Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1977 29 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna RÍKISSPÍTALARNIR aSiðs lausar stöður Kleppsspítalinn. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á deild IV nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknum ber að skila til hjúkrunarfor- stjóra spítalans, sem veitir allar nánari upplýsingar. HJÚKRUNARFRÆ ÐINGÁR óskast á næturvaktir nú þegar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjórinn sími 381 60. Vífilsstaða- spítalinn. AÐSTOÐARMAÐUR meinatæknis óskast til starfa á rannsóknarstofu spítalans nú þegar. Upplýsingar veita meinatæknar á spítalanum, sími 42800. Tjaldanesheimilið, Mosfellssveit. STARFSTÚLKA óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknum ber að skila til forstöðumanns, sem veitir nánari upplýsingar, sími 66266. Reykjavík 7. janúar 1 977. Skrifstofa ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5. Rafeindatækni Rafmagnstæknifræðingur (veikstraums) óskar eftir að taka að sér verkefni í rafeindatækni, sem aukastarf t.d. hönnun eða viðgerðir, rafeindatækja. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „rafeindatækni — 1 290". „Operator" Stórt fyrirtæki. í Reykjavík, óskar eftir að ráða starfsmann í rafreiknideild. Æskileg menntun stúdents-, verzlunar- skólapróf eða hliðstæð menntun. Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mb. merkt: „Operator — 2722". _____________ Hafnarfjörður — Skrifstofustúlka óskast 3 tíma á dag, 4 daga vikunnar. Vinnutími eftir samkomulagi. Einhver bókhaldskunnátta æskileg. Upplýsingar um aldur, menntum og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 13. jan. ' 77 merkt „Hafnarfjörður: 1 289". Sölustjóri í Búvéladeild Óskum að ráða sem fyrst til starfa dugleg- an mann við sölu á búvélum og dráttavél- um. Æskilegt er að umsækjandi sé bú- fræðingur að mennt eða þekki vel til allra búvéla. Ennfremur er nauðsynlegt að við- komandi hafi reynslu í sölustörfum og sé kunnugur viðskiptum við bændur. Ensku- kunnátta er skilyrði enda þarf viðkomandi að geta annast einfaldar bréfaskriftir við erlenda seljendur. Hér er um lifandi og tilbreytingaríkt fram- tíðarstarf að ræða fyrir réttan mann. Skriflegar upplýsingar sendist Morgun- blaðinu merkt: B — 6467. Með allar umsóknir verður farið með sem algjört trúnðarmál. Tbm — Tölvuskráning IMB á íslandi óskar eftir að ráða starfsfólk við gagnaskráningu (götun). Hér er um að ræða eftirfarandi störf: — Fullt starf frá og með april n.k. — Hálft starf, sem hafist getur nú þegar. Unnið verður á IBM disklingavélar. Æski- legt er að viðkomandi hafi starfsreynslu í götun eða æfingu í skrifstofustöfum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni, og eru póstsend til umsækjenda sé þess óskað. IBM á Islandi Klapparstíg 27 — Sími: 27700 Ferðaskrifstofu- starf Ferðaskrifstofa Varnarliðsins óskar að ráða starfsmann (karl eða konu) með reynslu í almennum ferðaskrifstofustörf- um. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í útgáfu flugfarseðla. Mjög góð ensku- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist ráðningarskrifstofu Varnamáladeildar, Keflavíkurflugvelli, sími 92-1973. Háseta vantar á netabát frá Þorlákshöfn. Uppl. í síma 99-3878. Stýrimann eða mann vanan togveiðum vantar á 60 tonna togbát, sem gerður verður út frá Vestmannaeyjum. Uppl. í síma 99-3375. óskar eftir smurbrauðsstúlkum Upplýsingar hjá yfirmatreiðslumanni eftir kl. 3. Tvær hálf dags stúlkur og tvær heils dags stúlkur Geta fengið atvinnu nú þegar. Skilyrði að þær hafi unnið í verzlun áður. Ekki yngri en 25 ára. Um framtíðaratvinnu er að ræða. Góð laun og stöðuhækkun fyrir réttu stúlkuna. Tilboð sendist Mbl. ásamt meðmælum og upplýsingum um fyrri störf fyrir 1 1 . jan. merkt „Atvinna: 1 288". Orkustofnun óskar að ráða til sín ritara í hálft starf frá 1. febrúar að telja. Umsóknir, með uppl. um menntun og fyrri störf óskast sendar Orkustofnun, Laugavegi 116, Reykjavík, fyrir 