Morgunblaðið - 11.01.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 11.01.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 31 JónAmason banka- stjóri—Minning Fundum okkar Jóns Árnasonar bar fyrst saman sumarið 1945. Hann var þá enn framkvæmdar- stjóri útflutningsdeildar Sam- bands fslenzkra samvinnufélaga, en ég var nýkominn frá námi og starfaði hjá Nýbyggingarráði. Mér hafði verið falið að afla upp- lýsinga um framleiðslu og út- flutning landbúnaðarafurða og leitaði f því skyni til Sambands- ins. Var mér vfsað til skrifstofu Jóns Árnasonar, sem þá var skel- eggastur andstæðingur þeirrar stefnu f atvinnumálum, sem Ný- byggingarráð beitti sér fyrir. í stað þeirra upplýsinga, sem ég hafði beðið um, fékk ég að hlusta á einarða og harðorða ræðu um fávísi þeirrar stefnu, sem Ný- byggingarráð vildi fylgja í land- búnaðarmálum sem og öðrum málum. Mér féll allur ketill í eld og bjóst við að snúa tómhentur frá þessum fundi. En að nokkurri stundu liðinni skipaðist veður f lofti. Jafn snögglega og hafði hvesst féll allt f dúnalogn. Jón varð hinn alúðlegasti, taldi sjálf- sagt að veita allar þær upplýsing- ar, sem um var beðið og greiða fyrir öllum athugunum, sem Ný- byggingarráð vildi gera, og kall- aði á einn starfsmanna sinna til að greiða götu mfna. Þessi fyrstu kynni sýndu mér þá hlið Jóns Árnasonar, sem mest bar á og flestir könnuust við, ákveðnar, einhliða skoðanir og hrjúft, jafnvel hranalegt viðmót. En þau gáfu mér einnig í skyn það, sem ég seinna kynntist betur, að undir skelinni hafði hann ann- an mann að geyma, er átti í rfkum mæli til alúð og nærgætni. Það mátti jafnvel láta sér detta f hug, að Jóni sjálfum fyndist vissara að hafa taumhald á innri manninum með því að loka hann inni í skel- inni. Jón Árnason var alinn upp í því rótgróna fslenzka bændasamfél- agi, sem nú fjarlægist óðum, og bar mót þess til æviloka. En hann var einnig f hópi þeirra ungu manna, sem litu bjarma nýs dags um aldamótin, sem öfluðu sér menntunar heima og erlendis og mörkuðu dýpri spor til breytinga á fslenzku þjóðlífi en flestar aðrar kynslóðir. Hann fæddist f Syðra- Vallholti f Seyluhreppi f Skaga- firði 17. nóvember 1885, sonur Árna Jónssonar, smiðs og bónda i Borgarey, er ættaður var úr Vopnafirði og konu hans Guðrún- ar Þorvaldsdóttur, bónda í Fram- nesi í Akrahreppi. Á harðindaár- unum nokkru áður en Jón fædd- ist hafði faðir hans haft í hyggju að flytjast búferlum til Vestur- heims. Or því hafði ekki orðið, en hann varð skammlífur og lézt, er Jón var á barnsaldri. Jón stundaði nám í Gagnfræða- skólanum á Akureyri og lauk það- an prófi vorið 1905. Auk Jóns er oft getið fjögurra manna í þessum hópi skólafélaga er allir settu ríkt mót á samtíð sína, þeirra Jónasar Jónssonar, ráðherra, Snorra Sig- fússonar, skólastjóra, Þórarins Kristjánssonar Eldjárns, er um langt skeið var einn helzti for- ustumaður Kaupfélags Eyfirð- inga, og Þorsteins M. Jónssonar, skólastjóra og alþingismanns. Að náminu loknu lá leið Jóns aftur til baka til æskustöðvanna, en þar og í Húnavatnssýslu stundaði hann kennslu og jafnframt sveita- störf og sjóróðra næstu áratuginn. Þetta mun án efa hafa tengt Jón enn nánari böndum við íslenzkar sveitir en þá jafnaldra hans, sem ekki snéru til baka að námi loknu. Um þrítugsaldur hleypti Jón heimdraganum fyrir fullt og allt. Dvaldi hann þá vetrarlangt I Kap- mannahöfn til að kynna sér starf- semi dönsku samvinnufélaganna og sumarið 1917 gerðist hann starfsmaður Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem þá hafði ein- mitt sett á fót aðalskrifstofu sfna í Reykjavfk. Var Jón fyrsti starfs- maður þeirrar skrifstofu, auk for- stjórans Hallgríms Kristinssonar, en skömmu síðar bættist Stefán Rafnar f hópinn. Tók Jón einkum að sér afurðasöluna og varð