Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977
13
við ekki. En síðan við byrjuðum
að rannsaka þetta getum við séð,
að f Gautaborg, þar sem býr um
hálf milljón manna, fáum við að
jafnaði rúmlega tvö börn á viku
inn á spítalana. Líkamlegar orsak-
ir eru til þess að helmingur þeirra
hættir að vaxa. En eftir er þá
a.m.k. eitt barn á viku. Ekki vit-
um við heldur hve mikið af svona
börnum leynist heima hjá fólki,
án þess að það komi fram. Á
heilsugæzlustöðvunum, sem eru
64 í Gautaborg, getur maður oft
rekizt á svona tilfelli, án þess að
læknar hafi veitt þvi athygli
hvernig á stóð.
AÐFERÐIR VANTAR
Og í hverju felast aðgerðir?
Bjarni svarar því á þennan veg:
Enn skortir upplýsingar til að
geta greint með nokkru öryggi
hvort meinið er að barnið skortir
umhyggju og ást. Aðferð skortir
til að fá upplýsingar, sem nauð-
synlega eru til að geta greint
þetta. Það er kannski hægt að láta
fara fram 50 mismunandi
rannsóknir á barninu, áður en
gengið er úr skugga um að ekkert
líkamlegt sé að því. En það er
bæði tímafrekt og kostar mikið,
auk þess sem það getur leitt til
þess að barnið hafi beðið tjón á
sálu sinni af meðferðinni. Þetta
er ástæðan til þess að við erum að
rannsaka þetta fyrirbrigði.
Hvernig við bregðumst svo við,
hlýtur að fara eftir því hvað ligg-
ur að baki þessum sjúkleika.
— Þetta dæmi, sem ég tók, að
móðirinn hafi misst einhvern sér
nákominn, er auðvitað ekki nema
ein hlið á málinu. Til eru foreldr-
ar, sem hata börn sín og mis-
þyrma þeim andlega og líkam-
lega. önnur orsök getur verið sú,
að foreldrar liggi í eiturlyfjum og
áfengi eða að foreldrar hafi
skipulagt líf sitt þannig, að þar sé
ávallt allt í vandræðum, þó ekkert
sérstakt komi fyrir. Foreldrarnir
vita kannski aldrei hvað við tek-
ur, eiga yfir höfði sér fallandi
víxla, yfirvofandi atvinnuleysi,
hjónaskilnað o.s.frv. Alltaf eru
þau veltandi á undan sér skuldum
eða að lögreglan þarf með jöfnu
millibili að hafa afskipti af
heimilinu og þess háttar. En við
slfkar aðstæður er ekkert rúm fy-
ri barnið í lífi þeirra. Ef á að gera
eitthvað fyrir slíkt barn, verður
annaðhvort að taka alla fjölskyld-
una til meðferðar eða láta barnið
breyta um umhverfi. Þegar um er
að ræða barn, sem hefur haft það
mjög slæmt andlega heima og
hætt að vaxa, t.d. fimm mánaða
gamalt, þá sést að það lifnar við
og fer að dafna um leið og það er
komið á sjúkrahúsið, sem ekki er
eðlilegt, því venjulega standa
börnin í stað eða léttast við slíka
breytingu. Barninu fer nú að fara
fram, hreyfa sig meira, hjala
o.s.frv. Það sem þetta hálfsárs
gamla barn hefur þarfnazt er
venjuleg umhyggja og matur. En
barnið getur ekki alltaf verið á
sjúkrahúsinu og þegar það fer
heim, sækir venjulega í sama
horfið ef ekkert er að gert. Ekki
þurfa börnin alltaf að vera svona
ung, til að áföll í fjölskyldunni
hafi áhrif á þau. Gott dæmi er lítil
persnek telpa, sem þyngdist eðli-
lega í eitt ár, en hætti þá að
þrífast og léttist, eftir að móðir
hennar missti mömmu sína, sem
varð henni ákaflega erfitt.
— Ég er sem sagt fyrst og
fremst að reyna að finna aðferðir,
sem almennur læknir getur beitt
til að sjá hvað þarna er um að
vera, þegar hann skoðar ungbarn.
