Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977
flfofgniililftfrttí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Fyrir skömmu birtist
hér i Morgunblaðinu 8
síðna kynning Félags ís-
lenzkra iðnrekenda á
stöðu, þýðingu og mögu-
leikum iðnaðar i atvinnu-
lífi og verðmætasköpun
þjóðarinnar. Hér var um
einkar fróðlega og fram-
sýna kynningu að ræða,
sem ríkt erindi átti við
hvert mannsbarn í land-
inu.
í þessari kynningu er
m.a. sýnt fram á, að flestar
óskir landsmanna um bætt
kjör eða samfélagslegar
umbætur hafi kostnað í för
með sér og að hvorugt sé
framkvæmanlegt nema
framleiðsla landsmanna
standi undir þeim kostnaði.
Að því er launatekjur
landsmanna varði sé ljóst,
að hlutaskiptin í þjóóarbú-
inu verði aldrei stærri en
það, sem til skiptanna er
hverju sinni. Því sé vísasta
leiðin til kjarabóta að auka
verðmætasköpun þjóðar-
búsins.
Þá er um það fjallað, sem
einnig var rætt í leiðara
Morgunblaðsins í fyrradag,
að afrakstursgetu fisk-
stofna og gróðurmoldar
séu takmörk sett, sem ekki
megi fara yfir; sem og að
vaxandi tæknivæðing hafi
valdið því, að í þessum at-
vinnugreinum hafi verið
og verði vaxandi fram-
leiðni, án teljandi viðbótar-
vinnuafls. Það hljóti því að
koma í hlut iðju og iðnaðar,
að taka við bróðurparti
þess viðbótarvinnuafls,
sem nú er að vaxa úr grasi í
þjóðfélaginu, sem og að
axla stóran hlut í þeirri
viðbótarverðmætasköpun,
sem velferðarþjóðfélag
komandi ára og áratuga
krefst.
Þá er einnig í þessari
kynningu vakin athygli á
ýmsum staðreyndum efna-
hagslífs okkar í dag. M.a.
að útflutningur landsins á
vörum og þjónustu hafi að-
eins hrokkið fyrir tæplega
77% af verðmæti innflutn-
ings árið 1975. Þannig er
útflutningur hvers mánað-
ar ársins um 1830 milljón-
um króna minni en inn-
flutningur að meðaltali.
Skuldir okkar gagnvart út-
löndum jukust um tæplega
30% milli áranna 1974 og
1975, mælt í dollurum en
mun meira í íslenzkum
krónum. Heildarskuld
gagnvart útlöndum var um
78 milljarðar um þau ára-
mót, sem svarar til 360.000
kr. á hvern landsmann.
í þessari kynningu er síð-
an gerð grein fyrir hinum
ýmsu þáttum íslenzk fram-
leiðsluiðnaðar, bæði fyrir
innlendan og erlendan
markað, þ.e. ýmist gjald-
eyrisparandi eða gjald-
eyrisskapandi iðnaðar. Þá
má einnig lesa út úr þess-
ari kynningu, að sú auðlind
íslenzk, sem enn sé van-
nýtt, sé orkan í fallvötnum
og jarðvarma landsins, en
orkan sé undirstaða og
forsenda iðnaðar.
Að öllu athuguðu hlýtur
það að vera ljóst, að hlutur
iðnaðar og iðju í framtíðar
verðmætasköpun íslenzks
þjóðfélags hlýtur að verða
mjög vaxandi, ef hér á að
halda uppi atvinnuöryggi
og sambærilegum lífs-
kjörum og í nágranna-
löndunum. Það leiðir aftur
af sér að skapa verður
iðnaðinum jafnkeppnis-
aðstöðu við erlendan iðnað,
bæði að því er varðar inn-
lendan og erlendan
markað. Á þetta hefur
verulega skort, í lána-, toll-
og skattamálum, þó í rétta
átt hafi miðað m.a. með
tolllagabreytingum undan-
farið. Sá vaxtarbroddur,
sem í íslenzkum iðnaði
felst, sést m.a. af því, að
þrátt fyrir marga
þröskulda í vegi hans,
hefur vöruframleiðsla út-
flutningsgreina iðnaðarins
vaxiö að jafnaði um 15% á
ári á tímabilinu frá 1969—
1975.
Efling íslenzks iðnaðar,
sem býður upp á marg-
þætta möguleika, myndi
skjóta nýjum og ólíkum
stoðum undir atvinnulíf
þjóðarinnar. Breytingar á
viðskiptakjörum og ýmsum
aðstæðum hafa oft komið
illa við einhæft atvinnulíf
okkar. Fjölhæfing atvinnu-
lífsins gerir slíkar sveiflur
áhrifaminni og skapar
meiri sveigjanleika til
gagnráðstafana.
