Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 5
Happdrætti Háskólans:
Heildarverðmæti vinninga
eykst um 25% á nýju ári
HAPPDRÆTTI Háskóla Is-
lands bauð eins og fram kom I
Morgunblaðinu á sunnudag
nokkrum vinningshöfum, sem
hlotið höfðu stóra vinninga á
liðnu happdrættisári, til fagn-
aðar um leið og blaðamönnum
voru kynntar breytingar á vinn-
ingskrá við upphaf nýs happ-
drættisárs. Miðaverð happ-
drættisins hækkar nú um 25%,
en einnig er vinningum f jölgað
um sama hlutfall. Öll hækkun
vinninga kemur nú fram f nýj-
um 100 þúsund króna vinning-
um og f jölgun 50 þúsund króna
vinninga. Happdrættið greiðir
sem áður 70% af veltu sinni (
vinninga.
Hinir nýju 100 þúsund króna
vinningar, sem bætast við, eru
3.060 að tölu, en fjöldi 50 þús-
und króna vinninga er tvöfald-
aður, þeir voru á síðastliðnu ári
6.660, en verða nú 11.115. Hins
vegar fækkar 10 þúsund króna
vinningum lítið eitt. I hófinu,
sem áður er nefnt, sagði
Guðlaugur Þorvaldsson há-
skólarektor, sem jafnframt er
stjórnarformaður HHl, að það
væri von happdrættisins, að 50
og 100 þúsund króna vinning-
arnir með möguleikum á allt að
níföldun, verði vinsælir meðal
almennings.
Hæstu vinningarnir verða
óbreyttir frá fyrra ári.
Mánaðarlega verða 9 einnar
milljón króna vinningar dregn-
ir út en í desembermánuði er
hæsti vinningurinn 2 milljónir
með möguleika á níföldun eða
að einn og sami vinningshafi
fái 18 milljónir króna. Þarf þá
viðkomandi að eiga trompmiða
og síðan E,F, G og H miða, en
hver slíkur miði gefur einfald-
an vinning, trompmiðinn gefur
fimmfaldan. Guðlaugur Þor-
valdsson kvað það hafa verið
stefnu happdrættisins að hafa
vinningana fleiri og ekki eins
háa. Hins vegar gæfi það, með
þeim möguleika að fólk geti ní-
faldað vinninginn, tækifæri
fyrir þá sem vilja spila djarft að
fá háa vinninga. I háu vinning-
ana fara nú 8% af heildarupp-
hæð vinninga, en til hinna háu
vinninga teljast allir vinningar
sem eru 500 þúsund og þar yfir.
Tæplega 1% fer í 200 þúsund
króna vinninga, en yfir 91% I
lægri vinninga, þar af um 55% í
10 þúsund króna vinninga.
Vinningaskráin fyrir árió
1977 er nú _ 2.268 milljónir
króna. í fyrsta flokki er
heildarverðmæti vinninga
lægst eða tæplega 97 milljónir,
en hækkar síðan frá einum
mánuði til annars unz hún i 12.
flokki er orðin 680,7 milljónir
króna.
Velta HHl eða söluverðmæti
miða hefur rúmlega 12-faldazt
frá 1968. Þá var söluverðmæti
112,5 milljónir króna, en i ár er
þessi tala áætluð 1.359 milljónir
króna. Reikningar happdrættas-
ins hafa ekki verið gerðir upp
enn fyrir siðastliðið ár, en gera
má ráð fyrir að heildarhagnað-
urinn hafi verið um 250
milljónir króna. Allt að því 50
milljónir króna renna i rikis-
sjóð, en samkvæmt lögum happ-
drættisins ber happdrættinu að
greiða 20% til hans. Er þeim
fjármunum eingöngu varið til
byggingaframkvæmda í þágu
rannsóknastofnana atvinnuveg-
anna. Þannig hljóta hagnýtar
rannsóknir verulegan styrk frá
happdrættinu. 80% hagnaðar-
ins renna siðan til fram-
kvæmda Háskóla tslands, ný-
bygginga og eftir því sem hús-
um fer fjölgandi til viðhalds
þeirra. Einnig rennur hluti
fjárins til tækjakaupa háskól-
ans. Guðlaugur Þorvaldsson
taldi síðan upp helztu bygging-
ar sem happdrættið hefði kost-
að. Nefndi hann aðalbygging-
una, íþróttahúsið, Árnagarð,
Lögberg, Raunvísindastofnun
Háskólans, verkfræði- og raun-
vísindadeildarhús I. og II.
áfanga, húsnæði Náttúrufræði-
stofnunar við Hlemmtorg,
framlag í stúdentaheimilið,
framlag til hjónagarða og
margt fleira. Nýjustu fram-
kvæmdir eru mannvirkjagerð á
Landspítalalóð.
Jón Bergsteinsson, skrif-
stofustjóri HHÍ, kynnti gesti
kvöldsins i hófinu síðastliðið
föstudagskvöld. Þau, sem unnið
höfðu hæsta fjárhæð, voru
hjónin Ólafur Pálsson og Guð-
Framhald á bls. 25
Guðlaugur Þorvaldsson, rektor, formaður stjórnar HHl, I hópi hinna heppnu. Frá vinstri: Helga
Henrýsdóttir, Arna Vignisdóttir, Karl Viggó Karlsson, Anna Aradóttir, Guðrún Björnsdóttir. Ólafur
Pálsson, Þorvaldur Markússon og Guðlaugur.
Átthagafélög—Félagasamtök—Starfshópar!
orri nálgast
Hinn annálaði þorramatur frá okkur er nú, eins og undanfarin ár,
til reiðu í matvælageymslum okkar.
Erum byrjaðir að taka á móti pöntunum á mat í þorrablótin og bjóðum hvort
heldur er ÞORRAMAT eða heitan VEIZLUMAT.
Matsveinar frá okkur flytja yður matinn — og framreiða hann.