Að hann geti látið sér detta í hug
að það sé einmitt þetta, sem að er,
segir Bjarni. I öðru lagi að finna
aðferðir til þess að læknar á
barnaspítala geti greint þetta
sjúkdómsástand af nokkru
öryggi. Og í þriðja lagi að reyna
að finna orsakir fyrir þessu
ástandi. Manni býður ýmislegt í
grun, það þarf ekki allt að vera
rétt. Ég hefi í hyggju að safna
upplýsingum um ævi mæðranna
og einnig að kvikmynda móður og
barn saman, því ég þykist hafa
Halldóra og Bjarni ásamt sonunum Kriðriki og Arngrfmi. Myndina tók Ijósmyndari Mbl. Rax, er þau voru
hér f jólafrfi.
séð að í þessum tilfellum verður
handlag móðurinnar annað en
maður sér venjulega. Hún tekur
barnið öðru vísi upp, heldur á
annan hátt á því og fylgist öðru
vísi með þvf. Maður hefur það
iðulega á tilfinningunni að hún
botni ekkert í barninu. Og um leið
getur maður séð á kvikmyndinni
hvernig barnið bregzt við.
— Nei, ekki er einungis um
ungar mæður að ræða. En meiri
hluti þeirra mæðra, sem svo er
ástatt um, eru það svaraði Bjarni
spurningu okkar. — Sú mann-
eskja, sem mest hefur kennt mér
hvað þetta snertir, er júgóslav-
nesk kona, sem ég hitti í vor sem
leið með 4—5 mánaða gamla dótt-
ur sina. Barnið stóð eiginlega allt-
af sperrt á hæli og hnakka í fangi
móðurinnar, grét og vildi ekki
borða. Mamman var ákaflega
klaufaleg við að halda á barninu
og hugga það. Hún minnti mann
mest á Reykjavíkurbarn, sem í
fyrsta skipti kemur út í sveit og
fær að halda á hvolpi, sem það
hefur aldrei fyrr séð. Þessi kona
hafði aldrei átt móður sjálf. En
við teljum að til þess að maður
geti annazt barn á fullnægjandi
hátt, þurfi maður sjálfur að hafa
átt einhvern að í bernsku, sem
annaðist um mann af kærleika,
hvort sem það er móðirin eða ein-
hver annar.
NÝTT BARN!
STAÐ HINS LÁTNA
Annað dæmi af nokkuð öðrum
toga, sagði Bjarni okkur til skýr-
ingar máli sinu: — Við athuganir
mfnar rakst ég á hálfs annars árs
gamla telpu með ákaflega áber-
andi lélega þyngdarþróun.
Mamma hennar átti mjög erfitt
með að mata hana og hugga, vissi
aldrei hvernig hún átti að bregð-
ast við, þegar barnið grét. Þessi
kona var fimmta barn.
Foreldrarnir höfðu ákveðið að
eiga barn aftur eins fljótt og auð-
ið væri eftir að þau höfðu misst
barn á fyrsta ári. Það er mjög
algengt að fólk vilji flýta sér að fá
nýtt barn í stað þess sem deyr, en
tilfinningarnar eru þá allar hjá
dána barninu. Sfðustu árin hefi
ég séð allmörg dæmi um unglinga
frá 14 ára aldri, eða hitt þá fyrir
sfðar á ævinni sem hafa komið í
heiminn í staðinn fyrri barn, sem
var þá nýlega látið. En þessi kona,
sem ég var að tala um, fékk aldrei
að gráta sem ungbarn. Þá var hún
læst inni f skáp og látin dúsa þar,
þar til hún þagnaði. Þegar hún
var 10 mánaða gömul, gafst
mamman upp á að sinna henni, og
réð sér barnfóstru til að gæta
hennar. Hjónaband foreldranna
hafði aldrei orðið samt eftir að
hitt barnið dó, sem hún kom í
staðinn fyrir. Þarna erum við aft-
ur komin að áföllunum, sem við
ræddum um í upphafi.
