Morgunblaðið - 03.12.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976
29
Örn og Örlygur
Hárgreiðslustofan Bylgja
i nýjum húsakynnum
hargreiðslustofan
Bylgjan sem var til húsa að
Álfhólsvegi 39 i Kópavogi
hefur nú flutt starfsemi sfna f
nýtt húsnæði að Hamraborg 1 f
sama bæ.
Hefur stofan einnig
opnað snyrtivöruverzlun f þess-
um nýju húsakynnum.
Eigendur hárgreiðslustofunnar
og snyrtivöruverziunarinnar
eru þau Jón Gestur Benedikts-
son og Heiða Armannsdóttir, og
eru þau fremst á meðfylgjandi
mynd. Með þeim á þessari
mynd er Sigurbjörg Zophanfas-
dóttir, sem starfar hjá fyrir-
tækinu, en á myndina vantar
aðra starfsstúlkuna, Kristrúnu
Þórisdóttur.
Prestkosningar:
Gudfrædinem-
ar vilja breytt
fyrirkomulag
ALMENNUR félagsfundur
í Félagi guðfræðinema 29.
nóv. 1976 lýsir yfir fullum
stuðningi við tillögu 10.
kirkjuþings um breytingu
á fyrirkomulagi prests-
kosninga.
Fundurinn lýsir furðu
sinni á því, að hið háa
Alþingi skuli í þessu máli
hvað eftir annað hafa
hunzað réttkjörið kirkju-
þing hinnar islenzku þjóð-
kirkju.
Bent skal á, að kirkjuþing sitja
leikir og lærðir fulltruar allra
þjóðkirkju-safnaða landsins. Þeir
hafa umboð sama eðlis og þing-
menn hins háa Alþingis.
Ný ævintýra-
skáldsaga eft-
ir Joe Poyer
MEÐ BÁLI og brandi nefnist ný
skáldsaga, sem út er komin hjá
Erni og örlygi. Höfundur er Joe
Poyer, en hann nýtur sívaxandi
vinsælda vlða um heim fyrir
spennandi ævintýraskáldsögur.
I sögu þessari segir frá manni
nokkrum, sem gengur í lið með
Interpool og tekst að hafa upp á
helztu tekjulind nýnasistanna i
Mið-Evrópu.
í bókinni er víða komið við allt
frá Mið-Evrópu til kfnversku
landamæranna. Barizt er á láði og
legi og mönnum veitt eftirför
heimsálfanna á milli.
Bókin er 222 bls. að stærð. Hún
er sett I Prentstofu G. Benedikts-
sonar, prentuð I Prentsmiðjunni
Viðey h.f. og bundin í Arnarfelli.
Káputeikningu gerði Hilmar Þ.
Helgason.
Ný bók:
Faðir minn,
skipstjórinn
SKUGGSJÁ hefur sent frá
sér bókina Faðir minn —
skipstjórinn og hefur Ing-
ólfur Árnason búið bókina
til prentunar.
I bókinni segja fjórtán karlar
og konur frá feðrum sínum:
Kristján Schram skrifar um
Ellert K. Schram, Ingólfur Arna-
son um Árna Gislason, Guðný
Ólaffa Halldórsdóttir um Halldór
Kr. Þorsteinsson, Rósa
Guðmundsdóttir um Guðmund
Guðnason, Páll Pálsson um Pál
Pálsson, Frfða G. Ólafs um Gfsla
Þorsteinsson, Gísli J. Eyland um
Gfsla Jónsson Eyland, Jakob
Jakobsson um Jakob Jakobsson,
Þorsteinn Jóhannesson um
Jóhannes Jónsson, Jón M.
Guðmundsson um Guðmund Jóns-
son, Viggó E. Maack, um Pétur
Andreas Maack, Jónas Þorsteins-
son um Þorstein Stefánsson,
Hulda Sigurjónsdóttir um Sigur-
jón Einarsson og Þorsteinn Gfsla-
son um Gfsla Árna Eggertsson.
Bókin er sett og prentuð hjá
Skuggsjá, en bundin hjá Bók-
bindaranum hf. Hún er 280 bls. að
lengd og auk þess eru myndir af
höfundum og feðrum þeirra í
bókarlok.
Hópferðir á vægu
verði til íslendinga-
byggða í Kanada
FERÐASKRIFSTOFA Vestur-
tslendinga f Kanada og umboðs-
aðili hennar hér heima hafa
ákveðið að gangast fyrir tveimur
ferðum milli Winnipeg og
Reykjavíkur á sumri komanda, ef
næg þátttaka fæst báðum megin
Atlantshafsins.
Ferðaskrifstofan i Kanada
nefnist Viking Travel, en umboðs-
aðilinn hér er nýstofnað félag,
sem hlotið hefur nafnið Is-Can,
Áætlað er að hér verði um tvær
þriggja vikna ferðir að ræða, sú
fyrri farin til Kanada 15. júnf, en
sú sfðari 14. júlí. Miðað við þau
tilboð, sem borizt hafa, er ráðgert
að fargjald fram og til baka verði
um 57 þúsund krónur.
Það voru þeir Stefan J. Stefáns-
son og Ted Árnason og eiginkon-
ur þeirra, sem stóðu að stofnun
Viking Travel, og fyrsta ferðin,
sem félagið stóð að, var hópferð
til Islands s.l sumar með rúmlega
200 Vestur-Islendinga.
Áhugi á gagnkvæmum kynnum
Islendinga og Vestur-íslendinga
hefur farið mjög vaxandi, eins og
sjá má af því að í fyrra fóru um
1.600 manns héðan til Vestur-
heims f tilefni af 100 ára búsetu
íslenzkra innflytjenda þar. Róm-
uðu allir mjög móttökurnar
vestra, og margir bentu á að það
væri algjör misskilningur að ætla
að íslenzk gestrisni væri stað-
bundin við gamla Frón.
Þjóðræknisfélögin hér og f
Winnipeg greiða götu þeirra far-
þega í ferðunum tveimur, sem
þess óska, til dæmis með gesta-
móttökum og aðstoð við að koma
ferðalöngunum fyrir á íslenzkum
heimilum. Til að auðvelda dreif-
ingu upplýsinga um Kanadaferð-
irnar hefur félagið Is-Can samið
við Sammvinnuferðir, Austur-
stræti 12 f Reykjavík og umboðs-
menn þeirra um land allt um að
sjá um alla afgreiðslu í sambandi
við ferðarnar.
Rosenthal-verslun
við Laugaveginn i
3
iOóe/t/S^
Vió bjóöum yður velkomin í Rosenthal
verzlunina, Laugavegi 85.
Við sýnum og seljum hinar heimsfrægu
postulínsvörur frá Rosenthal, — gullfallegar
vörur og gulltryggðar. Verðgildi Rosenthal, sem ■
felst m.a. í því að Rosenthal postulín er aóeins til
í fyrsta gæðaflokki, lækkar ekki meó árunum.
Þess vegna eru margir, sem fjárfesta í
Rosenthal. Enda eru vörurnar listaverk, sem
halda alltaf fullu verðgildi.
Safnarar um allan heim, safna hinum víófrægu
jólaplöttum frá Rosenthal, en færri fá en vilja.
Safnaraverð jólaplatta frá árinu 1971 er í dag
áætlað kr. 200.000.— væri hægt að fá hann
keyptan.
Komið og skoðið Rosenthal. Það kostar ekkert
að kynna sér möguleikana á Rosenthal safni.
Rosenthal — gullfallegar vörur — gulltryggðar.
' r' / '
> ,
IxeÉs
Á. EINARSSON & FUNK