Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 David Harvey, markvörður Lceds, grfpur knöttinn við nefið á Malcolm McDonald, hinum marksækna framherja Arsenal-liðsins. Á laugardaginn tökst báðum þessum 1. deildar liðum að komast áfram f bikarkeppninni — Lees með miklum glæsibrag. EINA ÁHUGAMANNALIÐIÐ KOMST ÁFRAM í BIKARNUM ENSKA bikarkeppnin var á dag- skrá á laugardaginn. Þá var leikin 3. umferð þessarar miklu keppni og voru leikirnir hvorki fleiri né færri en 32 talsins, enda komu liðin úr 1. og 2. deild nú fyrst inn I keppnina. (Jrslit flestra leikj- anna urðu eins og búist var við fyrirfram, en eins og alltaf var nokkuð um óvænt úrslit. Má þar nefna, að eina áhugamannaliðið I keppninni, Northwitch Victoria sló út Watford I 4. deild, Cardiff sló Tottenham út og Wimbledon, sem ekki á sæti I ensku deildun- um f jörum gerði markalaust jafn- tefli við Middlesbrough á heima- velli og sömuleiðis gerði Crystal Palace úr 3. deild jafntefli við Liverpool. 11 leikjum af 32 lauk með jafntefli og verða liðin þvl að berjast að nýju nú I vikunni. Eitt þeirra liða sem gerði jafntefli voru núverandi bikarmeistarar Southampton. Þeir léku við Chelsea á heimavelli og varð jafn- tefli 1:1. Mætast liðin að nýju á Stamford Bridge I Lundúnum, heimavelli Chelsea. Chelsea, sem nú hefur forystu í 2. deild, varð fyrra til að skora í leiknum á laugardaginn og gerði Gary Lock markið. En í seinni hálfleik tókst Southampton að jafna metin og markið gerði aðal markaskorari liðsins á síðustu ár- um, Mick Cannon. Meistararnir fá þvi annað tækifæri til að komast í 4. umferð. Northwitch Victoria var tvíveg- is marki undir á móti Watford en áhugamannaliðið átti frábæran endasprett og tryggði sér sigurinn undir lok leiksins. Þar með er liðið komið í 4. umferð og hefur möguleika á því að dragast á móti einhverju þekktu liði úr deildun- um. Wimbledon hefur þótt erfitt heim að sækja, og er þess skemmst að minnast að Leeds átti í miklu basli með liðið fyrir nokkrum árum. Leikmenn Middlesbrough fundu ekki leið- ina I gegnum vörn Wimbledon, og markalaust jafntefli var stað- reynd./ Tottenham hefur átt erfitt upp- dráttar I vetur og félagið varð að bíta I það súra epli að falla úr bikarkeppninni I Cardiff. Eina mark leiksins gerði Peter Sayer strax á 7. mínútu. Mestan hluta leiksins reyndu leikmenn Totten- ham að brjóta niður vörn Cardiff, en tókst ekki, og þar með komst 2. deildar liðið áfram en 1. deildar liðið var úr Ieik. Arsenal er I miklu stuði um þessar mundir og vann nú útisigur á móti Notts County. Eina mark leiksins gerði Trewor Ross á 77. minútu, en all- an heiðurinn af markinu átti Alan Hudson, sem Arsenal keypti ný- lega frá Stoke. Miðlandsliðin Leicester og Aston Villa börðust hart á Filbert Street, velli Leicester. Aston Villa hafði betur I þeirri viðureign og eina mark leiksins gerði markaskorarinn mikli Andy Gray skömmu fyrir leikslok. Gray lék hér á landi með Dundee Utd. fyrir nokkrum ár- um, þegar skozka liðið lék við ÍBK I UEFA-keppninni. Ensku meistararnir Liverpool mættu Crystal Palace úr 3. deild á heimavelli sínum. Palace, sem komst I 4-liða úrslit keppninnar I fyrra, ætlar sér greinilega stóra hiuti, því liðið náði jöfnu, 0:0, á móti meisturunum. ENSKA BIKARKEPPNIN, 3. UMFERÐ: Birmingham —Portsmouth Blackpool — Derby Cardiff — Tottenham Carlisle — Matlock Town Charlton —Blackburn Coventry —Milwall Darlington —Orient Fulham — Swindon Halifax —Luton Hereford — Reading Hull — Port Vale Ipswich — Bristol City Kettering Town — Colchester Leeds United — Norwich Leicester City — Aston Villa Liverpool — Crystal Palace Mancester City — West Bromwich Manchester United — Walsall Northwich Victoria — Watford Notthingham Forest — Bristol Rovers Notts County — Arsenal Oldham — Plymouth Queens Park Rangers — Shrewsbury Sheffield United — Newcastle 0:0 Southhamton —Chelsea Southend — Chester Sunderland — Wrexham Eest Ham — Bolton Wimbledon —Middlesbrough Wolverhamton — Rotherham ENGLAND, 3. DEILD: Northamton —Tranmere Oxford — Chesterfield Sheffield Wed —Brighton York — Gillingham ENGLAND, 4. DEILD: Stockport — Workington Bournemouth — Huddersfiedl Crewe Alexandra — Brentford Doncaster — Cambridge Exeter — Barnsley Hartlepool —Torquay Rochdale— Swansea Scunthorpe — Bradford SKOTLAND, URVALSDEILD: Ayr Utd — Aberdeen Dundee Utd — Celtic Hearts — Pattick Thistle Motherwell — Hibernian Rangers Kilmarnock 1:0 0:0 1:0 5:1 1:1 1:0 2:2 3:3 0:1 1:0 1:1 4:1 2:3 5:2 0:1 0:0 1:1 1:0 3:2 1:1 0:1 3:0 2:1 1:1 0:4 2:2 2:1 0:0 3:2 3:4 3:2 0:0 2:2 1:0 1:0 3:2 1:0 4:0 1:0 2:1 0:0 1:2 SKOTLAND, 1. DEILD: Abroth — Hamilton Dumbarton — Montrose East Fife — Queen of the South Falktik — St. Mirren Morton — Dundee 2:1 2:2 1:1 Barcelona er efst á Spáni AÐ 17 umferðum loknum I spænsku deildarkeppninni, hefur Barcelona forystu með 25 stig. Athletico Madrid hefur 23 stig, Real Sociedad og Valencia hafa 21 stig og Real Madrid, sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna i síðustu leikjum, hefur hrapað úr toppsæt- inu niður í 5. sæti með 19 stig. Úrslit í 17. umferð á sunnudag- inn urðu þessi: Real Madrid — Málaga Real Betis — Barcelona Elchc — Hercules Espanol — Sevilla Real Sociedad — Burgos 1:0 Celta — Real Zaragosa 1:1 Valencia — Atlethici Madrid 3:0 Las Palmas — Atletici Bilbao 4:1 1:3 2:1 0:0 4:1 0:0 2:3 2:1 NYR BILL SIGRAÐI I FYRSTA GRAND PRIX KAPPAKSTRIÁRSINS ARGENTlNSKI Grand Prix formulu I kappaksturinn fór fram í Buenos Aires á sunnudag- inn, en það er fyrsta keppnin af mörgum, sem gefur stig i heims- meistarakeppninni f kappakstri. Þau övæntu úrslit urðu að Jody Scheckter frá Suður-Afrfku bar sigur úr býtum á glænýjum bíl, sem ber heitið Wolf Ford. Bíll þessi, sem er frá Kanada, hefur ekki áður verið á kappaksturs- brautinni, svo að segja má að hann hafi þarna fengið „drauma- start“. Á ýmsu gekk i þessum 317 kiló- metra langa akstri. ökuþórarnir þurftu að fara 53 hringi á braut- inni og heltust ýmsir úr lestinni, svo sem heimsmeistarinn James Hunt frá Bretlandi, sem ók utan í grindverk og varð að hætta, Niki Lauda, fyrrverandi heimsmeist- ari, sem varð fyrir vélarbilun og Svíinn Ronnie Petersson. Lengst af hafði Norður-Irinn Jonh Watson forystuna á Braham, en á 48. hring náói Scheckter for- ystunni og hélt henni til loka og krækti sér þar með í 9 stig i keppninhi um heimsmeistaratign- ina. Meðalhraði. hans var tæpir 190 kílómetrar. Annar í röðinni varð Carols Pace, Brasilíu á Braham, þriðji Carlos Raute- mann, Argentinu á Ferrari, fjórði Emerson Fittipaldi, Brasilíu á Copersucar, fimmti Mario Andretti, Bandaríkjunum á Lotus og sjötti Glay Reggazzoni, Sviss á Ensign. Sigurbifreiðin og liðið í kring- um hana er gert út af kanadískum milljónamæringi að hafni Walter Wolf. Er þetta í fyrsta skipti, sem hann teflir fram liði í Grand Prix kappakstri. Scheckter, sem