Iðnaður og iðja spannar
þá möguleika, sem við höf-
um til að nýta betur bæði
hráefnalindir og hinar
miklu orkulindir vatnsafls
og jarðvarma, sem eru ein
stærstu auðlind og fram-
tíðarmöguleiki okkar til
bættra lífskjara.
Iðnaðurinn þarfnast í
sívaxandi mæli tæknilega
og stjórnunarlega
menntaðs starfsliðs og
skapar því fjölþætt at-
vinnutækifæri, sem eru í
samræmi við þær óskir,
sem ætla verður að séu til
staðar hjá ungu fólki, sem
nú stundar eða hyggur á
margs konar framhalds-
menntun. Launaþróun
evrópskra iðnaðarþjóð-
félaga gefur og vonir um
stórbætta möguleika á
þeim vettvangi.
Síðast en ekki sízt gerir
iðnaðurinn kröfur til við-
skiptalegrar og tæknilegr-
ar þjónustu af ýmsu tagi og
hefur því margföldunar-
áhrif í atvinnulífinu. Vöxt-
ur hans kallar og á nýja
möguleika í fræðslukerfi
þjóðarinnar.
Það er því erfitt að hugsa
sér þróun til framtíðar
hagsældar hér á landi án
verulegs vaxtar iðnaðar-
ins. Tími er til kominn að
marka framtíðarstefnu i
þessum efnum, því ekki er
ráð nema í tíma sé tekið.
Iðnaður og framtíð
Rey k j avíkur bréf
....Laugardagur 8. janúar-^. _I
Erfitt ár
„Árið 1976 var vont ár. Vonandi
yerður þetta ár betra“, sagði ung-
ur maður á förnum vegi við höf-
und þessa Reykjavíkurbréfs. Að-
spurður um, hvað hann ætti við
nefndi hann það eitraða andrúms-
loft tortryggni, grunsemda, sögu-
burðar og mannorðsþjófnaðar,
sem einkennt hefði sl. ár f svo
ríkum mæli. Sjálfsagt er það of-
mælt, að liðið ár hafi verið „vont“
ár en það var erfitt ár. Fyrri hluti
ársins var sérstaklega erfiður. Þá
stóð yfir hörð landhelgisdeila við
Breta, sem reyndi mjög á þolrif
þjóðarinnar. Lyktir þeirrar deilu
urðu mesti sigur, sem íslendingar
hafa unnið f áratuga baráttu fyrir
yfirráðarétti yfir fiskimiðunum.
Sá sigur fékkst ekki baráttulaust
út á við né átakalaust inn á við.
Geir Hallgrfmsson, forsætisráð-
herra, rifjaði upp í áramótagrein
sinni hér í Morgunblaðinu hin
mismunandi sjónarmið, sem uppi
voru heima fyrir um meðferð
landhelgismálsins er hann sagði:
„Við munum einnig, að við þessa
útfærslu, gagnstætt fyrri útfærsl-
um, voru harðvítugar deilur um
það, hvort rétt væri að hefja við-
ræður við önnur lönd, sem hags-
muni höfðu haft af fiskveiðum
hér við land um samninga er
kvæðu á um takmörkun veiði-
sóknar þeirra og afla.
Við Sjálfstæðismenn héldum
því fram, sjálfum okkur sam-
kvæmir, að sjálfsagt væri að taka
upp slfkar samningaviðræður,
annað væri ekki við hæfi sjálf-
stæðrar fullvalda þjóðar. önnur
vinnubrögð bæru merki um
minnimáttarkennd, sem við ís-
lendingar höfum enga ástæðu til
að hafa. Við erum fullfærir um að
halda á rétti okkar í samfélagi
þjóðanna.
Þá minnumst við þess, að allan
síðastliðinn vetur stóðu einnig um
það deilur, hvort rétt væri að
fórna öryggi landsins til þess að
vernda fiskveiðihagsmuni okkar.
Við Sjálfstæðismenn neituðum
því alfarið og héldum því fram, að
saman færu öi-yggishagsmunir
landsins og fiskveiðihagsmunir.
Stefna okkar sigraði, við unn-
um málstað okkar fylgi f viðræð-
um við aðrar þjóðir með því að
gera grein fyrir málstað okkar.
