Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977
Arngrímur Isberg:
Skýrleiki íslenzks rit-
máls og z-stafsetning
Skýrleiki fslenzks ritmáls og z-
stafsetning. Mikill kostnaður, ef
ekki verður horfið aftur til staf-
setningarinnar frá 1929.
Allmiklar umræður hafa átt sér
stað um hinar nýju reglur um
stafsetningu íslenzks máls, og
sýnist sitt hverjum. Flestir líta
fyrst til brottfalls zetunnar, og er
breytingin reyndar við zetuna
kennd, þótt fleira hafi verið að
gert og sumt sýnu verra. Hér skal
lítillega rætt um þessar breyting-
ar og fyrst vikið að zetu.
Aðalröksemdir andstæðinga
zetunnar eru fjórar: 1) Z hefur
ekkert framburðargildi, þ.e. hún
táknar sama hljóð og s. 2) Mikill
tími fer í að kenna ritun z. 3)
Ritun z skiptir þeim, sem rita
málið, í „lærða" menn og
„ólærða". 4) Z er óþjáll bókstafur
i stafsetningarorðabókum, því að
hún kemur oft fyrir í beygingar-
myndum, sem ekki eru sýndar í
slíkum orðasöfnum. Á röksemdir
þessar get ég ekki fallizt og skal
hér greina ástæður.
1) Skýrleiki
z-stafsetningar
Þegar rætt er um ritmál og tal-
mál, vilja margir telja það eitt og
hið sama, en það er vitanlega ekki
alls kostar rétt. Sé talað við áheyr-
endur, hefur sá, sem madir, ótal
aðferðir við að koma hugsun sinni
skilmerkilega til þess, sem hlust-
ar. Hann notar mismunandi tón-
hæð og áherzlur, beitir svip-
brigðum, látbragði og handa-
hreyfingum. Hlustandinn getur,
skilji hann ekki gjörla, hváð og
spurt frekar. Lesandi ritaðs máls
getur hins vegar engra útskýr-
inga beiðzt, og sá, sem ritar,
verður því að vanda sig og vera
svo skýr í framsetningu, að ekki
misskiljist. Þarna skilur á milli. í
mæltu máli er það orðanna hljóð-
an, sem hugsunina flytur, en í
rituðu máli er það útlit orða og
samhengi og stundum útlit orða
eitt, sem ræður því, hvort rétt
verður skilið. Hvort einhver staf-
ur hefur sjálfstætt hljóðgildi eða
er borinn fram á sama hátt og
annað rittákn, skiptir ekki sköp-
um. Það, sem mestu skiptir, er,
hvort stafurinn gerir ritað mál
skýrara, auðveldár skilning. Rit-
un z helgast einmitt af því, að hún
skýrir ritað mál, gerir málið Ijós-
ara og gagnsærra en ella. S og z
eru á sama báti og i og y — þau
hafa hvort um sig sama hljóðgildí,
en hlutverk þeirra er að gera
ritað mál sem skýrast.
2) Z-kennsla
er auðveld
Af reynslu minni sem stafsetn-
ingarkennari í hálfan annan ára-
tug fullyrði ég, að auðveldara er
að kenna ritun z en reglur um y,
n-endingar og g eða j. V'il ég visa
um þetta efni til athugunar, sem
ég hef gert á stafsetningar-
kennslu og greint er frá í grein í
Morgunblaðinu 24. júni s.l.
Ég er ekki einn um þessa
skoðun og vil benda mönnum á
greín eftir Helga Seljan alþingis-
mann og kennara, sem birtist i
Þjóðviljanum 22. mai s.l., en þar
segir m.a.:
„Fá eða engin stafsetningar-
atriði reyndust mér auðkenndari í
17 ára starfi sem íslenzkukennari,
zeta í stofni var nemendum
mínum leikur einn, þ.e. þeim, sem
á annað borðáttuekki þvi örðugra
um vik að tileinka sér stafsetn-
ingu. Þetta er mín reynsla, og
staðföst trú mín er sú, að síðan
zetan var aflögð, hafi einkunnir
nemenda ekki hækkað að meðal-
tali, eða hvernig væri að fá það á
hreint?"