er 36 ára, gekk til liðs við Wolf í fyrra- haust, en hann var áður hjá Tyrrell. Það var því engin furða, að hann segði eftir keppnina að sigur hans væri kraftaverk. Allt væri nýtt, bæði bíllinn og liðið, og því væri sigur hans kraftaverk. Wolf, 37 ára gamall olíu- milljóneri, kostaði 13 milljónum islenzkra króna til smíði nýja bíls- ins. 66 DANIR ATVINNU- MENN í KNATTSPYRNU Klammer ósigrandi í bruni AUSTURRlSKI Ólympíumeistar- inn Franz Klammer sigraði í bruni og landi hans Klaus Heiddegger sigraði í stórsvigi I mikilli skiðakeppni, sem fór fram í Garmisch-Partenkirchen i Vest- ur-Þýzkalandi um helgina, en keppni þessi er liður í heimsbik- arkeppninni. Brunkeppnin fór fram á iaugar- daginn og hafði Klammer tals- verða yfirburði yfir keppinauta sína. Virðist enginn geta skákað Klammer í bruninu, en hann hef- ur nú sigrað i sjö mótum i röð. Meðalhraðinn hjá Klammer á laugardaginn var rúmlega 120 km á klukkustund og fór hann braut- ina af miklu öryggi, en hún var 3220 metra löng og fallhæð 920 metrar. 1 öðru og þriðja sæti urðu einnig Austurrikismenn, Ernst Winkler og Peter Wirnsberger. í stórsviginu á sunnudaginn hafði Sviinn Ingimar Stenmark nauma forystu eftir fyrri ferðina í þeirri seinni féll hann í brautinni og var þar með úr leik. I fyrsta sæti varð Austurríkismaðurinn Kiaus Heidegger, á aðeins einum hundraðasta úr sekúndu betri tíma en næsti maður, Ólympiu- meistarinn Heini Hemmi frá Swiss, Þriðji varð Willi Fromm- ellt, Lictenstein. Staðan í heimsbikarnum er nú sú, að hinn 22 ára gamli Klammer hefur forystu með 75 stig, Heini Hemmi fylgir fast á eftir með 73 stig, Klaus Heiddegger hefur 70 stig, Italinn Piero Gros hefur 64 stig og í fimmta sæti er heims- meistarinn Ingimar Stenmark með 54 stig. ALLS ERU nú 66 danskir knatt- spyrnumenn atvinnumenn I knatt- spyrnu og leika þeir F sjö löndum. Langflestir eru í Vestur-Þýzkalandi eða 23 og hafa margir þessara leik- manna getið sér þar mjög gott orð. Frægastur þeirra dönsku leikmanna sem nú leika i Þýzkalandi er vafa- laust hinn lágvaxni Allan Simonsen sem leikur með Boroussia Mönchengladbach, en hann hefur verið einn af helztu máttarstólpum liðsins allt frá þvi að hann kom til þess. 13 danskir leikmenn eru at- vinnumenn F Sviþjóð, 12 eru F Hol- landi, 8 F BelgFu. 6 F Sviss, 2 F Frakklandi og einn á Spáni og F Austurriki. Sá danskur knattspyrnumaður sem hefur mestar tekjur er Henning Jensen, sem spánska félagið Real Madrid keypti nýlega af Bayern Munchen. Greiddi Real Madrid svim- andi upphæð fyrir Jensen. Hitt er svo annað mál, að Jensen hefur átt fremur erfitt uppdráttar slðan hann kom til félagsins og hefur t.d. ekki leikið með liðinu að undanförnu. Frakkarnir kusu Juantorena IÞRÓTTAFRÉTTAMENN franska blaðsins L Equipe völdu Alberto Junantorena frá Kúbu Iþrótttamann ársins 1976 I hinu árlega kjöri sfnu, en blaðið veitir þeim fþróttamanni sem titilinn hlýtur mjög vegleg verðlaun. Hlaut Juantorena 149 stig í at- kvæðagreiðslu blaðsins. 1 öðru sæti varð rúmenska stúlkan Nadia Comaneci með 121 stig, en sfðan komu Kornelia Ender (A- Þýzkalandi) 107 stig, Lasse Viren, (Finnlandi) 69 stig, Irena Szewinska (Pólandi) 38 stig, Brian Godell (Bandaríkjunum) 34 stig, Eric Tabarly (Frakklandi) 33 stig, John Naber (Bandarfkjunum) 32 stig og Jointy Skinner (S-Afríku) 31 stig. Henning Jensen — tekju- hæstur danskra atvinnu- manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.