Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 40

Morgunblaðið - 11.01.1977, Side 40
AI GI.YSÍNÍÍASÍMIN'N ER: 22480 AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 JWorjstmblnbiÖ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANUAR 1977 Gód loónuveiði í gær: 16 skip með 6090 lestir FRÁ ÞVI í gærmorgun fram til kl. 22 í gærkvöldi höfðu 16 loðnu- skip tilkynni um afla af Kolbeins- eyjarmiðum, samtals 6090 lestir, og fóru öll til Siglufjarðar og Raufarhafnar með aflann. I gær- kvöldi voru þau 20 loðnuskip. sem voru á miðunum, öll á veiðum á svipuðum slóðum og áður og áttu starfsmenn Loðnunefndar von á að góð veiða yrði í nótt. Sögðu þeir, að ef raunin yrði sú að skip- in fengju góðan afla, ma-tti búast við að einhver skip héldu tii Aust- fjarðahafna í dag, þar sem öruggt mætti telja að löndunarbið yrði í Siglufirði við að losa f það 8000 lesta rými, sem var þar f gær. Gísli Árni og Hilmir komnir yfir 1500 lestir í gær var vitað um tvo loðnubáta, sem búnir voru að fá 1500 lestir af loðnu eða meira frá þvi að ver- tiðin hófst þann 4. janúar s.l. Þessi skip eru Gísli Arni RE, sem var búinn að tilkynna samtals um 1570 lesta afla, og Hilmir SU, sem hefur tilkynnt um 1510 lesta afla, en loðnuna hafa skipin fengið í þremur veiðiferðum. Ef reiknað er með að um 8.50 kr. fáist að meðaltali fyrir loðnukílóið þessa dagana. Þá eru þeir Gísli Árni og Hilmir búnir að fiska fyrir um 13 millj. kr. hvor um sig og háseta- hlutur á þeim Gísla Árna og Hilmi ætti því að vera kringum 250 þús. kr. Loðnan er á svipuðum slóðum og áður, þ.e. um 4Ó mílur NA af Kolbeinsey, en þó hefur veiði- svæðið færzt aðeins austar og halda sjómenn að loðnan sé nú að Framhald á bls. 24. CJmboðsdómarinn í handtökumálinu: Ný vitni skýra málið — ÞAÐ hafa komið fram ný vitni, sem skýrt hafa málið, og rannsóknin beinist nú að Hauki Guðmundssyni sem sökunaut, og hefur honum ver- ið gerð grein fyrir því, sagði Steingrfmur Gautur Kristjáns- son, umboðsdómari f hand- tökumálinu, f samtali við Mbl. f gær. Steingrímur sagði, að þessi nýju vitni hefðu verið yfir- heyrð í Reykjavík á Iaugardag- inn, og þann sama dag hefði Haukur Guðmundsson verið yfirheyrður í Keflavík á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fram komu hjá nýju vitn- unum. Þegar Steingrímur var spurður um það, hvort vitnin væru stúlkurnar, sem mest hefur verið leitað að í máli þessu, kvaðst hann ekki geta svarað því. Hins vegar væri þvf ekki að leyna, að „týndu stúlk- urnar væru mjög miðsvæðis í rannsókninni". Þessi mynd var tekin af „Jóhönnu" skömmu fyrir jól og eins og sjá má á myndinni virðist hún una sér vel f sædýrasafninu f Frakklandi. Frá þvf að „Jóhanna" kom til Marineland hefur hún þyngzt nokkuð og er nú góð þrjú tonn að þyngd. Jóhanna” dafnar vel í Marineland „Jóhanna", sem flutt var með Iscargo til Frakklands i október á siðasta ári frá Höfn í Horna- firði, hefur dafnað mjög vel. Jóhanna er nú farin að leika hinar margvislegustu kúnstir og að sögn Martins Padley, yfir- dýratemjara Marinelands í Nissa, er hún tnjög góður nem- andi. Nú orðið þarf ekki annað en að henda síld út í loftið þá stekkur Jóhanna upp úr vatn- inu, þannig að sporðurinn kem- ur einnig uppúr. Þá er hún farin að hlýða ýmsum skipun- um og hefur mjög gaman af að leika sér með höfrungunum í Marineland. Samkvæmt upplýsingum Padleys hefur háhyrningurinn dafnað mjög vel og virðist ekk- ert hafa amað að honum frá þvi að hann kom í sædýrasafnið. Útflutningur undanrennudufts stöðvaður: Óskað greiðslu á 23—24 millj. í útflutningsbætur Fiskvinnslan á Seyð- isfirði kaupir nýjan skuttogara frá Noregi FISKVINNSLAN h.f. á Seyðis- firði hefur fest kaup á nýjum skut ogara af minni gerð hjá Storvík mekaniske verksted i Kristiansund í Noregi. Togarinn, sem verður afhentur n.k. fimmtudag. 