Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 eftir VICTOR ZORZA „Mannshöfuð eru ekki eins og laukar," sagði Mao fyrir tuttugu árum. „Þau vaxa ekki aftur þótt þau séu höggvin af.“ Ræðan hefur nú verið birt með lúðrablæstri sem þykir viðeigandi þegar meiri háttar stefnuyfirlýsingar eru gefnar f Peking — og eins og f öllum tilfellum sem þessum er ekki allt sem sýnist. Á yfirborðinu merkir yfirlýs- ing Maos að ekki eigi að lífláta ekkju hans, Chiang Chiang, og þrjá samverkamenn hennar eins og sumir sigurvegararnir í valdabaráttunni í Peking krefjast. Mao óttaðist að á eftir fyrstu aftökunni mundi fylgja önnur, svo sú þriðja og „sfðan mundu mörg höfuð fjúka.“ Blóðbaðið, sem mundi fylgja f kjölfar fyrstu aftökunnar, yrði svo voðalegt að erfitt er að gera sér það í hugarlund þar sem svo mikil pólitfsk ólga rfkir f Kína um þessar mundir og alls staðar er reynt að gera upp gamlar sakir. Hinn gamli kjarni flokks- starfsmanna og herforingja, sem hvað eftir annað hafa verið lækkaðir í tign, settir af og auðmýktir, sjá aðeins eina leið til að afstýra því að þeim verði aftur ógnað — að losa sig við andstæðingana fyrir fullt og allt. Áskorunin um blóðsút- hellingar, sem Mao svaraði með ræðunni, var ekki einungis hefndaráskorun. Hún er lið- ur í stefnumótunarumræðum erfingja Maos, sem nú reyna að ákveða hvaða braut Kfnverjar skuli fara. Fljótlega eftir dauða Maos virtust sólarmerki benda til þess að nýju leiðtogarnir, Hua Kuo-feng og stuðnings- menn hans, einkum f hernum, vildu taka upp nokkra þætti stalinistiskra stjórnarhátta. Þessi túlkun var dregin í efa á þeirri forsendu að enginn kín- verksur forystumaður vildi taka sér Rússa til fyrirmyndar. En sú blóðuga hreinsun, sem sumir kínverskir vilja hrinda af stað til þess að útrýma and- stæðingunum, er dæmigerð stalinistisk aðferð á sama hátt og eldri tilraun, sem var gerð — fyrst í blöðum hersins og sfðan í öðrum kínverskum fjöl- miðlum til að koma af stað „dýrkun á persónu" Hua. Andstaðan gegn Hua í stjórn- málaráðinu kom f Ijós nánast um leið og hann hafði hand- tekið Chiang Ching og sam- verkamenn hennar. And- stæðingar hans börðust fyrir „samvirkri forystu" f stað eins manns stjórnar, sem hann og herinn vildu. Það var meira að segja hægt að bera kennsl á aðalandstæðing Hua, borgar- stjóra Peking, Wu Te, sem hélt ræður til dýrðar Hua, en með orðalagi sem gaf til kynna að hann hefði vissar efasemdir um nýja foringjann. Svo mikið var látið á Wu Te bera eftir dauða Maos að hann virtist geta orðið næstráðandi Hua eða keppinautur hans — en nú sést hann ekki lengur opinberlega. Ýmsir vestrænir sérfræðingar neituðu að viður- kenna að fyrstu bendingarnar um ágreining milli Hua og Wu Te væru raunverulegar, en það er nokkuð snemmt. Aðrir kínverskir leiðtogar hafa áður horfið sjónum og síðari atburðir staðfestu að hvarf þeirra stóð í sambandi við deilur og valdatogstreitu á æðstu stöðum, en sumir þeirra birtust aftur með tfð og tfma og RÖDD ÚR GRÖFINNI Hua formaður í ræðustól á fundi fastanefndar kfn- verska alþýðuþingsins. Mao flutti ræðu sfna þegar svipuð deila um herútgjöld stóð yfir í kfnversku valdafor- ystunni og hann hélt þvf fram eins og stjórnmálaleiðtogar hafa oft gert annars staðar að bezta leiðin til að auka varnar- máttinn væri að efla efnahag- inn fyrst — og gera það með því að draga úr herútgjöldunum. Hann vildi skera niður herút- gjöld um þriðjung þannig að féð mætti nota „til að reisa fleiri verksmiðjur og framleiða fleiri vélar.