Hitt er annað mál, að kennsla i
ritun z hefur verið í ólestri i
skólakerfinu. Af lítt skiljanlegum
ástæðum hafa barnakennarar
ekki kennt z. Þessi kennsla hófst
þvi oft ekki fyrr en í 2. bekk
gagnfræðaskóla. Þegar þangað
kom, varð að vinna upp van-
rækslu fyrri ára og eyða töluverð-
um tíma í z-kennslu. Eðlilegast
væri að hefja kennslu z-ritunar,
éinkum ritunar z í stofni, langtum
fyrr. Á. hinn bóginn er ekkert
tiltökumál, þótt sum atriði z-
kennslu bíði gagnfræðastigs eins
og ýmis önnur atriði stafsetn-
ingarnáms, þar sem þörf er mál-
fræðiþekkingar, t.d. ritun við-
tengingarháttar nútíðar og
þátíðar ýmissa sagna (bindi —
byndi, hlæi — hlægi).
3) „Firra og
forheimskandi
móðgun“
Þeir, sem unnið hafa eitthvað
við að undirbúa handrit eða lesa
prófarkir, vita, að einatt þarf að
lagfæra ýmislegt í handritum
manna. Sú stafsetningarregla er
vart finnanleg, sem allir hafa
fullt vald á, hafi þeir ekki á ein-
hvern hátt sérhæft sig í íslenzku.
Eigi að hindra, að stafsetning
skipti mönnum í „lærða" og
„ólærða", yrði að leggja alla staf-
setningarkennslu niður og leyfa
hverjum að rita eftir sínum fram-
burði.
Til sanns vegar má færa, að z sé
eitt örfárra atriða stafsetningar,
þar sem með rökréttri hugsun má
fínna, hvernig rétt skuli ritað.
Þegar ts, ds eða ðs er borið fram
sem s, skal rita z. Flestir geta því
fundið, hvar z skal rituð, séu þeir
a'fðir í því skamman tíma. Reglur
um z eru óvefengjanlega undan-
tekningarlausustu og rökréttustu
atriðín, sem kennd eru í íslenzkri
stafsetningu, og þar þótti spek-
ingum helzt breytinga þörf.
Það eru býsna furöuleg rök að
taka út úr þessar einföldustu og
rökréttustu reglur islenzkrar staf-
setningar, z-reglurnar, og halda
því fram, að þær einar út af fyrir
sig skipti Islendingum í ,-,lærða“
og „ólærða". Að vonum getur
Helgi Seljan alþingismaður og
kennari ekki orða bundizt um
þetta atriði í Þjóðviljagrein
þeirri, sem áður var til vitnað, en
þar segir hann:
„Yfirstéttarbókstafur hefur
zetan verið nefnd. Ég held, að
með þessu sé átt við mennta-
mannastafur, því það er sönnu
nær nú.
Höfum við í Alþýðubandalag-
inu ekki einmitt stærl okkur af
fylgi menntamanna ekkert siður
en fylgi verkafólksins, sem á að
vera kjölfestan í okkar flokki?
En mér er spurn: Vilja menn í
alvöru halda því fram, að það
verkafólk, sem notið hefur al-
mennrar menntunar okkar skóla-
kerfis allt frá 1946, þegar sá
gáfaði og víðsýni sósíalisti
Brynjólfur Bjarnason kom í gegn
nýrri fræðslulöggjöf, að vinnandi
menn getí ekki lært eða kunni
ekki jafneinfalda'reglu í rithætti
og zetu i stofni orða? — Auðvitað
er þetta firra og forheimskandi
móðgun við þetta fólk.“
4) Ekkert
sérstakt um z
Margt er það i rithætti, sem
erfitt er að sýna í stafsetningar-
orðabókum. Þar er z ekki einstök.
Sem dæmi má nefna, að sögnin að
binda er alls staðar rituð með i
nema í þátfð viðtengingarháttar,
þar er ritað y. Sögnin að hlæja er
aðeins rituð með æg í þátíð við-
tengingarháttar. Hvernig fer það
í orðabókum, að við ritum nýir
skór, en nýjar buxur? Sú rök-
semd, að z sé óþægur ljár í þúfu
höfunda stafsetningarorðabóka, á
því einnig við marga aðra stafi.
