Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977
MOR^dK/
KAF r/N(J
ÍT *vOs
^J5,
Kennarinn: Hvað er eyði-
mörk, Tómas?
Tommi: Eyðimörk er staður,
þar sem enginn gróður vex.
Kennarinn: Alveg rétt. —
Geturðu nefnt mér dæmi?
Tommi (eftir nokkra um-
hugsun): Höfuðið á honum
pabba.
Frúin: Eruð þér ekki maður-
inn, sem var hér fyrir tfu mín-
útum sfðan?
Betlarinn: Jú, þér sögðust
ætla að gefa mér bita næst þeg-
ar ég kæmi.
— Hvernig komst pabbi þinn
að þvf að við fórum út f gær-
kvöldi? spurði hann.
— Þú manst eftir manninum
sem við ókum á rétt hjá
Tjarnarbrúnni og hrópaði ragn-
andi á eftir okkur. Það var
pabbi.
Hún: Þegar ég giftist þér,
hélt ég að þú værir hugrakkur
maður:
Hann: Það sögðu líka allir
vinir mínir.
GRANI göslari
UMUuOk&HBV fc40S>L&-
rr
>2oy , ' POLLUX
Kærustu í hverri höfn? — Nei,
væna mfn, þær búa allar nokk-
urn spöl frá höfninni!
Hann er vfst að reyna að hætta að reykja?
Samskiptin við kerfið
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
FYRIR nokkrum árum kynnti
kfnverjinn Wei nýtt sagnkerfi,
sem hann nefndi „nákvæmis-
laufið", (Precision Club). Sfðan
hefur það farið eins og eldur f
sinu um allan heim. ltölsku
heimsmeistararnir fyrrverandi,
tóku upp sagnkerfi þetta árið
1972 I nokkuð breyttri og endur-
bættri útgáfu. Þykir mörgum nóg
um, og fer um hrollur, þegar
áhangendur þessarar útgáfu, sem
nefnd er „Superprecision", segja
á spil sfn. Lftum nú á dæmi um
hvernig sagt er samkvæmt
súpernum!
Við lágum heldur betur I því f
samskiptum okkar við Gjald-
heimtuna undir lok slðasta árs.
Komið var fram undir áramótin
er tilkynning barst um ógreidda
dráttarvexti, sem fallið höfðu á
opinber gjöld sem greidd höfðu
verið að fullu fyrir árslok 1975.
Koman I Gjaldheimtuna til að
leita skýringar er I sjálfu sér
kapltuli út af fyrir sig vegna
ókurteisi og embættishroka
„starfskrafts“ þar. Sleppum því.
Við rólega athugun siðar kom í
ljós, að á kvittunum Gjaldheimt-
unnar stendur I athugasemda-
dálki m.a.: „Kvittunin er gefin
með fyrirvara um ófærða dráttar-
vexti“. Þetta þarf fólk að athuga
vel og vara sig á í samskiptum
slnum við þessa stofnun. Því þó
skattar og skyldur hafi verið
greiddar upp fyrir áramótin er
hreint ekki öruggt að svo sé.
Dráttarvextir geta auðveldlega
leynzt I kerfinu þeirra. Og þvf er
nauðsynlegt að ganga eftir því að
maður fái ekki dráttarvexti í
hausinn eftir dúk og disk. Skatt-
heimta hins opinbera er fyrir
löngu komin í hámark þó manni
sé ekki lfka gert að greiða dráttar-
vexti og verða fyrir hvers konar
óþægindum alsaklaus.
N. og S.“
Já, það eru margar sögurnar til
af samskiptum fólks við hið opin-
bera eða „kerfið“, eins og það er
stundum nefnt og það þarf oft-
lega að athuga sinn gang vel og
vandlega f þessum mismunandi
samskiptum við það. Talað er um
embættishroka I bréfinu og það
er sennilega rétt að sumir eru
haldnir einhverju sem bezt er
flokkað undir það — þannig að
sumum sem þurfa að eiga sam-
skipti við hið opinbera finnst
næstum eins og það sé nánast
greiði að fá að koma inn I sumar
stofnanir og mega njóta þeirrar
vinsemdar að fá afgreiðslu.