“ Eflingu land- varna, sem herinn vildi, væri aðeins hægt að koma til leiðar „með hraðari uppbyggingu efnahagslffsins." Mörg önnur atriði f ræðunni gætu verið vatn á myllu þeirra sem vilja berjast gegn stefnu Hua. Gömlu deiluna um það hvort ætti heldur að ganga fyrir, þungaiðnaður annars vegar og landbúnaður og létta- iðnaður hins vegar, gerði Mao út um í ræðunni með því að leggjast gegn þungaiðnaði. En þar sem Hua leggur mikla áherzlu á nútímabreytingar verður þungaiðnaðurinn að hafa miklu meiri forgang en hann hefur haft til þessa — jafnvel þótt hann vilji einnig örari framfarir i landbúnaði. Herinn hefur alltaf hvatt til eflingar þungaiðnaðar og talið hann grundvöll aukinnar varnargetu. Róttækir börðust gegn of örum framförum vegna Hua Kuo-feng tekur fyrstu skóflustunguna að Minningarhöll Mao Tse-tungs á Torgi hins himneska friðar I Peking. komust f stöður, sem veittu þeim jafnvel meiri völd en þeir höfðu áður haft. Raunar virðast stuðningsmenn Wu Te f valda- forystunni svo áhrifamiklir að þeir geti birt eigin stefnuyfir- lýsingu — það er f formi tuttugu ára ræðu Maos. Wu Te hefur opinberlega lýst sig fylgjandi þeirri stefnu að róttækum verði sýnd vægð, en Hua hefur haldið því fram að baráttunni gegn þeim verði að halda áfram „unz yfir ljúki". Þar sem ræða Maos hefur verið notuð til að berjast gegn áskor- unum um að róttæku leiðtog- arnir verði teknir af lífi virðast stuðningsmenn Wu Te í stjórn- málaráðinu enn svo áhrifa-l miklir að þeir geti neytt Hua og stuðningsmenn hans f hernum til að birta skjal, sem þeir hafa að minnsta kosti nokkra van- þóknun á. Hua og herforingjunum hefur heldur ekki tekizt að neyða aðra fulltrúa f stjórn- málaráðinu til að samþykkja þá miklu hækkun herútgjalda sem róttækir lögðust gegn. Jafnvel eftir ósigur róttækra fyrir Hua mátti lesa milli línanna f kín- verskum blöðum að umræður um herútgjöld yéldu áfram í valdaforystunni. Bendingarnar gáfu til kynna að herinn vildi að Hua léti hann fá meira fé til að kaupa fleiri og betri vopn að launum fyrir veittan stuðning og að hann gæti ekki uppfyllt ósk þeirra vegna áframhald- andi andstöðu f stjórnmála- ráðinu. Nú notar klfka Wu Te rödd Maos úr gröfinni til að auðmýkja herinn. áhrifanna sem þeir óttuðust að þær gætu haft á hugsjón Maos um bændaþjóðfélag. örlagaríkasta ári Kína sfðan kommúnistar tóku völdin lauk því eins og það hófst, f orða- flaumi sem fljótt á litið virtist auka ringulreiðina. En hægt er að sjá í gegnum þokuna. Út- lfnur átakanna hafa hvað eftir annað komið í ljós þannig að ljóst hefur orðið að á bak við baráttuna búa umræður um stefnu, sem á að ákveða framtíð 900 milljóna þjóðar. Það eru áreiðanlega engar ýkjur að ákvörðunin, sem verður tekin um framtíð fjölmennustu