Ósamræmi í
stað samræmis
Lítum nú hánar á einstök atriði.
Fyrir siðustu breytingu á staf-
setningu íslenzks ritmáls gilti sú
meginregla, að samhljóði i stofni
orðs skyldi haldast í öllum mynd-
um orðsins. Sem dæmi má nefna,
að stofn sagnarinnar að fella er
fell. Af þessu leiddi, að sögnin
skyldi alls staðar rituð með tveim-
ur 1-um: felldi og fellt. Að vísu
eru örfáar undantekningar frá
þessari reglu, en þær eru svo fáar,
að engum er ofætlun að læra þær
utanbókar, leggja þær á minnið.
Með síðustu breytingum á is-
lenzkri stafsetningu var þessari
reglu varpað fyrir róða, þegar
bókstafurinn t átti í hlut. Sam-
kvæmt eldri reglum var sagt:
„Margt hefur breytzt.“ Þar var z
látin tákna brottfallið t sem rann
Arngrlmur tsberg.
saman við s, sbr. „Margt hefur
breytt þessu.“ Nú skal rita: Margt
hefur breyst." í sagnstofninum er
t: að breyt-a. Séu sagnirnar að
fella og breyta nú bornar saman,
sést, að önnur heldur alls staðar
þeim samhljóðum, sem mynda
stofn hennar, en hin fellir brott
samhljóða úr stofni. Nú má segja
sem svo, að t heyrist ekki í orðinu
breyst. Látum svo heita að sinni,
en hve mörg 1 heyrast, þegar sagt
er: „Hann fellst á þetta"? Og af
hverju erum við að rita „til
trausts og halds“, úr því að það
virðist hljóma í venjulegum fram-
burði „til trauss og hals“?
Uppruni eða
framburður
Við höfum verið svo heppnir,
íslendingar, að miða rithátt í aðal-
atriðum við uppruna orða. Önnur
leið er til, sú að láta framburð
ráða. En við hvað skal þá miða? Á
að rita samkvæmt skýrum norð-
lenzkum framburði eða sunn-
lenzka linmælinu? Hvert stefndi
þá? Haldgott er dæmið um kon-
una, sem titlaði mann sinn flag-
ara, þótt hún hygðist kalla hann
flakara. Hinn lini framburður g í
orðinu flakari villti um fyrir
henni.
Þótt við viljum ógjarna kannast
við það opinberlega, er verulegur
munur á framburði íslendinga
eftir því, hvar þeir alast upp. Sé
ritháttur látinn helgast af fram-
burði, yrði úr því illskiljanlegt
mál og lestrarkennsla hálfu erfið-
ari. Þess vegna er sú leið ein fær
að láta uppruna ráða mestu um
stafsetningu, en þá verður staf-
setningin að vera rökrétt: stofn
orðsins haldist öbreyttur í öllum
beygingarmyndum þess, en ekki
felld úr honum samhljóð sums
staðar, en allt látið haldast annars
staðar.
Lítum t.d. á málsgreinarnar
„Maturinn hefur skemmzt" og
„Þeir hafa hitzt“. Samkvæmt
nýju stafsetningunni á hér að rita
skemmst og hist. Er samræmi i
þessu? Annars vegar á að að rita
skemmst með tveimur m-um, þótt
eitt m sé borið fram, og rita þann-
ig stofninn fullum stöfum
skemm-, sbr. sögnina að skemm-a,
en hins vegar á að rita hist og
skilja aðeins eftir hi- af stofnin-
um, sem fram kemur í sögninni að
hitt-a.
Hvert barn finnur, að hér er um
ósamræmi að ræða. Eina leiðin til
að bæta hér um er, að sama regla
sé látin gilda eins víða og kostur
er. Og þá erum við aftur komin að
upprunasjónarmiðinu, að rithátt-
ur miðist við uppruna og stofn.
