Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 AUcCVsiNGASÍMINN ER: 22480 JD0rgunl>I«bi& 4 skip með góðan loðnuafla til Raufarhafnan Undirbúningur fyr- ir bræðslu í gangi MILLI tfu og fimmtán loðnubát- ar voru á miðunum f gærmorgun að sögn loðnunefndar en alls munu liðlega 30 skip lögð af stað til loðnuveiða. Bátarnir byrjuðu að kasta um níuleytið f gærmorg- un en loðnunefnd var kunnugt um fjögur skip með afla og voru þau öll á leið til Raufarhafnar. Skipin voru Fffill með 570 tonn, Ásberg með 330 tonn, Freyja með 170 tonn og Súlan með 420 tonn eða samtals um 1500 tonn. Veiðisvæðið er enn norðaustur af Kolbeinsey, en þar leita skipin loðnu á svæði sem hefur um 15 mílna radíus. Loðnan líður hægt austur á bóginn en hins vegar er Árni Friðriksson að leita loðnu djúpt út af Langanesi og Bjarni Sæmundsson leitar djúpt út af Kögri. Undirbúningur fyrir bræðslu er í fullum gangi á Raufarhöfn. Um helgina er gert ráð fyrir að byrja að kynda f verksmiðjunni, en hins vegar er vonast til að unnt verði að byrja bræðslu þegar kemur fram í vikuna. Olíulítið er á Raufarhöfn um þessar mundir, en gert er ráð fyrir að skip verði komið með svartolíu í tæka tíð. Þá er einnig biluð dieselvél sem knýr verksmiðjuna, en ráða á bót á því með þvi að fá vél frá Siglufirði, sem nú er þar á hafnarbakkanum og bfður ferðar austur um. Færð óvenjugóð miðað við árstíma ÓVENJU góð færð er um þjóð- vegi vfðast hvar á landinu miðað við árstfma, að sögn starfsmanna vegaeftirlitsins. Þó er vfða tölu- verð hálka, og f gær var spáð kólnandi veðri, þannig að horfur voru á að færð gæti spillzt eitt- hvað að nýju á nokkrum stöðum á landinu. í gær var greiðfært sunnan- lands og vestan um þjóðvegi, en víða var þó allmikil hálka á fjall- vegum á Snæfellsnesi. Þá var að- eins stórum bflum fært um Bröttubrekku og sömuleiðis var Skattafslættir hækka vegna vísitöluhækkunar BREYTT skattvfsitala hefur þau áhrif að skattstigi og aðrar við- miðunartölur við álagningu skatta, svo sem persónufrádráttur og annað hækka. Samkvæmt upplýsingum Ævars tsbergs vara- rfkisskattstjóra fara f 20% skatt, sem er fyrsta skattþrepið 975 þúsund krónur hjá einstaklingi, en afgangurinn fer f 40% skatt. Hjá hjónum fara 20% í fyrstu 1.381.300 krónum og 40% af af- gang. Persónuafslátturinn verður nú 157.625 krónur fyrir einstakling og hjá hjónum 235.625 krónur. Barnabætur verða nú með fyrsta barni 48.750 krónur og með öðru barni eða fleiri 73.125 fyrir hvert barn. Þessar tölur eru miðaðar við skattvisitöluna 162,5 stig, en hún var hækkuð samkvæmt ákvörðun Alþingis nú rétt fyrir jólaleyfi þingmanna. aðeins stórum bílum eða jeppum fært um vegi vestan Búðardals. I kringum Patreksfjörð fór veður versnandi og færð var tekin að þyngjast á fjallvegum. Milli Þingeyrar og Flateyrar var fært stórum bílum og útlit var fyrir versnandi færð. Breiðadals- heiði og Botnsheiði voru ófærar, en í nágrenni ísafjarðar var greið- fært. Þorskafjarðarheiði var aft- ur á móti ófær. í gær var öllum bílum fært yfir Holtavörðu heiði, en þar var þá mikil hálka. Horfur voru þó á þvi að veður versnaði og við það gæti færð þyngst. Hins vegar var greið- fært um Strandasýslu og einnig á Siglufjarðarvegi í Mánárskriðum. Vegir voru greiðfærir í Eyja- fjarðarsýslu nema hvað mikil hálka er á