fram- kvæmdastjóri útflutningsdeildar árið 1922, er deildaskiptingu var komið á. Gegndi hann þvi starfi alla tíð meðan hann starfaði hjá Sambandinu, eðatil ársloka 1945. Á þeim árum, sem Jón Árnason starfaði að útflutningsmálum steðjuðu að margs konar erfið- leikar af völdum breyttra mark- aða, glundroða í gengismálum, kreppu, viðskiptahafta og styrjalda. Jón átti manna mestan þátt í að beina útflungingi kjöts inn á nýjar brautir, þegar farið var að flytja út freðið dilkakjöt á árunum milli 1920 oh 1930. í sam- bandi við þetta urðu að fara fram meiriháttar umbætur á sláturhús- um landsins. Enn fremur var nýtt skip Eimskipafélagsins, Brúar- foss, sérstaklega útbúið sem kæli- skip. Hafði Jón Árnason verið f ráðum um undirbúning þessara skipakaupa, en hann átti sæti f stjórn Eimskipafélagsins allt frá árinu 1923. Þá þurfti hvað eftir annað að standa i erfiðum samn- ingum við aðrar þjóðir um út- flutningsmál, t.d um saltkjötstoll f Noregi. Tók Jón mikinn þátt i slfkum samningsaðgerðum á veg- um ríkisstjórnarinnar. En verk- svið Jóns náði ekki aðeins til út- flutnings heldur jafnframt til innlendrar afurðasölu. Átti hann mikinn þátt f undirbúningi afurðasölulaganna 1932—1934, sem mótuðu í meginatriðum þá stefnu, sem enn er fylgt í þeim málum. Annar starfsvettvangur Jóns Árnasonar, sem ekki átti síður hug hans en samvinnuhreyfingin, þegar fram liðu stundir, var Landsbanki Islands. Árin 1927 og 1928 kom til framkvæmda mikil nýskipan fslenzkra bankamála, er hafði verið í undirbúningi og all- mikill ágreiningur verið um. Með þessari skipan varð Landsbank- inn bæði seðlabanki og viðskipta- banki og þvf langveigamesta pen- ingastofnun landsins og hvað mestur áhrifavaldur um stjórn efnahagsmála. Hélzt þessi skipan allt til þess að stjórn seðlabanka og viðskiptabanka var aðskilin 1957 og Seðlabanki íslands sfðan stofnaður árið 1961. Meginhluta þessa tfmabils var Jón Árnason í forustu Landsbankans, fyrst sem formaður bankaráðs frá 1929 til 1945 og sfðan sem bankastjóri frá 1946 til 1954. Sá háttur mun snemma hafa verið upp tekinn, sem sfðan hefur haldizt, að sér- staklega náið samband og tíðir fundir væru á milli formanns bankaráðs og bankastjórnar. Hlutu þvf áhrif Jóns á bankamál- in og þar með efnahagsmál lands- ins að vera mikil allt þetta skeið, sem er tími hins eiginlega „Landsbankavalds", sem svo var kallað. Ekka hefur það dregið úr þessum áhrifum, að Jón var einn af forustumönnum Framsóknar- flokksins, er var f ríkisstjórn meginhluta þessa tfmabils, átti sæti í miðstjórn flokksins frá 1932 til 1944, og naut sérstaks trausts innan flokksins í öllu, er laut að peninga- og efnahagsmálum. Skömmu eftir að Jón Árnason varð bankaráðsformaður hófst heimskreppan. Mátti heita, að nærfellt allan þann tíma, sem Jón var tengdur Landsbankanum, væru alvarlegir erfiðleikar f efna- hagsmálum, þótt mismunandi toga væru spunnir. Erlendar skuldir höfðu aukizt á velgengnis- árunum fyrir 1930 og jukust enn meira, eftir þvf sem kreppan dróst á langinn. Skipti þá megin- máli, að Landsbankinn gæti ætfð staðið nákvæmlega í skilum við erlenda banka og haldið þannig á málum sínum að öðru leyti, að traust hans færi vaxandi en ekki þverrandi, þrátt fyrir þá miklu erfiðleika, sem að steðjuðu. Þetta tókst bæði þá og þegar vanda bar enn að höndum á árunum eftir styrjöldina. Er óhætt að fyllyrða, að Landsbankinn og þjóðin öll njóti góðs af þessum árangri en þann dag í dag og eigi mikla þakk- arskuld að gjalda þeim mönnum, sem i þessu efni höfðu forustu. Ihaldssemi góðra bænda var Jóni Árnasyni f blóð borin, og þvf var hann lítt ginkeyptur fyrir nýjabrumi. Hann hafði einnig kynnst því af langri reynslu, hversu fljótt veður geta skipast í lofti f aflabrögðum og afurðasölu tslendinga. Afskipti hans af