Morgunblaðið - 11.01.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977
23
Nýi hjúkrunarskólinn;
Fyrstu gedhjúkrun-
arfræðingarnir út-
skrifaðir hérlendis
María Pétursdóttir afhendir einum hinna nýju geðhjúkrunarfræðinga
prófskirteini sitt.
FYRSTU geðhjúkrunarfræðingarn
ir voru útskrifaðir frá Nýja
hjúkrunarskólanum sl. laugardag.
Voru þá alls 22 konur brautskráð
ar frá skólanum, en þetta er fyrsti
hópurinn sem lýkur þessu námi,
sem er alger nýjung hérlendis.
Þær konur sem luku prófi I geð-
hjúkrun frá skólanum að þessu
sinni eru:
Aðalheiður Steina Scheving.
Bergþóra Á Reynisdóttir. Elín L
Egilson Elin S H Jónsdóttir Gesa
Elisabeth Burmeister. Gerður
Jóhannsdóttir Guðlaug Á Hannes-
dóttir Gyða Thorsteinsson Hanna
María Gunnarsdóttir Hólmfriður
Geirdal Jónsdóttir. Hrönn Jóns-
dóttir Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóna
G Guðmundsdóttir. Jonína Stefáns-
dóttir, Karen Eiriksdóttir Magn-
hildur Þórveig Sigurðardóttir
Margrét Sæmundsdóttir Sigrún
Kristjana Óskarsdóttir. Sólveig
Guðlaugsdottir, Svanlaug Alda
Árnadóttir. Þórunn Sólveig
Kristjánsdóttir, Ingibjörg H Jakobs-
dóttir.
Útskrift hinna nýju hjúkrunar-
fræðinga fór fram við hátíðlega at-
höfn i salarkynnum skólans. sem er
til húsa í leiguhúsnæði hjá Oliu-
félagi íslands Voru þar saman-
komnir flestir hinna nýju geð-
hjúkrunarfræðinga. menntamálaráð-
herra og fleiri gestir Maria Péturs-
dóttir. skólastjóri Nýja hjúkrunar-
skólans, flutti langa og yfirgrips-
mikla ræðu við brautskráninguna
Meðal annars fór hún nokkrum
orðum um aðdraganda að stofnun
skólans Þar sagði hún m.a ..Það
var i nóvembermánuði 1971 að
tillaga var flutt á borgarstjornar-
fundi, um að stofna hjúkrunarskóla i
tengslum við Borgarspítalann
Flutningsmenn tillögunnar voru
Albert Guðmundsson og Birgir ís-
leifur Gunnarsson Síðan ályktaði
borgarstjórn 14 janúar 1972 að
fela borgarstjóra í samráði við
borgarlækni og heilbrigðismálaráð
að undirbúa stofnun skóla sem yrði i
tengslum við Borgar-
spítala." Siðan sagði María, að
fyrsta verk skólans hefði verið að sjá
hátt: 20 nemendur í 3ja ára
hjúkrunarnámi, 23 Ijósmæður í
rúmlega 2ja ára hjúkrunarnámi. 22
geðhjúkrunarfræðinemar og 1 7
hjúkrunarfræðingar i framhalds-
námi
Samkvæmt ummælum Maríu var
kveikjan að stofnun geðhjúkrunar-
námsins að finna i timariti
Hjúkrunarfélags íslands á árinu
1 973 en þar birti Geðhjúkrunar-
deild félagsins drög að námsskrá og
reglugerð fyrir skóla sem fyrst og
fremst væri ætlað að veita
nemendum fræðilega og verklega
kennslu i geðhjúkrun Um þetta
sagði Maria:
..Þar kom fram að geðhjúkrunar-
deildin hafði undanfarin 3 ár verið
að vinna að þessum málum Á
skólanefndarfundi Nýja hjúkrunar-
skólans 6 nóvember 19 73 var bor-
in upp fyrirspurn frá deildinni, um
það hvort skólinn gæti tekið að sér
Borgarspítalans og geðdeildar
Barnaspitala Hringsins og skóla
nefnd Nýja hjúkrunarskólans Á
þeim fundi voru lagðar fram nýjar
tillögur Geðdeildar Hjúkrunarfélags
íslands um námstilhögun Álit
fundarins var að vinna bæri að þvi
að koma sliku námi á sem fyrst og
stofna vinnuhóp eða nefnd er ynni
að nánari undirbúningi Mennta-
málaráðherra tilnefrrdi og skipaði
siðar Pál Ásgeirsson, yfirlækni. for-
mann 3ja manna nefndar og með
honum geðhjúkrunarfræðingana
Þórunni Pálsdóttur og Þóru Arn-
finnsdóttur. Ákveðið var að nefndin
hæfi þegar störf og hefði siðan sam-
band við formann skólanefndar.
