Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977
Þegar Bjarni kom til Svíþjóðar
réðst hann fyrst sem læknir á
geðdeild sjúkrahússins í
Vasterás, og fór 1970 yfir á barna-
geðdeild sama sjúkrahúss. Þar
sem yfirlæknirinn hætti nokkrum
mánuðum síðar, tók hann að sér
forstöðu deildarinnar þar til nýr
maður yrði settur. En það dróst
og var Bjarni yfirlæknir barna-
geðdeildarinnar í hálft fjórða ár.
En í júní 1974 réðst hann að
barnageðdeild Austrássjúkra-
hússins í Gautaborg, auk þess sem
stöðunni fylgdi aðstoðarkennara-
staða við háskólann. Tilgangurinn
var að fá meiri menntun í faginu,
en þar sem Bjarni var yfirlæknir
geðdeildar í Vásterás, fær hann
þann tíma ekki viðurkenndan tii
sérfræðiréttinda, því enginn var
þar til að kenna honum — hann
fékk bara að kenna öðrum. Við
geðdeildina í Gautaborg starfaði
Bjarni svo þar til i marz sl„ en er
nú um skeið á almennri barna-
deild.
Halldóra var í fyrstu heima með
börnin eftir að þau fluttu til
Svíþjóðar, en tók myndir og var í
ljósmyndaklúbb og síðar við
stjórnun ljósa í áhugamannaleik-
húsinu í Vásterás til að vera sem
aðrir í fjölskyldunni í sambandi
við lífið utan heimilis. Og hún
hlaut nokkrum sinnum verðlaun
á sýningum fyrir ljósmyndir sín-
ar. En þegar börnin fóru að stálp-
ast þótti henni þetta ófullnægj-
andi og hún ákvað að fara í há-
skólanám, sem hana hafði lengi
dreymt um, en aldrei þorað að
vona að gæti orðið að veruleika.
Hún tók fyrir sálarfræði og varð
þar greinilega fyrir áhrifum frá
Bjarna, sem var um svipað leyt;
mikið að fást við fjölskyldumeð
ferð, að því er hún segir. Henn
fannst hans starf ákaflega
skemmtilegt og mikilvægt. Fyrstu
kynnin af þessu fagi fékk hún
sjálf, er þau fóru til Þýzkalands
og sóttu þar námskeið.Haustið
1973 hóf hún nám við Uppsala-
háskóla, en skipti ári seinna yfir í
sálfræðideild Gautaborgar-
háskóla, , þegar þau fluttu þang-
að. Þaðan lauk hún fil. kand.
prófi í sálarfræði sl. vor, og byrj-
aði í framhaldsdeild sálfræði-
deildarinnar sl. haust. Af 97 sem
sóttu um skólavist, komust aðeins
10 að, auk 5 sálfræðinga skv. eldri
lögum, svo Halldóra mátti vel við
una. Auk þess fékk hún þegar 10
tíma vinnu á viku við sálfræði-
störf í geðsjúkrahúsinu LiIIhag-
en, sem ekki var síður ánægju-
legt, þar sem mörg hundruð sál-
fræðingar í stéttarfélagi sálfræð-
inga í Svíþjóð hafa ekki störf í
faginu. Rétt er að geta þess að í
Svíþjóð er náminu skipt í tvö stig
og framhaldsstigið er sambæri-
legt við fullt sálfræðinám í öðrum
löndum.
ÞRIÐJUNGUR
HEFUR
EKKI SJUKDÓM
Við vikum að rannsóknum
Bjarna og spurðum hann í hverju
þær væru fólgnar. Hann kvaðst
smám saman hafa fengið áhuga á
þessum rannsóknum í starfi sínu.
— Ég fæst við athuganir á ung-
börnum, sem ekki þyngjast
almennilega, útskýrði hann. Rúm-
ur helmingu þeirra ungbarna,
sem hætta að þyngjast eðlilega
vegna sjúkdóms hafa ofnæmi fyr-
ir einhverju t.d. hveiti eða kúa-
mjólk. Líka eru sjaldgæfari orsak-
ir. Til dæmis getur þau vantað
einhverja enzíma, eru mongólítar
eða skortir skjaldkirtilshormóna,
sem er algeng orsök. Að sumum
orsökum er hægt að leita frá fæð-
ingu, en þetta síðasttalda liggur
utan þeirra rannsókna, sem ég er
að vinna að. Ég starfa með tveim-
ur barnalæknum, sem hafa sínar
eigin barnalæknisfræðilegu
rannsóknir. En þar sem rúmur
þriðjungur þessara barna hefur
engan sjúkdóm, þá hefi ég þar
nokkru hlutverki að gegna.