FÆÐING FYRIR
TÍMANN
— Ein tegund slíkra afdrifa-
ríkra áfalla, sem er ákaflega
lúmsk, er það þegar kona fæðir
barn fyrir tímann eða barn sem er
mjög lítið og magurt. Iðulega er
líka svo mikið um að vera á
fæðingardeildunum, að móðirin
Verði módirin eda sá, seni kemur í hennar
staó, fyrir áfalli, eöa hefur oröió fyrir
áfalli áóur, getur heilbrigt barn ha*tt að
þyngjast og dafna eftir aó þaó na*r þriggja
mánaóa aldri, vegna skorts á eólilegu tiI-
finningasambandi. Aföllin geta verió af
ýmsu tagi, svo sem sorg, fæóing fyrir
tímann, missir annars barns á undan
o.s.frv.
Þetta kemur m.a. fram í viótalinu \ ió
Bjarna Arngrímsson, sem starfaó hefur
sem barnageóla*knir í Svíþjóó og vinnur nú
aó rannsóknum á þessu og aöferóum til aó
greina hvaö aö er.
fær lítið að sjá barnið fyrr en hún
fer með það. Aðrir læknar eru að
gera athuganir á því hvaða áhrif
slfkt getur haft. Bæði í Svíþjóð og
Bandaríkjunum er verið að gera
samanburð á því, þegar konan
fær barnið beint upp að brjósti
sér strax er það fæðist og þegar
konan fær ekki að halda á barn-
inu fyrr en nokkrum klukkutím-
um síðar, þegar búið er að mæla
það og snyrta. M.a. hafa verið
teknar kvikmyndir til samanburð-
ar. Og það hefur sýnt sig, að eftir
fjóra mánuði skipta fyrrnefndu
mæðurnar sér u.þ.b. 50% meira
af barni sínu en hinar, sem ekki
fengu að halda á þvf undir eins.
Einnig hefur komið í ljós við
athuganir á mjög litlum og mögr-
um börnum við fæðingu, þó fædd
séu á réttum tíma, að mæðurnar
skipta ser um það bil helmingi
minna af þeim við 6 mánaða aldur
en þeim bústnu. Þetta gildir sér-
staklega um ungar mæður með
fyrsta barn. Þær verða óöruggar
og hræddar, ef barnið er eins og
lítil dúkka, vita ekki hvað þær
eiga að gera og hvers það þarfn-
ast.
Nú erum við komin að máli,
sem Halldóra hefur komizt í
nokkur kynni við á fæðingar-
deildinni f Sahlgrenska
sjúkrahúsinu, þar sem hún hefur
unnið með öðrum sérfræðingum
að rannsóknum. Það er hluti af
sálfræðinámi hennar við háskól-
ann.
— I vor starfaði ég undir hand-
leiðslu að heimildasöfnun um það
hvernig móðirin upplifir það að
eignast barn fyrir tfmann, segir
Halldóra. — Og í framhaldi af því
er ég að byrja að skrá viðtöl við
mæður i Gautaborg, sem hafa
fætt börn sin fyrir tímann. Ég tek
aðeins þann þáttinn, hvernig
móðirin bregzt við því að eiga
barn fyrir timann. Þetta er hóp-
vinna. Sálfræðingurinn, sem leið-
beinir mér, hefur m.a. tekið þátt í
rannsóknum á mæðrum, sem ekki
fengu að taka börnin strax eftir
fæðingu, eins og Bjarni var að
tala um áðan.
Og hvers hefur Halldóra orðið
vísari í þessum viðtölum? — Það
er í fyrsta lagi áberandi, að
mæðurnar eru óundirbúnar þegar
að fæðingunni kemur að það eitt
getur orðið alvarlegt áfall fyrir
móðurina, segir hún. Hún fær oft
á tíðum ekki deyfingu til að
bjarga lífi barnsins. Allt snýst um
barnið. Það er samstundis tekið
frá henni og flutt í stofu með þar
til gerðum súrefniskassa. Við
þetta verða mæðurnar óskaplega
hræddar um tvennt. Annars veg-
ar að barnið deyi og hins vegar að
það verði vangefið. Sérstaklega ef
börnin eru mjög lítil, vega
kannski ekki nema 1000 til 1500
grömm. Við tökum fyrir mæður
barna, sem vega minna en 2500
grömm.
Haldið er að þessi hræðsla valdi
því, að mömmurnar eru oft mjög
tregar að tileinka sér barnið. Vilji
þær sjá barnið, verða þær að fara
í sótthreinsuð föt og inn á sér-
staka deild, þar sem þær snerta
barnið gegnum göt á kössunum.
