsla
(hypnosis).
Að lokum finnst mér ófært að
enda bók á íslenzku með ensku,
og þó það sé tilvitnun í Kipling
get ég ekki betur séð að það hefði
verið hægt að þýða þetta líka.
Þó má enginn láta þessar at-
hugasemdir fæla sig frá þvi að
eignast þessa bók. Hún er mjög
mikilvæg hverjum manni sem
áhuga hefur á hinum furðulegu
huldu öflum mannsandans.
Ásamt bókinni Svo sem maðurinn
sáir eftir sálfræðinginn Ginu
Cerminara, er þetta timamóta-
verk sem sýnir vaknandi skilning
visindamanna á öflum, sem eru
jafngömul mannkyninu.
— Þögnin . . .
Framhald af bls. 13.
Guðmundar i Saltkornum. Ég
held að þessi kvæði muni
skemmta mörgum (hafa reyndar
gert það) eða eins og segir i for-
spjalli Saltkorna II:
Og á þessum indæla degi,
ástkæru systur og bræður,
hverfur oss torrek og tregi,
en tölum f fullum rómi
um margt sem var pfskrað f pukra
og presturinn undan stal.
Margt er vel kveðið i Saltkorn-
um. I ljósinu um frænda
skáldsins sem á sér „engan kross
eða stein,/ lifandi lftils metinn",
stendur þetta:
Og frændi varð einrænn með árum,
hann undi sér best á f jöllum,
einförull öræfamaður,
útlegð reynist þeim best,
sem afhendis verður öllum;
á ðbyggðum eyðisvæðum
er einbúans griðastaður,
ein er hin alþögla heiði
utan við þras og menn.
Guðmundur Böðvarsson kunni
skálda best að yrkja um hina
„alþöglu heiði“, en eins og fyrr
segir eru Saltkorn í mold fremur
helguð þvf sem var „pískrað i
pukri“ og úr því má lfka gera
skáldskap þegar kunnáttumaður
er á ferð. Ég hef trú á því að
Guðmundur Böðvarsson hafi
notið þess að yrkja Saltkorn í
mold. Þau hafi verið honum kær-
komin hvfld frá „alvarlegri"
yrkisefnum og tima sem af
miskunnarleysi sfnu reyndi á
hann eins og ö'nnur skáld. t III.
kviðu Vitisljóða Dantes í þýðingu
Guðmundar stendur: „Þú sem
ferð um, slökk hverja von þíns
hjarta". En „þungt er það orð“
eins og Dante sagði við skáld-
bróður sinn. Skáldskapur
Guðmundar Böðvarssonar var
sprottinn af von, draumi og
fyrirheitum.