Kristinu Jónsdóttur. lækni og skóla
stjórann
Fjórum dögum seinna lögðu
þessir samstarfsaðilar fram tillögur
varðandi tímalengd, inntökuskilyrði.
markmið og tilgang námskeiðsins.
l&v viLj
<***■ í wjg '||íg|sr•' ®§§§fi|f ' f <X\ V
Þær voru brosmildar konu . ar þegar þeim hafði verið veitt uppáskrift upp á nýja starfsheitið. Nitján hinna 22
nýju geðhjúkrunarfræðinc i voru viðstaddir hina hátíðlegu útskriftarathofn og eru þær hér ásamt skólastjóra
slnum og kennara, Þóru A« ifinnsdóttur. (Ijósm. Friðþjófur).
um nám Ijósmæðra. sem heil-
brigðismálaráðuneytið hafði haft for-
gang um að hrinda af stað fyrr um
sumarið. Hefði menntamálaráðu-
neytið þá og tekið við skólarekstrin-
um að öllu leyti. en hann tók til
starfa um haustið 1972.
í fyrstu var skólinn til húsa í
endurhæfingardeild Borgarspitala
eða Grensásdeildinni svokölluðu en
síðan var flutt í leiguhúsnæði sem er
í eigu Olíufélagsins. og er á Suður-
landsbraut 12. Með tryggðum
samastað var svo gerð framtíðar
verkefnaáætlun fyrir skólann, og var
i upphafi gert ráð fyrir 90
nemendum Á sl ári voru þeir alls
82 og var skiptingin á eftirfarandi
þetta nám og í sama mánuði voru
haldnir 2 fundir, þar sem fulltrúar
deildarinnar og skólanefndin fjöll-
uðu um möguleika á geðhjúkrunar-
námi á vegum skólans Þórunn Páls-
dóttir kynnti námsskrá Statens
Spesialskole í psykiatrisk sykepleie í
Bygdöy. en álit flestra var að fyrir-
mynd væri helst að leita til Noregs,
og fyrrnefndur skóli talinn bestur
þar. með sitt 2ja ára geðhjúkrunar-
nám.
Skriður komst þó fyrst á málið er
Stefán Ólafur Jónsson. deildarstjóri
í Menntamálaráðuneytinu. boðaði til
fundar 5. mal 1975 formann
Hjúkrunarfélags íslands. forráða-
menn Kleppspítalans. geðdeildar
o.fl Þar er lagt til að ráðinn verði
námsstjóri sem semdi m.a. við þá
námsstaði. sem verklega námið færi
fram á og sæi hann um að nemend-
ur fengju hæfileg námsskilyrði
Einnig var lagt til að fenginn yrði
þrautreyndur erlendur geðhjúkr
unarkennari til aðstoðar um 3ja
mánaða skeið
Þóra Arnfinnsdóttir. geðhjúkr-
unarfræðingur var ráðinn náms-
stjóri. Nefndin lagði til að I námið
yrðu teknir 8—12 nemendur Um-
sækjendur urðu 23. en ein umsókn
var dreginn til baka
Óneitanlega var þetta stærri hóp
ur. en við höfðum nokkurntíma látið
Framhald á bls. 25
Sápukúlur
fáránleikans
HREYFILEIKIItJSIÐ,
FRÍKIRKJUVEGI 11:
FRÖKEN JULÍA ALVEG ÓÐ.