Við hlustuðum á málflutning and-
stæðinga okkar, en vegna þess að
rökin og rétturinn var okkar meg-
in, urðu úrslitin þau er við fögn-
um nú. Lýðræðislegar starfsað-
ferðir í samskiptum við aðrar
þjóðir fengu okkur sigurinn f
hendur, fljótar og á ótvfræðari
hátt en við gátum fyrirfram búizt
við.“
Það er lærdómsríkt fyrir okkur
að minnast þess skoðanamunar,
sem upp kom um meðferð þessar-
ar landshelgisdeilu og forsætis-
ráðherra gerir að umtalsefni í of-
angreindri tilvitnun. Sannleikur-
inn er sá, að öfgamenn og and-
stæðingar þátttöku okkar í varn-
arsamstarfi vestrænna þjóða
gerðu markvissa tilraun til þess
að hagnýta sér landhelgisdeiluna
til að koma fram öðrum markmið-
um, sem þeim áður hafði mistek-
izt að ná. Og í þvi skyni var reynt
að skapa andrúmsloft öfga, ein-
angrunarstefnu og móðursýki
vegna þeirrar hörðu deilu, sem
við áttum í og þess styrjaldar-
ástands, sem ríkti á fiskimiðun-
um. Þetta átti sinn þátt í því, að
hinum unga manni, sem hér var
vitnað til þótti liðið ár „vont“ ár
en skynsemin og réttur málstaður
sigraði að lokum og talsmenn
þeirrar stefnu stóðu með pálmann
í höndunum hinn 1. desember sl„
þegar brezku togararnir hurfu úr
íslenzkri fiskveiðilögsögu í sam-
ræmi við ákvæði Oslóarsamkomu-
lagsins. Sögu landhelgisdeilunnar
árið 1976 þarf þjóðin jafnan að
rifja upp, þegar henni hættir til
að láta móðursýki ná tökum á sér
í deilum við aðrar þjóðir. Sagan
sú vfsar okkur hinn rétta veg.
Þeir erfiðleikar, sem um skeið
ríktu hér innanlands á sl. ári
vegna landhelgisdeilunnar voru
þó ekki veigamesti þátturinn í
þvf, að þess verður að sumu leyti
minnzt sem erfiðs árs. Þar eiga
meiri þátt nokkur umfangsmikil
sakamál, sem settu með afgerandi
hætti mark sitt á þjÓðlíf okkar og
stuðluðu að djúpstæðri tortryggni
og grunsemdum og drógu úr
trausti hins almenna borgara á
ýmsum grundvallarþáttum sam-
félags okkar.
Verður andrúms-
loftið hreinsað?
Meðferð þeirra sakamála, sem
mest voru umrædd á sl. ári er nú
að því er virðist á lokastigi. Lyktir
þeirra munu væntanlega leiða til
þess að hreinsa andrúmsloftið og
eyða að verulegu leyti þeirri tor-
tryggni, sem ríkt hefur um skeið.
Um það getur þó enginn fullyrt
fyrr en upp verður staðið. En mál
þessi öll hljóta þó að verða okkur
mikið umhugsunarefni. Þar má
fyrst og fremst nefna þrennt til. I
fyrsta lagi hafa umræður um
þessi sakamál bersýnilega dregið
mjög úr trausti þjóðarinnar á
nokkrum meginþáttum okkar
samfélagsbyggingar. í raun er þar
með einum eða öðrum hætti um
að ræða bæði löggjafarvald, fram-
kvæmdavald og dómsvald. Það
verður verkefni þeirra, sem á
þessum þremur sviðum starfa að
gera sér grein fyrir því á hvern
hátt þeir þurfa að breyta starfsað-
ferðum sínum til þess að endur-
heimta traust almennings. í öðru
lagi hafa þessar umræður leitt til
þess að spyrja má með nokkrum
rökum, hvort það umburðarlyndi,
sem síðustu nær fjóra áratugi
hefir ríkt í samskiptum einstakl-
inga 1 okkar litla samfélagi er
rokið út í veður og vind. Á fyrri
hluta þessarar aldar og fram
undir 1940 voru opinberar
umræður hér á landi miskunnar-
lausar og einkenndust af rógburði
og gerræðisfullum ofsóknum á
hendur einstaklingum og fjöl-
skyldum og var þá öllu til tjaldað,
líka opinberu valdi. Menn héldu,
að þessi tími væri liðinn en opin-
berar umræður í okkar landi síð-
ustu misseri hljóta að vekja ugg
um, að hann sé að ganga í garð á
ný. Þjóðfélag okkar verður ekki
betra fyrir það. Lítið samfélag
eins og hið islenzka, þar sem ná-
vígi er mikið, byggist á því að
umburðarlyndi ríki og tillitssemi
gagnvart öðrum einstaklingum.
Við getum deilt hart á málefna-
legum grundvelli en það verður
engum til góðs að færa umræður
niður á það plan persónulegra
árása og ofsókna, sem einkenndi
fyrri hluta þessarar aldar.
Þeir sem þau vinnubrögð
stunda ættu að leiða hugann að
afleiðingum þess fyrir þá
einstaklinga og fjölskyldur
þeirra, sem hlut eiga að máli og er
þá talað hér á almennum grund-
velli og það dæmi sem hér
verður nefnt á engan hátt sam-
bærilegt við islenzk málefni.
ísrael er að vísu fjarlægt land
og aðstæður þar sjálfsagt allt
aðrar en hér. Þó var eftirtektar-
vert að lesa frétt, sem birtist í