Morgunblaðið - 11.01.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1977
7
Stjórnskipun á
undanhaldi
í leiðara sunnudags-
blaðs Alþýðublaðsins seg-
ir m.a :
„Það blæs ekki byrlega
fyrir kommúnismanum
um þessi áramót. Frá Pól-
landi til Peking glíma ein-
ræðisstjómir kommúnista
við margvísleg þjóðfélags-
vandamál — og fara
halloka.
Því meira sem frétzt
hefur frá Klna, því Ijósara
er, að átökin eftir lát
Maós formanns hafa verið
hrikalegri en nokkurn
grunaði utan landsins. Nú
er viðurkennt i Peking, að
til óeirða hafi komið og
tæpt á hugsanlegu
borgarastrfði. Þessir
atburðir sýna, að stjóm-
kerfi kommúnismans
ræður ekki við það verk-
efni að skipta um forustu,
en einmitt það hefur tek-
izt tvfvegis f Bandarfkj-
unum eftir Watergate
þrátt fyrir mikil áföll lýð-
ræðis þar vestra.
í Sovétrfkjunum er per-
sónudýrkun að verða
meiri en nokkru sinni fyrr,
og er Breshnev enginn
eftirbátur fyrirrennara
sinna að þvf leyti. í
nýjasta hefti hins glæsi-
lega tfmarits, „Fréttir frá
Sovétrikjunum", sem
Rússar gefa út á fslenzku f
Reykjavfk voru 20 myndir
af Breshnev f tilefni
afmælis hans!"
Frelsis- og
mannréttinda-
barátta
„í seinni tfð hefur kom-
ið æ betur f Ijós, að enn
logar f glæðum frelsis- og
mannréttindabaráttu eftir
tæplega 60 ára alræði ör-
eiganna f Sovétrfkjunum.
Tækninni er fyrir að
þakka að fólk austan og
vestan járntjaldsins á
mun léttara með að ná
sambandi hvort við
annað, og ekki er lengur
unnt að halda þeirri leynd
yfir málum eystra, sem
áður var. Það er mann-
réttindahreyfing f Sovét-
rfkjunum, lýðræðis-
hreyfing, ný-
marxistahreyfing, þjóð-
ernishreyfing Ukrana,
Grúsa og fleiri þjóða, and-
spyrnuhreyfing Tatara og
b rottf a ra rh reyf in
Gyðinga. Það er gefin út
leynileg blöð f landinu og
bannaðar bækur ganga
manna á milli f afskrift-
um. Ráðamenn Komm-
únistaflokks Sovét-
rfkjanna finna, að þeir eru
undir smásjá og komast
ekki upp með að láta and-
ófsmenn hverfa eða stytta
þeim aldur, eins og Stalfn
gerði. Allt talar þetta sfnu
máli um stjómkerfið."
Astandið í
Póllandi
„í Póllandi hefur rfkis-
stjóm kommúnista engan
veginn ráðið við efna-
hagsmál og er að sökkvá f
fen risavaxinna uppbóta,
erlendra skulda og verð-
bólgu. Verkamenn hafa
hvað eftir annað svarað
verðhækkunum með svo
öflugum mótmælum, að
stjómin hefur guggnað —
en sfðan sent lögregluna á
vettvang. Pólskt verka-
fólk er nú að koma á svo
sterku skipulegi f verk-
smiðjum og á öðrum
vinnustöðum, að fram hjá
því verður ekki gengið, og
eiga þessi samtök ekkert
skylt við hið opinbera
alþýðusamband kommún-
ista. Það hafa verið mynd-
uð samtök mennta- og
listamanna, sem vinna að
stuðningi við verkamenn,
sem handteknir voru eftir
uppþotin f fyrra. í þriðja
lagi er kaþólska kirkjan
enn gffurlega sterk f land-
inu og stendur svo föstum
fótum með þjóðinni, að
stjómin f Varsjá getur
ekki annað en umborið
kirkjuna og samið við
hana.
