Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 6. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ráðstefnunni í Genf frestað? Nairobi, 8. janúar. Reuter. IVOR Richard, forseti Genfarráðstefnunnar um Rhódesiu, skýrði í dag ut- anríkisráðherra Kenya, dr. Munyua Waiyaki, frá við- ræðum sínum við afríska leiðtoga um Rhódesíumálið Sovézkur njósnari handtekinn New York, 8. janúar. FYRRUM rússneskur sjómaður var handtek- inn í New Jersey í gær sakaður um njósnir fyrir Sovétríkin, að því er talsmaður banda- rísku alríkislögregl- unnar skýrði frá í morgun. Sjómaðurinn, Ivan Rogalsky, hefur búið í Bandaríkjunum frá 1971. Þegar hann var handtekinn var hann með í fórum sfnum skjöl með upplýsingum um leynilega varnaráætlun sem unnin var í geimferðarmið- stöðinni I Princeton New Jersey. Átti maðurinn að af- henda háttsettum sovézkum fulltrúa hjá S.Þ. þessi skjöl. Rogalsky hefur lengi legið undir grun hjá FBI um að vera tengdur sovézku leyni- þjónustunni KGB í sam- vinnu við S.Þ. manninn, Jev- geny Petrovitz. og sagði á eftir að Bretar og Kenyamenn væru sam- mála að verulegu leyti um lausn deilunnar. Hann sagði á blaða- mannafundi að enginn þeirra leiðtoga sem hann hefði rætt við á ferð sinni hefði talið að lausn væri óhugsandi eða að Genfar- ráðstefnan væri tímasóun. Richard kvaðst ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvort hann mundi fresta Genfarráð- stefnunni sem ráðgert er að komi aftur saman 17. janúar. „Við vilj- um að viðræðurnar hefjist aftur eins fljótt og hægt er. En ef mér finnst okkur miða betur áfram I viðræðunum hér held ég að við ættum að halda þeim áfram í stað þess að fara aftur til Genfar 17. janúar," sagði Richard. Richard fer til Lusaka á mánu- dag og hyggst ræða við John Vorster, forsætisráðherra Suður- Afríku, á næstunni. Svona átti veðrið að Ifta út f gærdag hjá Reykvíkingum en f dag bregður hins vegar til norðanáttar og er að auki spáð sex til sjö vindstigum. Verður heiðskfrt vildi Veðurstofan meina, en ástæða mætti sýnast til þess að taka fram „föðurlandið". Búist er við Teng fram á siónarsviðið innan skamms Peking, 8. janúar. Beuter. GlFURLEGUR mannfjöldi safn- aðist saman á Torgi hins himn- eska friðar f Peking f dag og krafðist dauðadóms yfir Chiang Ching, ekkju Maos og samstarfs- manna hennar þriggja og jafn- framt, að Teng Hsiao-ping, fyrr- um forsætisráðherra, yrði kallað- ur aftur til starfa. Brúðulfki af Chiang og félögum hennar héngu niður úr trjám á torginu og með- fram götu eilffrar rósemi en þús- undir manna báru spjöld, þar sem skorað var á Hua Kuo-feng formann kfnverska kommúnista- Carter tilkynnir 30 millj- arða dollara efnahagsáætlun Plains, Georgíu, 8. Janúar. Reuter. Jimmi Carter kjörinn forseti Bandarfkjanna hefur nú ákveðið aðgerðir næstu tvö árin, sem eiga að hleypa nýju lffi f efnahag landsins. Verður alls 30 milljón- um dollara varið f þessu skyni f formi skattalækkana, skatta- afsfattar og framlaga til opin- berra framkvæmda. Carter skýrði frá þessu f gær- kvöldi að loknum fundi með leið- togum demókrata f fulltrúadeild- inni og öldungadeildinni, þar sem þeir lýstu stuðningi sfnum við aðgerðirnar og lofuðu að hraða afgreiðslu þeirra gegnum þingið. Verður upphæðinni skipt til helminga, 15 milljarðar á þessu ári og 15 milljarðar 1978. Helzti efnahagsmálaráðgjafi Carters, Charles Schultz, sagði fréttamönnum að á þessu ári myndu bandarískir skattborgarar fá milli 7—11 milljarða dollara endurgreidda af álögðum sköttum ársins 