þjóðar heims — og þeirrar þjóðar sem gæti orðið voldug- asta þjóð heims — getur einnig þegar fram í sækir ráðið fram- tíð heimsins. Síðari hluti starfs- árs BR hefst á fimmtudaginn STJÓRN Bridgefélags Reykja- vfkur hefir sent félagsmönnum sfnum yfirlit yfir félagsstarfið sfðari hluta starfsárs 1976— 1977. t þvf er að finna allar upplýsingar um keppnir félags- ins til vors og er þvf ekki úr vegi að birta það f heild sinni þar sem og er að finna ýmsar aðrar upplýsingar: Félagsstarfið 1977 hefst fimmtudaginn 13. janúar, kl. 20 í Snorrabæ. Eins og meðfylgj- andi keppnisyfirlit sýnir verð- ur spilað á fimmtudögum og mótahaldið verður með nokkuð hefðbundnum hætti. Meistarakeppni félagsins i sveitum verður spiluð I tveim flokkum, meistara- og 1. flokki. Meistaraflokkurinn er myndað- ur samkvæmt úrslitum aðal- sveitakeppni sfðasta árs og er skipaður þessum sveitum: Fé- lagsmeistari 1975, sveit Stefáns J. Guðjohnsen, Hjalta Elfassonar, Jóns Hjaltasonar, Jóns Baldurssonar, Helga Jó- hannssonar, Birgis Þorvalds- sonar, Gylfa Baldurssonar, Sig- urjóns Helgasonar. Árangur sveitanna nú mun ekki veita rétt, sjálfkrafa, til veru f þessum flokki næsta ár. Mjög verður vandað til verð- launa í 1. flokki, en þátttaka verður öllum frjáls. Þar að auki munu tvær efstu sveitirnar fá rétt til þátttöku f meistara- flokki næsta ár. Þátttökutilkynningar, í báða flokka, þurfa að berast til stjórnarinnar fyrir 10. janúar. Samhliða sveitakeppninni verður reynt að halda sjálfstæð- ar tvímenningskeppnir hvert spilakvöld. Sfðastliðið vor var f fyrsta sinn spiluð hér „Board A Match“ sveitakeppni og var hún vinsæl. Valur Fannar gull- smiður gaf farandbikar til keppni þessarar og verður nú spilað um hann í annað sinn. Síðasta mót vetrarins verður tvímenningur með Butler- fyrirkomulagi. Keppnisgjöld verða kr. 500 á kvöldi. Molakaffi og gosdrykkir verða til sölu á spilastað, en ekki verður svokallað skyldu- kaffi. Starfsárinu lýkur sfðan með árshátíð laugardaginn 14. maf. Verða þá afhent verðlaun fyrir öll reglubundin mót starfsárs- ins. Stjórn Bridgefélags Reykja- víkur er þannig skipuð: Páll Bergsson, formaður, Gunnar Þorkelsson, varaformaður, Stefán J. Guðjohnsen, gjald- keri, Guðlaugur R. Jóhannsson, ritari, Jakob Ármannsson, fjár- málaritari. Vaxandi bridge- áhugi Víkinga VlKINGAR hafa verið iðnir við bridge-iðkanir f vetur og hafa nú þegar haldið tvö mót. Eru liðin þrjú ár sfðan þetta gamla knattspyrnufélag byrjaði með bridge fyrir félagsmenn sfna og eykst stöðugt fjöldi þeirra sem sækja bridgekvöldin hjá Vfk- ingum. A mánudaginn klukkan 19.30 hefst aðalsveitakeppni Víkinga I vetur og eru allir Vfkingar, yngri sem eldri, hvattir til að mæta. Spilað verður i Vfkings- heimilinu við Hæðargarð, en þar er ágætis'aðstaða til bridge- iðkana. Fyrri part vetrar fóru fram hjá Vfkingum tvö mót, var fyrst keppt í tvímenningi og sfðan fór fram sveitakeppni og tóku þátt í henni 32 spilarar eða 8 sveitir. Sveit Jósteins Kristjánssonar fór með sigur af hólmi, en með honum í sveit eru Sigfús örn Árnason og Björn Friðþjófsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.