Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 27 — Minning Þorsteinn Framhald af bls. 38 húsnæði. Húsmóðirin Ragnhildur var mjög glæsileg kona og rak hún heimilið með rausn og mynd- arskap. Hún var ákaflega félags- lynd og var það oft margt um manninn. Síðar fluttust börnin að heiman smátt og smátt en meðan Ragnhildur lifði var Holtsgata 37 þeirra annað heimili. Ragnhildur lést árið 1954. £g get ekki látið hjá líða að minnast örlftið meira á Þorstein en hin siðari ár kynntist ég hon- um allvel. Þorsteinn var maður stálminnugur og kunni frá mörgu að segja. Talaði hann oft um gamla tfmann og hve lffsbaráttan hefði verið hörð og erfið. Þetta lagaðist þó með árunum og eftir að hann fór að vinna sjálfstætt breyttist þetta til batnaðar. Þorsteinn var maður hæglátur og yfirlætislaus og ekki sérlega málgefinn en þéttur fyrir, ákveð- inn í skoðunum og trúr sinni sannfæringu. Hann var strang- heiðarlegur og virtist mér vera hans æðsta boðorð að vanda sem mest það sem hann vann fyrir aðra og hafa ekkert rangt af nein- um. Á miðjum aldri fór Þorsteinn að missa heyrn. Ágerðist heyrnar- leysið með aldrinum og sfðustu árin var hann svo til orðinn heyrnarlaus, en þá dvaldist hann að Hrafnistu. Var heyrnarleysið honum bagalegt í umgengni við vistfólkið og varð hann af þeim sökum mjög einmana, þvf gömlu vinirnir og samferðafólkið var horfið af sjónarsviðinu. Fannst mér Þorsteinn vera tilbúinn að hverfa héðan og þakka ég þessum gamla vini mfnum góða samfylgd og óska honum Guðs blessunar. Sæmundur E. Kristjánsson HAGSTROM Vió eigum gitara vió allra hæfi. Hér eru nokkur sýnishorn og veró. V.B.K. Vesturgötu 4 ÚTSALA OG BÚTASALA BYRJAR Á MORGUN. Vefnaðarvörubúð V.B.K. Vesturgötu 4. íbáta og verstöðvar Lystadún dýnurnar henta ekki síður í bátum og verstöðvum, en í heimahúsum. Við bjóðum þær tilbúnar eða eftir máli, klæddar ýmsum áklæðum, ...efni til að spá í LYSTADÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 84655 -fiTSALA" hefst á morgun Vefnaðarvomr: Brjóstahaldarar stuttir og síðir Nærbuxur Ullarnærföt Hnésokkar Legghlífar Nylonsokkar Snyrtivara: Gjafakassar Naglalökk Varalitir Augnskuggar ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M At GLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR M' At'GLYSIR I MORGtNBLAÐINt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.