Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 2

Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 2
2 MOKCiUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 Tekur mánuð að gera við Þrótt HAFNSÖGUBAT Hafnfirðinga rak á sunnudagsmorguninn upp f fjöruna sunnan við Straumsvfk, en báturinn náðist að nýju út f gærmorgun. Skemmdist báturinn talsvert og er áætlað að um mánuð taki að gera við hann. Kr þetta mjög bagalegt fyrir Hafnfirðinga, þvf bátur þessi er eini hafn- sögubátur Hafnarfjarðar- hafnar. Hefur verið rætt við Reykjavíkurhöfn um lán á bát, meðan verið er að gera við bátinn, en ekki vitað hvort það verður úr. Míkill sjór var við Straums- víkurhöfn á sunnudagsmorgun- inn og um 11 vindstig af norðri. Var hafnsögubáturinn í Straumsvík til að aðstoða Reykjafoss, sem var að fara þaðan. Er Reykjafoss sleppti fór tógið í skrúfu hafnsögu- bátsins Þróttar og skipti það engum togum að bátinn rak á skammri stund upp í fjöruna. Var einn maður um borð í bátn- um og aðstoðaði björgunarsveit hann við að komast á þurrt. A sunnudaginn var ekki við- lit að reyna að ná bátnum af strandstað vegna veðurs, en um nóttina voru settar festingar í bátinn og um níuleytið i gær- morgun dró síðan björgunar- skipið Goðinn Þrótt af strand- staðnum á fíóðinu og til Hafnarfjarðar. Var þangað komið með bátinn sem eru um 20 tonn að stærð. Var báturinn tekinn í slipp hjá Dröfn og skemmdír kannaðar. Kom í ljós að hann er talsvert dældaður stjórnborðsmegin og verður að skipta um plötur. Þá er stýrið skemmt og sömuleiðis skrúfan. Er talið að það taki um mánuð að gera við bátínn, eins og áður sagði. Hafnsögubáturinn Þróttur á strandstaðnum í Straumsvfkurfjöru (Ljósm. Mbl. RAX). Ferðaskrifstofa ríkisins: Umboðsdómarinn 1 ávísanamálinu: Gefur saksóknara valkosti um áfram- hald rannsóknar EINS og fram kom í Mbl. á laug- ardaginn, ákvað Hrafn Bragason umboðsdómari I ávísanamálinu að endursenda ríkissaksóknara málið á nýjan leik, þar sem atriði þau, sem saksóknari óskaði rann- sóknar á höfðu þegar verið rann- sökuð. Hrafn sendi málið til sak- sóknaraembættisins I gær, og f fréttatilkynningu, sem Mbl. barst frá Hrafni I gær, segir m.a. að hann hafi gert embætti rfkissak- sóknara ákveðna valkosti um framhald rannsóknarinnar, verði hún talin nauðsynleg. Tilkynning Hrafns fer hér á eft- ir: Svo sem kunnugt er af fréttum sendi ég undirritaður umboðs- dómari svokölluð keðjutékkamál til umsagnar Ríkissaksóknara þann 27. f.m. svo hann gæti sagt fyrir um hvort rannsókn þeirri skyldi haldið áfram og þá hvaða stefnu taka skyldi um þá rann- sókn. Mér hefur nú þegar borist svar Ríkissaksóknara og hefur það verið birt í fjölmiðlum að hans tilstuðlan. Af fyrri fréttum er kunnugt að málið er mjög um- fangsmikið, en aðeins lítill hluti gagnanna var sendur Ríkissak- sóknara í samandregnu formi svo auðveldara væri að gera sér grein fyrir aðalatriðum. Jafnframt var boðín fram aðstoð við heildar- könnun málsins. Framhald á bls. 25 Hafnarfjarðarpresta- kalli skipt 1 tvennt BISKUP íslands hefur auglýst fjögur prestaköll laus til umsókn- ar, með umsóknarfresti til 10. febrúar. Eru þetta Hafnarfjarðar- og Víðistaðaprestaköll í Kjalar- nesprófastsdæmi, Melstaðar- prestakall í