Þegar þessi þrjú and-
stöðuöfl koma saman f
Póllandi, er I raun um
stjómarandstöðu að
ræða, sem kommúnistar
geta ekki hundsað. Þeir
verða annaðhvort að
semja við þessa andstöðu-
hópa — eða beita valdi til
að kúga þá. Af þessu er
Ijóst, að hið kommúnfska
stjómkerfi með einum
stjórnmálaflokki er að lið-
ast f sundur. Ef pólska
stjómin beitir valdi, verð-
ur það enn meiri ósigur,
sem myndi blása anda
Helsinkisamkomulagsins út f veður og vind."
„Enn berast fregnir af | þeirri athyglisverðu þró- . un, að kommúnistastjóm- Útsala — útsala
ir Ungverjalands, Póllands Mikil verðlækkun
og A-Þýzkalands kalla nú á hjálp hinna „Litlu auð- valdssinna", það er slátr- Glugginn,
ara, bakara, bifvélavirkja og fjölda annarra manna, sem hafa með höndum Laugavegi 49.
smárekstur og alls konar
þjónustu.
í Ungverjalandi tóku ný
lög gildi um áramótin, þar
sem margs konar smáat-
vinnurekendum er heitið
skattfrfðindum, ef þeir
setjast að f smábæjum.
Þeir losna við tekjuskatt f
þrjú ár og sæta lægri
sköttum en aðrir eftir það.
í Póllandi hefur einnig
verið sett löggjöf, sem lof-
ar smáatvinnurekendum
lægri sköttum, hærri fjöl-
skyldubótum og ellilffeyri.
Þar ætla stjómvöld einnig
að greiða fyrir smáfyrir-
tækjum einstaklinga við
útvegun húsnæðis og hrá-
efna en fólk af pólskum
ættum f öðrum löndum er
hvatt til að flytja heim og
setja upp smáfyrirtæki.
Þvf er lofað að gróðann
megi flytja aftur til
Vesturlanda.
Þessi þróun er augljóst
merki uppgjafar af hálfu
kommúnismans á þýð-
ingarmiklu sviði efna-
hagslffsins. Rfkisrekin
smáfyrirtæki hafa algjör-
lega brugðizt, hin mikla
miðstjórn skirfstofuvalds
ins ræður ekki við verk-
efnið.
Öll þessi tfðindi eru um-
hugsunarverð fyrir þá,
sem hneigjast til að trúa
þeirri firru, að kommún-
isminn sé þjóðskipulag
framtfðarinnar."
argus
ER VOLVOINN
í FULLKOMNU
LAGI?
Tiu þúsund km'
skoðun tryggir ódýrari akstur
Nú er meira áríöandi en nokkru sinni áöur aö hafa
Volvoinn í fullkomnu lagi.
Tíu þúsund km. skoðun gefur yöur til kynna ástand
bifreiðarinnar, og leiöir til þess aö eiginleikar Volvo til
sparnaðar nýtist fullkomlega.
PANTIÐ SKOÐUNARTÍMA STRAX í DAG
í skoöuninni felast 58 athuganir og rúmlega 30
stillingaratriöi.
10000
KÍLÓM.
SKOÐUN
Suðurlandsbraut 16 • Síml 35200
MIMIR
Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám
enska, þýzka, franska, spánska, ítalska, norður-
landamálin, íslenzka fyrir útlendinga
Áhersla er lögð á létt og skemmtileg samtöl í
kennslustundum. Samtölin fara fram á því máli
sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist i
talmáli. Síðdegistímar — Kvöldtímar
Símar 11109 — 10004
(kl. 1-7 e.h.)
Málaskólinn Mímir,
Brautarholti 4
Tann
ENSKIR
PENINGASKÁPAR
eldtraustir — þjófheldir
heimsþekkt
framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888
LINGUAPHONE
fœst bœöi á
hljómplötum
ogkassettum
Við veitum allar
upplýsingar og
póstsendum
hvert á land
sem et
ef þess er
óskaó
<1
jódfœrahús Reyhjauihur
Laugauegi 96 simh I 36 56
HP