Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977
33
næstu aldamót. Breytingin verður
ekki að fullu um garð gengin fyrr
en á 21. öld.
Ritháttur bóka og tímarita verð-
ur með ýmsu móti næstu áratugi,
ef ekki verður snúið frá glund-
roðastafsetningunni. Þegar marg-
ir höfundar semja bók, verður
stafsetning ef til vill jafnfjöl-
breytileg og höfundar eru margir.
Skal um þetta tekið þekkt dæmi:
Hið íslenzka bókmenntafélag og
Sögufélagið gáfu árið 1975 út 2.
bindi af Sögu tslands. Þar ritar
Gunnar Karlsson fyrstu grein.
Hann fylgir nýju reglunum nema
reglunum um stóran staf og lít-
inn, þar er eldri reglum fylgt.
Aðra grein semur Magnús
Stefánsson, og hana íslenzkar
Björn Teitsson. Hann fylgrr eldri
reglum í einu og öllu. Hið sama
gerir Jónas Kristjánsson, sem
þriðju greinina samdi. Fjórða
grein er eftir Björn Th. Björns-
son. Hannn fylgir eldri reglum
nema um stóran staf og lítinn. Þar
lætur hann nýju reglurnar gilda.
Fimmtu greinina ritar Hallgrím-
ur Helgason og fylgir eldri regl-
um. Hið sama gerir Árni Björns-
son i sjöttu grein.
Stafsetningarkunnátta flestra
byggist verulega á sjónminni.
Ruglingur úr einu í annað veldur
mörgum verulegum erfiðleikum.
Hafi breytingarnar átt að auð-
velda stafsetningarkennslu, verð-
ur áratuga bið á þvi, að árangur
sjáist.
Mestur hluti
íslenzks prentmáls
með stafsetningunni
frá 1929.
Haft er eftir fróðum manni, að
mikill meiri hluti islenzks prent-
máls (á bilinu frá % til 4/5 hluta)
hafi verið gefinn út á tímabili því,
sem reglurnar frá 1929 giltu. Les-
efni fólks verður því lengi enn
með gömlu stafsetningunni. Nú-
tíma tækni gerir kleift að endur-
prenta bækur miklu ódýrar en
áður tiðkaðist, meðan setja þurfti
lesmálið upp á nýtt. Sakir
kostnaðar munu bækur, sem
endurprentaðar verða, sennilega
flestar verða með eldri staf-
setningunni. Þetta á ekki sízt við
um barnabækur, því að þar er
þörfin mest að halda verði niðri.
En ósamræmi milli stafsetningar
lesefnis og skólastafsetningar
kemur harðast niður á börnum.
Talað er um, að ekki megi snúa
við til eldri stafsetningar, þar sem
þegar hafi verið lagt í mikinn
kostnað. Það fé, sem breytingin
hefur þegar kostað, er þó aðeins
brotabrot þess, sem hún á eftir að
kosta.
F’yrir nokkrum árum hóf bóka-
útgáfan Skuggsjá að gefa út
íslendingasögur með nútíma staf-
setningu. Allseruþettaátta stór
bindi, og væntanlegt er hið ni-
unda með rækilegri nafnaskrá og
atriðaorðaskrá. Enginn efar, að
útgefandinn, Oliver Steinn, hefur
færzt mikið í fang, og á hann
alþjóðar þakkir skildar fyrir
framtak sitt, því að hin sam-
ræmda stafsetning forna, sem
Fornritafélagsútgáfan notar, hef-
ur fælt margan æskumanninn frá
lestri þessara dýrgripa íslenzkra
bókmennta. Vitanlega seljast
bindin misfljótt upp og þurfa
endurprentunar. Hvort á þá að
láta ljósprenta með úreltri staf-
setningu eða á að leggja kostnað
við að leiðrétta textann og setja
hann á? Kostnaður við síðari að-
ferðina er þrenns konar: 1) leið-
rétting texta, 2) setning og 3)
prófarkalestur. Vitanlega gildir
hið sama um önnur ritstörf og
einstakar bækur. Þess má jafn-
framt geta, að Fprnaldarsögur
Norðurlanda hefðu nú verið
komnar út í sömu útgáfu, ef
óvissa sú, sem nú rfkir í stafsetn-
ingarmálum, hefði aldrei komið
til.
Verði ekki snúið til fyrri reglna
um stafsetningu, væri ekki frá-
leitt að hugsa sér, að nýju
reglurnar verði, þegar allt er gert
upp, reiknaðar að dýrleika a.m.k.
i hundruðum milljóna. Enginn
dregur i efa, að þeim, sem að
breytingunum slóðu, gekk gott
eitt til, en því miður hefur á þeim
sannazt, að misvitur er Njáll.
>
Morgunbladid
óskareftir
bladburdarfólki
V0stlirl)£0r Kleifarvegur Bergstaðastrseti
Faxaskjói Austurbær Skúlagata
Kópavo^ur Flóka9ata1-45
Bræðratunga «'í63-125 Flókaga,a51-69
Úthverfi
Blesugróf
Upptýsingar í síma 35408
fEfruimtM&fotífo
LÆRIÐ
AÐ
FLJUGA
Námskeið til undirbúnings fyrir atvinnuflug-
mannspróf (B-próf) og blindflugsréttindi hefst
mánudaginn 17. janúar n.k. Stefnt verður að
þvi að Ijúka námskeiðinu fyrir páska. Nánari
upplýsingar.
Gamla flugturninum
Reykjavíkurflugvelli
Flugskóli—Leiguflug. Sími28122
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —15655
1. Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og
rafmagnskostnað.
2. Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir
þurrkun ótrúlega.
3. 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar öll-
um þvotti.
4. 2 stillingar fyrir vatnsmagn — orkusparnaður.
5. Viðurkennt ullarkerfi.
6. Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél.
7. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu
—tryggir rétta meðferð alls þvottar.
8. Stór hurð — auðveldar hleðslu.
9. 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni.
10. Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls
þvottar.
11. Nýtt stjórnborð skýrir með táknum hvert
þvottakerfi.
12. Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur.
3FALT SÁPUHÓLF
Emfalt merkjamál er skýrir
hvert þvottakerfi
jÉMW. '•o:
Sparið rými:
Þurrkannn ofan á þvottavél-
mni og handhægt útdregið
vinnuborð á milli.
PHILCO ÞURRKARI
PHILCO ÞVOTTAVÉLAR
frábæraæOi