Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1977 Umsjón: Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbergsson. Barna- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins Heila- brot 78ER.- Þessi þraut er ef til vill ekki eins erfið og hún lítur út fyrir að vera við fyrsta lestur. Aðalatriðið er, að þú kunnir að leggja saman — og takir þér tíma til þess að leysa þrautina. Hún er í því fólgin að draga línu frá 1 til 15 á þann hátt, að tölurnar, sem þú ferð framhjá, verði samtals 60. Lausn er annars staðr á síðunni. ------------------------------------------- Gaman, gaman, snjór Allir krakkar hafa mikið dálæti á snjó og þess vegna er líka um að gera að nota hann óspart. í frosti er hann harður og þurr, og þá er gott að renna sér á sleða eða skíðum. En í hláku er hann blautur og bezta efni í snjókarl eða kerlingu og snjóhús. Þá er líka hægt að fara í snjókast, og er skemmtilegast að útbúa sér skotmark þar sem ekki eru gluggar nærri eða bílaumferð. Skot- markið gæti verið plata, sem teiknaðir eru á hringir, hver innan í öðrum og miðdepillinnst, og svo er skotið á spjaldið úr ákveðinni fjarlægð, reynt að hitta sem næstu miðju. Snjókarl má gera úr 3 snjókúlum, sú stærsta höfð neðst, síðan nokkru minni kúla sett ofan á og lokst er höfuðið minnst. Snjókarlinum er svo gefinn gamall hattur og gerð á hann augu, nef og munnur, annaðhvort með steinum eða á svipaðan hátt og á myndinni. Snjóhús er hægt að grafa í skafl, og stundum verða þá göngin löng, ef skaflinn er stór. En sé snjórinn harður má stinga út snjókubba með stunguskóflu og hlaða síðan snjóhúsið úr þessum „snjómúrsteinum". Það er talsvert verk, en árangurinn verður oft mjög góður. Ef til vill getur einhver fullorðinn hjálpað til, þá gengur verkið betur. Minnumst þess, að hættulegt getur verið a kasta snjókúlu í bíla á ferð, glugga, ljósker eða fólk. v___________________________________________./ Lausn á „heilabroti": 1—2—12—7—8—3—6—4—2—15 Útier kalt Frost er úti, fuglinn minn, ég finn, hve þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt því nú er frosið allt. En ef þú bíður agunablik ég ætla að flýta mér að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. Góðir kunn- ingjar Andrés önd og Mikki mús eru herramenn, serm flest börn þekkja. Maðurinn, sem er höfundur þeirra, heitir Walt Disney. Hann hefur líka gert margar kvik- myndir, maðal annars Mjallhvft, Gosa, Bamba og Fantasfuna, sem þúsundir barna hafa séð. Hann dó árið 1966 og fékk fyrir dauða sinn 30 Óskars- verðiaun fyrir kvik- myndir sfnar, en eng- inn annar hefur fengið nálægt því svo mörg Óskars-verðlaun. Þetta eru amerfsk kvik- myndaverðlaun, stytta af fþróttamanni. Það var skrifstofustúlka, se gaf verðlaunastytt- unni þetta nafn, hún átti frænda, sem Ifktist mjög styttunni, og frændinn hét Óskar. Litla sagan: Ertu ríkur? — Ert þú ríkur? spurði prestur nokkur eitt barn- anna f sunnudagaskóla sínum. Var það fölleitur og fátæklega klæddur drengur. — Nei, svaraði drengurinn dálítið hikandi. — Áttu þúsund krónur? spurði prestur- inn. — Nei, nei, svaraði drengurinn. — Langar þig til þess að verða ríkur? — Já, það langar mig. — Jæja, seldu mér þá skæru gimsteinana, sem þú átt þ:rna — augun í þér. Nei, það vildi drengur- inn ekki. Presturinn bauð honum hundrað þúsund krónur fyrir augun, fimm hundruð þúsund, milljón krónur, en allt kom fyrir ekki. — Viltu þá selja mér litla verkfærið, sem þú átt og kallað er hönd? Nei, það vildi drengur- inn ekki heldur. Prestur- inn bauð honum tvær milljónir fyrir augun og hendurnar. En drengur- inn brosti bara að því og vildi auðvitað ekki selja. — Þá skaltu ekki segja mér að þú sért fátækur, úr því að þú hefur efni á að hafna því að selja þetta fyrir háar upphæðir, sagði prestur- inn. Augu þín og hendur eru þér gefin af Guði. Og auðvitað vilt þú ekki heldur missa neitt af þessu. Fætur þínir, höfuð, skynsemi, hæfi- leikar, allt þetta eru líka gjafir Guðs. Einnig for- eldrar, heimili, vinir og margt, margt fleira. Þú ert ríkur, mjög ríkur. Allt þetta er svo miklu meira virði en peningar, Jafnvel háar fjár- upphæðir eru ekkert samanborið við þessar gjafir. Verum þakklát fyrir gjafir Guðs. Það er ekki sjálfsagður hlutur, að við eigum þetta allt. Þeir eru margir sem hafa misst eitthvað af þessu, þessum dýrmætu gjöfum, sjón, hönd eða fót — eða for- eldra. Sumir fæðast án þess að vera það sem við köllum heilbrigð andlega og geta þá ekki lært að nota skynsemi sína og hæfileika í sama mæli og flestir aðrir. Þökkum Guði fyrir þær gjafir, sem hann hefur veitt okkur. Þær eru svo margar, óendanlega margar. Reynum að telja þær upp með sjálfum okkur, og skeytum ekki um það, þó að við vitum um einhvern, sem kannski hefur fengið fleiri en við sjálf. Verum þakklát fyrir það sem við eigum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.