— Það sem venjulega er að
þessum börnum og veldur því að
þau hætta að þrífast, er truflun á
sambandi þeirra við móðurina
eða þá manneskju, sem er móðir
fyrir þau. Það getur verið pabb-
inn eða einhver annar, sem hugs-
ar mest um þau, heldur Bjarni
áfram. Spurningin er þá þessi:
Hvernig eru þær manneskjur,
sem eru þessum börnum mömm-
ur? Hvaða persónueinkenni hafa
þær? Eru þær kannski tauga-
veiklaðar? Eða hefur eitthvað
komið fyrir?
— Eins og hvað?
— Ég held að ég svari þvi með
dæmum, sem ég hefi séð í þessum
forrannsóknum og lesið um. Oft á
tíðum rekst maður t.d. á unga
móður, um eða innan við tvitugt,
sem nýlega hefur misst pabba
sinn eða mömmu, annaðhvort
meðan hún gekk með barnið eða
skömmu eftir að það fæddist. Þar
kemur maður inn á mjög athyglis-
vert mál fyrir fullorðna sem mik-
ið hefur verið rætt í Svíþjóð sið-
ustu árin. Það eru áföllin, sorgin.
Sorg er nefnilega alls ekki einfalt
mál. Sumu fólki tekst ekki að
komast yfir áföll. Það byrgir inni
í ser angistina og bælir niður til-
finningarnar við áfallið. Þetta
getur náð allt aftur til æskuár-
anna. Sláandi dæmi um þetta var
hann Kalli, sem kom til okkar
nýorðinn 14 ára gamall. Hann
hafði farið að verða undarlegur
þegar hann fermdist og nú hafði
förðurbróðir hans áttað sig á því
Bjarni Arngrímsson, læknir, og
Halldóra Gunnardóttir, sálfræðingur,
hafa undanfarin 8 ár búið í Svíþjóð
með börn sín þrjú. Þau eru stödd hér
heima í jólaleyfi og því notuðum við
tækifærið til að eiga við þau viðtal.
Bjarni starfar sem barnageðlæknir í
Gautaborg og stundar merkilegar
rannsóknir á ungbörnum, sem hætta
að þyngjast án þess að um líkamlegan
sjúkdóm sé að ræða. Og Halldóra er í
framhaldsnámi sínu viðriðin rannsókn-
ir á konum, sem fæða fyrir tímann. í
samtalinu kemur fram ýmislegt í sam-
bandi barns og móður- eða þess sem
um það hugsar- sem getur haft mjög
afgerandi áhrif á heilsu beggja og geð,
og sem við almennt leiðum ekki hug-
ann að, enda eru slíkar rannsóknir
mjög nýjar af nálinni.
Aföll —
SORG
MÖÐURINNAR
Fólk getur þannig orðið fyrir
áfalli án þess að á því beri. Ef
eitthvað þvílíkt kemur fyrir þess-
ar ungu mæður eða jafnvel stund-
um eldri mæður, þá getur vand-
inn færzt yfir á barnið. Hafi slíkt
komið fyrir móðurina áður en
barnið fæðist, má reikna með að
barnið geti hætt að þyngjast eðli-
lega um þriggja mánaða gamalt.
Ekki frá fæðingu?
— Nei það gerist ekki strax.
Þetta byggist á því að börnin eru
ekki að öllu leyti móttækileg fyrir
ástúð nýfædd, þó manni finnist
kannski annað. Barninu líður vel,
en samspil verður ekki milli þess
og móðurinnar fyrr en á þriðja
mánuði. Þegar barnið er að verða
þriggja mánaða, hefur það fengið
hæfileika til að byrja að skynja að
einhver munur er á því sjálfu og
mömmu.Þangað til getur það ekki
greint hlutina i sundur.
