Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977
3
Jónas GuSbrandsson og
IngigerSur Jónsdóttir —
uppeldissystkinin frí
barnaheimjlinu Vorblómið.
— Ljósm.: RAX.
ÞESSI mynd er tekin fyrir 43 ir-
um vi8 fyrsta útdrátt vinninga I
Happdrætti Háskólans. IngigerSur
Jónsdóttir er að draga númerin,
en Jónas Guðbrandsson dregur
vinningsupphæSina. Frá vinstri
standa: Helgi Zoéga, starfsmaður
happdrættisins. Pétur Sigurðsson
háskólaritari, Ragnar Kvaran I
happdrættisráSi. Eggert Claessen I
happdrættisráði; Sigurður Ólason
f happdrættisráði, Ármann
Jakobsson starfsmaður og SigurS-
ur Jónsson starfsmaður. Fremst
eru tveir blaðamenn, sem skrifuðu
upp dráttinn. Til vinstri Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson frá Alþýðublaðinu
og að öllum llkindum er hinn Árni
Óla frá Morgunblaðinu.
„Þau hleyptu hjólinu af stad”
HAPPDRÆTTI Háskólans hefur
þann sið við upphaf hvers árs. að
bjóSa heppnum viðskiptavinum
slnum til fagnaðar um leið og þeir
kynna starfsemi næsta happdrætt-
isárs fyrir fjölmiSlum. Þessi árlegi
fagnaður var haldinn slðastliðið
föstudagskvöld. Happdrættið
stendur nú á tlmamótum, þar sem
það hefur tekiS tæknina I slna
þjónustu og er mannshöndin ekki
lengur notuS vi8 a8 draga út vinn-
inga. heldur er þaS gert I tölvu. Á
þessum tlmamótum bauð þvl
Happdrætti Háskólans „bömun-
um", sem drógu út fyrsta dráttinn
áriS 1934, en þá kostaSi heilmiS-
inn I Happdrættinu 6 krónur og
hæsti vinningur I hverjum drætti
var 10 þúsund krónur og 50 þús-
und I desember.
Þau. sem drógu fyrst út vinninga I
happdrættinu. voru Ingigerður
Jónsdónir og Jónas Guðbrandsson
eða eins og Guðlaugur Þorvaldsson
háskólarektor og formaður stjórnar
happdrættisins orðaði það ..þau
hleyptu hjólinu af stað' Jónas tjáði
Morgunblaðinu. að þau Ingigerður
hefðu verið I fóstri hjá Þuriði Sigurð-
ardóttur á barnaheimilinu Vorblóm-
Framhald á bls. 26
43 ár eru lið-
in frá því
er fyrst var
dregið í HÍ
Frábær frammi-
staða Geirs réð
úrslitum leiksins
ÍSLENZKA landsliðið með þá Dankersen-leikmenn Ólaf H. Jónsson og Axel
Axelsson í broddi fylkingar vann 27—21 sigur yfir pressuliðinu f leik f
Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Hafði landsliðið náð fimm marka forystu í
fyrri hálfleik 13—8, þannig að ekki munaði nema einu marki á liðunum I
seinni hálfleik, sem var tiltölulega mjög jafn. Kom reyndar á óvart hvað
pressuliðið veitti landsliðinu lengst af harða keppni.
Allan fyrri hálfleik leiksins I fyrrakvöld léku landsliðsmenn aðeins fimm f
vörn. Mun það hafa verið ætlun landsliðsnefndarmanna að venja landsliðið
við mikla „keyrslu" I vörninni. Pressuliðsmenn töldu að sér væri sýnd
óvirðing með slíkri framkomu, sem og einnig var. og var áhugaleysi ríkjandi
meðalþeirra, sérstaklega I sóknarleiknum, og mörg góð tækifæri sem gáfust
voru ekki nýtt. Við þetta bættist svo að fimm manna vörn landsliðsins bauð
upp á mikil og hörð átök, og var stundum leikurinn Ifkari fangbragðaglfmu en
handknattleik. Hefðu nokkrir landsliðsmanna gjarnan mátt fá kælingu f fyrri
hálfleiknum, en dómararnir tveir, Magnús V. Pétursson og Valur Benedikts-
son, horfðu með blinda auganu á aðfarirnar. Einn pressuliðsmanna, Hörður
Sigmarsson, meiddist nokkuð snemma f leiknum og varð að fara á slysavarð-
stofuna. Sýndi Hörður mikla hörku með þvf að koma aftur og taka þátt f
leiknum undir lokin.
Sem fyrr greinir var áhugi pressu-
liðsmanna í sóknarleiknum í lágmarki I
fyrri hálfleiknum meðan landsliðið lék
með fimm manna vörn. og greinilega
kominn kurr f áhorfendur. Það helzta
sem hélt mönnum við efnið voru marg-
ar bráðskemmtilega útfærðar sóknar-
lotur landsliðsins og svo falleg mörk að
það hefði borgað sig að horfa á þennan
leik fyrir þau ein.
