Morgunblaðið - 03.12.1976, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1976
39
RÆTT VIÐ ELLERT SCHRAM
vel sótt og bæði áhugi og ánægja
ríkjandi. Ég er sannfærður um að
þetta starf á eftir að skila rfkuleg-
um árangri, fyrr en sfðar.
Þá var Eflert spurður álits á
þeim ummælum dr. Yuri, að væn-
legra hefði verið til árangurs
fyrir landsliðið að leika ákveðnari
sóknarleik f leikjum sínum við
Holland og Belgfu.
— Það kemur mer raunar ekki
á óvart að um þetta skuli vera
deilt, sagði Ellert, og það má
örugglega færa fyrir þvf rök að
við hefðum átt að leika öðru vfsi
en við gerðum. En framhjá hinu
er ekki hægt að lita, að við höfum
notað sömu leikaðferðina f lands-
leikjum okkar tvö undanfarin ár,
og hún hefur skilað góðum
árangri. Það er tiltölulega stutt
sfðan að fslenzka landsliðið lék
mjög skipulagslaust. Ef um eit-
thvert skipulag var að ræða, þá
var það f þá átt að leika sóknar-
knattspyrnu og reyna að skora
mörk hjá andstæðingum. Við
þekkjum þá sögu, að oft fór svo að
við skoruðum ekki, en fengum
mörg mörk á okkur. Landsliðið
missti trú á sjálft sig og knatt-
spyrnan varð ekki hátt skrifuð. Á
þessu hefur orðið mjög mikil
breyting — ef til vill mest vegna
þess að leikaðferðin er skynsam-
lega útfærð. Hitt tel ég þó algjört
aðalatriði i máli þessu að eftir að
stjórn Knattspyrnusambandsins
tekjuafgangur. Ellert var að þvf
spurður hvort hann teldi hið opin-
bera veita fþróttahreyfingunni
nægjanlegan stuðning.
— Það er af og frá að svo sé,
sagði Ellert. Aðstoð hins opinbera
vað fþróttahreyfinguna er smán-
arleg. Má til dæmis um það nefna
að KSÍ sem velti 30 milljónum
króna á árinu fékk aðeins styrk að
upphæð 900 þúsund krónur, auk
nokkurs styrks sem sambandið
fékk vegna fræðslustarfsins.
Þetta er ekki nema dropi f hafið.
Það hefur verið styrkur okkar
hversu vel menn hafa unnið og
skipt á sig verkefnum. Afkoma
KSI byggist að mestu leyti á að-
sókn að landsleikjunum, og er þar
nánast um happdrætti að ræða
hverju sinni, og fer m.a. eftir
veðri og vindum hvort við fáum
vinninginn eða ekki. Frammi-
staða landsliðsins hefur hins veg-
ar orðið til þess að áhugi áhorf-
enda hefur aukist gífurlega mikið
og aðsókn að leikjum við Hollend-
inga og Belgíumanna var mjög
góð. Hins vegar var t.d. mjög lftil
aðsókn að leiknum við Luxem-
burgara, sennilega vegna þess að
fólk taldi þá ekki verðuga and-
stæðinga. Sýnir það eitt út af fyr-
ir sig hversu áhangendur knatt-
spyrnufþróttarinnar eru orðnir
kröfuharðir til landsliðsins okkar.
— Hvað er til ráða hjá fþrótta-
hreyfingunni til þess að auka
Nokkrir sljórnarmanna KSI bera saman bækur sfnar. Frá vinstri:
Hilmar Svavarsson, Jens Sumarliðason, Árni Þorgrfmsson, Gylfi
Þórðarson og Helgi Daníelsson.
tók ákvörðun um að ráða lands-
liðsþjálfara, þá varð hún að
treysta honum og láta starf hans
afskiptalaust. Hann varð að hafa
vald til þess að taka ákvarðanir og
standa og falla sfðan með þeim.
Bæði ég og aðrir höfðum svo okk-
ar skoðanir á þvf hvaða menn
hefði átt að velja í liðið og
hvernig það hefði átt að leika.
— Verður Tony Knapp endur-
ráðinn sem landsliðsþjálfari?
— Það er svo með íþróttaþjálf-
ara að það kemur að þvf að nauð-
synlegt er að skipta um. Þjálfar-
inn er þá búinn að brenna sig út
gagnvart liðinu og liðsmennirnir
búnir að nýta það bezta sem frá
þjálfaranum getur komið. Þvf
verðum við nú að velta því fyrir
okkur hvort þessi tfmi sé kominn
hjá íslenzka landsliðinu. Eg trúi
þvf, að enn geti Tony Knapp gefið
okkur mikið og full ástæða sé til
þess að kanna hvort hann sé til-
búinn að koma hingað aftur
næsta sumar. Með þvf myndi
hann ljúka því verki sem nú
stendur raunverulega yfir enn þá
— undankeppni heimsmeistara-
keppninnar. En inn í þetta bland-
ast auðvitað margt, eins og t.d.
hvort hann gerir það háar kaup-
kröfur að við ráðum ekki við það.
En hvort sem það verður Tony
Knapp eða einhver annar, þá er
það skoðun mín að nauðsyn beri
til þess að ráða landsliðsþjálfara f
fullt starf.
Knattspyrnusamband lslands
er nær eina sérsamband ISt sem
ekki berst f bökkum fjárhagslega.
Velta sambandsins á árinu var
um 30 milljónir króna og nokkur
skilning valdhafa á fjárþörf
sinni?
— Nú f seinni tfð hefur það
tíðkast að halda uppi þrýstingi og
hóta mótmælum eða verkföllum
og þannig hafa margir náð sfnu
fram. Iþróttahreyfingin hefur
ekki gripið til slfkra aðgerða og er
ég þeim ekki hlynntur. Ef til vill
er það vegna þessarar hógværðar
að íþróttahreyfingin hefur ekki
fengið meiri aðstoð. Mfn skoðun
er sú, að fþróttahreyfingin eigi
eftirleiðis sem hingað til að axla
sem mest af sfnum byrðum sjálf,
en hið opinbera verði hins vegar
að veita þann stuðning sem unnt
sé að halda uppi lágmarksstarfi.
Það eru óspart gerðar kröfur til
fþróttamanna okkar, þegar þeir
eru að keppa við útlendinga og
víst er að ekki skortir skammirn-
ar ef illa gengur. Þá er aldrei
tekið tillit til aðstæðna. Meðan
það er krafa þjóðarinnar að
fþróttamenn okkar keppi við er-
lenda fþróttamenn og standi sig
geta íþróttamennirnir og þeir sem
vinna að málefnum iþróttanna
gert þá kröfu á móti að þeir fái
stuðning. Það situr ef til vill ekki
á Knattspyrnusambandi tslands
að kvarta, en ég verð að segja það
eins og er að það liggur við að
maður verði feiminn þegar maður
sér hvernig aðstaðan er hjá hlið-
stæðum samböndum á Norður-
löndum, að maður tali nú ekki um
önnur Evrópulönd. Þar er fjöl-
mennt starfslið sem vinnur að
þeim verkefnum sem við reynum
að leysa með sjálfboðaliðsstörf-
um, og auk þess er svo þjálfari á
hverjum fingri.
U ^RlS/iy 0 OÖA/ii i
D yRTUfr ooMoeRRA
BSSfSss- “
Rf>A pEVSOft
lO’SSSssr
fVSssSsas