Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977
41
fclk í
fréttum
+ Vibeke Reumert er dótt-
ir Poul Reumerts frá fyrra
hjónabandi. Hún kom fyrst
fram sem leikkona í „Det
ny Teater" f Kaupmanna-
höfn árið 1929. Síðan
starfaði hún við konung-
lega leikhúsið i tæp þrjú ár
en hætti þá að leika. „Ég
þoldi ekki leikhúsið, ég var
uppgefin bæði á sál og lík-
ama þegar ég fór þaðan,"
segir Vibeke. Hún hefur að-
eins einu sinni komið fram
sem leikkona síðan, en það
var árið 1952 í Árósum.
Vibeke Reumert er vel
þekkt bæði i Svíþjóð og
Noregi en þar hefur hún oft
lesið upp í útvarp. i Dan-
mörku er hún þekktust fyrir
starf sitt i þágu Rikisbóka-
safnsins fyrir blinda, en
hún hefir i mörg ár unnið
við að lesa inn á segulbönd
sem blindir fá síðan lánuð
heim sér að kostnaðar-
lausu. Vibeke var sjö ára
þegar foreldrar hennar
skildu en hún segir að sam-
bandið við föður sinn hafi
alla tíð verið mjög gott.
Tove Ditlevsen var mjög
góð vinkona Vibeke og hún
segist geyma öll bréfin frá
Tove og þau á konunglega
bókasafnið að eiga eftir
hennar dag. Litla myndin er
af Vibeke er hún kom fyrst
fram á leiksviði.
:
Vaktaskipti
+ Ford Bandarfkjaforseti
fagnaði nýju ári á skfðum f
Vail Mountain f Colorado.
Maðurinn við hlið hans er Iff-
vörður bandarfsku leyniþjón-
ustunnar.
+ Vaktaskiptin hjá lffverði
drottningarinnar við Amalien-
borg eru ekki sfður glæsileg
þegar hallargarðurinn og göt-
urnar eru þaktar snjó. Annars
hefur snjórinn að undanförnu
valdið frændum okkar Dönum
heilmiklum erfiðleikum. Mikl-
ar umferðartruflanir hafa orð-
ið, lestarferðum seinkað og bfl-
ar setið fastir f snjónum, enda
fæstir þeirra búnið til aksturs f
snjó og hálku.
+ Shelley Winthers leikur
vondu nornina f nýjustu
Disney-myndinni „Peters
drage“ eða „Flugdrekinn hans
Péturs“ sem er ævintýra-
músikmynd og er álitið að hún
mundi ná álfka vinsældum og
„Mary Poppins“. Það var svo
sem auðvitað að ég yrði látin
leika vondu nornina, þegar ég
loksins fékk að leika f reglu-
legri fjölskyldumynd," segir
Shelley. „Og vinir mfnir segja
að ég þurfi ekki að hafa neina
grfmu.“
PRENTiðnað ARMENN!
Þœr eru komnar til landsins „COMP/SET” Ijóssetningavélarnar
og hinar fyrstu hafa þegar verið teknar í notkun. Frábcer nýjung, sem
vekur óskipta athygli um allan heim.
Kynnist þessari undravél og sannfœrist um gceði og möguleika og ekki
sízt hið ótrúlega hagstœða verð.
Fullkomin viðgerða-, varahluta- og leiðbeiningaþjónusta hjá inn-
lendu umboði tryggir öruggan rekstur.
OTTO B. ARNAR
UMBOÐSVERZLUN
Hverfisgötu 57 Reykjavík Símar 12799& 14510
Þetta er „COMP/SET” setning.
BankastrœN9 sími 11811