Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977 HÁSKÓLABÍÓ: THE MARATHON MAN ★ ★ ★ Bandarísk frá 1976, Paramount. Leikstjóri: John Schlesinger. Handirt^ William Goldman, byggt á metsölubók hans sjálfs. Kvikmyndataka: Conrad Hall. Tónlist: John Willi- ams. í sem styðstu máli, þá er flókinn söguþráður T.M.M. á þessa leið: í Uruguay býr einn eftirlýstasti striðsglæpa- maður nasista, Christian Szell góðu lífi. Auðæfi sin kvik-1 mynd /íöani SÆBJÖRN VALDIMARSSON grunar. Hann hefur feikilega reynslu, bæði sem einn af valdamestu mönnum Paramount- kvikmyndaversins um árabil, og sem kvikmyndaframleið- andi — orðlagður fyrir vand- virkni. Við samsetningu stór- myndar sem THE MARATHON MAN reynir ekki svo litið á fjölhæfni framleiðandans- ef útkoman á að verða jafn góð og raun ber vitni. Aður hefur verið vikið að kostum og göllum Gold- mans. Að bjarga á hlaupum komst Szell yfir í útrýmingar- búðum nasista, þar sem hann starfaði sem háttsettur læknir. Þar var hann í þeirri aðstöðu að lofa auðugum gyðingum undankomu gegn aleigu þeirra, yfirleitt demöntum, — sem hann svo sveik jafnharðan. 1976 er þessi fjársjóður niður kom- inn i bankahólfi í New York, í vörslu bróður hans, en þegar Szell er fjárvant, nálgast hann demantana eftir ýms- um krókaleiðum og með hjálp fjölmargra tengiliða. Myndin hefst á því að bróðir Szells ferst I bílslysi, og þar með er milligöngu- maður nr. 1. fallinn frá. Szell treystir engum hinna fyrir hlutverki bróður síns, sem geymdi lykilinn að banka- hólfinu og sótti þangað gim- steiriana. Hann leggur því sjálfur í þá hættuför að halda til New York og nálgast auð- æfin með aðstoð tengilið- anna. Tengiliðirnir eru ærið blandnir; þýsk, leyndardóms- full fegurðardís; kynvilltur antiksali; tveir harðsvíraðir bandarlkjamenn, Scylla (Roy Scheider) og Janeway (William Devane). Ekki er með öllu Ijóst fyrir hverja þeir starfa í raun og veru, né hvernig stöfum þeirra er skipt (og ekki heldur af lestri bókarinnar). Aðalpersónu myndarinnar er þó enn óget- ið, en það er Babe (Dustin Hoffman) -yngri bróðir Scylla. Frábær nemandi við sagnfræðideild Columbía- háskólans I New York. í myndarbyrjun er hann að keppast við að semja doktorsritgerð um valdníðslu og harðstjórn, en faðir hans varð einmitt fórnarlamb McCarthy-nornaleitarinnar. í frítímum sínum dreymir Babe um að verða heims- meistari i maraþonhlaupi, og notar hverja stund til æfinga. Síðan gerist það að Scylla er særður til óllfis af Szell og deyr I örmum bróður síns, sem þá er gjörókunnugur hinum réttu störfum Scylla, heldur raunar að hann sé umsvifamikill kaupsýslumað- ur. Szell og menn hans grun- ar að Scylla hafi gefið Babe einhverjar upplýsingar á dauðastundinni (en svo var ekki), og þar með flæktist Babe, blásaklaus, inn I miskunnarlausa atburðarás myndarinnar. Ef vikið er fyrst að veikari punktum myndarinnar, þá eru þeir hinir sömu og oft spilla nokkuð heilda rútliti mynda af svipuðum toga (eins og t.d. THREE DAYS OF THE CONDOR). Fjöl- margar spurningar leita á áhorfandann, of fáum svar- að. Bakgrunnur persónanna óljós. Þá fer Goldman inn á of mörg svið til þess að myndin verði virkilega heil- steypt og mun raunsærri. Hér er komið inn á striðs- glæpi þjóðverja, gyðinga- hatrið; laumuspil stórveld- anna og óútskýranlega starfshætti sumra starfs- manna þeirra, jafnt sem McCarthyisma sjötta ára- tugarins. Hugmyndaflugið vantar ekki, Goldman kemur einfaldlega ekki öllum þess- um endum saman nægilega fullnægjandi. Það standa Goldman fáir á sporði I hand- ritun þrillera sem eru langt yfír meðallagi, en hann er þvl miður enginn John Lé Carré. Schlesinger tekst oftast að koma hinu rafmagnaða efni Goldmans til skila, og auka á það af snilld sinni (en þetta er fyrsta njósna- og ofbeldis- sér mynd hans), og ein aðalsen- an (hugmyndin sem Gold- man hefur að öllum líkindum haft til grundvallar handrit- inu/bókinni) — maraþon- hlaup Babes, er sigilt I sinni röð, og hefur tekist betur en nokkur orð fá lýst. Nokkur