öxnadalsheiði og í Ólafsfjarðarmúla. Vaðlaheiði var fær jeppum, en hins vegar var Framhald á bls. 37 EF andinn kemur yfir fólk er hvorki spurt um stað né stund. Myndin var tekin f skotinu hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar undir hádegið f gærmorgun og Ijósmyndarinn sá ekki betur en stúlkan væri að skrifa sendibréf. Ljósm: Friðþj. Skáksambandið hækkar verð- launaupphæðina um 1,5 milli. Boð um einvígishald gildir jafnt um einvígið Spassky-Hort og Petrosjan-Korschnoj SKÁKSÁMBÁND Islands hefur tilkynnt alþjóðaskáksambandinu að það hafi ákveðið að hækka verðlaunaupphæðina vegna ein- vfgishalds hér á landi úr 12 þús- und svissneskum frönskum f 32 þúsund franka, þannfg að verð- launaupphæðin svarar nú til 2,5 milljóna króna. Jafnframt hefur skáksambandið ákveðið að bið þess um einvfgishald gildi jafnt um einvígið milli Petrosjan- Korchnok og Spassky-Hort, og f samtali við Morgunblaðið f gær sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands tslands, að nú yrði að telja miklar Ifkur fyrir þvf, að af öðru hvoru einvfginu yrði hér á landi. Að sögn Einars ákvað skáksam- bandið að hækka verðlaunaupp- hæðina um 20 þúsund svissneska franka í von um væntanlega stuðning rfkisins og borgarinnar „Búinn að fá mig fullsaddan á óhöppum tengdum álagablettinum ’ ’ Lód í Ytri-Njardvíkum skilað aftur vegna undarlegra óhappa HANDHAFI lóðarinnar Lyng- mói 2 f Ytri-Njarðvfkum skilaði lóð sinni aftur til bæjarins nú um áramótin eftir að f Ijós kom að 100 fermetra álagablettur er á lóðinni, blettur sem ekki má raska samkvæmt þvf sem fram hefur komið f könnun miðla á málinu. Handhafi lóðarinnar, Helgi Sigvaldason, hefur haft hana f tvö ár, en ávallt þegar eitthvað átti að fara að vinna f lóðinni, henti óhapp, slys og fleira hjá fjölskyldu hans. 1 samtali við Morgunblaðið kvaðst Helgi ekki vilja tjá sig um þá hlið málsins, en hins vegar sagðist hann hafa farið að gruna eftir þriðja óhappið að ekki væri allt með felldu f málinu og eitthvað tengt umræddri lóð. Við könnun málsins m.a. á miðilsfundi, kom í ljós að mjög gamall álagablettur er á lóð- inni, um það bil 10x10 metrar. ' „Mér er ljúft að taka fram,“ sagði Helgi, „að ég hef ekki verið trúaður á neitt þessu Ifkt, en eftir þessa reynslu er ég annarrar skoðunar og ég er Framhald á bls. 2. við einvfgishaldið. Kvaðst Einar að nýju hafa átt símtai við dr. Euwe, forseta alþjóðaskáksam- bandsins, og þannig talast um að milli þeirra, að boð íslenzka skák- sambandsins um einvfgishald hér á landi gilti jafnt fyrir einvígið Petrosjan-Korschnok og Spassky- Hort, og sagði Einar að í ljósi þessarar sfðustu framvindu mála yrði nú að telja mjög líklegt að annað hvort einvígið yrði haldið hér á landi. Einar sagði ennfremur, að ráð- ast myndi mjög fljótlega með það hvar einvígið milli Spassky og Horts yrði haldið en hins vegar gæti dregist eitthvað lengur þar til niðurstaða fengizt með ein- vígisstað þeirra Petrosjan og Korchnoj. Hins vegar hefði Skák- sambandið ákveðið að taka við því einvfgi sem fyrr yrði afráðið, og eins og áður segði væru miklar lfkur á þvf að það yrði einvígið milli Hort og Spassky. Verði af einvígishaldi hér á landi eins og margt bendir nú til er afráðið að það fari fram á Hótel Loftleiðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.