Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 37 Norðurálfu. Svar er, að mestu munar, hver tegund rfkja og stjórnmálahreyfinga það er, sem vill halda á sér hita við eld þjóðlegra kennda. Risaveldi nútfmans eru treg til af mörgum ástæðum að játa að þau ali slíkar hneigðir upp f þegnum sfnum. I austrinu felur rfkissósfalismi f sér æ meira og meira af þjóðlegum gildum, og „vestrænt lýðræði" er þjóð- lega mótuð gilding á kjarnahugsjónum þeim, sem bandarfskt þingræði og forseta vald var byggt á. „Óamerfskar skoðanir" var hins vegar safnheiti á hugmyndum, sem núna um miðju aldarinnar samrýmdust ekki þjóðlegu. Franskur „patriotismi“ á sér langa sögu og stór- brotna, eins og við vitum, og fór eldi um lönd, m.a. hin norrænu, og kvæði E.B. bera það með sér. En f fylgd hans var sterk hneigð til að gera franska menning rfkjandi f stað innlendrar, og er það helzt í Afríku, sem menn finna nú meinbugi á, ef það hefur gengið of langt. Japanskur imperfalismi var mjög ágengur f þeim Asíulöndum, sem þeir náðu, og er ekki gróið um heilt, og samsvarandi nútfmaminjar, nær okkur, um valdaskeið Mussolinis og Hitlers eru miklar. Saga þeirra tugmilljóna, sem urðu landflótta við lok tveggja heimsstyrjaldanna sfðustu og svo nýjasta mannsaldur- inn f Asfu er meira bundin pólitísku ofstæki og landgræðgi en eiginlegum þjóðernaágreiningi, því öld- um saman áður höfðu þjóðbrotin unað sambýli vonum framar. Við dómfellum þá stjórnendur og hreyfingar, sem misnotuðu þjóðkenndir, með þeim árangri, sem nú veik ég að, og ljóst er, að sökin er mest þeirra, sem hervæddari voru eða skákuðu f skjóli stóru veldanna. Þann dóm leggja SÞ á slfkar nútfmaviðureignir og landflótta og megna samt óvfða að snúa þeirri rás hlutanna við. Norðurlönd leggjast á sveif með SÞ. og enginn ber á þau, þó þjóðsinnuð séu, að leggjast á lftilmagna. Þau verða lfka almennt sfður um það sökuð en USA og fleiri hámenningarlönd að lítilsvirða menn fyrir litarhátt þeirra og óttast mjög kynblöndun, og um síðastnefnda atriðið verð ég að lfta um öxl til 4. tugs aldar. I hópi þjóðræknustu aldamótamanna vorra höfðu m.a. verið þeir fræðimenn, sem tilbáðu „gullöldina“ og álitu einn aflvakann f henni hérlendis hafa verið keltneska blóðblöndun vora og listaáhrif þaðan, þó eigi kæmu fram í tungumálinu. Einnig hafa hér komið f ljós samísk blóðblöndun og fleiri dökkra stofna frá Noregi á landnámsöld. Fljótgert var því um 1933 að kveða hér niður nazfskar villukenningar um, að blönd- un innbyrðis með kynstofnum Evrópu (og hálfrar Asfu) sé varhugaverð, því hún er það eigi. Játa ber, að smekkur sá er hér áfram ríkjandi, að blöndun hvítra og svartra ætti að gerast sem sjaldnast, en hinir dökku eru að verða stórum einbeittari en við í þeirri skoðun sinni, og við lítum ekki niður á þá. Hver sá, sem vill íslendingur vera, getur leitað hér þegnréttar, og að honum fengnum má ekkert skipa honum í óþjóðlegri dilk en öðrum löndum vorum. Það er lagalega úrelt, að þjóðerni nái eingöngu til ætternis, enda verður að líta svo á, að þjóðmenningin núna sé síbreytileg summan af lífi og lffsháttum óskiptrar heildar landsmanna. Fram er nú komið í greininni, hví ég þori að fullyrða að meðal hinna valdasmáu ríkja sé vísvitandi þjóðleg stefna mannbætandi heima fyrir og hjálpleg, utan- lands, hlutverki Sameinuðu þjóðanna, án þess að taka ábyrgð á neinu því ofbeldi, sem f þjóðernisnafni er beitt, mest af sterkum ríkjum. Það, að smá ríki eins og önnur munu verja sig fyrir samsærum og spell- virkjum og eiga aðild að varnarbandalögum, þegar þarf, varpar engum skugga á það, sem áður sagði þjóðstefnum til réttlætingar. tslenzkri þegnheild er áskapað héðan af að halda