bankamálum höfðu enn frekar borið honum heim sanninn um það, hversu miklu skipti að hafa vaðið fyrir neðan sig. Jón vildi þvf gæta vel þess fengs, sem íslend- ingum hafði fallið í skaut á stríðs- árunum, verja hluta hans til kaupa framleiðslutækja að vel yfirlögðu ráði en ávaxta hann að öðru leyti sem erlendan gjald- eyrisforða, sem unnt væri að grípa til, þegar á bjátaði. Aðrir töldu hins vegar, að bezti viðbún- aðurinn gegn væntanlegum erfið- leikum væri að verja fengnum til kaupa á framleiðslutækjum á skömmum tíma, og væri þetta brýn nauðsyn, ef full atvinna hætti að haldast. Var þetta stefna þeirrar ríkisstjórnar, er þá sat, nýsköpunarstjórnarinnar. Stóð um þetta allmikill styr einmitt um það leyti, er Jón Árnason varð bankastjóri Landsbankans f árs- byrjun 1946, og mun sjálfsagt ýmislegt hafa verið sagt í þessu efni á báða bóga umfram það, sem rök stóðu til. Hvað sem um þetta má segja, reyndist ærið tilefni til að minnast varnaðarorða Jóns næstu árin á eftir, og hefur slíkt tilefni raunar gefizt alloft síðar og gefst víst enn. Arið 1954, þegar Jón var að nálgast sjötugsaldurinn, bauðst honum að taka við starfi sem full- trúi Norðurlanda í stjórn Alþjóða- bankans íWashington um tveggja ára skeið. Vorum við þvf tengdir sömu stofnuninni þennan tíma, ég sem starfsmaður, hann sem meðlimur bankastjórnar. Ég held, að Jóni hafi fallið dvölin f Washington vel í geð. Störf hjá svo mikilvægri alþjóðastofnun voru vissulega nýstárlegur og skemmtilegur endasprettur á starfsferli hans. Það voru að vfsu allmikil viðbrigði fyrir mann, sem svo miklu hafði ráðið um dagana, að vera nú orðinn einn af fulltrú- um margra þjóða, sem í raun var ætlazt til að færu góðfúslega eftir tillögum valdamikils forseta bankans. Jón skildi þessa aðstöðu vel, en var þó ekki á því að láta af áhugamálum sfnum með öllu. Var það einkum tvennt, sem hann beitti sér fyrir. Annars vegar vildi hann vekja athygli á sam- vinnuhreyfingunni og þvi gildi, sem hún gæti haft f þróunarlönd- unum. Hins vegar vildi hann vara við og jafnvel leggjast gegn lán- veitingum til landa, þar sem stjórnarfar var lftt öruggt, borg- arastyrjaldir jafnvel f uppsigl- S. Helgason hf. STBINIOJA tlnholtl 4 Slmar U677 og 14154 ingu eða valtir einræðasherrar í sessi. Starfsmenn bankans urðu vissulega varir við, að eftir þess- ari afstöðu Jóns var tekið og að hann var talinn meiri maður af einurð sinni. Jón Árnason var gæfumaður. Honum auðnaðizt að vinna að hugðarefnum sfnum á langri starfsævi og sjá ríkulegan ávöxt iðju sinnar f þroska þeirra stofn- ana, sem hann hafði helgað starfs- krafta sína. Hann eignaðist ágæta og glæsilega konu, Sigríði Björns- dóttur, og bjó með henni í löngu og farsælu hjónabandi á indælu heimili. Hann liðfi við góða heilsu til hárrar elli f hópi sona sinna, tengdadætra og barnabarna, sem hann sá komast til vits og ára. Hann átti samstarfsmenn og vini, sem skildu hann og virtu. Ég veit, að margir fleiri en ég og fjöl- skylda mfn vilja að leiðarlokum þakka honum og Sigríði margan vinargreiða og margar ánægju- stundir, ekki sízt á heinmili þeirra, hvort sem það stóð á Lauf- ásvegi eða f Washington. Jónas II. Haralz Með Jóni Árnasyni, sem í dag er kvaddur hinztu kveðju, er fallinn frá í hárri elli einn þeirra manna, er mest lét að sér kveða f utan- ríkisviðskiptum og fjármálum Islendinga allt frá fyrstu dögum fullveldisins og fram yfir miðja öldina. Ég kynntist Jóni fyrst á námsár- um mínum í London, er hann var þar á ferð í viðskiptaerindum, og ekki leyndi sé, að þar fór maður þéttur á velli og ótrauður f fram- göngu, við hvern sem við var að fást. Nánari urðu kynni okkar eft- ir að hann hafði ráðið mig til starfa við hagfræðideild Lands- bankans árið 1954. Hafði Jón þá verið bankastjóri þar síðan árið 1946, en