Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 7 Áramót eru tími reiknings- skila, um það hljóta menn að vera á einu máli. Þá eru oft síðustu forvöð að grynna á gömlum skuldum, eða að greiða þær upp. Hvort þú, sem þessar línur lest, hefur einhverra slíkra skuldaskila þurft að gæta áðuren gamla árinu lauk, veit ég ekki. En ég hef í huga skuld, sem hvorki þú né ég getum greitt upp, en við eig- um að gjalda vexti af, hver og einn sem hann er maður til. Hér á ég við það, að við erum ekki aðeins i skuld við liðið ár, heldur við liðin ár og aldir. Vera má, að mál mitt verði með því Ijósara ,að tilfæra orð, sem Páll postuli reit kristnum mönnum i Róma- borg fyrir röskum 1 9 öldum: ,,Ég er i skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa." Páll var nýr maður á nýrri öld, en honum var Ijóst, að hann stóð í skuld um gamlan arf við liðin ár og aldir. Ert þú ekki í svipaðri skuld og Páll frá Tarsus? Þú ert i skuld við æsku- heimili þitt, foreldra þína og marga aðra, sem hafa lagt fram sinn skerf að því sem þú nýtur á margan hátt i dag. Og í þér lifir ennþá miklu eldri ómeðvitaður arfur frá löngu liðnum árum og öld- um. Ég er ekki að minna þig á þetta til þess að þú farir að dýrka skynsemdarlaust hina „gömlu, góðu daga". Saga mín er sú, að rómantisk aðdáun min á yngri árum á hinni gömlu, glæstu sögu er mér að miklu horfin en þegar ég les þá sögu fyrri alda á efri árum mínum, er mér Ijósara en fyrr skuld mín við liðnar aldir og ár. Viðurkenning þessa er gagnleg og e.t.v. nauðsyn- legri nú en oftast fyrr. Mörg eru teikn, sem til þess benda að meiri breytingar á hugsunarhætti og viðhorfum kunni að vera framundan en enn er auðvelt að átta sig á. Þær öldur uppreisnar gegn viðhorfum eldri kynslóðar- innar benda til þess, að fyrir dyrum séu róttækar breyting- ar, þegar kynslóðin, sem nú er ung, tekur við af hinni eldri og ræður ferðinni. Vafa- laust má að ósekju sitt hvað ,sem við höfum búið við, fara veg allrar veraldar. Hæst rísa öldur mótmæla gegn ráðandi stefnum í stjórnmálum og menningarlifi. En þegar slíkar öldur berast frá manni til manns og uppreisnar- hugur gegn ráðandi straum- um i stjórnháttum, menningu, mennt og trú getur verið vá fyrir dyrum ef gleymist skuldin við fyrri aldir og mönnum sést yfir það að engin kynslóð getur verið ný kynslóð nema að vissu marki, þvi að hver kyn- slóð sem kemur, lifir og nærist af verðmætum, sem fyrri kynslóðir skópu, og stendur á grunni, sem þær hafa lagt. Auðvitað á hver ný kynslóð að raða sínum steinum í þann grunn, en grunnurinn Gamlar skuldir var lagður á liðnum öldum, og skyldugt er að greiða gjaldið á þann hátt að sýna virðingu því sem lífvænt er i gömlum arfi, en láta hitt fara lönd og leið, sem bundið var horfinni tíð og á ekki tilveru- rétt lengur. Enginn hlutur er af því einu góður, að hann er gamall, og á það jafnt við um sýnileg sem ósýnileg verðmæti, jafnt um gömul hús og gamlar bækur, jafnt um gamalt handverk sem gamla list, og einnig um gömul tjáningarform og gamlar umbúðir trúar- sannindanna, einnig helgra siða Þegar mér var fengið eins- konar húsbóndavald yfir blessaðri gömlu Dómkirkjunni fýsti mig að vita, hvað geymt kynni að vera á hanabjálkaloftinu undir rjáfri kirkjunnar. Þar urðu fyrir mér kolsvartir, tjargaðir hlerar, bogadregnir að ofan. Ég spurði Árna gamla kirkjuvörð sem lengi þjónaði kirkjunni af trúmennsku, hvað þetta væri, og hann sagði: Þetta er ekki notað lengur en var áður sett fyrir gluggana við útfarir til að loka úti dagsljósið og auka sorgarsvipinn. Ég man sem barn og einnig frá fyrstu prestskapar- árum minum að stofan, sem líkkistan stóð i við húskveðju, og jafnvel kirkjan, var við útför tjölduð svörtum klæðum. Svo óhugnanleg áhersla var á það lögð auk þess sem presturinn sagði að gera jarðarförina sem allra sorglegasta. Fyrst