Sumar eru fúsar til þess, aðrar
vilja það ekki. Við kvikmyndum
atferli móðurinnar og föðursins,
þegar þau snerta barnið sitt í
fyrsta sinni. Síðan verða mæðurn-
ar oft afbrýðisamar í garð
hjúkrunarkvennanna, sem sjá um
börnin. Og ótal margir fleiri þætt-
ir koma þarna fram.
— Eg held að mjög mikilvægt
sé að móðirin hafi einhvern til að
tala við, þegar svona stendur á,
heldur Halldóra áfram. Læknar
og starfsfólk hafa ekki tíma og
vilja oft ógjarnan taka á sig að
ræða við þær um vonbrigði þeirra
og hræðslu. Fjölskyldan getur oft
ekki af ókunnugleika veitt þá að-
stoð sem þarf. Það er áberandi
hversu mjög þessar konur gagn-
rýna starfsfólkið og alla aðstöð-
una í sjúkrahúsinu. Þær leggja
sökina á aðra og reyna á þann hátt
að leysa sinn eigin vanda.
— Eftir að konurnar kom a
heim, hefi ég aftur viðtal við þær,
segir Halldóra. Oftast hafa þær
farið heim af sjúkrahúsinu á und-
an barninu, en þegar barnið kem-
ur heim, þá er móðirin hrædd við
að ráða ekki við að vera móðir.
Það er heldur ekkert gaman að
sýna barnið, ekki hægt að vera
eins stoltur af því og eðlilegt er.
Sumar eru alltaf að vikta börnin
og reyna að gefa þeim mat, sem
læknarnir hafa ekki ráðlagt, til að
flýta fyrir þróuninni. Síðan er
ætlunin að hafa viðtal við þessar
sömu mæður, þegar börnin eru
orðin 6 mánaða gómul, og athuga
hvernig gengið hefúr. Sambandið
milli móður og barns getur auð-
veldlega farið úr skorðum. Þarna
er Ijóst dæmi um hvernig sam-
band móður og þarns getur orðið
fyrir áföllum og mér finnst að sjá
þurfi um að konan fái við slíkar
aðstæður aðstoð. tii að fyrir-
byggja truflanir siðar, segir
Halldóra að lokum.
— Það er greinilegt að fólk, sem
hefur átt erfiða bernsku, þarf iðu-
lega á samtalsmeðferð að halda,
sem gerir því kleift að halda
áfram að þroskast og ná fram
hæfileikum, sem í þeim búa, segir
Bjarni. I rauninni er meðferðin á
ungbörnunum sjálfum ekki flók-
in. Þau þurfa foreldra, sem geta
elskað þau og sinnt þeim til þess
að þau dafni. Að þvi er við teljum,
mun stór hluti þeirra sem á
unglingsárum og fullorðinsárum
hafa alvarlegar geðtruflanir, hafa
beðið alvarlegt tjón á sálu sinni
meðan þeir voru ungbörn. Ég hefi
rekizt á geðklofa, sem átt hafa
svipaða frumbernsku og þau
börn, sem ég er nú að rannsaka,
af þvi að þau hætta að dafna.
Hver stór hluti þetta er, vitum við
ekki.
500 ÞÚS. I LAUN,
320 ÞtJS. t SKATTA
Nú lá beinast við að spyrja þau
Bjarna og Halldóru hvað lægi fyr-
ir hjá þeim, og hvort þau væru
nokkuð á heimleið. Þau kváðust
hafa áhuga á þvi að koma heim.
Halldóra sagðist ljúka þvi námi í
sálfræði, sem hún gæti tekið við
háskóla í Svíþjóð eftir hálft annað
ár. Hún mundi næsta haust fá til
meðferðar undir leiðsögn þjálfaðs
sálfræðings sjúklinga, einstak-
linga, fjölskyldur og hópa. Og
sjálfrar sin vegna kvaðst hún
hafa hug á að reyna að fá meiri
þjálfun og menntun á þessu sviði.
Bjarni reiknar með að verða bú-
inn með sitt verkefni og skrifa
doktorsritgerðina um „Börn, sem
ekki dafna" eftir þrjú ár.
Þau Bjarni og Halldóra sögðu,
Framhald á bls. 29