áður hafði hann setið í bankaráði bankans allt frá þvf að það var fyrst kosið eftir nýju lögunum 1927, og formaður þess var hann nær allan þann tíma. Jón var um þessar mundir tví- mælalaust áhrifamestur um stjórn bankans, enda var hann bæði starfsmaður mikill, einbeitt- ur og skapmikill. Mestan áhuga hafði hann á erlendum viðskipl- um bankans, en f þeim efnum hafði hann áunnið sé mikla reynslu bæði i starfi sínu í bankanum og sem framkvæmda- stjóri útflutningsdeildar Sambands íslenzkra samvinnu- félaga um áratuga skeið. Jón Árnason var fæddur að Syðra Vallholti f Skagafirði árið 1885 og var þvf á nítugasta og öðru aldursári, er hann lézt. Á uppvaxtarárum hans áttu fátækir bændasynir fáa kosti um mennt- un eða annan frama. Það varð þó Jóni til láns, að honum tókst að komast í Möðruvallaskóla og út- skrifaðist hann gagnfræðingur frá Akureyri árið 1905. Reyndist sú skólaganga honum drjúgt veganesti um æfina og grundvöll- ur þeirrar sjálfsmenntunar, sem hann varð á að treysta, eins og svo margir forvígismenn Islendinga aðrir á fyrra helmingi aldarinnar. Næsta áratuginn vann Jón ýmis störf bæði til sjós og lands, áður en hann sneri sér að viðskiptum og réðist til Sambandsins. Hann var því orðinn fulltíða maður og fastmótaður af islenzku sveitalffi og menningu, þegar hann hóf meginlífsstarf sitt. Hvert sem leiðir hans áttu eftir að liggja síðan bar hann ætíð beztu ein- kenni fslenzkra bænda, sjálfs- traust, raunsæi og þrautseigju. Þessir eiginleikar ásamt dugnaði hans og hreinskilni öfluðu honum trausts og virðingar f viðskiptum við erlend fyrirtæki og fjármála- stofnanir, en oft áttu Islendingar þar undir högg að sækja á tfmum kreppu og efnahagsörðugleika. Jón lagði kapp á það á banká- stjórnartíð sinni að efla samband við erlendar fjármálastofnanir. Varð Landsbankinn á þeim árum aðili að Alþjóðagreiðslubankan- um í Basel, en sá banki hefur átt mikinn þátt í þvi að efla samstarf milli seðlabanka þátttöku- rfkjanna síðustu áratugina. Einn- ig samdi Jón um það, að Islend- ingar fengju aðild að stjórnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans til jafns við hin Norðurlöndin. Varð hann fyrsti fulltrúi Islendinga á þeim vett- vangi, er hann tók sæti sem full- trúi Norðurlandanna f fram- kvæmdastjórn Alþjóðabankans haustið 1954, en kjörtímabil hans þar var tvö ár. Lauk hann í þeirri ábyrgðarmiklu stöðu sfðast áfang- anum á langri og giftulegri starfs- ævi sinni. Jón Árnson kvæntist árið 1925 eftirlifandi konu sinni Sigrfði Björnsdóttur frá Kornsá í Vatns- dal. Þau voru um allt samhent, enda sprottin upp úr sama jarð- vegi. Á heimili sinu átti Jón sínar beztu stundir, en hann var sér- staklega barngóður og naut öllu öðru fremur samvista við barna- börn sín síðustu aldursárin. Þau hjónin áttu eina dóttur, Ingunni, er þau misstu á unglingsaldri, og tvo syni Björn og Árna. Sendi ég Sigríði, sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur, er þau eiga nú á bak að sjá hinum aldna höfðings- manni. Jóhannes Nordal. t ÓLAFUR V INGÞÓRSSON, slmaverkstjóri, Sólheimum 14, Reykjavlk verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju. miðvikudaginn 12 ianuar kl 1.30 Aðalheiður Guðmundsdóttir. Elln Ólafsdóttir. Ingþór Ólafsson t Þökkum öllum þeim, sem auðsýndu samúð við fráfall foreldra okkar, MARGRÉTAR JOHANNESDÓTTUR OG ÓLAFS JÓNSSONAR. frá Stóru Ásgeirsá Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahússins á Hvammstanga og Bæklunardeildar Landspltalans Margrét Olafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir. t Þökkum okkur sýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför MOGENS LÖVE ANDERSENS, háskerameistara. Þökkum sérstaklega Meistarafélagi Hárskera Arna Andersen og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.