3. janúar, er rösk- lega 470 rúmlestir að stærð eða 46.5 metrar á lengd og 9.5 metrar á breidd og er systurskip Skinn- eyjar SF-20 frá HornafirðL Kaupverð togarans er á milli 14 og 15 m. n. kr. eða um 500 m. kr. fsl. Gert er ráð fyrir að togarinn komi til Seyðisfjarðar kringum 20. janúar n.k. og vonast forráða- menn Fiskvinnslunnar til að togarinn Ijúki sinni fyrstu veiði- ferð áður en þessi mánuður er á enda. Fiskvinnslan h.f. fékk á sínum tíma leyfi til kaupa á skuttogara Framhald á bls. 24. FRAMLEIÐSLURÁÐ land- búnaðarins ákvað á fundi sfnum í gær að stöðva frekari útflutning á undanrennudufti um sinn vegna hins lága verðs, sem fæst fyrir það um þessar mundir á erlend- um mörkuðum. Eins og fram hef- ur komið f fréttum Mbl. voru 100 tonn af undanrennudufti seld til Sviss ( haust og fengust 10 krónur fyrir hvert kfló en skráð heild- söluverð hér innanlands var um þær mundir 250 krónur hvert kfló. Fram kom f samtafi við Gunnar Guðbjartsson, formann Framleiðsluráðs, að leita yrði eft- ir þvf við rfkissjóð, að hann greiddi útflutningsbætur vegna sölu á undanrennuduftinu til Sviss en um ein milljón króna fékkst fyrir það, þannig að nærri lætur að útflutningsbætur vegna þessa útflutnings ættu að nema milli 23 og 24 milljónum króna. Gunnar sagði að það væri ætlun F’ramleiðsluráðs að reyna að selja undanrennuduftið til bænda sem fóður. Um verð duftsins sagði Gunnar, að Verðjöfnunarsjóðir Framleiðsluráðs hefðu ekki bol- magn til að greiða þetta niður en heildsöluverð undanrennudufts nú er 270 hvert kfló. Áður hefur komið fram í fréttum að gert er ráð fyrir að um 200 tonn af undanrennudufti komið á markað fram til vors. Þá hefur komið fram, að sem fóður hentar undan- rennuduft vel fyrir alifugla, svín og kálfa og er fóðurgildi þess um 20% meira en fiskimjöls. Verð á fiskimjöli er hins vegar milli 60 og 70 krónur hvert kíló en eins og áður sagði er verð á hverju kílói af undanrennudufti nú 270 krón- ur. Lokið var við smfði Skinneyjar SF fyrir rösku ári hjá Storvik, en togari Seyðfirðinga er systurskip Skinneyjar. Spasský sapiþykkir að tefla á Islandi Yfirgnæfandi líkur á þvi að annað hvort einvígið fari hér fram, segir FIDE BORIS Spasský, fyrrverandi heimsmeistari f skák, tilkynnti Alþjóðaskáksambandinu f gær- morgun, að hann samþykkti tsland sem keppnisstað fyrir einvfgi hans og Tékkans Hort og að hann væri mjög áhuga- samur um að keppa á tslandi. Að sögn Einars S. Einarssonar, forseta Skáksambands tslands, verða þvf að tefjast miklar Ifkur á þvf að umrætt einvfgi fari hér fram, þvf Hort var upphafsmaðurinn að þvf að Skáksambandið bauðst til að halda áskorendaeinvígi hér á landi. Er búizt við svari frá Hort á allra næstu dögum. Skáksambandið hefur tilkynnt, að það muni taka að sér einvfgi þeirra skákmeistara, sem verða fyrri til þess að samþykkja Island sem keppnisstað. 1 sam- tali við Einar S. Einarsson f gær sagði ungfrú Bakker, fram- kvæmdastjóri Alþjóðaskák- sambandsins að yfirgnæfandi Ifkur væru á þvf að annað hvort einvfgið, Spasský-Hort, Framhald á bls. 24. Guðmundur og Friðrik saman á mót í Hol- landi á morgun Stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur- jónsson halda f fyrramálið til Hollands, þar sem þeir verða báðir meðal þátttakcnda f sterku skákmóti, sem hefst í Wijk Aan Zee á föstudaginn. Friðrik keppti f þessu móti f fyrra, og bar þá sigur úr být- Framhald á bls. 24. Narfi fékk 310 kr. fyrir ýsukílóid í V-Þýzkalandi SKUTTOGARINN Narfi RE sem seldi í Bremerhaven f V- Þýzkalandi í gær fékk 310 krónur fyrir hvert kg af ýsu, sem skipið var með, og er þetta hæsta ýsu- verð sem islenzkt fiskiskip hefur fengið í erlendri höfn. Narfi var með alls 128,7 lestir, sem seldust fyrir rúmlega 19.6 millj. kr. og Framhald á bls. 24. .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.