Þar sem tannhljóðin t, d og ð falla
víða niður i framburði á undan s,
fundu hinir mikilhæfustu vís-
indamenn þá lausn að rita z á
slíkum stöðum en með því voru
fengin nauðsynleg tengsl við orð-
stofn og uppruna, og verður þetta
að teljast snilldarlausn. Hún eyk-
ur gagnsæi máls og stuðlar að
skýrleik í hugsun, enda véltu hér
um engir undansláttarmenn fyrir
hönd íslenzkrar tungu, allt frá
Rasmusi Rask og Jóni Sigurðssyni
til Sigurðar Nordals og Freysteins
Gunnarssonar.
Brottfall st-endingar
stríðir gegn
skýrum framburði
Ein er sú breyting á stafsetn-
ingu, sem ótalin er. Nýja reglan
býður, að hvergi skuli rita stst. Af
þessu leiðir, að ruglað er saman
tveimur orðmyndum, sem þó er
einatt gerður greinarmunur á i
framburði. Skal þetta sýnt hér
með dæmum.
Við segjum og skrifum: „Hann
hefur fest bílinn í leðjunni". Við
segjum: „Bíllinn hafði festst i
leðjunni", en samkvæmt Magnús-
arreglu skal rita: „Bíllinn hafði
fest í leðjunni". „Hann hefur
hresst af kaffinu." Spyrja verður:
„Hvern hefur hann hresst?"
Sjálfan sig eða einhvern annan?
Þó að menn telji sér ef til vill trú
um annað, er það staðreyfid, að
endíngin st er þarna einatt borin
fram, oft ógreinilega að vísu, en
engu að síður gera fjölmargir
greinarmun á því, hvort einhver
hefur fest eða festst í botni. Brott-
fall st-endingarinnar þarna strið-
ir því gegn skýrum framburði og
virðist alls engan tilgang hafa
nema þann að stuðla að mál-
skemmdum, þ.e. gera ritað mál
óskýrara og framburð ógleggri.
Rita skal
Ásbirningar, en
svínfellingar.
Þá er komið að hinum nýju
reglum um stóran staf og lítinn.
Fyrir stafsetningarbreytinguna
voru einstaklingar og hópar,
kenndir við lönd, borgir, héruð,
bæi eða staði, ritaðir með stórum
staf. Þannig vorum við Islend-
ingar, en nú skal rita fslendingar.
Svo að samræmið verði ljóst öll-
um, getum við athugað nöfn ætta
Sturlungaaldar. Ásbirningar
skulu ritaðir með stórum staf, en
svínfellingar með litlum. Máls-
grein gæti þá litið þannig út:
„Margir Ásbirningar og svínfell-
ingar féllu í róstum 13. aldar“.
Rita skal Bandaríkjaforseti með
stórum staf, en handaríkjamaður
með litlum. Og við getum litið
okkur nær. Samkvæmt nýju
reglunum skal rita hólsfjallahúi
með litlum staf, en Hólsfjalla-
sauður er skreyttur með stórum
staf.
Hér þarf ekki fleiri dæmi. Þess-
ar breytingar, brottfall st-
endingarinnar og ruglingurinn á
stórum staf og litlum, sýna okkur
aðeins og sanna, að skýzt, þótt
skýrir séu.
Af þessum breytingum leiðir
furðulegan rugling. Sem dæmi
má nefna, að í bókinni Atburðir
ársins 1975 er oft ritað írans-
keisari, en samkvæmt eldri og
yngri reglum skal þó rita írans-
keisari. Jafnvel örnefni sjást
stundum rituð með litlum staf, og
í dagblaði gat að líta orðmyndina
g.vðingaland og það tvívegis, svo
að blessuðum prentvillupúkanum
verður ekki um kennt.
Glundroði
framundan.
Margar hliðar eru á hverju
máli. Stafsetningu máls verður
ekki breytt almennt á einni nóttu.
Áratugir líða, unz festa kemst á
og flestir reyna að nota sömu staf-
setningu. Margir þeirra, sem þeg-
ar hafa tileinkað sér stafsetning-
una frá 1929, halda henni og nota
hana. Yngstu árgangar, sem
lærðu að rita hina eldri stafsetn-
ingu, verða um miðjan aldur um
Mikill kostnaður,
ef ekki verður
horfið aftur til
stafsetningar-
innar frá 1929