Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 15 Brldge eftir ARNÓR RAGNARSSON Góður endasprett- ur tryggði Boggu Steins sigurinn J.G.P. mótið, sem er sveita- keppni hjá Bridgefélagi Suður- nesja lauk sl. miðvikudag. Fyr- ir sfðasta kvöldið hafði sveit Jóhannesar Sigurðssonar 139 stig og átti að spila við sveitina sem var f öðru sæti, Boggu Steins, sem hafði 131 stig. Var þvf um hreinan úrslitaleik að ræða. Leikar fóru þannig að Bogga Steins sigraði leikinn, 16—4, og þar með mótið. í hinni nafntoguðu sveit Boggu Steins eru þessir spilar- ar: Logi Þormóðsson, Helgi Jó- hannsson, Þorgeir Eyjólfsson, Einar Jónsson og Alfreð G. Al- freðsson. Röð efstu sveita varð annars þessi: Bogga Steins 147 Jóhannesar Sigurðss. 143. Kolbeins Pálssonar 121. Gunnars Sigurgeirssonar 101. Marons Björnssonar 95. Nk. miðvikudag verður aðal- fundur félagsins haldinn i Tjarnarlundi kl. 20. Spilað verður á eftir. Annan miðvikudag hefst að öllu forfallalausu meistaramót Suðurnesja í tvímenningi. Bridsinn byrjar hjá Barðstrendingum BRIDGEDEILD Barðstrend- ingafélagsins byrjar nýja árið með aðalsveitakeppni félagsins og hefst keppnin 10. janúar kl. 19.45. Barðstrendingar fjöl- mennið. Tilkynnið þátttöku f sfma 81904 (Sigurður) eða 41806 (Ragnar). Úrslitakeppni BA í sveitakeppni hefst nk. þriðjudag FORKEPPNI f sveitakeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar er lokið og hefst aðalkeppnin á þriðjudaginn. Spilað verður f þremur riðlum: A-riðli þar sem fjórar efstu sveitirnar úr und- ankeppninni spila um Akureyr- armeistaratitilinn, f B-riðli spila fjórar næstu sveitir um 5.—8. sæti og f C-riðli spila fimm neðstu sveitirnar um 9.—13. sæti. í A-riðli spila þessar sveitir: Alfreðs Pálssonar, Ingimundar Arnasonar, Ævars Karlssonar, Arnar Einarssonar. I B-riðli: Friðriks Steingrfms- sonar, Hermanns Tómassonar (MA), Páls Pálssonar, Þormóðs Einarssonar. 1 C-riðli: Stefáns Vilhjálms- sonar, Víkings Guðmundsson- ar, Trausta Haraldssonar, Sveinbjörns Sigurðssonar, Arnolds Reykdal. Eins og fyrr sagði hefst aðal- keppnin á þriðjudagskvöld kl. 20. Spilað er i Gef junarsalnum. Útsala Vetrarútsalan hefst á morgun Brjóstahöld stutt og síð. Buxnabelti corselett, undir- föt, buxur o.m.fl. Komiö og gerið góð kaup. lympí Laugavegi 26 Verslanahöllinni í kuldanum, gærufóðruðu kuldaskórnir frá CLARKS Skósel Laugavegi 60. Póstsendum CROWN jg árgerð 1977 CB 10Ö2 CB 1002 Til er fólk, sem heldur að þvi meir sem hljómtæki kosta, þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið „betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið án bjögunar. <5ZsX3S> framleiðir einnig þannig hljómtæki^En við höfum einnig á boðstólum hljómtæki sem uppfylla allar kröfur yðar um tæknileg gæði. Lausnin er: <S352SS> CB 1002 sambyggðu hljómtækin. Þér fáiS sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma allar kröfur yðar 9 Magnari sem er 70 wött musik með innbyggðu fjögurravíddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt út- varpstæki með FM bylgju ásamt lang- mið- og stuttbylgju. 9 Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum. Sjálfvirkur eða handstýranlegur með vökvalyftu. Allir hraðar, 33, 45 og 78 snúningar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem er mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu Segul bandstæki með algerlega sjálfvirkri upptöku. Gert bæði fyrir Standardspólur og CrO^ spólur Upptökugæði ein- stök, ekki er heyranlegur munur á gæðum hvort spiluð er plata eða segulbandsspóla. Tveir hátalarar fylgja 40 wött hvor, einnig fylgja tveir hljóðnemar ásamt CrO^ casettu Sértilboð 1977 Sambyggt stereosett. íslandsmet f sölu stereosetta 1976 (á þriðja þús. tæki) Gerir okkur kleift að bjóða sama lága verðið 151.885.- Vinsældir þessa tækja sanna gæðin 1976 model var 60 wött 1977 model er 70 wött og með fjögurra vídda kerfi. BUÐIRNAR Skipholti 19 við Nóatún, simi 23800 Klapparstlg 26, slmi 19800. 25 ár i fararbroddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.