Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9, JANUAR 1977 19 Flugráð fjallar um slökkvi- bílana MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá flugráði, þar sem fram kemur að á 903. fundi ráðsins nýlega hafi eftirfarandi samþykkt verið gerð: „Flugráð harmar þau blaða- skrif, sem orðið hafa um slökkvi- bifreiðar þær sem flugmálastjórn hefur fengið frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Stafa þau að mati flugráðs af þeim misskiln- ingi varnarmáladeildar, sem fram kom m.a undir mynd í dagbl. Vísi 10. des. s.l., að um ,,nýuppgerðar“ bifreiðar væri að ræða. Flugráð ítrekar fyrri samþykkt og leggur áherslu á að flugmála- stjórn fái til afnota þau sérhæfð flugvallaslökkvitæki, sem ekki verða notuð áfram á Keflavikur- flugvelli og nothæf eru. Hins veg- ar er nauðsynlegt að leiðrétta að f umræddu tilfelli sé um „nýupp- gerð“ tæki að ræða. Slík yfirlýs- ing varnarmáladeildar er röng. Flugmálastjórn var vel kunnugt um ástand tækjanna og hefur tek- ið við þeim með hliðsjón af þvf mjög alvarlega ástandi, sem er í þessum efnum á islenskum flug- völlum. Hefur flugráð engu við það að bæta. Flugráð vill taka fram, að það telur ekki að um ágreining sé að ræða við varnar- liðið. Jafnframt leyfir flugráð sér að vænta þess, að það þurfi ekki að taka þátt f frekari opinberum deilum um þetta mál.“ sér strax vafningalaust að efninu, leyfa ekki orðaskvaldur í ótfma, enda áorkaði hann svo miklu, að við, sem nærri fórum hvað hann sýslaði, furðuðum okkur einatt á úthaldinu. Undir svo ágætri stjórn reis lfka hamingjustjarna skipa og Skipadeildar með stækkandi flota og nýjum verkefnum. Frægasta fremdin var tvfmælalaust kaup hans og forystumanna samvinnu- hreyfingarinnar á Hamrafellinu, sem langstærst skipa hefur kom- izt f eigu Islendinga, en kaupin og rekstur þess voru til fyrirmyndar, meðan innanlandsútsynningur rökkvaði ei loft, en eins og kunn- ugt er varð að selja skipið úr landi vegna rekstrarörðugleika eftir geysilangt úthald og andvökunótt. Óskráð siglingasaga þjóðarinnar mun sfðar fjalla um þann þátt Hirti að vansalausu, — kannski með lofi sem vert væri. Mér býður nú í grun, að sá kaldi Hjörtur Hjartar Afmæliskveðja barningur og sleitulaus önn við fjölmörg trúnaðarstörf hafi loks- ins komið honum, eins og Þór forðum, á annað hnéð, og þvf hafi hann ákveðið að draga sig f hlé, meðan enn var gott tóm til að bæta eiginkonu, börnum og barnabörnum. upp frátafir á liðn- um tfma, og þá að geta loks hvflzt frá þvf hversdagsnauði, sem jafn- an þjakar reglusama forystumenn fyrir fjölmennu starfsliði. Er hann þess ráðslags mjög makleg- ur. Á sextugsafmæli þessa vel- gjörðamanns míns færum við hjónin honum, og hans frábæru eiginkonu sem ávallt hefur staðið sem bjarg við hlið hins þróttmikla hlyns, beztu árnaðaróskir, og við biðjum þeim heilbrigði og bless- unar. K.P.K. Óvænt nýorðin atvik í atburða- rás Sambandsins, og svo, fáum dögum sfðar, sextugsafmæli þess, er þáttaskilunum olli, knýr hug- ann til löngu liðins tfma og 16 ára erils í Skipadeild Sambands fsl. samvinnufélaga. Við þær endurminningar, sem allar eru mér ljúfar, er mér efst í sinni þakklæti fyrir það vega- nesti, sem mér áskotnaðist í við- kynningu við þann minnisstæða og konunglundaða vin minn, er þar stýrði för. Einu ári er nú vant f aldarfjórð- ung sfðan sá mæti og ráðholli vin- ur — Jónas Jónsson frá Hriflu — hvatti framhaldsdeildarnemend- ur Samvinnuskólans til að leita sér starfa hjá tveimur af fram- kvæmdastjórum Sambandsins, í tilefni þess að ráða átti þar nýja menn, og að áeggjan hans afréð ég að knýja dyra hjá þeim yngri, sem ófullveðja hafði orðið yngsti kaupfélagsstjóri landsins, og sem þá þegar, aðeins 35 ára að aldri, hafði skilað lofsverðu uppbygg- ingarstarfi hjá tveimur kaupfél- ögum og orðið þar svo vel kynnt- ur, að hann varð eftirsjá öllum góðum mönnum úr héraði. Þá var Skipadeild Sambandsins nýorðin sjálfstæð deild, og hafði hinn hugumstóri Vilhjálmur Þór og Sambandsstjórn fengið for- ræði hennar í hendur Hirti Hjart- ar, sem ég varð vitni að í röskan hálfan annan áratug, að fór að öllum störfum með tvfefldu kappi og virtist hafa að leiðarljósi manngildi Kolskeggs, að „hvárki skal ek á þessu níðask ok engu öðru, því er mér til trúat". Reyndar kunni ég áður örfá deili á æviþáttum þessa verðandi húsbónda mfns, að æskuspor hans á Þingeyri lágu innan seilingar við sögusvið Sæbóls, og í Sam- vinnuskólanum hafði hann farið fyrir öðrum skólasveinum i ver- aldarvafstri og tekið þar alhæst próf, en hinn gjörhuguli skóla- stjóri tfundaði til viðbótar gjörvi- leika þessa uppáhaldsnemanda síns, í einkahljóðskrafi okkar tveggja, og fannst mér á stundum, að meint álit Hjaltalíns á Jónasi, áratugum fyrr, endurspeglaðist hér á nýrri tfð við möndulstalla. Mér var þvf viss geigur f huga, óreyndum piltungi innan tvftugs, er að mér kom að sæta yfir- heyrslu, enda varð viðstaðan stutt, samtalið enn styttra, en, ef grannt var að gáð, þá lágu í sam- talslok allar nauðsynlegar upplýs- ingar umsækjandanum áhrær- andi fyrir í fáorðum minnispunkt- um hjá þeim sem starfanum réði. Embættið fékk ég, en þetta voru einkennandi vinnubrögð, að snúa M0NR0E SSRPÖHTUM EXNNIG SAMKVÆMT YBAR ÖSK, AILAR GERÐIR VARAHLOTA í ELESTAR GEREIR BANEARISKRA 0G EVRÖPSKRA EÖIKSBILA, VÖRUBÍIA, TRAKTÖRA 0G VINNUVELA MEB STUTTUM EYRIRVARA. Flest til viöhalds bifreiöarinnar M0NR0E sIðumúla reykjavIk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.