1 5. janúar. Orkustofnun. Einkaritari með góða vélritunarkunnáttu óskast til starfa, sem fyrst. Vinnutími kl. 10.00 — 1 8.00 en hálfs dags starf kemur til greina. Umsókn sendist Afgreiðslu Morqunblaðsins fyrir 12. þ.m. merkt: „R-6466". Vélstjóra vantar á 140 tonna bát frá Grindavík. Nýleg vél. Upplýsingar í síma 92-81 48. Matsvein og I. vélstjóra vantar á 88 tonna netabát frá Eyrarbakka. Uppl. í síma 99-3357. r Utgerðarmenn Óskum eftir viðskiptum við línu- eða netabát. Einnig óskum við eftir góðum bát á leigu núna strax. Faxavík h. f. Súdarvogi 1, Reykjavík, sími 35450. — Ungbarn Framhald af bls. 13. að þeim líkaði vel að búa meðal Svía. Og þar sem mikið er hér á Islandi gert að því að bera saman laun og kjör hér og í gósenland- inu Svíþjóð, var talið leitt að því. — Okkar kjör hafa orðið lakari á þessum tíma, miðað við það sem var í Svíþjóð er við komum þang- að, svöruðu þau. Allir launa- samningar eru miðstýrðir í Sví- þjóð og gerðir á einþm stað. Akveðið var á árunum'1970—75 að þeir lægstlaunuðu ættu að fá þá launahækkun, sem þjóðfélagið hefði efni á. Laun lækna stóðu því svotil í stað. En þá kom hækkun, sem hefur síðan etizt upp í dýrtíð- inni. Til að gera grein fyrir kjör- um fólks með háar tekjur, þá hef- ur Bjarni í laun 500 þúsund krón- ur í mánaðarlaun. Skattarnir, sem teknir eru beint, nema 64% af launum, þannig að af því fara í skatta 320 þúsund krónur á mán- uði. Við leigjum fyrir 70 þúsund krónur á mánuði, sem er heldur gott verð fyrir sex herbergja íbúð. Til samanburðar má geta þess, að leigan fyrir 3ja herbergja íbúð í miðri Gautaborg í nýbyggðu húsnæði er 46—60 þúsund krónur á mánuði. Við fáum enga niður- greiðslu á húsnæði, af því brúttó- tekjurnar eru það háar. Þá eru eftir 110 þúsund krónur. Matur er dýr, virðist vera á svipuðu verði og hér, fataverð er ivið lægra, þ.e.a.s. fatnaður í búðargluggum hér virðist vera á svipuðu verði, en í Gautaborg er hægt að fá ódýrari fatnað og þá lélegri. Um gæði veit ég ekki hér. Afkoman fyrir láglauna- og meðaltekjufólk virðist vera betri í Svíþjóð. Okkur sýnist að tekjur þess séu svipaðar, en hér vinni fólk lengri vinnu- tíma fyrir þeim launum, þ.e. 55— 60 tíma vinnuviku í stað 40 þar. En hátekjumenn lifa greinilega betur hér. Niðurgreiðslur ná ekki til þeirra í Svíþjóð. Til dæmis greiddum við fyrir hálfu þriðja ári, þegar við höfðum barn á dag- heimili vegna þess að Halldóra var í námi, um 20 þúsund krónur á mánuði. En dóttir okkar, sem er einstæð móðir með barn og i námi í Vásterás, borgar ekki nema 90 kr. á dag fyrir sitt barn. Þegar við berum svona saman tölur, þá verður að taka tillit til þess að Sviar nota 40% af sinum tekjum til hernaðarþarfa, en við höfum ekki hér. Aftur á móti búum við f erfiðu landi og erum fámenn þjóð. — Utkoman hjá okkur er sem sagt sú, að við eigum þrátt fyrir þessar brúttótekjur erfitt með að kosta okkur til náms, borga bæk- ur og námskeið í „psykoterapíu" og þess háttar, sem ekki fellur inn i nárnið, en við viljum taka að auki. Það eina, sem við leyfum okkur, er að standa undir rekstri á seglbáti, sem f jölskyldan siglir í Skerjagarðinum á fridögum og í sumarleyfum. Við fórum í sumar á bátnum til Öslóar og vorum heil- an mánuð í ferðinni. Báturinn heitir Snæfell, eftir aflaskipinu sem pabbi smíðaði á sínum tima á Akureyri og sem nú á að fara að sökkva, segir Halldóra. Og við siglum undir islenzkum fána. Þegar við komum til Oslóar og lögðum bátnum hjá Konunglega norska siglingaklúbbnum, datt yf- ir okkur um morguninn við að sjá blaktandi íslenzkan fána á bryggj- unni. En sá siður er þar, að dregn- ir eru upp þjóðfánar þeirra, sem eru í höfninni hverju sinni. Það var borin mikil virðing fyrir okk- ur, sögðu þau Halldóra og Bjarni og menn spyrja okkur gjarnan hvernig siglingin hafi verið yfir Atlantshafið. Og þar sem bátur- inn er ekki nema 7,7 metra langur væri það ágætt afrek að hafa kom- ið á honum frá íslandi. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.