En við verðum líka að taka það
með I reikninginn að það eru
frekar hinar neikvæðu sögur sem
heyrast, það lætur minna I því
sem vel er gert, a.m.k. stundum.
0 Ókurteisir
aflesarar
Eins og flestir vita gerist það
á nokkurra mánaða fresti að af-
lesarar koma á hvers manns heim-
ili og lesa af mælum rafmagns- og
hitaveitu og kannski fleiri mæl-
um. Kona sem kveðst hafa orðið
fyrir nokkru ónæði vegna slfkra
aflestrarmanna hafði samband
við Velvakanda og vildi segja
eftirfarandi sögu:
— Mér finnst að þessi svoköll-
uðu aflestrarmenn mættu temja
sér öllu meiri kurteisi. Þeir koma
að dyrunum hjá manni og byrja á
þvf að hamast á dyrabjöllunni.
Þeir geta ekki hringt einu sinni
eða tvisvar eins og allt venjulegt
fólk, nei þeir þurfa endilega að
hamast og ef þeim finnst ekki
nógu fljótt við brugðið innan dyra
gera þeir sér lítið fyrir og æða
inn. Þeir hafa enga hugmynd um
hvernig stendur á hjá manni, það
geta verið veikindi, eða fólk verið
sofandi (vaktavinnufólk) og las-
burða fólk og því er það af mörg-
um og margvfslegustu ástæðum
sem ekki er hlaupið að dyrunum
við fyrsta þrusk.
Vestur
S. KGx
H. Dxxx
T. Áxx
L. AKD
Vestur
1. lauf (1)
2. hjörtu (3)
3. hjörtu (5)
4. lauf (7)
4 grönd (9)
6 hjörtu (11)
Austur
S. Áxx
H. KG109x
T. KGx
L. xx
Austur
1 hjarta (2)
2 grönd (4)
3 spaðar (6)
4 spaðar (8)
ðtfglar (10)
pass
Já, Stfna mfn, þakka þér, saklaus lygi — og þá small allt
saman!
Og skýringarnar:
(1) 16 eða fleiri punktar, hvaða
skipting sem er.
(2) 8 punktar eða meir, a.m.k. 5
hjörtu.
(3) Spurning um styrk tromp-
litarins.
(4) Sýnir fimmlit með einn af
þrem hæstu.
(5) Spyr nánar um styrk hjarta-
litarins.
(6) Sýnir Á-G, K-G eða D-G
nákvæmlega.
(7) Hvað áttu mörg kontról,
félagi. Ás=2 og kóngur=l
kontról.
(8) Ég á 4 kontról alls.
(9) Fyrirstaða f spaða. Hvar átt
þú lægstu fyrirstöðu?
(10) Fyrirstaða í tígli.
(11) Þú ættir að vinna 6 hjörtu,
félagi.
Þrátt fyrir alla nákvæmnina
held ég að rétt sé að velja eitthvað
einfaldara en þessi ósköp.
ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI
FREDERICK MARLMER/ forsIJOri,
FANNV FRÆNKA/ systlr hans,
GABRIELLA, PIA/ b»rn«b»rn
Malmers, Otto Malmer/ sonur hans,
Helene Malmer/ kona Ottos Malmer,
Mlna frtenka/ riðskona, Kalli/ námu-
verkamaður, BJörn Uddgren/ tfdttur-
sonur Kalla, Anders Lövlng/ Ittg-
reglustjdri, Puek og Einar Bure,
Christer Wijk og elnnlg ad nokkru
Gertrud og Jan A»el Malmer.
