Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977 + ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Mávahllð 7, andaðist föstudaginn 7. janúar i Landakotsspitala Guðlaug Júllusdóttir, Guðmundur Jónsson, Þórir Skúlason, Júllus Skúlason. Systir min, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, nuddkona, Laugarnesvegi 90, Reykjavík, andaðist að Sólvangi 7 þ m Jarðarförin auglýst síðar Sigríður Sigurðardóttir. + Eiginkona mín og móðir okkar. JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Ljósheimum 8. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 11 janúar kl 10 30 Þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Hjartavernd. Hörður Valdimarsson, Halldór Harðarson, Ástrfður Harðardóttir, Ólafur Harðarson, Valgerður Harðardóttir. + Elsku litli drengurinn okkar og bróðir, ÞÓR, Skerseyrarvegi 1 A, Hafnarfirði. er lézt á Barnadeild Landakotsspltala 5 janúar s.l. verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 10. janúar kl. 2 e.h Kjartan Kjartansson, Ingibjorg Pálsdóttir, Soffla Kjartansdóttir Minning: Þorsteinn Friðbjörn Ein- arsson húsasmíðameistari Mig langar að minnast þessa aldna vinar mins með nokkrum orðum en Þorsteinn lést í Land- spítalanum 30. des. s.l. Þorsteinn F. Einarsson fæddist að Skipum í Stokkseyrarhreppi 26. mars 1887. Siðar fluttust foreldrar hans til Stokkseyrar og byggðu þar hús sem þau kölluðu Merkigarð. Þarólst Þorsteinn upp ásamt yngri bróður sinum Guðmundi og rikti mikil vinátta með þeim bræðrum alla tíð og slitnuðu aldrei þau bönd, sem tengdu Þor- stein við æskustöðvarnar og bróð- ur sinn meðan hans naut, enda var hann þar tiður gestur. Guð- mundur lést í október á siðasta ári. A unglingsárunum stundaði Þorsteinn sjóróðra og aðra vinnu eftir þvi sem til féll. Tuttugu ára gamall fluttist hann til Reykjavik- ur og vann bæði á sjó og landi uns hann komst I húsasmiðanám hjá Sigurjóni Sigurðssyni og vann hann við þá iðn þar til hann hætti störfum hátt á áttræðisaldri. Þor- steinn mun hafa byggt meira en 60 hús hér I borginni auk margra I annarra húsa, sem hann breytti og annaðist viðgerðir á. Hann var eftirsóttur til vinnu þvi hann var harðduglegur og hagsýnn. Þótti hann nokkuð vinnuharður og ein- ráður I starfi, en sjálfur vann hann manna mest og hlifði sér aldrei. Þorsteinn var sérlega heilsuhraustur og kom það sér vel því hann þurfti oft að vinna lang- an vinnudag og fyrir stórri fjöl- skyldu var að sjá. Arið 1909 kvæntist Þorsteinn Ragnhildi Benediktsdóttur ætt- aðri frá Sámsstöðum í Fljótshlið. Þeim varð sex barna auðið. Elstur var Guðmundur málarameistari (látinn), kvæntur öldu Péturs- dóttur. Hann var einnig kunnur sem listmálari. Þá var Sigríður (látin), gift Alfreð Gislasyni lækni. Næstur var Ingólfur, dó hann ungur. Eftirlifandi börn þeirrra hjóna eru: Unnur, gift Guðbjarti Þorgilssyni starfs- manni hjá Skeljungi h/f, áður gift Jóni Bergsveinssyni (látinn), Benedikta, gift Sæmundi Kristjánssyni vélstjóra, og Einar húsasmiður, kvæntur Sigur- björgu Sigurðardóttur. Sá sem þessar llnur ritar kynnt- ist fjölskyldu Þorsteins fyrir tæp- um 40 árum. Þá bjó hún að Holts- götu 37. Það hús byggði Þorsteinn fyrir sig og sina, var það stórhýsi á þess tima mælikvarða. Þegar börnin voru öll heima voru þar venjulega 10—11 manns í heimili, þvi auk barnanna bjó þar Sigrlð- ur móðir Ragnhildar svo og nem- ar, sem voru að læra hjá Þor- steini. í þá daga þurfti meistarinn að sjá slnum nemum fyrir fæði og Framhald á bls. 27 + JÓN ÁRNASON. fyrrv. bankastjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 11 janúar kl 3 e.h. Sigríður Björnsdóttir, Björn Jónsson, Árni Jónsson. Útför eiginmanns mlns og föður okkar HAFSTEINS E. GÍSLASONAR, Hringbraut 82. Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. janúar 1977kl. 13.30. Ása Sturlaugsdóttir, Hallfrfður G. Hafsteinsdóttir, Halldóra J. Hafsteinsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir. PéturV. Hafsteinsson, Anna G. Hafsteinsdóttir. Ingjaldur S. Hafsteinsson, Jarþrúður Hafsteinsdóttir. + :41 Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar og tengdamóður MARIE DAM Einnig færum við sérstakar þakkir læknum. hjúkrunarfólki og öðru starfsliði Borgarspltalans deild A 7 fyrir frábæra aðhlynningu I veikind- um hennar Ellen og Viðar Pétursson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÚLÍÖNU RANNVEGAR MAGNÚSDÓTTUR Bergljót Guðmundsdóttir. Gunnar B. Kristbergsson. Þórunn Guðmuridsdóttir, Björn Guðmundsson, Gunnlaug G. Baldwin, Einar Guðmundsson, og bamabörn. Minnst hjóna og sonar þeirra: Elísabet Jónsdóttir, Sigurður Jónasson og Kristján Hallgrímur DÁIN , horfin harmafregn, hvílík sorg hefur dunið yfir. En hvers er að vænta af þessu lifi. Það er óvægið og minnir á að það er lítið annað en að hryggjast. og gleðjast hér um fáa daga. En maður er nú ekki alltaf með þetta I huga. Þeg- ar allt leikur I lyndi og llfið sýnir aðeins sínar björtu hliðar, þrátt fyrir þao, aimt æam oft minnt á þá staðreynd hvert fótmai ac.n við stígum getur verið hið síðasta T þessu lffi. Og enn erum við minnt á þessa staðreynd, á fyrstu dögum þessa nýbyrjaða árs. Ég var staddur á heimili systur minnar að Hnífs- dalsvegi 1 her á ísafirði, á fyrsta degi þessa árs og naut þar þess ástrikis og kærleika, sem ég hefi notið á þvf heimili um áratuga- skeið og ætíð þaðan farið end- urnærður á sál og likama af þeim kærleika, sem þetta heimili var svo ríkt af. — En réttum sólar- hring síðar er þetta hús autt og tómt. Hvað hefur komið fyrir? „Þau fórust I bílslysi" segir presturinn, — þau eru öll dáin. Ég fann til, það slitnaði eitthvað innra með mér. Það var sem klipp t væri á þráð, sem hafði tengt mig þessu fólki, þessu heimili svo lengi. En f staðinn var komið dimmt sogarský og I gegnum þetta ský sá ég fyrir mér þennan hörmulega atburð. Þau Elísabet og Sigurður eign- uðust lítið af veraldlegum auði en þess meira af andlegum fjársjóð- um, sem geymast mun I minningu samferðarmanna og verða þeim sjálfum veganesti á næsta tilveru- stig. Sigurður Jónsson átti alla sína ævi heima I þessu húsi. Hann leiddi brúði sína unga inn I þetta hús, og með þeim tókust fölskva- lausar ástir, sem entust þeim allt lífið. Þau eignuðust sjö börn, hvert örðu myndarlegra. Sex þeirra lifa nú foreldra sína. Yngsti sonurinn fylgdi þeim I slð- ustu förinni. Þegar leiðir skilja, flyt ég þess- um hjartkæru vinum minum hjartans þakklæti fyrir þá hjarta- hlýju, sem.ég heforðið aðnjótandi á heimili þeirra. hefur tví- mælalaust gert mig að betn manni. Og frændi minn, sem svo fljótt er frá okkur kallaður var drengur góður, sem öllum vildi gott gera og var sönn fyrirmynd allra ungra manna. Kannske guð- irnir hafi talið hann of góðan fyr- ir þennan spillta heim. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elski. Ég bið algóðan Guð að vernda sálir þeirra og bíð ég sjálfur þeirrar stundar við við hittumzt aftur á nýju tilverustigi. Blessuð sé minning þeirra. Hallgrfmur Jónsson. Guðjón Sigurður Hermannsson F. 6.12 1962. D. 1.1 1977. Nokkur þakkarorð. Oft er sagt að þeir deyi ungir, sem guðirnir elska mest. Það efa ég ekki. Guðjón var mjög elsku- legur drengur, og ljúfur I fram- komu. Hann dvaldi á heimili mínu sumartlma fyrir þremur ár- um. Ætlð var hann jafn og sann- ur, glaður drengur, en stilltur vel. Jón sonur minn og Guðjón voru sérstaklega góðir vinir. Oft dvöldu þeir saman um helgar. Nonni vinur hans þakkar honum nú allar þeirra samverustundir. Élsku Ósk mln og Hermann, ég óska ykkur alls hins besta, og megi guð styrkja ykkur I ykkar miklu sorg. Það er huggun harmi gegn að eiga góðar minningar um góðan son. Systkinum Guðjóns og öðrum vandamönnum bið ég guðs bless- unar. Björt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.