Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 37

Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAQUR 11. JANUAR 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI 'fr nyr/jsjnp\''^'u n Jú, vel á minnst. Hópferðirnar eru skipulagðar. Allar ferðir farnar á vegum íslenskra ferða- skrifstofa eru nákvæmlega skipu- lagðar og með íslensku leiðsögu- fólki innanborðs, sem boða ferða- mönnum fróðleik um land og þjóð, eru þeim til trausts og halds og gæta þess að þeir þræði réttu leiðirnar um íslenskt landslag. Náttúran skaðast ekki mikið af þeirra völdum. íslendingar ættu heldur að líta í eigin barm. Halldór Sigurðsson". Velvakandi þakkar Halldóri fyrir bréfið og þær upplýsingar sem hér komast til skila. Það er lagt í ykkar dóm, góðir lesendur, hvort ástæða er til að fjalla frekar um þetta mál eða láta gott heita í bili. Snúum okkur að næsta bréfi, sem fjallar um nokkuð merkilega skyldu opinberra starfsmanna. # Gleymd lagaheimild? „í Morgunblaðinu var ný- lega lítil frétt um lög frá 1932 um opinbera greinargerð starfs- manna ríkisins. Þar var frá því skýrt að embættismönnum lands- ins og sýslumönnum er skylt án endurgjalds að flytja árlega eitt eða tvö erindi, eftir ákvörðun út- varpsráðs, í útvarp ríkisins um stofnun þá eða starfsgrein, sem þeir veita forstöðu. Nú langar mig kæri Velvakandi til þess að spyrja, hvort útvarps- ráð hefur nokkurn tíma notfært sér þessa heimild í lögum. Væri ekki tilvalið að útvarpsráð skikkaði t.d. Halldór Þorbjörns- son yfirsakadómara til þess að flytja nákvæma greinargerð í út- varpið um Geirfinnsmálið. Það væri svo sannarlega i tíma gert, því að þeir góðu herrar, sem stjórna rannsókn þess máls hafa svo sannarlega verið lokaðir. Þá væri einnig hægt að fyrirskipa Þórði Björnssyni, saksóknara ríkisins, að opna Guðbjartsmálið og fleiri sakamál, sem rann- sóknaraðilar hafa ekkert viljað tjá sig um. Þá væri einnig hægt að láta hina og þessa embættismenn vitna. Er áreiðanlegt, að erindi þessi yrðu hin áhugaverðasta lesning og gætu gert útvarpið að vinsælasta og merkasta fjölmiðli landsins. Það er ekki ónýtt fyrir stofnup sem útvarpið að hafa slíka lagaheimild. Öskiljanlegt er bara að forstöðumenn útvarpsins skuli ekki hafa nýtt sér þessa skyldu, sem með lögunum er lögð á hendur embættismönnum ríkis- ins og sýslumönnum. Með þökk fyrir birtinguna. Einn forvilinn." Þessir hringdu . . . # Stafar af iðjuleysi? Vesturbæingur: — Ég hef orðið fyrir því nú um þessi jól að skemmd var Ijósasería sem er í trjám í garðinum hja okkur. Hún var hengd hærra upp nú en áður, þannig að ómögulegt er að ná til hennar nema með stiga. Eitt kvöldið er maðurinn minn og ég brugðum okkur í bíó var stálpuð dóttir okkar heima og milli kl. 9 og 11 um kvöldið er stolið 20 perum af 24 úr seríunni. Einnig voru skemmd perustykk- in. Þetta þótti okkur í fyrsta lagi mjög sárt, í öðru lagi er þetta tjón og í þriðja lagi gífurleg biræfni, því húsið var uppljómað og þetta er rétt fyrir utan gluggana. Þetta vekur þá spurningu hvort unglingar séu að verki og ef svo er hvort þau hafi ekkert þarfara að gera en ganga um og skemma. Nú er þessi sería sett upp ekki SKÁK síður fyrir vegfarendur en fyrir okkur sem búum í húsinu, svo það er undarlegt að menn vilji skemma það sem reynt er að gera til að lýsa og fegra umhverfið. Við höfum búið hér i 27 ár og alltaf haft þessa seríu uppi og aldrei orðið fyrir slíku tjóni sem nú. Ef hér er um unglinga að ræða má vera að þeir geti leyft sér að gera þetta vegna þess að þau vita að þeim verðurdar þeirra verða fyrir fjárútlátum vegna tjóns sem