1976. T.d. myndi fjölskylda með 10000 dollara árstekjur frá 100—200 dollara endurgreiðslu. Starfsmönnum hins opinbera við náttúruverndarstörf, störf við hreinsun borga, almenningsgarða og annarra útivistarvæða yrði fjölgað úr 300 þúsund í 500 þús- und á þessu ári og i 750 þúsund á næsta ári og verður til þessa varið 6 milljörðum dollara, en talið er að þessar aðgerðir i heild muni veita um 800 þúsund manns at- vinnu og lækka atvinnuleysið í landinu úr 8.1% í 6.5—7% fyrir lok þessa árs. flokksins að endurreisa og fá Teng aftur til starfa. Á einu spjaldi stóð, að Teng hefði alltaf haft rétt fyrir sér. Mannfjöldinn safnaðist saman til að minnast þess að eitt ár er liðið frá láti Chou En-lais, fyrrum forsætisráðherra, en Teng, sem var einn nánasti samstarfsmaður hans gengdi embætti Chous með- an hann lá banaleguna og gert hafði verið ráð fyrir að hann yrði eftirmaður hans. Eftir lát Chous var Teng hins vegar sparkað úr embætti eftir mikla herferð, sem róttæku öflin undir stjórn Chiangs Chings stóðu fyrir. Var Teng kallaður hægrisinnaður kapitalisti og ævintýramaður og hann sakaður um að hafa staðið fyrir ólátum sem urðu á Torgi hins himneska friðar eftir lát Chous, sem kölluð voru gagnbylt- Framhald á bls. 2. Gjöf í byrjun kosninga- árs segir norskt blad ósló. 8. janúar. NTB. LARS Korvald, leiðtogi þing- flokks Kristilega þjóðarflokks- ins, segir að formannsskiptin f flokknum 1 byrjun kosningaárs komi á óheppilegum tíma og Aftenposten og Várt land taka 1 sama streng f umsögnum um formannaskiptin f kristilega- flokknum og miðflokknum en Arbeiderbladet talar um pólitfska sprengju. Várt land segir að fæstir fái beztu jólagjöfina f janúar en það fái Verkamannaflokkurinn svo sannarlega. Blaðið telur þó Verkamannaflokkinn ekki ör- uggan um kosningasigur þar sem reynslan sýni að allt geti gerst f norskum stjórnmálum og til skjalanna geti komið dug- legir formenn sem á skömmum tfma geti tryggt sér trausta stöðu f flokknum sfnum og maðal kjósenda. Aftenposten telur að breytingarnar geti haft nei- kvæð áhrif á samstarf borgara- flokkanna á kosningaári. Frá- farandi formenn, Káre Kristiansen og Dagfinn Várvik, hafi báðir unnið að borgaralegu samstarfi til að tryggja kosningasigur f haust en þó sé ekki að efa að eftirmenn þeirra muni feta í fótspor þeirra. Skoðanakönnun, sem frá er skýrt í Dagbladet, sýnir að meirihluti kjósenda, sem hafa ákveðið hvaða flokk þeir muni styðja, hyggst kjósa borgara- flokkana. 53% þeirra sem spurðir voru kváðust mundu styðja borgaraflokkana en 45% sósíalistísku flokkana. 1 nóvem- ber studdu 48% sósialistisku flokkana en 46% borgaraflokk- ana samkvæmt skoðanakönn- um Gallups. Teng Hsiao-ping „Blæmunur segir Rabin Washington, 8. janúar. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráð- herra tsraels, sagði f sjónvarps- viðtali f gærkvöldi að aðeins blæ- munur væri á tillögu Egypta um stofnun Palestfnurfkis f tengslum við Jórdanfu og fyrri tillögum þeirra. Rabin ítrekaði kröfu ísraels- manna um stofnun jórdansks Palestínuríkis innan landamæra Jórdaniu. Hann kvað tsraelsmenn reiðubúna að hörfa með lið sitt frá vesturbakka Jórdan, Golan- hæðum og Sinai, en sagði að ekki kæmi til mála að hörfa alla leið til landamæranna frá 1967. Egypzka tillagan kom fram í viðtali Washington Post við An- war Sadat forseta 29. desember og sérfræðingar töldu að hún gæti orðið málamiðlunarlausn sem Israelsmenn gætu sætt sig við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.