HÓPVINNA, STJÓRN:
NIGEL WATSON OG INGA
BJARNASON.
ALLT ER FÁRANLEGT er
meðal þeirra setninga sem
hljóma i Fröken Júlía alveg óð.
Samkvæmt inntaki hennar er
unnið i verkinu, en i þvi er
stuðst við texta Strindbergs úr
leikriti hans Fröken Júliu,
Biblíuna, íslenska söngva og
fleira. Hreyfileikhúsið er ekki
nafn út i bláinn. Hreyfingar,
tjáning líkamans, svipbrigði
eru það sem byggt er á og það
sem áhorfandi verður að ráða.
Skírskotanir til Strindbergs fá
áhorfandann til að rifja upp
kynnin af Fröken Júlíu, þá
sem þekkja það leikrit, og það
er ljóst að höfundar Fröken
Júlíu alveg óð leggja sérstaka
áherslu á stéttaskiptingu leik-
ritsins, samband Fröken Júliu
og þjónsins Jean.
Ég las fyrir nokkru viðtal við
Olof Lagercrantz sem vinnur
að bók um Strindberg. Fröken
Júlia er Strindberg sjálfur,
segir Lagercrantz. Hann er í
leikritinu að fjalla um kynni
sín af danskri alþýðustúlku.
Að sjálfsögðu getur rithöfund-
ur ekki skrifað um aðra en
sjálfan sig og þá sem hann
þekkir; eigin reynsla, eigið
mat speglast i öllum ritverk-
um. Það er heldur ekki nýtt að
kunn skáldverk séu notuð sem
uppistaða i nútímaverkum,
þau umskrifuð á einhvern
hátt. Það mun til dæmis vera
sama fólk og stendur að
Hreyfileikhúsinu sem beitti
sér fyrir nýstárlegri uppfærslu
Hamlets á vegum enskudeildar
Háskólans i fyrra. Þau Nigel
Watson og Inga Bjarnason
leggja sitt af mörkum til
endurskoðunar leikhússins,
enda hafa þau starfað í bresku
tilraunaleikhúsi þar sem kyrr-
staða er bannorð.
Fröken Júlia alveg óð er
stutt leiksýning. Textar eru
bæði á íslensku og ensku og
LelKllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
fara ekki illa saman þótt
óneitanlega geri slík vinnu-
brögð vissar kröfur til áhorf-
enda, valdi því að einkum er
höfðað til menntafólks og
þröngs hóps áhugamanna um
leiklist. Textinn gegnir að
mestu skreytihlutverki, leikur
og hreyfingar eru allt. Það eru
til dæmis mikil átök við sög,
blásnar eru sápukúlur, marg-
litur vöndull hristur. Þegar
áhorfendur ganga í salinn er
leikurinn hafinn og nokkuð
óvíst hvenær hann endar,
áhorfendur eru skildir eftir í
óvissu um það.
Söngvarnir, Þórsmerkurljóð
(María, María), Ólfur Liljurós
og fleiri gæddu sýninguna
vissum léttleika sem ávinn-
ingur var að. Kjallaragólfið á
Frikirkjuvégi 11 var leiksviðið
og óspart notað.
Nigel Watson (Jean þjónn)
og Inga Bjarnason (Fröken
Júlía) voru vanda sinum vax-
in. Meira reyndi á Nigel
Watson sem maður hefur á til-
finningunni að sé höfuðsmiður
verksins. Sólveig Halldórs-
dóttir (Kristin þjónustu-
stúlka) sannaði að hún er efni-
leg leikkona, en hún er áður
kunn úr sýningu Nemenda-
leikhússins á Undir suðvestur-
himni eftir Sigurð Pálsson og
Gunnar Reyni Sveinsson. Sýn-
ingunni var ekki sist styrkur í
ágætri framsögn hennar þótt
hún ætti ekki jafn auðvelt með
hreyfingar.
Að öllu samanlegu og með
tilliti til bestu hliða Fröken
Júlíu alveg óð ber að þakka
Hreyfileikhúsinu þessa sýn-
ingu í anda erlendra tilrauna-
leikhúsa. Að minnsta kosti hér
er hún nokkur nýjung.