ungl- ingar valda og ekki þurfa ungl- ingarnir að vinna fyrir því sjálf. # Markvisst unnið að ferðamálum Það má bæta því við hér í lokin, svona í framhaldi af fyrsta bréfinu í dag að Lúðvík Hjálmtýs- son, formaður ferðamálaráðs, hafði samband við Velvakanda og sagði að þeir ynnu markvisst að því að undirbúa ráðstefnur hér- lendis og einn maður ynni að því verkefni hjá ráðinu. Leitað væri sambanda erlendis og ýmislegt væri í undirbúningi, en það þyrfti langan tíma til undirbúnings. í UMSJÁ MAR- GE/RS PÉTURSSON HÖGNI HREKKVÍSI Á Skákþingi Sovétrfkjanna 1976, sem lauk í desember, kom þessi staða upp í skák þeirra Rashkovskys og Dorfmans. Rashkovsky, sem hafði hvitt, hafði ekki gætt nógu vel að kóngs- stöðu sinni og Dorfman, sem hafði svart og átti leik, fann snjalla leið til að færa sér það í nyt: X m & wk i m mm . , s i ■ m, mm mi X v'ÆCÝ. i ÍÉl ii mi l£ ysm. Hl L„. ... Al Wé ɧ fi1 gpp A M B . .. wm wm A 4m< m : í lítzL m w 27... Rcxe4!, 28. fxe4 — Rxg4, 29. Rf4 (Eftir 29. Bd4 — Bxd4, 30. Dxd4 — Dh4 + , 31. Kgl — Dh2+, 32. Kfl — Hxe4! er staða hvíts einnig vonlaus.) Dh4+, 30. Rh3 — Hxe4! og svartur vann létt. Soffía Ólafsdóttir frá Kletti — 85 ára Einu sinni var ég farkennari í Gufudalssveit, mér er sagt og eg hef heyrt, að það fer hrollur um suma við að heyra farkennslu- starfið nefnt, bæði meðal þeirra sem hafa reynt það og þeirra sem ekki vita hvað þeir tala um. Þetta skil eg ekki, því eg hlakkaði til haustið 1933 að fara vestur og enn eru þeir tveir vetur meðal björt- ustu minninga sem eg á, og enn á eg vini sem eg eignaðist þá, þó sumir þeirra séu horfnir sjónum okkar. Fyrri veturinn minn kem eg ekki að Kletti, en þann siðari var eg þar. tvisvar. Bærinn var ekki háreist höll, skólastofan var lítil. Börnin voru eins og bezt er á kosið. Húsbóndinn, Sæmundur Brynjólfsson, þreklegur hressi- legur, einn þeirra manna sem metnir eru þeim mun meir sem kynnin eru meiri. Hann er einn þeirra vinanna sem eru horfnir. Soffía Ólafsdóttir, er hér enn húsfreyjan, sem mótaði heimilið, inná við. Það fór ekki mikið fyrir henni, kyrrlát og hljóð, bjarta brosið hennar sem hún bauð mann velkominn í bæinn yljar manni enn. Þarna var ekki verið að sýnast. Hún var heil i starfi, heil í hugsun, um heimili sitt og störf. Bjó manni sfnum og börn- um hlýtt og gott heimili, og gest- inum sem átti að vera þar. Að honum var búið eins og bezt verð- ur á kosið. Þarna var maður heima hjá sér. Hún geðþekk, hlý og greind, gaman að spjalla við hana þá og mundi vera enn. Það koma minningar upp i hugann og allt er það með sama blæ. Nú 11. janúar 1977 er hún 85 ára, þetta á að eins að vera kveðja, hún hefur þurft að reyna margt. Sæmundur var orðinn full- orðinn og þrekið farið, en hún naut þeirrar gæfu sem eg veit að henni þótti vænt um að hlynna að honum síðustu stundirnar. Hún missti ungan og greindan son fyr- ir mörgum árum, einn af nemend- um minum og svo missti hún nú fyrir skömmu annan, Harald, sem tók við búi á Kletti. Hann fórst af slysförum. En allt stendur hún þetta, gleður sig við bjartan eld minninganna um góðan mann og góða syni. Umvafin ást og um- hyggju, þessa glæsilega hóps sem hún á eftir. Eg veit að það taka allir undir sem þekkja Soffiu. Guð blessi þér ókomin æviár, þökk fyrir sólargeisla, sem þú með hljóðlátri gleði hefur stráð í kring um bie. Ari Glslason. (”► BWTWMjOF I Lyf tara dekk LYFTARADEKK, afgreidd samdægurs, allar stærðir /1USTURBAKKI HF SUÐURVERI SÍMAR 38944-30107 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (iLVSINt;A- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.