önnur atriði eru og framúr- skarandi vel gerð, og þá fyrst og fremst þegar Szell, af mik- illi annlækniskunnáttu sinni, pyntar Babe á hinn hroðaleg- asta hátt. Það fær menn til að verkja I tannholdið; afdrifarlkt haturskast gyðingsins gegn þjóðverjan- um I upphafi myndarinnar, en þar má segja að myndinni sé gefin tónninn: framhaldið allt er þrungið ofbeldi, hægrísandi líkt og I STRAW DOGS. Þá má og nefna atrið- ið I baðkarinu, þar sem að allir þættir kvikmyndalistar- innar vinna áhrifaríkt saman. Þrátt fyrir að John Schles- inger sé hér að hasla sé völl á nýjum vettvangi, og hafi úr nokkuð götóttum efnivið að moða, þá má jafnvel Peckinpah gæta að sér þegar Schlesinger er kominn I of- beldisham. Ekki má heldur gleyma hlut Robert Evans, framleiðanda myndarinnar, hann er stærri en nokkurn Kvikmyndataka og klipp- ing (sem var að mestöllu leyti I höndum Evans) er yfirleitt óaðfínnanleg, sama máli gegnir um tónlist Williams, sem er sparlega notuð. En að öllum llkindum er það leikur Hoffmans sem rls hæst I THE MARATHON MAN, hann hefur aldrei verið betri. í hans besta leik til þessa, I MIDNIGHT COWBOY (einnig gerð af Schlesinger), naut hann áhrifamikils gervis sem hjálp- aði honum ómetanlega við persónusköpunina. Hér stendur hann berskjaldaður gagnvart myndavélinni I margbreytilegu hlutverki, og ýmislegt af því sem hann sýnir hér fer seint úr minni. (T.d. þegar hann segir, fullur hryggðar, við Marthe Keller: „Guð hvað þú er falleg". Þá gera þau bæði sér það Ijóst að ást hans er endurgoldin- en þá er allt um seinan.) Nú á hann svo sannarlega skilið að fá Oscarsverðlaunin en þar er við ramman reip að draga þar sem er Robert De Niro I bæði THE LAST TYCOON OGog TAXI DRIVER. Roy Scheider er fæddur I hlutverk sitt: ýmis harðsoð- inn atvinnudrápari eða gjálíf- ur connoisseur. Um árangur Sir Olivier þarf aldrei að spyrja og hér fer hann snilldarlega með lítið hlut- verk, sem ekki ætti að reyna mikið á hæfileika leikara á borð við Olivier. í mínum augum er Devane einskonar samsull af Kennedýjunum og látbragði Jack Nicholson. Framhald á bls. 35 Tylft á tylft ofan Kvikmyndalega séð verður ársins 1976 helst minnst fyrir þann óvenju- lega fjölda góðra mynda sem hér voru sýndar á árinu; hina síbatnandi þjónustu forráðamanna kvikmyndahúsanna, bæði hvað varðar aldur og gæði myndanna; endurreisn þýskrar kvikmyndagerðar, sem reyndar hófst fyrr, en við fengum fyrst virkilega nasasjón af á þessu ári fyrir tilstuðlan mánudags- myndanna. Þá má og til- nefna híð ágæta tillegg FJALAKATTARINS Eins og ég nefndi I upp- hafi þá fengum við tæki- færi til að sjá óvenju marg- ar ágætismyndir á liðna árinu (I þessu sambandi ber að hafa I huga stefnu- breytingu bandarísku risa- kvikmyndaveranna að framleiða færri og betri myndir árlega). Af því leið- ir sá vandi að úrvalið er geysimikið, útiiokað að einskorða sig við 1 0 bestu myndir ársins. Að þessu sinni verða þær því 12 sem ég vel I úrvalsflokk, að auki fylgja tólf aðrar, sem höfðu svo margt til síns ágætis AMARCORD, F. Fellini, ftölsk. CHINATOWN. R. Polanski, bandarfsk CLAUDINE, J. Berry, bandarfsk. CITY LIGHTS, Chaplin, bandarfsk. FAREWELL MY LOVELY, Dick Richards, bandarísk. FELLINI'S ROMA, F. Fellini, ftölsk. GODFATHER PARTII. Fr. Ford Coppola, bandarfsk. HARRY ANDTONTO, Paul Mazursky, bandarfsk THE LAST DETAIL, Hal Ashby, bandarfsk. LENNY, Bob Fosse, bandarfsk. NASHVILLE, R Altman. bandarfsk. YONG FRANKENSTEIN. Mel Brooks, bandarfsk. Og þá er það seinni tylftin — I mörgum tilfell- um var næstum ógjörn- ingur að skilja þessar myndir að. BAD COM- PANY, Robert Benton; BADLANDS, Terrence Malick; BLAZING SADDL- ES, Mel Brooks; BUGSY MALONE, Parker; CALI- FORNIA SPLIT, Altman; THE MARATHON MAN, Johns Schlesinger; PHANTOM OF THE PARADISE, Brian De Palma; SERPICO, Sidney Lumet; SLEEPER, Woody Allen; THREE DAYS OF THE CONDOR, Sidney Pollack; ZARDOZ, John Boorman; THE TOWER- ING INFERNO, Guiller- min.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.