sá ég kirkju tjaldaða hvitum dúkum við útför próf. Haralds Nielssonar, enda vann hann að því allra manna hérlendra mest að setja fagnaðarblæ upprisunn- ar og endurfundanna á útfar- ir og alþjóð er kunnugt að þar var hin spíritíska kristin- dómstúlkun hans að verki. Kolsvörtu gluggahlerarnir í Dómkirkjunni voru lokaðir uppi í rjáfri, svörtu tjöldin, sem lengi voru síðan hengd í kórdyr við útfarir og á kerta- stöplana hurfu. Þannig eiga gamlar leifar þess, sem ekki er lífrænt lengur, að hverfa. Grátklökkvir sálmar með úr- eltum hugmyndum um ægi- leik dauðans upprisu rotnaðra líkamsleifa við lúðrablástur á dómsdegi o.fl. þess háttar, — allt hefur þetta þokað fyrir öðrum hug- myndum um dauðann. Auðvitað voru til undan- tekningar, en breytinguna þarf engum þeim að segja, sem nokkra áratugi man aftur í tímann. Við skuldum liðnum kyn- slóðum mikið, við stöndum á herðum þeirra um nálega allt í menningu okkar annað en tæknimenninguna. Skuldina eigum við að greiða þann veg, að við höldum i heiðri kjarnann í þeim arfi, sem þær létu okkur eftir en láta umbúðir lönd og leið ef þær hæfa ekki lengur nýrri hugsun og nýrri öld Svo er um guðshugmynd okkar að sitt hvað af þeim búningi sem menn klæddu hana i fyrir öldum eða árþús- undum hæfir ekki lengur og reynist skaðsamlegt boðun kristindómsins. En kjarninn lifir meðan maðurinn er likur þeim manni, sem lifir á jörðu i dag. Kolsvörtu gluggahlerarnir undir rjáfri Dómkirkjunnar tala Ijósu máli um þá breyt- ingu, sem orðið hefir á viðhorfum manna til dauðans. Þeir verða ekki vændir um ósannindi. Og þeir sýna, hvernig skynsam- legt er að fara með úreltar umbúðir sem fyrri alda mönnum var eðlilegt að klæða eilíf trúarsannindi i. Vist skuldum við liðnum kynslóðum mikið og margt, en gamlar skuldir verða ekki greiddar með innstæðulaus- um ávísunum. FYRIRTÆKI Á ÁRTUNSHÖFÐA Stofnfundur hagsmunasamtaka verður haldinn í matstofu Miðfells h.f. Funahöfða 7, þriðjudaginn 1 1 /1 1 977 kl. 20.30. Undirbúningsnefndin. Bátar til sölu 27 lesta bátur byggður 1975 21 lesta bátur byggður 1 972 1 1 lesta bátur byggður 1 970 Okkur vantar flestar stærðir fiskiskipa á sölu- skrá. Mikil eftirspurn. _____________ SKIP& FASTEIGNIR Skúlagötu 63 Simar 21735 — 21955 Heima 36361 Ólí H. Sveinbjörnsson viðsk.fr. MYNDUSTA- OG HAND/ÐASKÚLI ÍSLANDS Ný námskeið hefjast 20. janúar til 1. maí 1977 1 . Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 2. Teiknun og málun fyrir fullorðna 3. Bókband. 4. Almennur vefnaður. 5. Myndvefnaður. Námskeiðin hefjast föstudaginn 21. janúar. Innritun fer fram daglega kl. 10— 12og2 — 5 á skrifstofu skólans, Skipholti 1 . Námskeiðs- gjöld greiðist við innritun áður en kennsla hefst. Skólastjóri. Reykjavík, Skipholt 1, Sími 19821 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1966 1 flokkur Kaupgengi pr. kr. 100 - 1 593 29 1966 2 flokkur 1494 27 1967 1 flokkur 1405 73 1967 2 flokkur 1396 48 1968 1 . flokkur 1221 91 1968 2 flokkur 1 149 87 1 969 1. flokkur 859 49 1970 1. flokkur 791.02 1970 2 flokkur 582 85 1971 1 flokkur 552 16 1972 1 flokkur 481 85 1972 2. flokkur 41 7 32 1 973 1. flokkur A 324.36 1973 2 flokkur 299 80 1974 1 flokkur 208 23 1975 1 fiokkur 1 70 23 1975 2. flokkur 129 91 1 976 1 flokkur 122 90 HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi pr. kr. 100.- 1972 A 369.72 (10% afföll) 1974 E 169 74 (10% afföll) HLUTABRÉF: Almennar Tryggingar HF tilboðóskast Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr 100 - 1965 1 flokkur 2025 47 HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Söiugengi pr. kr. 100 - 1974 D 244 14 (8 4% afföll) VEÐSKULDABRÉF: 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (36% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll) NÁRPGJTinGflRPÉMG ÍStflnDS HP. Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.