Húnavatnsprófast- dæmi og Miklabæjarprestakall í Skagafjarðarprestakalli. Sr. Garðar Þorsteinsson lætur nú af störfum í Hafnarfjarðarpresta- kalli fyrir aldurs sakir og verður Hafnarfjarðarprestakalli skipt í tvennt, Hafnarfjarðar- og Viði- staðaprestakall. SR í Siglufirði: Tekur á móti 8000 lestum til viðbótar Bræðsla hefst á Raufarhöfn í kvöld Sildarverksmiðjur ríkisins í Siglufirði hafa ákveðið að taka á móti 8000 lestum af loðnu til við- bótar því, sem búið er að landa, og verður þá búið að landa í 12000 lesta rými þar. Þá fylltust allar þrær á Raufarhöfn í nótt er leið og er nú búið að taka á móti á milli 6000 og 7000 lestum þar. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri, SR sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að a.m.k. 10 dagar myndu líða þar til bræðsla þeirra 8000 lesta, sem tekið verður á móti, gæti hafizt eftir að aflanum verður landað, en loðnan verður rotvarin með nitrite. Morgunblaðið spurði Jón hvort einhverjar loðnubræðslur á íslandi hefðu ekki hug á að taka á móti það miklu hráefni að það nægði til 1—2 mánaða bræðslu, eins og margar verksmiðjur í Nor- egi hafa gert á síðustu árum. Sagði Jón það mjög erfitt. 1 fyrsta lagi þyrfti að geyma loðnuna í tönkum í svona langan tíma og íslenzku verksmiðjurnar hefðu ekki nógu marga hráefnisgeyma til þess. 1 öðru lagi myndaðist óheppilegt efni í mjölinu við eld- þurrkun eftir svona langa geymslu, og ef þetta ætti að vera hægt með góðu móti, þyrfti gufu- þurrkun að vera í verksmiðjun- Þarf að sjá 1500 ferðamönn- um fyrir öðru húsaskjóli - verði Hótel Hofi lokað endanlega VIÐRÆÐUR hafa farið fram milli forsvarsmanna Ferðaskrif stofu rlkisins og samgönguráðu- Víkingur kemur 1 febrúar SEM kunnugt er hefur togarinn Vikingur frá Akra- nesi verið í Noregi frá því í haust, þar sem verið er að breyta honum í nótaskip. Að sögn Valdimars Indriðasonar framkvæmdastjóra skipsins þá er skipið væntanlegt heim í byrjun febrúar og á þá að fara strax á loðnuveiðar. Skipstjóri á Víkingi verður Viðar Karls- son, sem áður var skipstjóri á Óskari Magnússyni AK. neytisins um það hvernig ferða- skrifstofan geti brugðizt við ef hætt verður rekstri Hótels Hofs, eins og rætt hefur verið um. Að sögn Ólafs Steinars Valdimars- sonar I samgönguráðuneytinu mun slfk ráðstöfun valda ferða- skrifstofunni verulegum erfið- leikum, þar sem hún hfur bókað hótelið að miklu leyti fyrir næsta sumar. Að því er Ólafur sagði, hefur ekki fengizt niðurstaða í því hvernig brugðið skuli við, ef sú staða kemur upp að hótelinu verði lokað. Gert er ráð fyrir að alls sé þarna um að tefla um 30 herbergi fyrir ferðaskrifstofuna eða um 1800 gistinætur á mánuði miðað við að herbergin eru öll tveggja manna. Ólafur sagði að þetta þýddi því í kringum 1500 ferðamenn yfir sumarmánuðina þrjá miðað við meðallengd dvalar, þannig að ljóst mætti vera að þarna væru töluverð vandkvæði á ferðinni fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins. Þó væri ljóst, að ein- hverjum hluta þessa hóps mætti sjá fyrir herbergjum á öðrum hótelum eða einkaheimilum en það leysta þó engan veginn allan vandann. um. Þá spurði Morgunblaðið Jón hvort olía væri komin til Raufar- hafnar þannig að verksmiðjan þar gæti hafið bræðslu. Sagði