í seinni hálfleik tefldi landsliðið fram
fullskipaðri vörn, og eftir það komst
mynd á leikinn Pressuliðið náði upp
baráttunni, og eftir það var leikurinn
næsta jafn. Eins og i fyrri hálfleik voru
það falleg mörk landsliðsmanna sem
fyrst og fremst gerðu þennan leik
skemmtilegan. en þau komu nokkur í
seinni hálfleiknum.
Eftir er að meta eftir þennan leik
hvort Ólafur og Axel falla vel inn I
landsliðið Greinilegt er þó að Ólafur
verður landsliðinu mikill styrkur í
varnarleiknum, en þar var hann þess
bezti maður og sýndi sinn venjulega
dugnað og ósérhlífni í sóknarleiknum
var Ólafur lengst af inn á línu, og
sendingarnar sem hann fékk þangað
voru mjög af skornum skammti. Axel
var hins vegar furðulega Iftið inná, og
Leikur 1 kvöld
í KVÖLD kl. 20.00 fer fram í
Laugardalshöllinni pressuleikur \
handknattleik. Verða bæði
pressuliðið og landsliðið skipað
sömu liðum og mættust á föstu-
dagskvöldið. Ætti að geta orðið
um skemmtiiegan og tvísýnan
leik að ræða, þar sem pressuliðið
stendur nú betur að vígi en á
föstudagskvöldið, þar sem liðið
fékk þá nokkra samæfingu. Verð-
ur fróðlegt að sjá hvort þvl tekst
ekki að veita landsliðinu enn
harðari keppni en á föstudags-
kvöldið.
einnig hann fékk fremur fá tækifæri til
þess að sýna sig.
Maður þessa leiks var án allra tvl-
mæla Geir Hallsteinsson Undirritaður
minnist þess ekki að hafa séð Geir eins
góðan og hann er um þessar mundir.
Að vfsu skorar Geir minna af mörkum
en oft áður, en allt spil landsliðsins
stendur og fellur með honum Hann
var upphafsmaðurinn af öllum falleg-
ustu mörkum landsliðsins í leiknum.
Þegar Geir var skipt útaf í fyrrakvöld
gjörbreyttist leikur landsliðsins til hins
verra Staðan var 18—12 fyrir lands-
liðið er Geir fór útaf, en þegar honum
var skipt inná aftur var munurinn að-
eins orðinn eitt mark, 20—19 Þá
voru 6 mlnútur til leiksloka og þær
nægðu Geir til þess að rífa félaga sína
upp og vinna 6 marka sigur.
Auk Geirs átti Björgvin Björgvinsson
ágætan leik með landsliðinu, svo og
Gunnar Einarsson markvörður. Pressu-
liðið bar þess óræk merki að það var
gjörsamlega ósamæft. Var mikið
óöryggi f leik þess til að byrja með, en
þegar á leikinn leið sótti það stöðugt f
sig veðrið Beztu menn liðsins voru
þeir Bjarni Jónsson, Árni Indriðason
og þó ekki slzt Hörður Sigmarsson
Sem áður er greint var töluverð
harka f leiknum, og nokkrir leikmanna
meiddust. Hörður Sigmarsson varð að
fara á Slysavarðstofuna, og Árni
Indriðason, Bjarni Jónsson og Gunnar
Einarsson urðu allir fyrir nokkrum
meiðslum.
Mörk landsliðsins skoruðu: Jón
Karlsson 6 (4 v). Axel Axelsson 4.
Viðar Sfmonarson 3 (3 v), Ólafur
Einarsson 3, Ólafur Jónsson 3,
Björgvin Björgvinsson 3, Bjarni
Guðmundsson 2. Geir Hallsteinsson 3.
Mörk pressuliðsins: Hörður Sig-
marsson 5 (3 v). Jón Pétur Jónsson 3,
Steindór Gunnarsson 3, Konráð Jóns-
son 3. Páll Björgvinsson 2. Bjarni
Jónsson 2. Árni Indriðason 2. Sigur-
bergur Sigsteinsson 1
Með fyrirhyggju tekst enn að gera
draumaferðina að veruleika. Aðeins
6—8 þúsund króna
sparnaður á mánuði er allt sem þarf til
að komast i eftirsóttustu sólarferðirnar í
suðurlöndum —
— ÚTSÝNARFERÐIR — en þær selj-
ast upp löngu fyrirfram — þvi að allir
mæla með Útsýnarferðum.
Austurstræti 17,
sími 26611
Ferðaskrifstofan
Spánn : Costa del Sol: Costa Brava: ftalía: Lignano:
Apr. 6., 17.
Maí 8., 29. 20. 11.
Júní 19. 10. 1 . 22.
Júll 3., 17.. 24.. 31. 1., 15.. 29. 6.. 13.. 20., 27.
Ágúst 7.. 14.. 21., 28. 12.. 19., 26. 3., 10., 17.. 24., 31.
Sept. 4., 11., 18.. 25. 2., 9. 7.
Okt. 9.