tiltekinni einingarstærð, fara ekki niður úr lág- markinu, sem gerir hana, ef svo má segja, að reksturs- hæfu fyrirtæki, og skal ég ekki þaulræða „economics of scale“ eða hagræðið við það að ná vissu stærðar- þrepi, sem fer æ hækkandi eftir sama hlutfalli og grannar eða e.t.v. keppinautar stækka við sig. Frumorsök að þessu var hið örðuga stóra land vort, og með 750 þús. ferkm efnahagslögsögu I hafi og nokkurra kflómetra borunardýpt f heitiður þess.hafa - bæði aukizt vaxtarhorfur og lagzt í fcyRllegur kostn- aður. 1 hafréttarmálum átti ísland sem ríki þá eina lífsvon að leggja á tæpasta vaði f strenginn, „þótt strfkki og dýpki og vöð séu naum“ — og sigra. Næststærsta orsök að þessu var sú sannfæring vor, vakin fyrir rúmri öld af Jóni forseta, að þar sem vér værum fjórða nokkuð fullgera norrænt mælandi þjóðin, jafnt Norðmönnum, Svfum og Dönum, væri heilög skylda vor að rfsa undir sams konar hlutverki og hver þeirra í mannkynsheildinni, svo saga vor gæfi þjóðum marktækt dæmi (et verdenshistoriskt ud- bytte). Sem klofningur út úr norsk-dönsku veldi, sem að vísu hafði klofnað fyrst á barnsárum þessa leiðtoga vors (Noregur frá 1814 til Svfa) gátum vér raunar aldrei komið öðru við en móta allar hefðir vorar og stofnanir að skandinavískum hætti, f smækkuðu broti. Vaxtaráfanga varð því að taka f stökkum með ein- hverri hliðsjón af grannþjóð. Hliðstæð stökk næstliðin 10 ár f háskólaþróun, vatnsfallavirkjunum, frystihúsa- málum o.s.frv. eru bæði hagfræðilega og undirvitunar- lega tengd við þörf okkar til að „stækka“ strax upp til betra hlutgengis en jafnþróun gæfi okkur ella með tfð og tíma (ef veröldin gæfi sér tóm til að bfða eftir okkur von úr viti með tækifærin). Ekkert af þessu vitnar um hólmgöngulöngun, sem lifði í bernsku minni (1914) á draumum bláfánans og heiðinnar gullaldar. En hér var verið að efna áskorun Jóns forna úr kosningahitanum 1907: „Hér skal þjóðin ... til þroska fulls en ei tal hálfs ... sjálfir verja strauma og strendur, stjórna á vorum eigansjó.“ Gæti það verið, að þrátt fyrir alla álpun höfum við sfðan þá verið að stýra af sterkri hvöt eftir stjörnum ogsól? . , — Færð Framhald af bls. 48 greiðfært um Dalsmynni allt til Húsavíkur og einnig var góð færð f Mývatnssveit. Norðaustanlands var greiðfært með ströndum fram, enda þótt vfða væri tölu- verð hálka, og hægt að komast allt austur til Vopnafjarða.. Möðru- dalsöræfi eru ófær og aðeins fært jeppum um Jökuldal en út fráEgilsstöðum var fært að Foss- völlum, og um Fljótsdal og Skrið- dal. Fært var yfir bæði Fjarðar- heiði og Oddsskarð, en mikil hálka var á báðum þessum fjall- vegum. Síðan var í gærdag greið- fært suður með Austfjörðum og um suðurströndina allt til Reykja- víkur. NAMSKEIÐ heimilisiðnaðarfélags íslands I. VEFNAÐARNÁMSKEIÐ Kvöldnámskeið Byrjar 1 7. jan. — 16. marz. II. MYNDVEFNAÐUR Dagnámskeið. Byrjar 1 3. jan. — 22. febr. III. HNÝTINGAR - MACRAMÉ Kvöldnámskeið 1. námskeið byrjar 1 3. jan. — 10. febr. 2. námskeið byrjar 1 7. jan. — 14. febr. Tekið á móti umsóknum og upplýsingar i verzlun félagsins. íslenzkur heimilisiðnaður Hafnarstræti 3, Sími: 11785. Al'GM SINC. A- SIMINN KR: 22480 SVRPU SKRPRR NÝ LAUSN Á GÖMLUM VANDA m iw I JUÁN'A úþlífi: f® m ii n ii I ' t f |i • -ifl IU f * s * í I \ I jll «'|i* f í ÍÍ||f u SYRPU SKÁPAR eru einingaH ýmsum stæróum og gerðum. SYRPU SKÁPAR gefa óþrjótandi möguleika hvar sem er- þú getur alltaf bætt. viö SYRPU SKÁP og haldiö samræmi. ' / SYRPU SKÁPAR er lausnin. Vinsamlegast sendið mer upplysingar um SYRPU SKAPANA Nafn Heimilí Skrifið greinilega = — ~T -L SYRPU SKAPAR er islensk framteiðsla. AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.