— Við vitum ekki hvað gerit í
sambandinu milli barnsins og
móðurinnar. Faðirinn getur auð-
vitað komið þarna i staðinn, ef um
pelabarn er að ræða og það er
hann, sem sér um það. En nú
verðum við að beita ágizkunum,
sem byggjast á því sem við höfum
séð, segir Bjarni. I nokkrum til-
Ungbarn getnr hætt að dafna
vefiia anélegs álalls móðnr
daginn áður, að hann var orðinn
alveg ruglaður. Þetta var um
miðjan júlí, en í október árið áður
hafði Kalli, sem var einkabarn
foreldra sinna, fundið mömmu
sina hangandi látna i bjálka i
kjallaranum. Þetta var óskaplegt
áfall fyrir þá feðga. Hjónin voru
vel efnuð, en óhamingjusöm og
drukku heilmikið. Kalli lét sem
ekkert væri, fór í skólann daginn
eftir. Faðir hans virtist niður-
brotnari. Mánuðiir liðu og
feðgarnir ætluðu að flytja í litla
íbúð, en halda samt húsinu. 1 því
sambandi ók faðirinn framan á
annan bíl á 80 km hraða og dó.
Kalli lét sem ekkert væri og hélt
áfram í skólanum. Hann var fyrst
hjá móðurbróður sínum, en vildi
svo heldur fara til föðurbróður
síns og konu hans, sem áttu hús i
nágrenni við æskuheimilið. Þegar
hann var fermdur í júní, var hann ,
orðinn sannfærður um að
fermingin væri til þess gerð að
leika á hann. Pabbi hans væri í
kirkjunni að aðrir væru að stríða
honum með því að láta hann ekki
sjá pabba sinn. Tveimur vikum
síðar var hann greinilega orðinn
ruglaður og haldinn þunglyndi.
Hann var í samtalsmeðferð hjá
okkur í 2H mánuð og fór svo
heim. Og hefur verið í lagi síðan.
Þetta Ifnurit gefur hugmynd um þyngdarþróun ungbarna ( dæmum, sem Bjarni tekur ( viðtalinu.
Efsta llnan sýnir hvernig eðlilegt barn þyngist. Við eins árs aldur hætti telpa, sem missti ömmu
sína, að dafna. Neðsta Knan sýnir hvernig barn, sem fætt er fyrir tfmann, nær eðlilega fljótt upp
þyngd. En Ifnurnar þar á milli sýna tvö af dæmunum um það, þegar barnið fær ekki ást og eðlilega
umhyggju vegna áfalla, sem móðirin kemst ekki yfir. Sú neðri er þyngdarKna barnsins, þar sem
mamman kom f stað látins barns hjá foreldrunum er hún fæddist. Sú efri sýnir hvernig barn
júgóslavneskrar móður, sem aldrei hafði sjálf átt foreldra eða notið umhyggju, nær ekki að
þyngjast vegna brenglaðs tilfinningasambands við það.
3,5 kg
3 mán. 6 mán. 9 mán.
15 mán. 18 mán.
Viðtal við Bjarna
Arngrímsson, lækni
og Halldórn
Grnmarsdóttnr,
sálfræðing, sem
starfa að
rannsóknnm
í Svíþjóð
fellum höfum við séð að móðirin
skiptir sér sáralítið af barninu ef
hún er mjög leið og langt niðri.
En síðan 1940 er vitað að afkipta-
leysi getur jafnvel leitt til þess að
barn deyi. Tveir enskir læknar,
Spitz og Bowlby, rannsökuðu þá
hvor í sínu lagi börn á sjúkrahús-
um. Spitz athugaði t.d. börn, sem
þurftu að liggja langtímunum
saman á sjúkrahúsum, þar sem
þau fengu ummönnun, þ.e. mat á
ákveðnum tíma og skipt var á
þeim á ákveðnum tíma, en fengu
þess á milli að eiga sig — enginn
talaði við þau, kyssti þau eða lét
vel að þeim, eins of foreldrar gera
venjulega. Hann sá þá að þessi
börn hættu að brosa, hættu að
borða, hættu að gráta og lágu
mest hreyfingarlaus. Hjalið
hvarf, og nokkur þeirra dóu svo,
ef þau fengu svo mikið sem kvef.
Mjög sjáldgæft er að aðstaðan á
heimilinu verði þannig að barn-
inu líði svo illa en það kemur
fyrir.
— Hve oft kemur slíkt fyrir?
— Svona illa farin börn eru
sjádgæf, en það er nokkuð al-
gengt að börn hætti að þyngjast
vegna skorts á eðlilegri umhyggju
eða jafnvel vegna þess að farið er
illa með þau. Hve algengt vitum