hann að olíuskip hefði komið með svart- olíu til Raufarhafnar í gærkvöldi og væri hugmyndin að bræðsla hæfist þar í kvöld. Þó svo að olíu- skipið hefði komið þetta seint til Raufarhafnar hefði það vart kom- ið að mikilli sök, þar sem bræðsl- an hefði vart verið tilbúin fyrr en nú. Hins vegar væri ekki hægt að neita því, að dreifing svartolíunn- Framhald á bls. 25 Námsmenn stefna yfirvöldum og LÍN ÍKLKNZKUR námsmaður í Ósló hefur ákveðið fyrir hönd náms- manna að stefna stjórnvöldum, þar sem ekki sé tekið tillit til framfærsluþunga og fjölskyldu- stærðar þegar upphæð námslána er reiknuð út, heldur aðeins við ákvörðun um hversu mikinn hluta tekna skuli draga beint frá námslánum. Stefnan verður lögð fram í bæjarþingi Reykjavfkur ( dag og er á hendur stjórn Lána- sjóðs íslenzkra námsmanna, menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra. Kröfur í málinu eru þær að stjórn Lánasjóðs íslenzkra náms- manna, f.h. sjóðsins, verði með dómi skylduð til að endurskoða og Framhald á bls. 24. Árekstrasúpa um helgar MIKIÐ hefur verið um bíla- árekstra í Reykjavík undan- farnar helgar, sérstaklega á tímabilinu frá hádegi fram að kvöldmat. Hefur þetta vakið athygli lögreglumanna, því árekstrar hafa verið með færra móti aðra daga en um helgar. Á laugardaginn urðu 13 árekstrar á fyrrnefndu tíma- bili, þar af urðu slys í tveimur þeirra og á sunnudaginn urðu árekstrarnir 11 á sama tíma. Bíl stolið AÐFARARNÓTT s.l. laugar- dags var brúnni Cortinubifreið stolið frá húsi við Köldukinn i Hafnarfirði, og hefur hún ekki fundizt þrátt fyrir eftir- grennslan. Bifreiðin er árgerð 1970 og ber einkennisstafina G-1547. Þeir sem telja sig vita um það hvar bifreiðin er niðurkomin, eru beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna í Hafnarfirði. Krafla: Jarðskjálftar orðnir yfir 30 JARÐSKJÁLFTAR á Kröflu hafa hægt og sígandi færzt í vöxt síðustu daga og i gær höfðu mælzt yfir 30 jarð- skjálftakippir sólahringana tvo á undan. Enginn þeirra hefur þó verið stórvægilegur. A sama hátt heldur land áfram að rísa á Kröflusvæðinu með svipuðum hraða og verið hefur. Þannig hafa engar veru- legar stökkbreytingar orðið á framvindu mála á þessu svæði heldur er þetta hæg og siðandi þróun, að því er Páll Einars- son, jarðeðlisfræðingur skýrði Morgunblaðinu fráí gær. Skákþing Reykjavík- ur hafið SKÁKÞING Reykjavíkur hófst I félagsheimili taflfélagsins á sunnudaginn. Teflt er I fjórum flokkum fullorðinna, og eru keppendur 68 að tölu. Keppni f unglingaflokki hefst klukkan 14 á laugardaginn en keppni I kvennaflokki hefst ekki fyrr en um miðjan febrúar. Keppendum er raðað í riðl- ana eftir Elo-styrkleika. Er A- flokkurinn mannaður sterkum skákmönnum að þessu sinni. Úrslit í 1. umferð urðu þau að Helgi Ólafsson vann Jónas Þorvaldsson, Jón L. Arnason vann Braga Halldórsson, Ómar Jónsson vann Þröst Bergmann jafntefli gerðu Björn Þor- steinsson og Ásgeir Þ. Árnason en skákir Margeirs Pétursson- ar og Gylfa Magnússonar, Jón- asar P. Erlingssonar og Björgvins Viglundssonar fóru i bið. 2. umferð verður tefld á mið- vikudaginn kl. 19.30 og 3. um- ferð á sama tima á fimmtudag- inn. Teflt er í skákheimilinu, Grensásvegi 46.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.