1. kapituli
Þess sem ég minnist bezt frá
hinum sérstæðu dögum við
Rauðhólaverksmiðjuna, eru —
hvernig sem á þvl nú stendur
— allar þessar rósir. Þegar ég
legg aftur augun, sé ég þær
fyrir mér enn á ný, hvftar,
dumbrauðar, gular... sumar
útsprungnar og fegurð þeirra
verður enn tilkomumeirl þegar
ég sé fyrir mér er þær vefjast
upp vegginn við gluggann hjá
Gabriellu — eða þegar þær
höfðu verið tlndar ferskar og
settar f eðla kristalsskál. 6g
finn f vitum mér angan þeirra
— angan sem rúmar f sér allar
þessar minningingar.
Rósir.
Kossa
Dauða.
Eiginiega byrjáði allt með
nokkrum kossum. Ekki svona
hvers dagslegum skyldukossum
eins og maðurinn minn er van-
ur að planta utan við sig á enn-
ið á mér — heldur með ástrfðu-
þrungnum ástaryfirlýsingum
nokkrum mánuðum áður milli
Gabriellu og Christers Wljk
lögregluforingja. Áhrif og af-
leiðingar þessara kossa urðu
bæði sérstæðar og dramatfskar.
Bréf Christers kom á
persjónatið f Fryksdalin um
nfuleytið á laugardagsmorgun
og þar sem aðeins var skrifað
utan á bréfið tll Einars, hafði
ég hemil á óþoli mfnu og lagði
það í veskið mitt án þess að
opna það. En ég gekk yfir að
prestsetrinu fyrr en ég hafði
ætlað mér. Christer Wijk telst
naumast til þeirra sem var að
skrifa bréf f tfma og ðtfma,
ekki einu sinni hafði hann svo
mikíð við sfna kærustu vini.
Svo að nú furðaði ég mig á þvf
hvað væri á seyði...
Andvarpandi sneri ég baki
við sólskininu og hlýjunni og
fálmaði niður f kjallarann. Það
fylgdu ákveðnir annmarkar
hinu nýja áhugamáli eigin-
manns mfns. Ættarrannsóknir
eru áreiðantega I sjálfu sér af-
skaplega heíllandi viðfangsefni
og þar sem meðlimir Bureætt-
arinnar virtust lengstum hafa
leitað á slóðirnar hér um kring
var eðlllegt að leita upplýsinga
um þá hér I rykföllnum kirkju-
bókum og skjalasöfnum. En þó
gat ég ekki varizt þeirri tilhugs-
un að maðurinn minn hefði
haft langtum betra af þvf að
verja leyfí sfnu á baðströnd
heldur en f rykkðfi innan um
gamlar skruddur, eftir að hann
hafði hvort eð er kúldrast ínni
við f sambandi við kennsluna
allan veturinn.
Brún augu hans Ijómuðu þeg-
ar hann leit á mig. En ég gerði
mér þó fullkomlega grein fyrir
þvf að sá Ijómi var af erfða-
fræði- og ættfræðilegum toga
spunninn, fremur en fögnuður
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
hans væri svo ðhemju mikill
yfir að sjá mig.
— En gaman að þú skulir
koma svona snemma. Hér er
sannarlega nóg að gera. Puck,
veiztu að börnin þfn munu hafa
blóð bæði Tegners og Frödings
f æðum sfnum.
— Það er geðveiki f báðum
þeim ættum, sagði ég til að
hægja örlftið á ákefð hans.
Meðan ég leit f kring um mig
hvort ég gæti sézt einhvers
staðar sá ég eftir að hafa farið f
nýþvegna hvfta kjólinn minn.
En þegar ég sá að Einar var f
þann veginn að gleyma návist
minnl og ætlaði að fara að
sökkva sér aftur ofan f bækurn-
ar sagði ég hraðmælt:
— Ég er með bréf til þfn.
— Bréf? Hver veit að ég er
hér.
Ég leit á umslagið og velti þvf
f hendi mér.
— Það hefur verið sent til
Skóga fyrst. Það er væntanlega
hin IJúfa systir þfn, sem hefur
breytt heimilisfanginu.
En þrátt fyrir þetta virtist
mér Einar vera á góðri leið með